Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 46
46 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009
✝ Þórdís ToddaGuðmundsdóttir
fæddist á Bíldsfelli í
Grafningi í Árnes-
sýslu 28. mars 1928.
Hún lést á bráða-
móttöku Landspít-
alans við Hringbraut
3. janúar síðastlið-
inn. Hún var dóttir
hjónanna Guð-
mundar Þorvalds-
sonar stórbónda og
Kristínar Jós-
efsdóttur ljósmóður.
Þórdís Todda var
yngst sjö hálfsyskina samfeðra
sem öll áttu móðurina Guðríði
Finnbogadóttur og héldu hún og
Kristín móðir Þórdísar sameig-
inlegt heimili að Bíldsfelli um
áratuga skeið, sem systur væru,
og skiptu með sér verkum innan
heimilisins.
Systkini Þórdísar Toddu eru
öll látin nema Þóra, f. 6. maí
1918. Þórdís Todda giftist árið
1962 Erlingi Þorsteinssyni háls-,
nef- og eyrnalækni. Börn þeirra
eru: 1) Þorsteinn, f. 20. sept-
ember 1962. Fv. ritstjóri, þátta-
gerðarmaður fyrir sjónvarp,
blaða- og leiðsögumaður og
starfaði nokkurn tíma sem fram-
kvæmdastjóri eigin ferðaskrif-
stofu. Hann á tvö börn, þau eru
a) Erling tölvunarfræðinemi í
HR, f. 6 maí 1986, móðir hans er
Berglind Ósk Sigurðardóttir
snyrtifræðingur. b) Kristín, f.
15. janúar 2002, móðir hennar
Erle Enneveer meistari í lögum
frá HÍ. 2) Guðrún
Kristín B.Ed. frá
Kennaraháskóla Ís-
land. f. 7. nóvember
1966. Hún er förð-
unarfræðingur og
starfaði sem þula
hjá Ríkissjónvarp-
inu um ára bil. Hún
er gift Baldri Ár-
manni Steinarssyni
rafverktaka, þau
eiga tvö börn,
Steinar Berg, f. 7.
júní 1997 og Þórdísi
Toddu, f. 7.júní
1997.
Þórdís Todda hóf nám í Hjúkr-
unarkvennaskóla Íslands árið
1947 og ætlaði sér að útskrifast
árið 1950, en vegna þess að hún
smitaðist af berklum í náminu
frestaði útskrift hennar til ársins
1951. Hún starfaði á fæðing-
ardeild Landspítala Íslands 1954-
1955 og hélt til Fíladelfíu í
Bandaríkjum árið 1956 og nam
skurðstofuhjúkrunarfræði í Ger-
man Town Hospital til ársins
1957.
Eftir það starfaði hún á skurð-
deildum Landspítalans og vann
einnig á Hvítabandinu.vorið 1958
til vors 1959. Eftir að hafa komið
börnunum á legg hóf hún að
starfa í hlutastarfi á Droplaug-
arstöðum upp úr síðari hluta ní-
unda áratugarins sem yfirhjúkr-
unarfræðingur á kvöldvöktum.
Útför Þórdísar Toddu var gerð
frá Fossvogskapellu 14. janúar, í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Leiðir okkar Þórdísar Toddu
lágu fyrst saman haustið 1947 er
við ellefu ungar stúlkur hófum
nám í Hjúkrunarskóla Íslands. Við
komum víða að af landinu, allar
með sama áhugamálið, að hjúkra
hinum sjúku. Þegar við í endur-
skini minninganna lítum til baka,
sjáum við sem í skuggsjá þessar
ungu „hollsystur“ saman komnar á
Landspítalanum. Nú rúmum 60 ár-
um síðar hefur fækkað í hópnum.
Á þessu nýbyrjaða ári kvaddi
Þórdís Todda Guðmundsdóttir.
Hún var okkur mjög kær, hún var
góður hjúkrunarfræðingur, trygg-
lynd, skemmtileg og glæsileg
kona. Todda var mikil og góð hús-
móðir, eiginkona, móðir og amma.
Á heimili Toddu bjó Kristín
móðir hennar og var hún alla tíð
elskuð af öllum og alltaf til staðar.
