Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009
4. febrúar, 1979: „Í viðtali við
norska sjónvarpið sl. miðvikudags-
kvöld lýsti Benedikt Gröndal utan-
ríkisráðherra yfir því, að hann teldi
að Norðmenn ættu rétt á að færa
efnahagslögsögu við Jan Mayen út
í 200 sjómílur. Mismunandi skiln-
ingur er á ummælum utanríkis-
ráðherra um miðlinu milli Íslands
og Jan Mayen. Fréttaritari Morg-
unblaðsins í Ósló telur, að ráð-
herrann hafi svarað játandi spurn-
ingu um það, en utanríkisráðherra
sjálfur kveðst hafa neitað að tala
ákveðið um það. Morgunblaðið hef-
ur birt orðrétt ummæli hans um
miðlínu. Það þarf mikinn velvilja í
garð ráðherrans til þess að túlka
þau eins og hann sjálfur telur að
þau beri að skilja.
. . . . . . . . . .
1. Janúar, 1989: „Hörmulegar frétt-
ir berast nú dag eftir dag frá Ka-
búl, höfuðborg Afganistans, þar
sem hermenn úr sovéska innrás-
arliðinu eru enn, rúmum níu árum
eftir að þeir voru sendir þangað í
þeim tilgangi að þröngva komm-
únisma upp á Afgana. Leppstjórn
Sovétmanna má sín einskis í Afg-
anistan og því er spáð, að hún
hrökklist frá völdum um leið og
sovéski herinn er allur á bak og
burt. Samkvæmt því sem um hefur
verið samið á brottflutningnum að
vera lokið 15. febrúar næstkom-
andi.
Þrengingunum sem Afganir hafa
mátt þola vegna innrásar Sovét-
manna lýkur ekki við það eitt að
hernámsliðið hverfi á brott. Frels-
issveitirnar sem snerust til varnar
gegn Sovétmönnum hafa sýnt fá-
dæma þolgæði og hörku í and-
spyrnu sinni og oft af miklum van-
efnum hefur þeim tekist að snúa
vörn í sókn. Blóðbaðið hefur verið
mikið. Heilu byggðirnar hafa
þurrkast út af kortinu í orðsins
fyllstu merkingu og nú sverfur
hungur að þeim sem safnast hafa
saman í Kabúl. Óvíst er hvernig
stjórn landsins verður háttað, þeg-
ar leppstjórn Kremlverja hrynur,
eftir að erlenda hervaldinu sem
hefur haldið henni uppi er ekki
lengur beitt í hennar þágu“
Úr gömlum l e iðurum
U
m leið og Vinstri-grænir sáu
möguleika á því að komast í rík-
isstjórn fengu þeir hugmynd.
Hún var sú að finna alla auð-
menn landsins, kyrrsetja eignir
þeirra og láta þá síðan um að sanna sig sak-
lausa af glæpum gegn þjóðinni.
Fólk sem á peninga á ekki alveg sama rétt
og aðrir, það vita Vinstri-grænir fullvel.
Vinstri-grænir vita líka að peningar eru í eðli
sínu afl vondra hluta og þeir sem eignast þá
eru ekki líklegir til að verða ábyrgir og með-
vitaðir þjóðfélagsþegnar.
Á óvenjulegum tímum eins og þessum er
því nauðsynlegt að svipta auðmenn mannrétt-
indum, eins og þeim að telja þá saklausa þar
til sekt þeirra sannast.
Vinstri-grænir voru ógurlega hrifnir af þessari tillögu
sinni og fengu nokkurt klapp á bakið frá Samfylkingunni
sem er áhrifagjörnust allra stjórnmálaflokka enda hefur
hún allt frá stofnun stjórnast af skoðanakönnunum.
Sennilega hefur Samfylkingin hugsað sem svo að þar
sem auðmennirnir eru sennilega langflestir sjálfstæð-
ismenn þá gæti hún ekki staðið í því að hafa áhyggjur af
mannréttindum þeirra. Svo væri ákveðinn hópur þeirra
örugglega sekur um ýmislegt misjafnt og það væri bara
nauðsynlegur fórnarkostnaður að einstaka saklaus auð-
maður lenti á höggstokknum með hinum seku. „Já,“
sagði Samfylkingin: „Þetta eru jú, eins og félagar
Vinstri-grænir segja, óvenjulegir tímar sem kalla á
óvenjulegar lausnir og svo friðar þetta lýðinn
sem kýs okkur í næstu kosningum en hafnar
Sjálfstæðisflokknum af því þar eru allir auð-
mennirnir.“
Þá heyrðist skynsöm rödd nýs stjórn-
málaleiðtoga, Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar, vara við því að menn væru fyrst
dæmdir sekir og síðan væru mál þeirra rann-
sökuð. Hver hefði trúað því fyrir örfáum vik-
um að skynsemina í íslenskum stjórnmálum
væri helst að finna í Framsóknarflokknum?
