Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Ráðstefnan verður haldin dagana 4. og 5. mars á Hótel KEA á Akureyri. Þáttökugjald fyrir hvern einstal- ing er krónur 15.000.- og í því er allur ferða- og uppihaldskost- naður innifalinn hvaðan sem fólk kemur af landinu. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Ungmennafélagi Íslands s. 568-2929 og á netfanginu gudrun@umfi.is Ungt fólk & lýðræði Ungmennaráðstefna á Akureyri 4. til 5. mars 2009 Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvettvang fyrir fólk á aldrinum 13 – 30 ára sem er að stíga sín fyrstu skref sem fulltrúar í ungmennaráðum um land allt. Ungmennaráð starfa á vegum margra félagasamtaka og sveitarfé- laga, en ráðstefnan er einnig ætluð umsjónarmönnum ráðanna og öðrum sem áhuga hafa á lýðræðislegri þátttöku ungs fólks. 8. E inar Benediktsson er meðal svipmestu fulltrúa þeirrar veglegu sveitar, sem hefur auðgað mannheim með skáldleg- um sýnum og slíkri túlkun á mannlegri skynjun, sem lyftir huga „í æðri átt“, eins og hann kemst að orði í sínu mikla ljóði um norðurljósin. En hann, ásamt mörgum öðrum, gat sviðið sárt undan því, að mannlegur innblástur og innsæi rekst á óyfirstíganleg takmörk sín, þegar andinn lyftist hæst eða kafar dýpst. Einar segir: En aldrei sá neinn þann, sem augað gaf, og uppsprettur ljóssins ei fundnar né skýrðar. Með beygðum knjám og með bænastaf menn bíða við musteri allrar dýrðar. En autt er allt sviðið og harðlæst hvert hlið og hljóður sá andi, sem býr þar. Satt er þetta, svo langt sem það nær. Aldrei sá neinn þann, sem augað gaf. Enginn sá heldur augun sín, aldrei. Sjónina sína getur enginn séð né neina skynjun sína. Og Guð er forsenda allrar skynjunar. Því er hann ekki skynjanlegur neinum líkamlegum skilvitum. Augun þín og eyrun og allt hitt, sem þér er gefið, væri ekkert án hans. Hann lofar þér að eiga það. Og lofar þér að vera þú. En hann hefur greypt mynd sína í grunn veru þinn- ar. Og það er þín innsta þrá, kannski dulin þér, ómeð- vituð, en sterkari en annað, sem með þér býr, að sú mynd nái að framkallast, nái sínum réttu dráttum og svip, svo að þú getir notið þín til fulls og að eilífu. „Heimþrá vor til Guðs er lífsins kjarni“, segir Ein- ar í öðru miklu ljóði. Sú innsta þrá er lífshvötin sjálf, sem stefnir að ei- lífu miði samkvæmt vilja og kærleika skapara þíns. Það er til önnur skynjun en líkamleg. Hana áttu skáldin fornu, sem fengu orðið hér síðast. Þeir eru báðir að biðja. Og sá sem biður er að ljúka upp huga sínum fyrir Guði. Það eru þeir báðir að gera þessir biðjandi ljóða- smiðir. Og verða gagnteknir, auðfinnanlega alteknir af einu, einni hugsun og vissu, einu undri: Musteri allrar dýrðar er ekki lokað, sá andi, sem býr á bak við geimdjúpin og hjartaslögin og hefur skapað öll djásn og furður, sem sjást eða dyljast í geimnum og eigin líkama, er ekki hljóður. Ekki í þeirri merkingu, að hann vilji ekki láta til sín vita. Undrið, sem yfirgnæfir öll önnur er það, að musteri allrar dýrðar stendur manninum opið, hann er skap- aður til þess að stefna þangað og reyna til fulls, að líf- ið og gleðin eru sköpuð