Við, nokkrar hollsystur og vinkon-
ur, höfum komið saman af og til á
heimilum okkar. Til Toddu og Er-
lings hefur verið gott að koma, þau
voru bæði fagurkerar, heimilið fal-
legt og allt svo velkomið.
Við minnumst ferðar sem við
hollsysturnar fórum í 1948 með
rútu í heimsókn að Bíldsfelli í
Grafningi í boði Toddu og móður
hennar. Ferðalagið og koman á
æskuheimili Toddu er okkur öllum
ógleymanleg, hve vel var tekið á
móti okkur á þessu rausnarheimili
og fegurð náttúrunnar gleymist
ekki.
Á sorgarstundu minnumst við
með hjartans þakklæti fyrir alla
gleðina sem við höfum notið af
samvistum við sæmdarhjónin Þór-
dísi Toddu og Erling og sendum
fjölskyldunni allri innilegustu sam-
úðarkveðjur. En í minningunni býr
ljósið.
Herdís, Inga og
Theódóra.
Nýtt ár vekur oftast vonir og
væntingar um að óskir manna
muni rætast en sú varð ekki raun-
in hjá Þórdísi Toddu vinkonu
minni sem varð bráðkvödd hinn 3.
janúar sl.
Hún var glæsileg kona, svo eftir
var tekið, með sitt fallega kop-
arrauða hár og ávallt vel tilhöfð.
Trygglynd og góð vinkona.
Vinátta okkar hefur varað í yfir
fjörutíu ár eða frá því við báðar
stofnuðum heimili. Það var alltaf
tilhlökkunarefni þegar Þórdís og
Erlingur buðu okkur Jóni til veislu
í Skaftahlíðinni og áttum við þar
margar gleðistundir, enda þau
hjónin höfðingjar heim að sækja.
Þórdís eldaði veislumat, enda
snilldarkokkur, Erlingur sá um
tónlistina og skenkti í glösin. Hann
átti það jafnvel til að spila á sögina
sína við mikinn fögnuð og stjórna
dansi frameftir kvöldi.
Það var heldur ekki í kot vísað
að heimsækja þau í sumarbústað-
inn góða við Bíldsfell og gæða sér
á nýveiddum laxi úr Soginu, sem
Erlingur var lunkinn við að veiða.
Ég á eftir að sakna minnar
kæru vinkonu og alls þess sem hún
var mér og mínum.
Hjartanlegar samúðarkveðjur
sendi ég elsku Guðrúnu Kristínu,
Þorsteini og barnabörnum.
Við þökkum fyrir ástúð alla,
indæl minning lifir kær.
Nú mátt þú vina höfði halla,
við herrans brjóst er hvíldin vær.
Í sölum himins sólin skín
við sendum kveðju upp til þín.
(H.J.)
Blessuð sé minnig þín.
Sigríður S.
Þórdís Todda
Guðmundsdóttir ✝ Kristján NikolajBruun, ævinlega
kallaður Mansi af
ættingjum og vinum,
fæddist í Reykjavík
26. apríl 1931. Hann
andaðist á gaml-
ársdag 2008. For-
eldrar hans voru
William Thorwald
Bruun, f. í Kalund-
borg í Danmörku 25.
júlí 1896, d. í Reykja-
vík 15. september
1950, og Aðalheiður
Kristjánsdóttir Bru-
un, f. á Litla-Lóni á Snæfellsnesi
30. janúar 1900, d. í Reykjavík 12.
febrúar 1981. Þau voru gefin sam-
an 20. nóvember 1926. William
Thorwald lærði prentverk í Dan-
mörku, en í Reykjavík fékk hann
sveinsbréf sem veitingamaður 1943
og starfaði við báðar þessar grein-
ar, jöfnum höndum, prentaði Morg-
unblaðið og vann á Kaffi-Höll.
Hann vann einnig mörg ár á Þing-
völlum og var jafn-
framt eftirlitsmaður
þar og bjó þá á
Brúsastöðum. Systur
Kristjáns voru Karen
N. A. Bruun, f. í
Reykjavík 4. jan.
1927, d. 19. mars
1972 og Sigrún Bru-
un, f. í Reykjavík 27.
apríl 1928, d. 24.
mars 2007. Systra-
synir hans eru Willi-
am Ragnar Jóhann-
esson, f. 9. apríl 1946,
Heiðar Woodrof Jon-
es, f. 1. mars 1947, Kristinn Stein-
grímsson, f. 22. maí 1957, og Jó-
hannes Grétar Snorrason, f. 9. maí
1961.
