Morgunblaðið - 01.02.2009, Side 2

Morgunblaðið - 01.02.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 30 - 70% afsláttur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is TÖLUVERÐRAR óþreyju gætti meðal fylgismanna Vinstri grænna (VG) og Samfylkingarinnar vegna þess hversu treglega hefur gengið að mynda ríkisstjórn flokkanna, sem Framsóknarflokkurinn ver falli. Þetta endurspeglaðist í viðræðum þingmanna á þingflokksfundum flokkanna í gær, laugardag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að loknum fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráð- herraefni Samfylkingar, og Stein- grími J. Sigfússyni, formanni VG, að sér fyndist líklegt að stjórnin yrði mynduð þann daginn. „Ég á frekar von á því,“ sagði Sigmundur Davíð. Allt bendir til þess að ný minni- hlutaríkisstjórn flokkanna tveggja, varin falli af Framsóknarflokknum, sé því að fæðast, eins og staðan var þegar blaðið fór í prentun. Um níu- leytið, fyrir þingflokksfundi flokk- anna, hittust Jóhanna Sigurð- ardóttir og Steingrímur. Þau ræddu um stöðuna í viðræðum og þá helst hvernig væri mögulegt að flýta því sem allra mest að mynda ríkisstjórn. Framsókn ekki í stjórn Einn af þeim möguleikum sem rætt var um var að Framsókn- arflokkurinn kæmi inn í ríkisstjórn- ina sem beinn þátttakandi en ekki einungis til stuðnings minnihluta- stjórn VG og Samfylkingarinnar. Var horft til þess að Framsókn myndi þá fá einn ráðherrastól af tíu. Þessi möguleiki var þó talinn ólík- legur, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, þar sem forsendan fyrir viðræðum VG og Samfylkingarinnar hefði frá upphafi verið tilboð Fram- sóknarflokksins um að verja minni- hlutastjórn flokkanna falli. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær töldu ráðgjafar Framsóknarflokksins, þar á meðal hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Ragnar Árnason, að efnahags- aðgerðirnar sem boðaðar voru í drögum að stjórnarsáttmála væru ekki raunhæfar. Á þeim forsendum taldi Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknar- flokksins, ekki mögulegt að sam- þykkja sáttmálann eins og hann var. Upphófust þá miklar umræður innan flokkanna þar sem þess var freistað að ná sáttum um efnisatriði sáttmálans. Sigmundur Davíð fundaði fram á nótt með sínum ráð- gjöfum og fleirum. Var niðurstaða þeirrar vinnu ná- kvæmari útlistun á því hvað yrði gert til þess að bjarga heimilum og fyrirtækjum frá frekari rekstrarerf- iðleikum. Morgunblaðið/Ómar Staðan kynnt Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kynntu fjölmiðlum stöðu viðræðna á fundi í Al- þingishúsinu í hádeginu í gær. Þau reiknuðu með að ný ríkisstjórn yrði mynduð í dag, sunnudag. Morgunblaðið/Ómar Fundir Sigmundur Davíð og Össur Skarphéðinsson heilsuðust í þinghúsinu. Ný ríkisstjórn VG og Samfylkingar að fæðast Rætt áfram um myndun nýrrar ríkisstjórnar Í HNOTSKURN » Vinstri grænir og Sam-fylkingin ætluðu að mynda ríkisstjórn og kynna undir styttunni af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli á föstudag. » Af því varð ekki þar semframsóknarmenn sættu sig ekki við drögin að stjórn- arsáttmálanum. Þar var meðal annars rætt um efnahags- aðgerðir. Framsóknarmenn töldu orðalagið of almennt og ekki í takt við það sem þeir höfðu lagt upp með þegar flokkurinn bauðst til þess að verja stjórnina falli. » Deilt hefur verið um þaðfrá upphafi viðræðnanna milli flokkanna hvenær skal gengið til kosninga í vor. Lík- legt er að það verði 25. apríl. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær voru framsókn- armenn undrandi á því að ekki skyldi hafa verið minnst á kjördag í drögum að sáttmála. BJÖRN Bjarna- son dóms- málaráðherra sagði á fundi sjálfstæð- ismanna, þar sem staða flokksins var rædd í ljósi breyttrar póli- tískrar stöðu, að eðlilegt væri að þeir sem eldri væru í forystu flokksins vikju til hliðar og nýir frambjóðendur tækju við. Hann sagði að flokk- urinn ætti á þessum tímamótum að líta til þeirrar endurnýjunar sem varð í Sjálfstæðisflokknum árið 1991 þegar ný kynslóð þing- manna tók við flokknum. Flokk- urinn þyrfti nú á samskonar end- urnýjun að halda. Fundarmenn á fjölmennum fundi sjálfstæð- ismanna klöppuðu vel fyrir þess- um orðum. A.m.k. einn fyrirspyrjenda á fundinum sagði að flokkurinn þyrfti að sýna meiri auðmýkt í komandi kosningabaráttu. Einnig var spurt hvers vegna enginn hefði vikið til hliðar eftir hrun efnahagslífsins. Bæði Sturla Böðv- arsson, forseti Alþingis, og Guð- laugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra lögðu áherslu á það á fundinum að flokkurinn ætti í kosningabaráttunni að leggja áherslu á grunngildi sín um frelsi og framtak einstaklingsins. Geir H. Haarde forsætisráð- herra skoraði á þá sem ætla að gefa kost á sér í prófkjöri fyrir flokkinn að stilla kostnaði við það í hóf. egol@mbl.is Eldri kynslóðin víki til hliðar Vill sams konar endurnýjun og 1991 Björn Bjarnason VERÐANDI ríkisstjórn verður lík- lega mynduð í dag, sunnudag, að því er Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi forsætisráðherra, sagði á Alþingi um hádegi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, telur ekki að Samfylk- ingin og Vinstri grænir hafi stigið feilspor í samningaviðræðunum við Framsóknarflokkinn. Um þrír ára- tugir eru frá því síðast var mynduð minnihlutastjórn á Íslandi. „Við áttum ágætan fund með for- manni Framsóknarflokksins fyrir 10 [í gær innsk. blm.] og þau eru nú að fara til fundar í sínum þingflokki þannig að málunum miðar mjög vel og ég held að þetta fari að skýrast bara á næstu klukkutímum,“ sagði Steingrímur J. um hádegisbilið í gær. „Það kom aðeins hik í þessar viðræður. Framsóknarmenn þurftu lengri tíma til þess að skoða málin en við Steingrímur áttum góðan fund með formanni Framsóknarflokksins í morgun þar sem við áttum hrein- skiptnar umræður og línur skýrðust. Þannig að ég á ekki von á öðru, nema eitthvað óvænt komi upp á – ég veit að framsóknarþingmenn eru að funda nú í hádeginu – en að við getum lokið þessu máli í dag þannig að það verði til ný ríkisstjórn á morgun [í dag].“ Gengið vel og stjórn líklega mynduð í dag MÓTTÖKUR á vegum Alþingis á þessu ári verða felldar niður í sparnaðarskyni, að því er fram kemur á vef þingsins. Þar seg- ir að á fundi for- sætisnefndar 14. janúar sl. hafi verið samþykkt tillaga forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, um að fella niður á þessu ári í sparnaðarskyni hefð- bundnar móttökur sem þingforseti stendur fyrir á vegum Alþingis. Þar á meðal eru móttaka fyrir þingmenn og forseta Íslands, eða svonefnd þingveisla, og móttökur fyrir starfsmenn, erlenda sendi- herra og heiðurslistamenn Alþingis. Þingveislur lagðar niður Sturla Böðvarsson FULLTRÚI Íslensku friðargæsl- unnar, Ólöf Magnúsdóttir, fer um helgina utan til starfa í Palestínu í tveggja mánaða verkefni hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Ólöf mun aðstoða staðarskrif- stofu Barnahjálparinnar við að miðla upplýsingum um aðstæður barna á átakasvæðum Palestínu og neyðaraðstoð þeim til handa. Annar Íslendingur, Guðmundur E. Birgisson sálfræðingur, starfar á vegum friðargæslunar á sömu skrifstofu að eftirliti í barna- verndarmálum. Tveir aðstoða í Palestínu LÍÐAN piltsins sem ekið var á í miðborg Reykjavíkur um síðustu helgi er óbreytt og er piltinum, sem er þungt haldinn, haldið sofandi í öndunarvél. Ökumaður bílsins, sem var Hummer-jeppi, ók af vettvangi eftir slysið en náðist síðar. Slysið varð á Laugavegi, milli Bergstaða- strætis og Klapparstígs, á fjórða tímanum aðfaranótt laugardags. Líðan óbreytt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.