Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 6
Sumarstörf Auglýst er eftir fólki til skapandi starfa í borginni í sumar. Morgunblaðið/Valdís Thor ALLS hafa á fjórða þúsund sótt um tæplega 1.400 sumarstörf hjá Reykjavíkurborg. Garðyrkja, eld- hússtörf, heimaþjónusta og vinna við umferðarmerkingar eru meðal starfanna sem auglýst eru á vef Reykjavíkurborgar fyrir sumarið. Lárus Haraldsson, deildarstjóri vinnumiðlunar Hins hússins, segir ásóknina í störfin meiri en í meðal- ári. Dæmi séu um að umsækjendur séu eldri en áður og í almennri at- vinnuleit á markaði, en sá elsti í ár er fæddur 1943. „Öllum er velkomið að sækja um. Við tökum við þar sem Vinnuskól- anum sleppir og umsækjendur hjá okkur eru því fæddir 1992 og eldri.“ Á þriðjudag höfðu 3.344 sótt um sumarstörfin, en umsóknarfrest- urinn rennur út 19. apríl. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin um að fleiri sinni störfunum í ár þar sem það sé hægt og að hver verði því ráðinn í sex til átta vikur. „Við vonumst til að geta svarað öll- um fyrir 15. maí, þó að í ein- hverjum tilfellum geti það dregist. Flestum verður þó svarað á allra næstu dögum.“ Sum starfanna eru vinsælli en önnur. Allt að fimmtíu hafa sótt um tólf til átján skapandi störf hjá Hinu húsinu; fyrir þá sem vilja koma list sinni á framfæri, og 140 um níu lausar stöður hjá Götuleik- húsinu. Ása Ingibjörg Hauksdóttir er umsjónarmaður verkefnisins. „Þetta er draumastarf margra, gíf- urlega þroskandi og reynir mikið á.“ gag@mbl.is Þúsundir sækja í sumar- störfin hjá borginni Stytta vinnutímabilið í sumar svo fleiri fái störf 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Í DAG taka nemendur í flestum grunnskólum landsins til við að móta framtíðarsýn þjóðar- innar í samvinnu við foreldra sína. Samtök sem kalla sig Hugmyndaráðuneytið standa fyrir þessu vikulanga heimaverkefni grunnskóla- barnanna og hafa fengið skólana til samstarfs við sig. „Framtíðarsýn þjóðar“ er yfirskriftin, en að sögn Þorgils Völundarsonar, talsmanns ráðu- neytisins, fá börnin bréf í skólanum, sem þau fara með heim. Í bréfinu eru leiðbeiningar um verkefni sem þau eiga að leysa með foreldrum sínum á heimasíðu á netinu. „Þar á fólk að svara spurningum um hvað skipti það mestu máli persónulega og hvað skipti okkur Íslendinga sem þjóð mestu máli,“ segir Þorgils. Verkefnið verður í gangi í eina viku og hafa viðtökur verið mjög jákvæðar í langflestum skólum að sögn Þorgils. „Við erum að vinna í því að ná sem flestum inn í verkefnið. Það er okkar von að við fáum stóran hluta þjóðarinnar til að taka þátt,“ segir hann og bindur miklar vonir við að börnin virki foreldra sína í þessu. Markmiðið er að útskýra hvaða gildi og viðmið þjóðin telur nauðsynleg, til að byggja upp sann- gjarnt samfélag í sátt við þarfir nútímans og býður upp á jöfn tækifæri fyrir komandi kyn- slóðir. Upplýsingarnar verða svo teknar saman í gagnabanka með kerfisbundnum hætti og opnað fyrir aðgang í hann innan nokkurra vikna. Sér- frótt fólk verður fengið til þess að greina gögnin og túlka niðurstöðurnar, en engu að síður verður aðgangur að þeim opinn fyrir hvern sem er til að vinna úr. „Við höfum meðal annars talað við gervigreindardeild Háskólans í Reykjavík, sem hefur sýnt mikinn áhuga á því að vinna úr gögn- unum,“ segir Þorgils. Verkefninu verður hleypt af stað í Þjóðminja- safninu á fjórða tímanum eftir hádegið í dag, við hátíðlega athöfn. Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti, er verndari verkefnisins. Það sem skiptir þjóðina mestu  Hugmyndaráðuneytið virkjar fjölskyldur landsins til að móta framtíðarsýn íslensku þjóðarinnar  Skólabörn fá heimaverkefni til að vinna með foreldrunum og skila hugmyndum í gagnabanka Í HNOTSKURN »Hugmyndaráðuneytiðer ekki opinber stofnun heldur sjálfstæð samtök sem vinna að frumkvöðla- starfi. »Framtíðarsýn þjóðar erstærsta verkefni sam- takanna hingað til, en þau vinna að fleiri hugmyndum og koma saman á opnum fundum á laugardögum. »Vef hugmyndaráðu-neytisins má finna á slóðinni hugmyndaradu- neytid.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Framtíðarsýn Yngsta fólkið hefur eflaust skoðun á því hvað skiptir mestu í lífinu. Dansmeyjar Tignarlegar voru þær ballerínurnar úr Listdansskóla Íslands sem dönsuðu Þyrnirós eftir Pjotr Tsjajkovskíj á sviði Háskólabíós við und- irleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gærmorgun. Sinfóníuhljómsveitin bauð grunnskólanemum á höfuðborgarsvæðinu á tónleikana og fékk til liðs við sig leikarann Halldór Gylfason til að fara með hlutverk sögumanns. Morgunblaðið/Ómar SKÝRSLA nefndar ríkisstjórn- arinnar um þróun Evrópumála verður kynnt á blaðamannafundi í dag. Nefndin fundaði í gær og á stuttan lokafund í dag, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, annar tveggja formanna nefndarinnar. „Ferlið hefur verið langt og strangt eins og við er að búast í svo viðkvæmu máli,“ segir hann. Nefndin var skipuð á fyrri hluta síðasta árs. Fulltrúar allra flokka eiga sæti í nefndinni auk fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, ASÍ, Við- skiptaráðs og BHM. gag@mbl.is Kynna skýrslu Evr- ópunefndar laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is Talia. Diskamotta. 290,- Grillhanski. 490,- Pottaleppar. 490,- einfaldlega betri kostur Nýtt kortatímabil Grillum saman! YFIR 550 umsóknir bárust um aug- lýst sumarstörf hjá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ráðið verð- ur í um sextíu tímabundnar stöður framleiðslustarfsmanna og iðn- aðarmanna. Umsóknir bárust hvað- anæva af landinu og flestar af höf- uðborgarsvæðinu. Um 450 manns starfa hjá Alcoa Fjarðaáli og um 250-300 manns til viðbótar við störf nátengd álverinu á álverssvæðinu. 550 vilja í álver Alcoa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.