Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. BORGARBÚAR þurfa sjálfir að fjarlægja úrgang eft- ir garðahreinsanir í vor því Reykjavíkurborg mun ekki sjá um að hirða garðaúrganginn upp líkt og verið hefur undanfarin ár. Með þessu áætlar framkvæmda- og eignasvið borgarinnar að spara 45 milljónir króna. Að sögn Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsinga- stjóra sviðsins, hefur garðahreinsunartímabilið yfir- leitt staðið yfir í vel á aðra viku á hverju vori. „Við höfum verið með 30-40 manns í hreinsuninni yfir þann tíma og farið upp í 50 manns í einhverja daga. Að auki höfum við verið með umtalsverðan kostnað vegna aðkeyptrar vinnu, þar sem við höfum þurft stórvirk vinnutæki, m.a. til að koma úrganginum á vörubíla og fleira í þeim dúr. Við gerum ráð fyrir að ef við hefðum haldið þessu verklagi óbreyttu hefði það kostað okkur um 45 milljónir í ár. Og þar sem yfirvinna hefur verið skorin verulega niður hjá borg- inni eru okkur að mörgu leyti allar bjargir bannaðar með þetta.“ Hann vonast til að þetta dragi ekki úr vorverkum í görðum borgarbúa. „Mjög margir eru nú þegar með moltugerð í eigin garði þar sem þeir safna saman garðaúrgangi og fólk hefur farið í Sorpu með stærri tré sem við höfum ekki tekið til þessa.“ Íbúar geta skilað garðaúrgangi og greinaafklippum á endur- vinnslustöðvar Sorpu án endurgjalds. ben@mbl.is Hirða ekki garðaúrgang  Borgin áætlar að spara 45 milljónir með aðgerðinni  Allar bjargir bannaðar vegna niðurskurðar í yfirvinnu Eigandinn ber tjónið  Tryggingafélagi heimilt að neita að bæta tjón á kaskótryggðri bifreið í reynslu- akstri  Ökumaðurinn var talinn hafa sýnt stórkostlegt gáleysi í akstri EIGANDI kaskótryggðrar bifreiðar þarf sjálfur að bera tjón sem varð á bílnum í árekstri sem ökumað- ur bílsins varð valdur að í lok árs 2005. Ökumað- urinn hafði fengið bílinn að láni hjá eigandanum til reynsluaksturs vegna hugsanlegra kaupa. Reynsluakstrinum lauk með árekstri. Ökumað- urinn gat ekki stöðvað bílinn þegar hann ók norður Kringlumýrarbraut og inn á gatnamót Háaleitis- brautar á móti rauðu ljósi. Hann skautaði á milli ak- reina, á milli bíla sem stöðvað höfðu á ljósunum en hafnaði á tveimur bílum sem voru að aka yfir gatna- mótin eða biðu færis. Mikið tjón varð á bílunum. Tryggingafélag eig- anda ökutækisins greiddi tjón á hinum bílunum, samkvæmt ábyrgðartryggingu, en hafnaði að greiða bætur fyrir tjón á BMW-bíl hans. Það tjón var metið á liðlega 3,4 milljónir kr. Bar trygginga- félagið því við að ökumaður hefði sýnt stórkostlegt gáleysi og undir það tóku allar úrskurðarnefndir sem málið var borið undir. Héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og sýknaði tryggingafélagið. Taldi dómurinn að af at- vikum öllum og framburði vitna væri nægjanlega í ljós leitt að hraðakstur ökumanns bifreiðarinnar hafi valdið því að hann gat ekki stöðvað áður en að gatnamótunum kom. Með því hafi hann sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og tryggingafélaginu því verið heimilt að hafna bótakröfu hans. helgi@mbl.isMorgunblaðið/RAX LANDSKJÖRSTJÓRN mun í dag úrskurða hvort framboðslistar Lýð- ræðishreyfingarinnar í Reykjavík- urkjördæmunum tveimur teljist gildir eða ekki. Í gær úrskurðuðu yfirkjörstjórnir í kjördæmunum að listarnir væru ógildir og skaut Lýðræðishreyf- ingin málinu því til