Sambýliskona Kristjáns um
nokkurra ára skeið var Guðrún
Friðleifsdóttir, f. 9. júní 1939, d. 15.
október 1996. Dóttir hennar er Ósk
Valgeirsdóttir, f. 4. febrúar 1966.
Útför Kristjáns fór fram í kyrr-
þey.
Kynni okkar hófust árið 1944, þeg-
ar ég var nýlega fluttur til Reykja-
víkur, ásamt móður minni og þremur
systkinum.
Húsnæði var ekki á hverju strái á
þessum árum og við fengum loforð
um húsnæði, eftir ákveðinn tíma, en
á meðan beðið var eftir því fengum
við inni í bragga í Kamp Melrós við
Þóroddsstaði. Þar kynntist ég
Mansa, hann 13 ára og ég 14 ára. Ég
var að leika mér í hverfinu og þá
birtist hann á hjólinu sínu og fór að
tala við mig. Og þar tókst með okkur
vinátta sem aldrei rofnaði. Á næstu
árum fórum við í margar hjólreiða-
ferðir upp á Vatnsendahæð og til
Þingvalla og víðar. Margar voru bíó-
ferðirnar og seinna bættust kaffi-
húsaheimsóknirnar við, sem við
stunduðum af kappi. Þá voru nú tóm-
stundir færri en nú til dags. Á þess-
um ungdómsárum fór hann að vinna
í Kjöthöllinni við Klambratún en ég
byrjaði í byggingavinnu hjá Einari
Einarssyni byggingameistara. Ég
byrjaði að læra prentverk og litlu
síðar fór Mansi að læra rakaraiðn
hjá Sigurjóni rakarameistara.
Lengst af vann hann á rakarastof-
unni í Eimskipafélagshúsinu, en
einnig á Keflavíkurflugvelli hjá setu-
liðinu. Ég fór alltaf til hans í klipp-
ingu og eftir að hann hætti að klippa
fann ég aldrei jafngóðan hárskera.
Hann varð heilsulítill frekar snemma
á ævinni og það var mikil synd því
hann var mjög fær og hæfileikaríkur
maður. Hann vann við ýmis önnur
störf svo sem við akstur hjá Kópa-
vogsbæ. Ég held að hann hafi aldrei
eignast bíl en hann var mjög vel að
sér í öllu sem þeim við kom. Hann fór
meira að segja á sjó og var á Agli
Skallagrímssyni. Hélt heimili með
móður sinni meðan hún lifði, eða til
1981. Seinna var hann í sambúð í
nokkur ár með Guðrúnu Friðleifs-
dóttur, sem honum þótti mjög vænt
um, en það voru of fá ár því hún lést
1996 eftir erfið veikindi.
Það er óhætt að segja að hann
eignaðist marga góða vini á þeim ár-
um sem hann var rakari enda mjög
fær í sinni iðn og hafði kurteist og
gott viðmót við fólk. Var velviljaður
og góðsamur við alla sem hann átti
samskipti við. Hann sagði einhvern
tímann við mig: „Ég hef bognað en
aldrei brotnað“. Að lokum votta ég
ættingjum hans samúð mína. Ég
þakka honum alla þá vináttu sem
hann sýndi mér alla tíð og ég segi að
lokum: „Vertu blessaður, gamli, góði
vinur.“
Theódór Ingólfsson.
Kristján N. Bruun
✝ Barði Guðmunds-son fæddist í
Hafnarfirði 1. júlí
1932. Hann lést á
heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 24. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðmundur Júl-
íusson, f. 1892, d.
1941, og Guðrún Guð-
jónsdóttir, f. 1891, d.
1958. Systkini Barða
eru Guðjón Brynjar,
f. 1916, d. 1986, Sess-
elja Unnur, f. 1920, d.
1930, Dóra Sigríður, f. 1925, Ing-
ólfur, f. 1927, d. 2004 og Sesselja
Unnur, f. 1930.
Barði kvæntist 1. janúar 1961
Guðrúnu Friðgeirsdóttur, f. 14.1.
