Morgunblaðið - 17.04.2009, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.04.2009, Qupperneq 40
40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009  Nýjasta lag hljómsveitarinnar Hjaltalín var í fyrradag boðið til frís niðurhals á tónlistarbloggsíðu Árna Þórs Jónssonar kvikmynda- gerðarmanns og tónlistarspekúl- ants (syrdurrjomi.blogspot.com). Lagið kallast „Suitcase Man“ og er skemmst frá því að segja að það var halað niður oftar 1.200 sinnum á einum sólarhring. Tónlist.is hvað?! Heitasta tónlistar- bloggið í dag Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „NÚ fer maður að koma undan vetri, og fer að losa sig við þetta,“ segir Björn Hlynur Haraldsson leikari sem hefur vakið mikla at- hygli fyrir vígalegan skeggvöxt að undanförnu. Fólk spyr leik- arann stöðugt út í skeggið, sem hann segir aðallega til komið af leiklistarlegum forsendum. „Þegar þetta er orðið svona mikið er þetta svolítið eins og að vera með gifs, fólk spyr af hverju, hvernig er þetta, hve lengi og svona. Svo var þetta komið á það stig að fólk var komið með rosalega mikla snertiþörf. Það fannst mér full langt gengið þannig að ég trimmaði það aðeins niður,“ segir Björn Hlynur. Það er annars að frétta af kappanum að annað kvöld verða allra síðustu sýningar á leikverki hans, Dubbeldusch, í Hafnarfjarðarleikhúsinu. „Það er loka- og svo loka-lokasýning. Það verður sem sagt ein klukkan ell- efu, það seldist upp klukkan átta þannig að við ákváðum að hafa aðra seinna um kvöldið,“ segir Björn Hlynur, en hægt er að nálgast miða á hhh.is eða midi.is. Leikritið var frum- sýnt í samstarfi við Leikfélag Akureyrar norðan heiða í mars í fyrra, en hefur svo verið sýnt í Hafnarfirði síðan í desember. Björn Hlynur hefur fleiri járn í eldinum um þessar mundir, en hann leikur eitt af aðalhlutverkunum í Sædýrasafninu sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu, og verður svo sett upp í Frakklandi í maí. Þá fer hann með Vesturporti til Danmerkur í júní, þar sem Woyzeck verður sett upp. Sem sagt: nóg að gera.  Leaves hélt tónleika á Sódómu Reykjavík í fyrradag og ekki var að sjá á frammistöðu hennar að hún væri að skríða úr híði. Leaves-liðar léku langt og gott sett og drógu fram lög af tveimur fyrri breið- skífum sínum og svo væntanlegri plötu. Kjartan Ólafsson, Ampop- limur, hjálpaði til við flutninginn og úti í sal fylgdist faðir hans stoltur með, sjálfur Ólafur F. Magnússon. Ný sveit Bigga, kennds við Maus, Króna, lék á undan. „Rokkuð og hrá Maus“ hraut af vörum einhvers og fannst mönnum sem Biggi hefði fundið tónlistarlegum fótum sínum forráð á nýjan leik. Laufgaðar krónur á Sódómu Reykjavík  Sprengjuhöllin og Sin Fang Bo- us troða upp á Grand Rokk í kvöld undir merkjum Grapevine og Gogo- yoko en á undan þeim hyggst Hauk- ur Heiðar söngvari Diktu leika nýtt sóló-efni sem hann hefur verið að undirbúa fyrir fína og fræga fólkið í Hollywood, en þangað heldur Haukur Heiðar fljótlega. Þéttur pakki á Grandinu í kvöld Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is MYNDIN kallast á frummálinu Låt den rätte komma in og er að forminu til hryllingsmynd/ vampírumynd. Inn í hana fléttast þó vel ígrundaðar samfélagslegar pælingar og sterk ástarsaga. Þessi „auka“ lög gefa henni aukna vigt og hafa gert það að verkum að myndin hefur farið sigurför um heiminn. Um leið er myndin firna- vel heppnuð sem spennuhryllir, þau fræði á tandurhreinu, og því er am- erísk endurgerð þegar í vinnslu. Nema hvað. Sagan segir af tólf ára strák, Óskari, sem býr í ömurlegu út- hverfi í Stokkhólmi og sætir hann einelti. Hann vingast við stúlku sem er nýflutt í hverfið en hún reynist vera vampíra. Sterk vinátta tekst með þeim og áður en langt um líður fer að sjóða upp úr and- legum pottum þeirra beggja. „Fólk gýtur á mig augum“ Það er feiminn og kurteis 13 ára strákur sem svarar heimasímanum sínum í Svíþjóð. Hann er óöruggur en samt fullur sjálfstrausts, líkt og menn eru á þessum umbrotaaldri. Við tökum upp ensku sem hann klárar vel, þó að hann kalli stund- um í pabba sinn þegar eitthvað vefst fyrir honum. Myndin var frumsýnd í Svíþjóð fyrir um hálfu ári og var Kåre val- inn úr hópi 4.000 ungleikara. Hann hefur ferðast vítt og breitt um Sví- þjóð í kjölfar myndarinnar og segir hann að enginn hafi átt von á svona góðum viðtökum. „En ég trúi mikið á myndina og þetta kom mér því heldur ekki á óvart.