hvort fyrir annað. Þetta er frumtónn í allri Biblíunni. Honum mætir þú altærum hjá Jesú Kristi. Og máttugum, ef þú opnar þig fyrir hógværð og lítillæti hans. Svo hógvær er hann og lítillátur, að hann er að tala til þín í þeim orðum, sem þú ert að lesa núna. Og hann getur látið anda sinn gefa þeim líf handa þér. Eins og hann lætur nóttina fæða nýjan dag handa þér. Leit og svör Sigurbjörn Einarsson » Og Guð er forsenda allrarskynjunar. Því er hann ekki skynjanlegur neinum lík- amlegum skilvitum. Augun þín og eyrun og allt hitt, sem þér er gefið, væri ekkert án hans. Hann lofar þér að eiga það. Og lofar þér að vera þú. Pistlar sr. Sigurbjörns Einarssonar, sem Morgunblaðið birti á sunnudögum á síðasta ári, vöktu mikla ánægju meðal lesenda. Um það samdist, milli sr. Sigur- björns og Morgun- blaðsins, að hann héldi áfram þessum skrifum og hafði hann gengið frá nýj- um skammti áður en hann lést. erlendum lánardrottnum og er- lendum sparifjáreigendum 12-14 þúsund milljarða að sögn þeirra sem til þekkja. Bankarnir eru gjaldþrota og geta ekki end- urgreitt sín lán. Ísland sem þjóð gæti auðveldlega farið sömu leið. Engu ríki er skylt að yfirtaka skuldir einkafyrirtækja á kostnað skattborgara. Það er því pólitísk ákvörðun en ekki ákvörðun sem á sér lagastoð að skuldsetja þjóðina þannig að til þjóðargjaldþrots horfi. Fari bankarnir í eðlilega gjaldþrotameðferð munu kröfuhaf- ar fá greitt úr þrotabúi þeirra og engin ástæða fyrir íslensk stjórn- völd að skuldsetja þjóðina umfram það. Ekki frekar en breskir skatt- borgarar þyrftu að borga inn- stæðueigendum í Bandaríkjum ef t.d. Citizens Bank færi á hausinn. Citzens Bank mun vera í eigu Breta og vera með 8. mestu innlán allra banka í Bandaríkjunum. Ákvörðun byggð á ótta Ingvi óttast að „samstarf“ við AGS (IMF) komist í uppnám ef við förum að lögum EES og neit- um að taka á okkur umfram- skuldbindingar við þau lög. Sá blessaði sjóður virðist telja það hagkvæmt fyrir íslenskt samfélag að stýrivextir seðlabankans séu 18% þegar stýrivextir annarra seðlabanka eru því sem næst 0 eða 1%. Hvernig má það vera að íslenskt samfélag hafi gott af 18% stýrivöxtum þegar aðrar þjóðir þola varla 2% stýrivexti. Ingvi ótt- ast einnig almenn viðbrögð al- þjóðasamfélagsins. Það er eðlilegt að óttast, en ég tel rangt að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda séu byggðar á ótta. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Ég minni á að við höfum áður tekið ákvarðanir sem ekki voru alþjóðasamfélaginu að skapi. Við færðum oft út landhelgi Ís- lands gegn vilja alþjóðasamfélags- ins. Við höfum alltaf þurft að berj- YNGVI Örn Krist- insson hagfræðingur skrifar grein í Morg- unblaðið mánudaginn 26. janúar 2009 þar sem hann varpar fram þeirri spurningu hvort aðrar leiðir séu færar en sú leið sem farin hefur verið af fráfarandi stjórnvöldum í sam- starfi við Seðlabanka Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (AGS). Ég vil með grein þessari andmæla niðurstöðum í grein Ingva og benda á að aðrar leiðir eru sann- arlega færar. Ég hef stytt þessa grein töluvert að beiðni Morg- unblaðsins en