1940, þau skildu. Dætur þeirra eru:
1) Björg, f. 31.3. 1961, börn hennar
Viktor, f. 18.9. 1984, Gígja, f. 18.9.
1984, og Sólrún, f. 17.6. 1992, Heið-
arsbörn. 2) Brynhildur, f. 6.4. 1963,
gift Jóni Víði Haukssyni. Sonur
hennar Barði Stefánsson, f. 19.8.
1982. 3) Guðrún, f. 18.10. 1964.
Seinni kona Barða var Steinþóra
Jóhannsdóttir, f. 10.3. 1939, d.
2004. Börn hennar eru Jón Hlíðar,
f. 1957, Hildur, f.
1960 og Ingibjörg, f.
1970. Barnabörnin
eru 9.
Barði fór ungur til
sjós, var fyrst sem
messagutti, þá mat-
sveinn en lengst af
sem vélstjóri. Eftir að
hann lét af sjó-
mennsku og fór í land
starfaði hann að
mestu við störf tengd
verslun og sölu-
mennsku. Lengst
starfaði hann hjá
Kaupfélagi Vopnfirðinga, Vopna-
firði, en þar bjó hann og starfaði í
20 ár eða til árisns 1986. Eftir það
var hann kaupfélagstjóri í Mývats-
sveit um tveggja ára skeið. Barði
bjó ásamt seinni konu sinni í Suður-
Afríku til margra ára en þar voru
þau m.a. með veitingarekstur. Þeg-
ar þau fluttu heim tóku þau við
rekstri golfskálans í Grindavík og
bjuggu þar á sumrin en voru yfir
vetrarmánuðina í Afríku. Síðast-
liðin fjögur ár hefur Barði búið í
Grindavíkurbæ.
Útför Barða fór fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 30. janúar.
Elsku afi, dagurinn sem þú varðst
afi minn er mér ljóslifandi í minni.
Ég var 10 ára gömul og amma
dvaldi þá hjá okkur. Þið komuð inn
og amma kynnti þig fyrir okkur.
„Þetta er Barði, vinur minn,“ sagði
hún feimnislega. Við heilsuðum
kurteislega. Allt í einu kom Sindri,
yngsti bróðir minn, þá tveggja ára
hlaupandi fram í gang þar sem við
stóðum, horfði á þig og hrópaði:
„Afi!“ Svo fleygði hann sér í fangið
á þér. Við hlógum öll að þessu uppá-
tæki hjá honum, en amma roðnaði
pínulítið. „Er ég svona afalegur?“
Spurðir þú og hlóst djúpa, smitandi
hlátrinum þínum. Og það varstu
einmitt. Þú og amma giftuð ykkur
og í hönd fór hamingjusamasti tím-
inn í hennar lífi. Í þér fann hún allt
sem hún hafði leitað að og það sagði
hún okkur öllum.
Ég sagði skólafélögunum hvers-
lags ævintýrafólk amma mín og afi
voru. Hálft árið bjugguð þið í Afr-
íku, og í mínum huga bjugguð þið að
sjálfsögðu í strákofa með ljón í bak-
garðinum. Hinn helming ársins
bjugguð þið svo á Húsatóftum í
Grindavík þar sem gamlar hleðslur,
golfvöllurinn og fjaran varð ævin-
týraland okkar krakkanna og í
kaffisölunni var hægt að fá sér eins
mikið malt og prinspóló og við gát-
um mögulega torgað. Þarna var allt
hægt. Í einum af löngu göngutúrun-
um fundum við óvenju gæfan heim-
alning. Við tókum hann með okkur
heim að Húsatóftum og bjuggum til
litla rétt úr gömlu hleðslunum og
hlógum mikið yfir þessu uppátæki
okkar. Daginn eftir hringdir þú svo
í bóndann og kynntir þig sem sauða-
þjófinn, svo hlóstu og lambinu var
skilað.
Þú kenndir mér svo margt.
Hversu mikilvægt það er að halda í
barnið í sjálfum sér. Að láta verkin
tala. „Hlutirnir gerast ekki af sjálf-
um sér.“ Þú varst stöðugt að hvetja
barnabörnin þín og þú varst svo
stoltur af þeim. Þú varst alltaf að
segja mér og strákunum hvað Barði
yngri, Gígja, Viktor og Sólrún væru
að gera, að þau ættu eftir að ná svo
langt hvert á sínu sviði. Hversu
yndisleg Alistair og Kristín væru.