“ En er frægðin farin að taka sinn toll? „Það kemur fyrir að fólk gýtur á mig augum í strætó,“ segir Kåre með hægð. „En það er lítið verið að tala við mig. Það hefur bara gerst tvisvar.“ Auðvitað Hollywood Kåre er nú nemi í tónlistarskóla og segist ekkert sérstaklega illa haldinn af leiklistarbakteríunni, þrátt fyrir farsæld myndarinnar. „Mér fannst þetta ekki sér- staklega erfitt þannig. Sumar senur voru erfiðari en aðrar – en ég kom mjög reynslulítill í þetta og ég held að það hafi unnið með mér, ef eitt- hvað er. Það var eitt grátatriði og þá hugsaði ég um köttinn minn sem dó. Allar senur voru þaulæfðar áður en farið var af stað í tökur, það var ekki verið að spinna neitt.“ Spurður hvort hann myndi stökkva á stóra rullu í Hollywood byðist honum það, segist hann sannanlega opinn fyrir öllu. Tónn- inn í röddinni er hógvær, en um leið er hann uppfullur af botnlausri bjartsýni unglingsins sem sér ekki nokkra einustu hindrun framundan. „Ég myndi ekki segja nei,“ segir hann og hlær kurteislega, nánast hissa á spurningunni. „Ég er til í að prófa hvað sem er. Það er margt og mikið sem mig langar til að gera.“ Let the Right One In / Låt den rätte komma in er sýnd í Sambíó- unum. Viðtal við sænska vampíru  Sænsk vampírumynd frumsýnd í dag  Sló í gegn í Svíþjóð og sýnd í yfir 55 löndum  „Mynd sem ég trúi á,“ segir kornungur aðalleikarinn Kåre Hedebrant Vampíruvinur „Allar senur voru þaulæfðar … það var ekki verið að spinna neitt,“ segir Kåre Hedebrant. Þó að Hedebrant geri lítið úr fyrri reynslu á leiksviðinu átti hann þó sæmilega stóra rullu fyrir fjórum árum sem sjálfur Emil í Kattholti. Lék hann óknyttastrákinn í leikritinu Emil i Lönneberga. Gagnrýnendur hafa lokið miklu lofsorði á frammistöðu hans í Let the right one in, hann gefi Óskari feimið og hlédrægt yfirbragð en um leið sé ímynd hans hrollvekj- andi og sumpart furðuleg. Emil blóðsuga? Án hvers geturðu ekki verið? Tónlistar og tölvunnar. Hvar læturðu helst til þín taka á heimilinu? Á baðherberginu. Konan kemur ekki nálægt því :) Hversu pólitískur ertu á skalanum frá 1-10? 5. Er s.s. ekki á leiðinni á þing. Er þungarokkið ekki bara fyrir heilalausa gúmmígæja? Jú. Næsta spurning. He He. Nei, sumar hljómsveitir í þungarokkinu hafa á að skipa hljóðfæraleikurum sem myndu gera hvaða klassíska virtuós sem er og hvaða 20. aldar tónskáld sem er öfundsjúkt. Tala menn ekki um að Wagner hafi verið fyrsti þungarokk- arinn? Hvernig myndir þú vilja deyja? Án þess að eiga einhver mál eftir óuppgerð við fortíðina. Hvaða þungarokkari fer mest í taugarnar á þér? Söngvarinn í Suicidal Tendencies. Man varla eftir að hafa séð myndbönd með þeim, þar sem hann er ekki hoppandi um eins og froskur á sviðinu. Fínn söngvari samt. Myndarlegasti kvenmaðurinn fyrir utan maka? Keira Knightley. Hvaða bók lastu síðast? Er að lesa The God Delusion eftir Richard Dawkins. Kanntu þjóðsönginn? Ekki get ég sagt það, nema í pörtum. Am- eríkuvæðing landans hefur meira að segja gert það að verkum að ég kann frekar þann bandaríska en þann íslenska. Go figure. Metallica eða Motörhead? Motörhead! Metallica hætti að vera Metal fyr- ir löngu síðan og sagði kirfilega skilið við tón- listarrætur sínar í lok níunda áratugarins. Nýjasta platan nær ekki að bæta upp fyrir fyrri afhroð. Motörhead eru Motörhead, hafa alltaf verið Motörhead og verða það um ókomna framtíð. Lemmy er kóngurinn! Af hverju spilar þú ekki badminton? (Spurt af Tinnu Helgadóttur, Aðalsmanni síðustu viku): Ég spila badminton! Á meira að segja tvær medalíur fyrir afrek mín með spaðann. Er þó að mestu búinn að leggja hann á hilluna. Er samt einhver sem er til í að leigja með mér völl? METALLICA ER EKKI METAL! AÐALSMAÐUR ÞESSARAR VIKU ER ÞUNGAROKKSGÚRÚINN ÞORSTEINN KOLBEINSSON EN HANN STENDUR FYRIR ÞUNGAROKKSHLJÓMSVEITAKEPPNI NÚ UM HELGINA. Karlmannlegur Björn Hlynur er fúlskeggjaður. Björn Hlynur stöðugt spurður um skeggvöxtinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.