upphafleg grein er á mbl.is. Niðurstaða Yngva er í hnotskurn sú að Íslendingum sé ekki önnur leið fær en íslenskir skattborgarar taki á sig skuldabyrði sem nemur um tvö þús- und milljörðum, m.a. til að þóknast alþjóðasamfélaginu og skapa skilyrði til að endurgreiða sömu lán! Ingvi varpar fram ýmsum spurningum og full- yrðingum í grein sinni sem að mínu mati eru villandi og til þess fallnar að slá ryki í augu lesenda. Óviðráðanleg skuldabyrði Samkvæmt grein Ingva getur skuldsetning íslenska ríkisins vegna þessa orðið um 130% af landsframleiðslu sem jafngildir 1.820 milljörðum króna m.v. að landsframleiðslan sé 1.400 millj- arðar. Inni í þessari tölu virðist ekki vera tekið tillit til líklegs út- lánataps hjá Seðlabanka Íslands. Að teknu tilliti til þess nemur heildarkostnaður við endurreisn bankakerfisins um um 2.170 millj- örðum eða um 7,2 milljónir á hvert mannsbarn á Íslandi. Ég tel að ekkert þjóðfélag geti staðið undir svona skuldabyrði og að með slíkum samningum um skuldafangelsi þjóðarinnar væru stjórnvöld í raun að fremja land- ráð. Einkabankarnir Glitnir, Kaup- þing og Landsbankinn skulduðu ast fyrir rétti okkar, þrátt fyrir að Bretar hafi beitt hervaldi gegn okkur í landhelgisdeilum stóð öll þjóðin saman gegn ofríki þeirra. Við óttuðumst ekki og höfðum sig- ur gegn vilja alþjóðasamfélagsins, töldum réttinn okkar megin og stóðum saman, öll þjóðin. Það er það sem við þurfum að gera núna. Aðgangur að erlendum lánsfjármörkuðum Ingvi talar um að frekari fjár- festingar m.a. í orkuverum væru úr sögunni ef við gefum ekki út gúmmítékka upp á 2.170 milljarða. Síðan segir Ingvi að ef við tækjum ekki á okkur þessar tvö þúsund eitthundrað og sjötíu milljarða skuldbindingu þá myndi það leiða til gríðarlegs velferðartaps! Þetta er áhugaverð fullyrðing. Það sem sagt leiðir til gríðarlegs velferð- artaps að skuldsetja sig ekki þannig að maður getur aldrei borgað! Þjóðarauðurinn Fiskurinn í sjónum, jarðhitinn, orka fallvatna, einstæð náttúra og duglegt og vel menntað fólk. Mun- um við neyðast til að framselja hluta þeirra til að losna undan sjálfsköpuðu skuldafangelsi. Er það það sem við viljum? Er ekki betra að gjaldþrota bankar fari í eðlilega gjaldþrota- meðferð? Skipt verði um gjaldmiðil og Seðlabanki Íslands lagður niður um leið? Að skuldbindingar vegna Ice- save verði eingöngu gerðar upp út úr þrotabúi viðkomandi banka? Að kvótakerfið fari? Ekki er hægt að láta útlendar fjár- málastofnanir eiga veð í fisk- veiðikvóta Íslendinga. Það er ólög- legt. Ég bendi á grein mína „Leið út úr ógöngum“ í Morgunblaðinu sunnudaginn 4. janúar um hvað skuli koma í staðinn. Að endursamið verði við AGS eða láninu hreinlega skilað? Niðurstaða: Tvö þúsund millj- arðar sparnaður. Viðbótartekjur 20-25 milljarðar á ári. Meira: mbl.is/greinar Aðrar leiðir eru færar Karl Eggertsson svarar Yngva Erni Kristinssyni Karl Eggertsson »Ekkert þjóðfélag getur staðið undir svona skuldabyrði. Með því að semja okkur inn í slíkt skuldafangelsi væru stjórnvöld í raun að fremja landráð. Höfundur er innkaupastjóri. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.