Og þegar þú komst heim frá Afríku
komst ekkert annað að en hversu
mikið Tamerin, Tiffany, Steven og
Steffany væru búin að stækka og
hversu dugleg þau væru. Þess
vegna, þrátt fyrir að við barnabörn-
in hittum hvert annað sjaldan viss-
um við alltaf hvað hin voru að gera.
Fyrir þér skipti fjölskyldan öllu
máli.
Ég mun minnast þín sem afa
míns sem hló, jafnvel þegar lífið var
þér erfitt. Þú kvartaðir aldrei yfir
neinu, meira að segja þegar þú
varst sem veikastur. „Hverju hef ég
svo sem yfir að kvarta!“ svaraðir þú
þegar við spurðum þig hvernig þér
liði. Þeir sem brosa framan í lífið
jafnvel á erfiðustu stundunum, þeir
sem hafa fjölskyldu sína í fyrirrúmi,
þeir sem halda í barnið í sjálfum sér
og leyfa sér að leika sér og gleðjast,
þeir hafa yfir engu að kvarta jafnvel
þegar harðnar í ári.
Ég mun sakna þín, strákarnir
biðja að heilsa. Hjartans kveðjur
Eyrún Ósk Jónsdóttir.
Barði Guðmundsson kom inn í líf
mitt og fjölskyldunnar þegar hann
giftist tengdarmóður minni, Stein-
þóru Jóhannsdóttur. Hann steig inn
í líf okkar áreynslulaust með opinn
faðminn líkt og hann hefði alltaf til-
heyrt þessari fjölskyldu. Hann hafði
ekkert fyrir því að stækka fjöl-
skyldu sína og taka við nýjum
barnabörnum eins og þau væru
hans eigin. Barði kom alltaf til dyr-
anna eins og hann var klæddur, for-
dómalaus gangavart samborgurum
sínum. Hann var einn sá hreinskipt-
nasti maður sem ég hef kynnst.
Samskipti Barða við fjölskyldu
mína voru mikil og góð. Það var allt-
af hressandi að hitta Barða. Alltaf
stutt í brosið og bjartsýnina. Aldrei
heyrði ég hann kvarta yfir neinu.
Jafnvel þegar hann var orðinn mikið
veikur svaraði hann „Það er ekkert
að mér,“ þegar hann var spurður
um heilsuna.
Barði hafði gaman af því að segja
sögur enda góður sögumaður og
hafði átt viðburðaríka ævi. Margar
sögur hans eru mér minnistæðar.
Ein var frá uppvaxtarárum hans á
Selvogsgötunni í Hafnarfirði þar
sem leikur hans að því að kveikja og
slökkva í sífellu ljósið á baðherberg-
inu, varð til þess að hermenn gráir
fyrir járnum réðust inn í íbúðina til
að athuga hvort einhver stórhættu-
legur njósnari væri að senda mors-
merki út á fjörðinn. Aðrar sögur átti
hann frá Vopnafirði þar sem hann
var kaupfélagsstjóri, af skemmti-
legu fólki og atburðum og enn fleiri
frá Afríkuárunum.
„Þegar veturinn gengur í garð, missa tré
og aðrar plöntur lauf sín tímabundið. En
þessar plöntur og tré búa yfir lífi sem
gerir þeim kleift að bera brum þegar vor-
ar að nýju. Hið sama á við um dauða
mannlegrar veru, við búum yfir lífskrafti
sem mun leiða okkur í átt að nýju lífi,
nýju hlutverki, samstundis og án sárs-
auka.“
(Daisaku Ikeda.)
Þessi orð komu upp í huga minn
þegar ég frétti af andláti Barða.
Lífsgleði og hlátur voru honum eig-
inleg. Góðar manneskjur gera líf
manns ríkara. Því langar mig að
þakka af öllu hjarta fyrir að hafa
fengið að kynnast þessum skemmti-
lega öðlingsmanni. Ég er þess full-
viss að þín bíður annað hlutverk,
önnur ævintýri á nýju sviði og þar
muntu áfram brosa kankvíslega út í
annað og njóta lífsins.
Eygló Jónsdóttir.
Barði Guðmundsson