Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 51
ÞEIM var ekki kalt, strákunum í 3. flokki karla hjá ÍR og slógu ekki slöku við á æfingunni, enda til mikils að vinna að halda sér í formi og taka þátt í íþróttastarfi. Morgunblaðið/hag Fótboltaæfing í frostinu Velvakandi 51 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- að í Ásgarði Stangarhyl 4, sunnudags- kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur. Námskeið í ljóðalestri og leikrænni tjáningu hefst þriðjudaginn 3. febrúar nk. kl. 16.30. skráning s. 588-2111. Félagsstarf Gerðubergi | Alla virka daga kl. 9-16.30 er fjölbreytt dagskrá og heitt á könnunni, postulínsnámskeið á mánud. kl. 10 og þriðjud. kl. 13. Miðviku- daginn 4. febrúar kl. 10.30 hefst leikfimi (frítt) umsj. Sigurður R. Guðmundsson íþróttakennari. Mánudaginn 9. mars veitir Skattstofan framtalsaðstoð. Háteigskirkja | Á mánudaginn er fé- lagsvist kl. 13, miðvikudaginn, stund og fyrirbænir í kirkjunni kl. 11, súpa kl. 12, brids kl. 13, föstudaginn, brids-aðstoð fyrir dömur, kl. 13. Hraunbær 105 | Þorrablót verður haldið í Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 hinn 13. febrúar, húsið opnað kl. 18. Ólafur B. Ólafsson leikur fyrir söng og dansi. Verð 3.600 kr., skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730 fyrir mánudaginn 9. febr- úar. Hraunsel | Félag eldri borgara Hafn- arfirði hefur opnað sérstaka skrifstofu í Hraunseli er verður opin mánudaga kl. 13-15 og föstudaga kl. 10-12. Stjórn FEBH. Hæðargarður 31 | Tangó, bókmenntir, glerlist, tölvuleiðbeiningar, taichi, fram- sögn, hláturjóga, hannyrðir, línudans, bútasaumur, glerlist, morgunandakt, út- skurður, þjálfun í World Class, söngur, hljóðbók, myndlist, spjallhópur, bar- áttuhópur um bætt veðurfar, skapandi skrif, postulínsmálun, Ráðagerði s. 411- 2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 10.40 í Smáranum á mánu- og laugardögum í Snælandsskóla kl. 9.30, leikfimi á mánu- dögum í Kópavogsskóla kl. 17-18, línu- dans á þriðjudögum kl. 14.30-16 í Kópa- vogsskóla. Hringdansar á miðvikud. kl. 15-16 í Lindaskóla. Upplýsingar í síma 564-1490, 554-5330 og 554-2780. Vesturgata 7 | Hinn 6. febrúar verður fé- lagsmiðstöðinni lokað kl. 13 v/ undirbúnings þorrablóts sem hefst kl. 17. Getum bætt við nemendum í gler- bræðslu f.h. á þriðjud og myndlist f.h. á miðvikud. Leiðbeinandi Hildur Mar- grétard. Upplýsingar og skráning í síma 535-2740. ' DUPUIS TEIKNINÁMSKEIÐIÐ ER VIÐ ENDA GANGSINS AÐ TEIKNA EFTIR UPP- STILLINGU ER TIL VINSTRI OG MÓDELTEIKNING TIL HÆGRI HRGM... GRAMML... TAKK... HMM UPPSTILLING MÓDEL EN MAÐUR VERÐUR AUÐVITAÐ AÐ SKRÁ SIG FYRST... BÆÐI ÞÚ OG VINUR ÞINN MYNDLISTA- SKÓLI FRIÐFINNS ALLIR SEM ÉG ÞEKKI ERU MEÐ KAPALSJÓNVARP EÐA HAFA FENGIÐ LEYFI TIL AÐ EN ÉG ÞARF AÐ HORFA Á ÖMURLEGAR SUMAR- ENDURSÝNINGAR EN HVAÐ VIÐ FÖRUM ILLA MEÐ ÞIG HANN LÉT MIG HAFA “OLIVER TWIST”! “ÓGURLEGA ROTTU- ÁRÁSIN” ER Á KAPALNUM Í KVÖLD HORFA Á HVAÐ SEM ÞEIR VILJA HOBBES, ÉG FÉKK GAS- BLÖÐRU FLOTT! AF HVERJUGERIST EKKERT? PRÓFAÐU AÐ HOPPA! ÞARNA SÉRÐU! BLAÐRAN SVÍFUR.. ÞÚ HÉLST HINS VEGAR EKKI NÓGU FASTUPP OG LÁTA HANA BERA MIG Í BURTU ÉG ÆTLA AÐ KLIFRA HÉRNA ÉG ER BÚINN Í BAÐI, MAMMA MIKIÐ VARSTU SNÖGGUR VÍÍ!! HA HA HA!! Kalvin & Hobbes Kalvin & Hobbes Kalvin & Hobbes Litli Svalur Textaleit EGGERT sonur minn sendi inn fyrir mig fyr- irspurn varðandi texta sem endar þannig: Ó (eða og) skálum bræð- ur, skálum, það skapar fjör í sálum. Aðeins tveir sýndu viðbrögð en könnuðust ekki við textann. Ég er ekki á því að gefast upp, ein- hver hlýtur að muna þennan texta. Ég man að í kringum 1947-50 heyrði ég föður minn og fleiri bændur í Kjós syngja þetta, einnig minnist ég þess að hann var sunginn í rútuferðalögum. Heyrt hef ég að þessi texti hafi birst í Speglinum, varðandi þrætu sem þá var í gangi um hvort aflífa ætti kind nokkra eða gefa henni líf, var þá saminn gam- anbragur um þessa þrætu og enduðu vísurnar á þessum orðum. Ef ein- hver kannast við þetta þá vinsamleg- ast hringið í mig í s. 553-9789. Auður Ingvarsdóttir. Samfylkingin og kosningar Í haust þegar efnahagshrunið skall á hefði stjórnin átt að fara strax frá og setja þjóðstjórn/utanþingsstjórn í staðinn, kannski til bráðabrigða. Síð- an hefði átt að fá utanaðkomandi að- ila, t.d. einhverja útlendinga, til að rannsaka útrásarvíkingana, spill- inguna í bönkunum o.fl. o.fl. En mér finnst Samfylkingin ætla að komast létt frá hlutunum. Þeir í stjórn með Sjálfstæðisflokknum bera líka ábyrgð – en vilja núna kosningar vegna þess hvernig stjórnin hefur klúðrað öllu en þeir virðast samt treysta sínum ráðherrum og þing- mönnum áfram! Hvernig fer þetta sam- an? Kjósandi. Peningagræðgi eða valdagræðgi BANKA-teymið eða útrásarvíkingarnir, sem áttu mesta sök á falli íslensku bankanna, eru ekki öfundsverðir þessa dagana og mikið talað um peningagræðgi. Við skulum samt ekki gleyma því að öll tókum við þátt í neysluæðinu og nutum góðs af því ríkisdæmi sem bankarnir færðu okkur uns blaðran sprakk. En nú hefur komið í ljós að fólk er orðið þreytt á valdagrægði stjórn- málamanna. Framsóknarflokkurinn, sem ekki lengur var talinn með í stjórnmálabaráttunni, er skyndilega komin með ótrúlegt fylgi vegna þess að formaður hans var ekki valinn úr hópi pólitíkusa. Nýi formaðurinn, Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson er menntaður í skipulagshagfræði, en það er einmitt það sem okkur vantar nú, þegar allt virðist vera í upplausn og rugli. Það sem hefur frést af afskiptum hans af stjórnmálasviðinu bendir til þess að þarna er menntaður maður sem vonandi verður ekki blindaður af valdagrægði. Eldri borgari.          Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.