Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 30 - 70% afsláttur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is TÖLUVERÐRAR óþreyju gætti meðal fylgismanna Vinstri grænna (VG) og Samfylkingarinnar vegna þess hversu treglega hefur gengið að mynda ríkisstjórn flokkanna, sem Framsóknarflokkurinn ver falli. Þetta endurspeglaðist í viðræðum þingmanna á þingflokksfundum flokkanna í gær, laugardag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að loknum fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráð- herraefni Samfylkingar, og Stein- grími J. Sigfússyni, formanni VG, að sér fyndist líklegt að stjórnin yrði mynduð þann daginn. „Ég á frekar von á því,“ sagði Sigmundur Davíð. Allt bendir til þess að ný minni- hlutaríkisstjórn flokkanna tveggja, varin falli af Framsóknarflokknum, sé því að fæðast, eins og staðan var þegar blaðið fór í prentun. Um níu- leytið, fyrir þingflokksfundi flokk- anna, hittust Jóhanna Sigurð- ardóttir og Steingrímur. Þau ræddu um stöðuna í viðræðum og þá helst hvernig væri mögulegt að flýta því sem allra mest að mynda ríkisstjórn. Framsókn ekki í stjórn Einn af þeim möguleikum sem rætt var um var að Framsókn- arflokkurinn kæmi inn í ríkisstjórn- ina sem beinn þátttakandi en ekki einungis til stuðnings minnihluta- stjórn VG og Samfylkingarinnar. Var horft til þess að Framsókn myndi þá fá einn ráðherrastól af tíu. Þessi möguleiki var þó talinn ólík- legur, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, þar sem forsendan fyrir viðræðum VG og Samfylkingarinnar hefði frá upphafi verið tilboð Fram- sóknarflokksins um að verja minni- hlutastjórn flokkanna falli. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær töldu ráðgjafar Framsóknarflokksins, þar á meðal hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Ragnar Árnason, að efnahags- aðgerðirnar sem boðaðar voru í drögum að stjórnarsáttmála væru ekki raunhæfar. Á þeim forsendum taldi Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknar- flokksins, ekki mögulegt að sam- þykkja sáttmálann eins og hann var. Upphófust þá miklar umræður innan flokkanna þar sem þess var freistað að ná sáttum um efnisatriði sáttmálans. Sigmundur Davíð fundaði fram á nótt með sínum ráð- gjöfum og fleirum. Var niðurstaða þeirrar vinnu ná- kvæmari útlistun á því hvað yrði gert til þess að bjarga heimilum og fyrirtækjum frá frekari rekstrarerf- iðleikum. Morgunblaðið/Ómar Staðan kynnt Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kynntu fjölmiðlum stöðu viðræðna á fundi í Al- þingishúsinu í hádeginu í gær. Þau reiknuðu með að ný ríkisstjórn yrði mynduð í dag, sunnudag. Morgunblaðið/Ómar Fundir Sigmundur Davíð og Össur Skarphéðinsson heilsuðust í þinghúsinu. Ný ríkisstjórn VG og Samfylkingar að fæðast Rætt áfram um myndun nýrrar ríkisstjórnar Í HNOTSKURN » Vinstri grænir og Sam-fylkingin ætluðu að mynda ríkisstjórn og kynna undir styttunni af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli á föstudag. » Af því varð ekki þar semframsóknarmenn sættu sig ekki við drögin að stjórn- arsáttmálanum. Þar var meðal annars rætt um efnahags- aðgerðir. Framsóknarmenn töldu orðalagið of almennt og ekki í takt við það sem þeir höfðu lagt upp með þegar flokkurinn bauðst til þess að verja stjórnina falli. » Deilt hefur verið um þaðfrá upphafi viðræðnanna milli flokkanna hvenær skal gengið til kosninga í vor. Lík- legt er að það verði 25. apríl. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær voru framsókn- armenn undrandi á því að ekki skyldi hafa verið minnst á kjördag í drögum að sáttmála. BJÖRN Bjarna- son dóms- málaráðherra sagði á fundi sjálfstæð- ismanna, þar sem staða flokksins var rædd í ljósi breyttrar póli- tískrar stöðu, að eðlilegt væri að þeir sem eldri væru í forystu flokksins vikju til hliðar og nýir frambjóðendur tækju við. Hann sagði að flokk- urinn ætti á þessum tímamótum að líta til þeirrar endurnýjunar sem varð í Sjálfstæðisflokknum árið 1991 þegar ný kynslóð þing- manna tók við flokknum. Flokk- urinn þyrfti nú á samskonar end- urnýjun að halda. Fundarmenn á fjölmennum fundi sjálfstæð- ismanna klöppuðu vel fyrir þess- um orðum. A.m.k. einn fyrirspyrjenda á fundinum sagði að flokkurinn þyrfti að sýna meiri auðmýkt í komandi kosningabaráttu. Einnig var spurt hvers vegna enginn hefði vikið til hliðar eftir hrun efnahagslífsins. Bæði Sturla Böðv- arsson, forseti Alþingis, og Guð- laugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra lögðu áherslu á það á fundinum að flokkurinn ætti í kosningabaráttunni að leggja áherslu á grunngildi sín um frelsi og framtak einstaklingsins. Geir H. Haarde forsætisráð- herra skoraði á þá sem ætla að gefa kost á sér í prófkjöri fyrir flokkinn að stilla kostnaði við það í hóf. egol@mbl.is Eldri kynslóðin víki til hliðar Vill sams konar endurnýjun og 1991 Björn Bjarnason VERÐANDI ríkisstjórn verður lík- lega mynduð í dag, sunnudag, að því er Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi forsætisráðherra, sagði á Alþingi um hádegi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, telur ekki að Samfylk- ingin og Vinstri grænir hafi stigið feilspor í samningaviðræðunum við Framsóknarflokkinn. Um þrír ára- tugir eru frá því síðast var mynduð minnihlutastjórn á Íslandi. „Við áttum ágætan fund með for- manni Framsóknarflokksins fyrir 10 [í gær innsk. blm.] og þau eru nú að fara til fundar í sínum þingflokki þannig að málunum miðar mjög vel og ég held að þetta fari að skýrast bara á næstu klukkutímum,“ sagði Steingrímur J. um hádegisbilið í gær. „Það kom aðeins hik í þessar viðræður. Framsóknarmenn þurftu lengri tíma til þess að skoða málin en við Steingrímur áttum góðan fund með formanni Framsóknarflokksins í morgun þar sem við áttum hrein- skiptnar umræður og línur skýrðust. Þannig að ég á ekki von á öðru, nema eitthvað óvænt komi upp á – ég veit að framsóknarþingmenn eru að funda nú í hádeginu – en að við getum lokið þessu máli í dag þannig að það verði til ný ríkisstjórn á morgun [í dag].“ Gengið vel og stjórn líklega mynduð í dag MÓTTÖKUR á vegum Alþingis á þessu ári verða felldar niður í sparnaðarskyni, að því er fram kemur á vef þingsins. Þar seg- ir að á fundi for- sætisnefndar 14. janúar sl. hafi verið samþykkt tillaga forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, um að fella niður á þessu ári í sparnaðarskyni hefð- bundnar móttökur sem þingforseti stendur fyrir á vegum Alþingis. Þar á meðal eru móttaka fyrir þingmenn og forseta Íslands, eða svonefnd þingveisla, og móttökur fyrir starfsmenn, erlenda sendi- herra og heiðurslistamenn Alþingis. Þingveislur lagðar niður Sturla Böðvarsson FULLTRÚI Íslensku friðargæsl- unnar, Ólöf Magnúsdóttir, fer um helgina utan til starfa í Palestínu í tveggja mánaða verkefni hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Ólöf mun aðstoða staðarskrif- stofu Barnahjálparinnar við að miðla upplýsingum um aðstæður barna á átakasvæðum Palestínu og neyðaraðstoð þeim til handa. Annar Íslendingur, Guðmundur E. Birgisson sálfræðingur, starfar á vegum friðargæslunar á sömu skrifstofu að eftirliti í barna- verndarmálum. Tveir aðstoða í Palestínu LÍÐAN piltsins sem ekið var á í miðborg Reykjavíkur um síðustu helgi er óbreytt og er piltinum, sem er þungt haldinn, haldið sofandi í öndunarvél. Ökumaður bílsins, sem var Hummer-jeppi, ók af vettvangi eftir slysið en náðist síðar. Slysið varð á Laugavegi, milli Bergstaða- strætis og Klapparstígs, á fjórða tímanum aðfaranótt laugardags. Líðan óbreytt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.