Nú hljóta menn að spyrja hvað Vinstri-
grænum detti næst í hug. Sennilega verður
ekkert lát á gölnum hugmyndum þeirra um
að svipta einstaka hópa mannréttindum
vegna þess að við lifum á svo óvenjulegum
tímum. Líklega verður alveg sérstaklega
horft til þeirra sem eiga talsverðar eignir því þótt þeir
hafi kannski ekki allir komið nálægt útrásinni ógurlegu
þá nýttu þeir sér góðærið með því að kaupa jeppa og
flatskjá og annað rándýrt dót og lögðu með því blessun
sína yfir allt sukkið. Svo mætti þetta fólk heldur ekki á
Austurvöll af því það vildi standa vörð um kapítalískan
veruleika sinn og hafnaði því byltingunni. Fussum-svei,
segja Vinstri-grænir.
Vinstri-grænir eru stjórnmálahreyfing sem ákveðinn
hópur í Sjálfstæðisflokknum daðraði blygðunarlaust við
á tímabili í von um að komast með þeim í ríkisstjórn. Nú
hefur Samfylkingin tekið við. Það daðursbandalag á eftir
að demba alls konar vitleysu yfir þjóðina. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Vinstri-grænir finna auðmenn
FRÉTTASKÝRING
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þ
rátt fyrir olíuauð er útlitið í
norskum efnahagsmálum
ekki bjart og telur Tor
Steig, yfirhagfræðingur
samtaka norskra atvinnu-
rekenda (NHO), sem gæta hagsmuna
yfir 19.500 fyrirtækja, líkur á að
kreppan nú verði sú dýpsta frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar. Það sem
einkum aðgreini þessa kreppu frá
þeim fyrri sé sú breyting að efna-
hagur landsins sé nú bundinn alþjóða-
hagkerfinu mun traustari böndum og
útflutningsiðnaðurinn því viðkvæmari
fyrir samdrætti í heimseftirspurninni
en áður.
Inntur eftir afstöðu sinni til 20
milljarða norskra króna innspýtingar
stjórnvalda í hagkerfið, sem kynnt var
á mánudag, segist Steig hafa viljað sjá
víðtækari skattalækkanir.
Sú ákvörðun að verja rúmum þrem-
ur milljörðum norskra króna í skatta-
afslátt til handa fyrirtækjum sem skil-
uðu hagnaði árin 2007 og 2008, vegna
taps á rekstrarárinu 2009, sé umdeil-
anleg. Heppilegra hefði verið að bjóða
einnig fyrirtækjum sem voru þá röng-
um megin við núllið slík fríðindi, enda
forgangsatriði að róa öllum árum að
því að kreppan dýpki ekki enn frekar.
Þetta markmið réttlæti tímabundna
aukningu í hallarekstri á fjárlögum,
nú þegar óvissan sé mikil og fyrir liggi
að auka þurfi aðgang að lánsfé.
Fyrirtækin bíða átekta
Vibeke Hammer Madsen, forstjóri
samtaka norskra verslunar- og þjón-
ustuaðila (HSH), segir að á sama tíma
og áætlunin feli í sér aukin ríkis-
útgjöld sé þar ekki nægjanlega komið
til móts við þarfir norskra fyrirtækja.
Áætlunin styrki og verji opinber
stöðugildi en taki ekki með í reikning-
inn brýna þörf þjónustugeirans, þang-
að sem rekja megi 60 prósent þjóð-
arframleiðslunnar og alls um 1.100
þúsund störf í Noregi.
„Við óskuðum eftir skattalækk-
unum og aðgerðum til að örva eftir-
spurnina, sem mælist nú sáralítil.
Norsku heimilin halda fast um budd-
una og við myndum vilja sjá neysluna
aukast til jafns við það sem hún var
árin 2005 og 2006. Ég undanskil 2007,
því það var einstaklega gott ár í þessu
tilliti,“ segir Madsen, og bætir því við
að um 350.000 manns starfi nú í versl-
unum í Noregi.
Hún tekur undir með Tor Steig að
aukin ríkisumsvif og tilheyrandi
fjölgun opinberra starfa vegi upp á
móti samdrætti í einkaneyslu nú.
Á atkvæðaveiðum
Þá er Madsen sammála honum um
það að áætluninni sé ætlað að höfða
til kjósendahópa stjórnarflokkanna í
stétt verkalýðsins, svo sem sjá megi á
áherslunni á framkvæmdir, en um
átta mánuðir eru til nú kosninga.
Hún telur afar brýnt að auka að-
gang að lánsfé og örva neysluna, ella
muni enn fjölga á atvinnuleysis-
skránni. Einnig þurfi fjármálakerfið
og bankarnir að koma betur til móts
við þarfir viðskiptalífsins.
Spurð hvort hún telji líklegt að að-
gangur að lánsfé verði aukinn kveðst
hún „hóflega bjartsýn“ á að svo verði.
Arne Hyttnes, stjórnandi hjá sam-
tökum um 120 sparisjóða í Noregi, er
bjartsýnni, en hann telur engu að síð-
ur að mjög erfitt sé að leggja fram að-
gerðir sem geti vegið upp á móti sam-
drætti í eftirspurninni erlendis frá.
