Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23KOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 MERK viljayfirlýsing var undirrituð mið- vikudaginn 8. apríl í Skansinum á Álftanesi. Þar staðfestu umhverfisráðherra, mennta- málaráðherra og bæjarstjórinn á Álftanesi vilja sinn til að vinna að uppbyggingu nýrrar upplýsingamiðstöðvar og gestastofu á Álfta- nesi í tengslum við friðlýsingu Skerjafjarðar. Undirbúningur að friðlýsingunni sjálfri stend- ur yfir hjá öllum sveitarfélögum við Skerja- fjörð. Miðstöðin verður byggð upp við Kasthús- atjörn á Álftanesi þar sem fjölskrúðugt fuglalíf laðar útivistarfólk og náttúruunnendur að. Þar má skoða margt af því besta sem friðlandið við Skerjafjörð hefur upp á að bjóða. Sá fjársjóður upplýsinga sem felst í því að segja frá umhverfi og sögu þessa svæðis mun verða aðgengilegur gestum við opnun miðstöðvarinnar. Um- hverfisráðuneytið mun styðja sveitarfélagið í gerð fræðslu- og sýningarefnis og stuðla þannig að því að skapa störf í þágu umhverfis og menningar. Fræðslumiðstöðin verður hluti af menningar- og nátt- úrufræðasetri sem byggt verður upp á Álftanesi. Þar verður fléttað saman kynningu á náttúru Álfta- ness og Skerjafjarðar og sögu Bessastaða og þannig er unnt að skapa atvinnu á svæðinu við móttöku ferðamanna. Um 100 þúsund þeirra koma á Álftanes ár hvert. Hver sá sem gengið hefur fjörurnar á Álftanesi eða horft út á sí- breytilegt hafið við Skerjafjörð veit hvílík verð- mæti eru fólgin í lítt spilltu umhverfi og útsýni. Mikilvægt er að skapa skilyrði fyrir atvinnu- uppbyggingu af þessu tagi, í sátt við umhverfið og með markvissri áherslu á menningu, sögu og náttúru einstakra svæða. Ferðamenn þyrst- ir í upplýsingar og þekkingu á náttúru og sögu Íslands. Hvert og eitt starf í umhverfis- og menningartengdri ferðaþjónustu hefur umtals- verð margfeldisáhrif og er mikilvægt fyrir framtíðarupp- byggingu landsins. Með því að styðja við bakið á sveit- arfélögum og öðrum er vilja byggja upp slík störf getur ráðuneytið byggt upp umhverfisvæna atvinnu og laðað að landinu vel upplýsta ferðalanga sem eru þjóðarbúinu verð- mætir. Umhverfi, atvinna, friðlýsing og framtíðarsýn Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur Kolbrún Halldórsdóttir Höfundur er umhverfisráðherra og skipar 3. sæti á framboðslista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður. TAKMARK Borg- arahreyfingarinnar er að færa völdin frá flokks- ræði til lýðræðis. Ef sá sem þetta les treystir í raun og sannleika Sjálf- stæðisflokki, Framsókn- arflokki og Samfylkingu til að rannsaka hrunið ofan í kjölinn getur við- komandi í góðri trú hald- ið áfram að kjósa þá yfir sig og búið sig undir frekari hörm- ungar. Ef sá sem þetta les telur að VG muni með Samfylkingunni sigla okkur heilu og höldnu út úr krepp- unni þá hefur viðkomandi gleymt því að þessir flokkar eru nú and- stæðir pólar; Samfylking vill ESB- aðild og stóriðju. VG hafnar ESB- aðild og hatar stóriðju. Það er efnahagslegt neyðar- ástand hjá fjölda fjölskyldna og heimila í landinu og enginn hrærir legg né lið þeim til hjálpar. Það ber að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrunið (janúar 2008). Vextir lækki í 2% og afborgunum af húsnæðislánum verði hægt að fresta um tvö ár. Næsta skref er að afnema verðtrygginguna. Við erum nýr valkostur fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á fjórflokknum, á sömu frösunum og sama vanmætti til að koma með lausnir. Við erum brú fyrir þjóðina inn á þing. Landsmenn eiga sjálf- ir að halda stjórnlaga- þing og setja sér nýja stjórnarskrá. Taka skal upp regluna „einn mað- ur, eitt atkvæði“. Ráð- herrar sitji ekki á þingi. Ráðherrar, þingmenn og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins – nema dómarar – gegni embætti í mesta lagi í 8 ár eða 2 kjörtímabil. All- ar náttúruauðlindir verði í þjóðareigu og óheimilt að framleigja þær nema tímabundið. Trúverðug rannsókn undir stjórn erlendra sérfræðinga á efnahagshruninu hefjist um- svifalaust og fari fram fyrir opnum tjöldum. Fjárhagshrunið verði rannsakað sem sakamál og eignir grunaðra auðmanna verði taf- arlaust frystar. Lýðræðisumbætur strax. Stjórn- lagaþing fólksins í haust. Persónu- kjör til Alþingis. Afnema 5% þröskuldinn. Þjóðaratkvæða- greiðslum fjölgi. Hugsjónir sem kosta ekki peninga! Borgarahreyfingin er komin til að taka til á sviði íslenskra stjórn- mála – þar sem lengi hefur verið tiltekta þörf. Lýðræði og heiðarleiki – nú eða aldrei Eftir Þráin Bertelsson Þráinn Bertelsson Höfundur skipar fyrsta sæti á lista Borgarahreyfingarinnar í Reykjavík-norður. LANDSMENN hafa nú árum saman rætt fram og til baka um