Landskjör- stjórnar. Að sögn Ástráðs Haraldssonar, formanns Landskjörstjórnar, verður ein- göngu úrskurðað um lista Lýðræð- ishreyfingarinnar í þessum tveimur kjördæmum þar sem yfirkjör- stjórnir í öðrum kjördæmum hafi úrskurðað listana gilda. „Málið fjallar um að allir frambjóðendur þessa flokks hafa undirritað yf- irlýsingu sem er út af fyrir sig af- dráttarlaus, einhliða og óskilyrt um að þeir fallist á að taka sæti á lista flokksins en án þess að það sé til- greint í hvaða kjördæmi og þaðan af síður í hvaða sæti. Þá vaknar spurning um hvort þetta sé full- nægjandi yfirlýsing um að fram- bjóðandi fallist á að taka sæti á lista eða hvort slík yfirlýsing verði að vera skilgreind nánar þannig að um sé að ræða tiltekið kjördæmi eða jafnvel tiltekið sæti.“ Landskjörstjórn mun funda nokkrum sinnum í dag, fyrst kl. 9, en niðurstöður í málinu verða að liggja fyrir áður en fundað verður um auglýsingu framboðanna kl. 15. ben@mbl.is Úrskurða um listana fyrir klukkan þrjú Ástráður Haraldsson MILLI 100 og 150 manns mættu í gærkvöldi á kynningarfund um áform hæstaréttarlögmannsins Björns Þorra Viktorssonar um að safna fólki saman að baki lög- sóknar gegn bönkunum. „Hér er fólk uggandi um sína stöðu og skil- ur ekkert í af hverju stjórnvöld daufheyrast stöðugt yfir eðlilegum kröfum um leiðréttingar,“ sagði hann að loknum fundi. Í gær bættust nokkrir tugir við þann fjölda sem hafði þegar beðið lögmannsstofu Björns um að reka dómsmál fyrir þeirra hönd. „Mjög margir velta líka fyrir sér hvað gerist ef nógu margir taka sig sam- an um að hætta að borga bönkunum – undiraldan í þeirri umræðu virð- ist vera miklu þyngri en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir hann en vill ekki ráðleggja fólki neitt í þeim efnum. ben@mbl.is Mikil undir- alda í um- ræðunni Á FJÓRÐA hundrað manns mættu á borgara- fund um menntamál sem breiðfylking náms- mannahreyfinga stóð fyrir í Háskólabíói í gær- kvöldi. Á fundinn mættu fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í alþingiskosn- ingunum í vor og svöruðu þeir fyrirspurnum fundarmanna, sem velflestir voru úr röðum námsmanna. Tilgangur fundarins var að veita náms- mönnum og starfsfólki í menntakerfinu tækifæri til að kynna sér áherslur flokkanna í mennta- málum fyrir komandi kosningar. Að sögn Yngva Freys Einarssonar, fulltrúa í atvinnulífsnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands, brunnu ýmis mál á fundargestum, s.s. er varða sumarnám, Lána- sjóð íslenskra námsmanna og hvort dregið verð- ur úr fjárframlögum til menntakerfisins vegna efnahagsástandsins. „Fólk er mjög leitt yfir því að háskólanám skuli vera metið þannig að náms- menn fái minni peninga í námslán en sem nemur atvinnu- eða félagsbótum – ekki vegna þess að það sé slæmt að vera á slíkum bótum heldur vegna þess að háskólanám skuli ekki vera metið sem vinna.“ Framsögumenn á fundinum voru Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, Sigurður Guðmunds- son, forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Saga Garðarsdóttir, stúdent við Listaháskóla Íslands, og Hreiðar Már Árnason framhaldsskólanemi. Fundarstjóri var Sigurjón M. Egilsson. Menntamálin í brennidepli á fundi námsmannahreyfinga í Háskólabíói Háskólanám verði metið til jafns við vinnu Morgunblaðið/Heiddi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.