Hinn 9. febrúar nk. muni stjórn-
völd leggja fram áætlun um aðstoð
við fjármálageirann, sem sitji nú á
rökstólum með stjórnarliðum.
Stjórnin sé í þeirri stöðu að geta
ekki lagt fram bitlitla áætlun fjár-
málalífinu til handa og með það í huga
kveðst Hyttnes vongóður um að að-
gangur að lánsfé verði aukinn.
Morgunblaðið/Golli
Dökkt yfir Útlitið er ekki bjart í norskum efnahagsmálum þessa stundina.
Eftirspurnin hrynur
í norska hagkerfinu
ÞEGAR Arne Hyttnes, stjórnandi
hjá samtökum norskra sparisjóða,
er beðinn um að setja niðursveifl-
una í Noregi í sögulegt samhengi
telur hann að þrátt fyrir að illa ári
nú sé ástandið ekki jafn slæmt og
það var undir lok níunda áratug-
arins og í upphafi þess tíunda.
Breytingar á fjármálakerfinu
hafi þá aukið aðgengi að lánsfé,
keyrt upp fasteignaverð og aukið
neyslu almennings. Verðfall á
hlutabréfum árið 1987 hafi komið á
slæmum tíma, sem og lækkun á
heimsmarkaðsverði á olíu, og hag-
kerfið því verið illa í stakk búið til
að mæta himinháu vaxtastigi.
Afleiðingin hafi verið meira at-
vinnuleysi og djúpstæðari fjár-
málavandi en menn standi nú
frammi fyrir. Þá gefi það tilefni til
bjartsýni um að betur fari nú að
bankarnir sé betur reknir, vext-
irnir lægri, stefna seðlabankans
heppilegri, sem og skattastefnan al-
mennt, en þegar kreppan var sem
dýpst fyrir um tveimur áratugum.
Ljósmynd/StatoilHydro/Rune Johansen
Mikilvægt Lækkun olíuverðsins
kemur illa við norska hagkerfið.
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Stjórn-málaflokk-arnir eru
enn að ná sér fjár-
hagslega eftir síð-
ustu kosningar og
lítið til í sjóðum, eftir því sem
fram kemur í fréttaskýringu
Önundar Páls Ragnarssonar
blaðamanns í Morgunblaðinu
í gær. Því má gera ráð fyrir
að rekin verði ódýrari kosn-
ingabarátta en oft undan-
farna áratugi. Menn tala um
að sníða sér stakk eftir vexti.
Er það slæmt? Sennilega
ekki. Undanfarin ár hafa aug-
lýsingastofustjórnmálin
stundum orðið yfirþyrmandi,
á kostnað innihaldsins í
stefnu flokkanna og ein-
stakra stjórnmálamanna.
Dragtin, bindið, greiðslan eða
brosið vekja oft
meiri athygli en
það sem fólk hef-
ur raunverulega
að segja. Og það
sem það hefur að
segja hefur stundum verið
lítið meira en innantómir
frasar.
Það er ágætt ef peninga-
skortur hefur í för með sér að
auglýsingastofustjórnmálin
eru á undanhaldi. Komandi
kosningabarátta á að snúast
um innihald. Raunverulegar
lausnir á vanda þjóðarinnar,
sem er ærinn. Vandamálin
eru raunar svo flókin, að ein-
faldar lausnir eru ekki til.
Lausnirnar komast ekki fyrir
í slagorðum. Nú skiptir inni-
haldið meira máli en oftast
áður.
Auglýsingastofu-
stjórnmálin eru von-
andi á undanhaldi}
Innihaldsstjórnmál
Vatnskreppablasir við,
samkvæmt
skýrslu, sem lögð
var fram á efna-
hagsráðstefnunni í Davos í
Sviss fyrir helgi. Í skýrslunni
er dregin upp svo dökk mynd
að á innan við 20 árum muni
afleiðingar vaxandi skorts á
vatni svara til að öll uppskera
korns á Indlandi og í Banda-
ríkjunum hverfi úr heimsbú-
skapnum, eins og fram kom í
frétt í Morgunblaðinu í gær.
Ekki er nóg með að jöklar
séu að hverfa heldur eru stór-
fljót víða um heim að þorna
upp. Yfirgengilegt er hvernig
maðurinn bruðlar með vatn.
Peter Brabeck-Lethmathe,
stjórnarformaður svissneska
fyrirtækisins
Nestlé, hefur
lengi látið sig
vatnsvandann
varða. Hann sagði
í Davos að hann væri sann-
færður um að vatn myndi
„þrjóta“ löngu áður en olían
kláraðist.
Í skýrslunni er fullyrt að
vatn og aðgangur að því verði
meðal helstu fjárfestingar-
kosta í framtíðinni. Íslend-
ingar búa við miklar vellyst-
ingar í vatnsmálum og hafa
ekki umgengist þessa auðlind
af tilhlýðilegri virðingu.
Verðmæti vatns á eftir að
aukast verulega á næstu ár-
um. Í vatnsbúskapnum eiga
eftir að verða mikil tækifæri
fyrir Íslendinga.
Vatn verður eftir-
sóttara en olía}Of lítið af vatni