Ísland, Evrópu- bandalagið og upptöku evru. Sitt sýnist hverjum, ólíkir hagsmunir togast á en það er á engan hátt óeðlilegt þegar horft er til þeirra skuldbindinga sem fylgja. Einnig er nauðsyn- legt að horfa til og nýta þau tækifæri sem bjóðast við aðild að ESB. Við inngöngu þarf að fullnægja ákveðnum skilyrðum og við núverandi aðstæður eigum við langt í land með að ná þeim markmiðum. Stjórnmálaflokkarnir hafa sett fram ólíkar stefnur, allt frá því að vísa aðild alfarið á bug yfir í að sjá lausn þjóðarvandans felast fyrst og fremst í tafarlausri umsókn og inngöngu. Auðvitað hafa verið skiptar skoðanir í Framsókn en flokksmenn hafa ekki látið það stoppa sig við að vinna áfram, halda við þekk- ingu og upplýstri umræðu. Nú hefur flokkurinn samþykkt markmið með skil- yrðum sem aðildarviðræður verða að byggjast á. Við vilj- um hefja viðræður sem grundvallast á umboði frá Al- þingi þar sem tryggðir eru m.a. hagsmunir almennings og atvinnulífs – sérstaklega sjávarútvegs og landbún- aðar. Óskorað forræði yfir auðlindum er grundvallarkrafa, skýran og einhliða úrsagn- arrétt þarf að tryggja o.fl. Strax í upphafi viðræðna verður að semja við Evrópska seðlabankann um stöðugt gengi krónunnar þar til við fullnægjum upptöku evru. Aðeins út frá samningstilboði getur þjóðin valið í kjölfar upplýstrar umræðu. Framsókn hefur frá árinu 2000 haft ákveðið frumkvæði í umræðunni – sjá skýrslur á heimasíðu flokksins frá 2001 og 2007. Nefnd um gjaldmiðilinn starfaði innan Framsóknar og gaf út skýrslu 2008. Hún komst að því að tveir kostir eru í stöðunni, að viðhalda krón- unni með breyttri peningastefnu og efldum gjaldeyrisvarasjóði eða að taka upp evru jafnhliða fullri aðild. Evra er alþjóðlegur gjaldmiðill sem vegur þungt í utanríkisviðskiptum okkar. Stefna Framsóknar er því alveg skýr, vinna nú að styrkingu krónunnar, vinna gegn atvinnuleysi og sjá fram úr efnahagsvandanum en einnig að undirbúa aðild- arumsókn að ESB á okkar forsendum – ekki annaðhvort eða – heldur bæði og! Framsóknarflokkurinn – ESB og gjaldmiðillinn Eftir Fannýju Gunnarsdóttur Fanný Gunnarsdóttir Höfundur skipar 4. sæti Framsóknar í Reykjavík norður. SAMFYLKINGIN leggur höfuðáherslu á það í störfum sínum að brúa tímabil erfiðleika fyrir heimili og fyrirtæki með ábyrgum og mark- vissum hætti. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða allar að því aðstoða þá sem eiga í fjárhagserf- iðleikum með skipuleg- um hætti. Þar gildir að ein lausn hentar ekki öllum og for- gangsraða þarf fjármunum til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Þannig vinna jafnaðarmenn. Samfélagið býr að velferð- arumbótunum sem Samfylkingin hefur haft forystu um síðastliðin tvö ár. Hækkun persónuafsláttar og tekjutengdra barnabóta vegur þar þungt, einnig afnám hinnar illræmdu tekjutengingar bóta lífeyrisþega við tekjur maka. Þá hafa greiðslur til líf- eyrisþega hækkað um 42%. Á síðustu vikum hefur ríkisstjórnin unnið sleitulaust að því að hrinda í fram- kvæmd aðgerðum sem allar miða að því að brúa vegferð einstaklinga og heimila yfir hyldýpi kreppunnar. Margar leiðir – eitt markmið Ég tel víst að 25% hækkun vaxta- bóta muni ráða úrslitum í þeirri veg- ferð fyrir mörg heimilin. Ekki skal því gleymt að vaxtabætur hafa hækkað um samtals 70% frá því að Samfylkingin settist í ríkisstjórn fyr- ir tveim árum. Lækkun greiðslubyrðar lána með lengingu þeirra, jafnt verð- tryggðra sem myntkörful- ána, getur létt greiðslu- byrði margra fjölskyldna um 10-15%. Það munar um minna. Sumir þurfa á tíma- bundnum greiðslufrestum að halda, jafnvel í 1-3 ár, hjá Íbúðalánasjóði og bönkunum vegna atvinnu- missis eða annarra tíma- bundinna aðstæðna. Þá hafa þúsundir einstaklinga nýtt sér heimild til útgreiðslu sér- eignarsparnaðar. Allt verður gert til þess að koma í veg fyrir að fjöl- skyldur missi heimili sín eða ein- staklingar verði knúnir í gjaldþrot. Að því miða m.a. lagafrumvörp um greiðsluaðlögun samningskrafna og fasteignaveðlána sem væntanlega verða samþykkt fyrir þinglok. Að framansögðu er ljóst að vandinn er fjölþættur og við honum dugar engin ein lausn. Velferðarbrú Samfylking- arinnar miðar að því að koma eins mörgum fjölskyldum og kostur er klakklaust yfir boðaföll kreppunnar. Brúin yfir kreppu Eftir Þórunni Svein- bjarnardóttur Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur er formaður félags- og trygginganefndar Alþingis. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Móttaka að- sendra greina Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast. Þvottavélar - Verð frá kr. 154.995 Þurrkarar - Verð frá kr. 129.995 TILBOÐ Sparaðu með Miele Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.