Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 20
20 Þjóðargersemar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 12 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingar með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is M enningarsaga Ís- lands lifnar við í sýningunni Endur- fundir, sem var opnuð í myndasal Þjóðminjasafnins í gær. Ævintýrið byrjar þegar gengið er inn og stig- ið á dyrhellu sem fannst í rúst nunnuklaustursins á Kirkjubæ en greina má fótstpor nunnanna í steininum og sömuleiðis rispu eftir hurðina. Sýningin er skemmtilega upp sett en þegar inn er komið er stigið inn í rými sem minnir á klausturgarð og má þar líta muni frá Kirkjubæjarklaustri til vinstri og Skriðuklaustri til hægri og hægt að skyggnast inn í heim nunnanna og munkanna. Til viðbótar er hægt að fræðast um fornfrægu staðina Gásir, Hóla, Keldudal, Reykholt, Skálholt og Þingvelli. Sýningin býður þjóðinni til endurfunda við fortíðina í gegnum gripina sem hafa fundist við uppgröft, sem Kristnihátíðarsjóður hefur styrkt, á þessum stöðum síðustu ár. Nú er komið að Þjóðminjasafninu að varð- veita munina og miðla þessari þekkingu áfram. Sýningin er því af- rakstur mikillar vinnu, sem er þó ekki lokið og eru rannsóknir enn í gangi á mörgum staðanna. Í tengslum við sýninguna kemur út vegleg sýningarbók en bókin hefur að geyma mikinn fróðleik um upp- greftina og myndir af ýmsum þeim munum sem þar hafa fundist. Reynir á ímyndunaraflið Þær fornleifar sem finnast í jörðu hér á landi eru oftar en ekki afar smágerðar. Þetta eru brot af ýmsum hlutum, glerbrot, leir- kerabrot, naglar og ýmsir smá- munir. Það reynir því töluvert á ímyndunarafl safngestsins, þegar hann reynir að gera sér í hugarlund þann veruleika sem gripirnir eru sprottnir úr. Bryndís Sverrisdóttir er sviðsstjóri miðlunarsviðs safnsins og jafnframt verkefnisstjóri sýning- arinnar. Hún segir að lagt hafi ver- ið upp með að gera sýningu fyrir alla aldurshópa og sérstaklega var reynt að höfða til barna. Það end- urspeglast meðal annars í skemmti- legu leikborði, sem búið er að setja upp í einu horni sýningarinnar. Þar geta ungir (sem aldnir) end- urskapað byggðina á Gásum við Eyjafjörð í gegnum púsl og ann- an leik. Hér og þar í sýningunni eru líka litlir kassar með gægju- gati sem kynda undir ímyndunar- afl krakkanna og síðast en ekki síst má nefna volduga hauskúpu, sem er stök til sýnis í glerkassa. Hjá henni eru blöð og pennar og er boðið upp á að gestir safnsins „holdgeri“ hauskúp- una, teikni mynd af manneskj- unni eins og þeir sjái fyrir sér að hún hafi litið út í lifanda lífi. Búast má við því að þessi þáttur sýningarinnar verði vinsælli hjá yngri kynslóðinni enda er hún þekkt fyrir gott hugarflug. Ný tegund hljóðleiðsagnar Til viðbótar er auðvelt að fara um sýninguna í hjólastól og textar á veggjum eru ekki settir of hátt upp, hvorki fyrir lágvaxnari gesti né þá í hjólastól. Ennfremur hjálpar hljóðleiðsögn af nýjasta tagi til en hún virkar þannig að gesturinn beinir tækinu að ákveðnum punkti á vegg, sem svarar með því að spila ýmsar upplýsingar um viðkomandi hluta sýn- ingarinnar. Þá geta tveir hlustað saman eða einn rölt um í rólegheitum með heyrnartól á höfði. Þessi nýja tækni er nú líka í boði í grunnsýningu safnsins. Lifandi menningarsaga Sýningin Endurfundir, sem var opnuð í Þjóð- minjasafni Íslands í gær, sýnir afrakstur forn- leifauppgrafta síðustu árin á lifandi hátt. Sýn- ingin gleður unga jafnt sem aldna og gefur gestum tækifæri til þess að skyggnast inn í mið- aldaheiminn í gegnum gripi og gaman. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikur Á sýningunni eru líka gripir sem má snerta og er hægt að leika sér með byggðina við Gásir í Eyjafirði. Gömul gersemi Mjög heil hringnæla. Heilög Barbara Forverðir safnsins límdu þessa merku styttu sem fannst á Skriðuklaustri saman. Falleg Teskál frá Skáholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.