Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 ✝ Guðrún HelgaHögnadóttir fæddist 18.3. 1931 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún lést á Elliheim- ilinu Grund 9.4. 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Högni Eyjólfsson rafvirki, f. í Reykjavík 19. júní 1905, d. 22. desember 1979, og Sigríður Ein- arsdóttir húsmóðir, f. í Holtahólum í Mýra- hreppi í Austur- Skaftafellssýslu 28. september 1907, d. 19. júní 1986. Bróðir Guðrúnar Helgu er Eyjólf- ur Högnason símamaður, f. 16. nóv- ember 1932, kvæntur Kristjönu I. Heiðdal bókara, f. 22. júlí 1933. Guð- rún Helga giftist 21. júlí 1950 Val Magnússyni rakarameistara, f. 29.12. 1926, d 12.2. 2008. Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson af- greiðslumaður, fæddur í Borgarfirði 1.10. 1879, d. 3.9. 1974, og Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir, f. á Hvít- árvöllum 20.3. 1885, d. 22.12. 1958 Synir Guðrúnar og Vals eru: 1) Högni forstöðumaður, f. 20. sept- býliskona Þóra Kristín Eyþórsdóttir, f. 11. mars 1982, dóttir þeirra er Kristjana Rakel Eyþórsdóttir. Sonur Eyþórs og Hörpu Bjarnadóttur er Emil Snær, f. 2. september 1998. b) Kristrún, f. 11. mars 1985, sambýlis- maður Hafsteinn Grétar Kjart- ansson, f. 27 ágúst 1981, börn þeirra eru Júlía Björg, f. 24. apríl 2003, og Óðinn Þorri, f. 24. október 2005. Börn Einars og Kristínar Wíum Gunnarsdóttur, f. 24 ágúst 1975, eru Arnar Freyr, f. 2. júní 1996, Bryndís Ósk, f. 16 nóvember 1997, og Einar Smári, f. 8. október 1999. Ung fór Guðrún Helga að vinna, vann hún við verslunarstörf, lengst af í versluninni Pfaff á Skólavörðu- stíg. Eftir giftingu sá Guðrún um heim- ili þeirra hjóna uns yngsti sonurinn var 6 ára, þá hóf hún hálfsdagsstarf í skóbúð í Bankastræti, upp úr 1970 hóf hún störf sem aðstoðarstúlka á Hárgreiðslustofunni Tinnu á Grens- ásvegi í Reykjavík, 1974 gerist hún afgreiðslustúlka í versluninni Verð- listanum þar sem hún vann uns hún lét af störfum vegna aldurs. Útför hennar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 17. apríl 2009, klukkan 13. ember 1951, kvæntur Lilju Ástvaldsdóttur, f. 10. apríl 1955. Börn þeirra eru: a) Jón Ívar, f. 25. desember 1975, d. 19. mars 1976. b) Guðrún Helga, f. 10. júní 1977, gift Jóni Hirti Finnbjarn- arsyni, f. 23. febrúar 1972, sonur þeirra er Finnbjörn Hjartarson, f. 10. september 2003. c) Viðar Daði, f. 10. októ- ber 1981. d) Högni Val- ur, f. 15. ágúst 1983, sambýliskona Yrsa Örk Þorsteinsdóttir, f. 16. júní 1985. 2) Magnús bifvélavirki, f. 2. október 1955, kvæntur Ingileif Aðalheiði Gunnarsdóttur, f. 16. desember 1958. Dætur þeirra eru: a) Sigríður Aðils, f. 29. janúar 1982, gift Halldóri Hauki Sigurðsyni, f. 22. desember 1980. Dóttir hans er Aníta Sól, f. 27. nóv- ember 1999, og sonur þeirra er Hug- inn Aðils, f. 21. september 2006. b) Ásrún Ester, f. 28. júlí 1988. 3) Einar bílstjóri, f. 29. ágúst 1961, sambýlis- kona Olga Rán Gylfadóttir, 23. febr- úar 1960. Börn Einars og Bjargar Bragadóttur, f. 22. júlí 1963, eru: a) Eyþór Bragi, f. 18. janúar 1982, sam- Ástkær tengdamóðir mín, Guðrún H. Högnadóttir, hefur nú lokið lífs- hlaupi sínu. Ég þekkti hana einungis undir nöfnunum Dídí, tengdó eða amma Dídí. Okkar fyrstu kynni urðu er ég kom sem gestur inn á heimili hennar með æskuvinkonu minni Gunnu sem þá bjó hjá þeim hjónum. Þar hitti ég fyr- ir mannsefni mitt, hann Magnús. Ég tók strax eftir, hve kært var með þeim mæðginum. Dídí lifði tímana tvenna eins og eðlilegt er með einstakling sem nálgast áttræðisaldur. Í hennar lífi var bæði sorg og gleði eins og gengur. Dídí sá um börn og bú, seinna fór hún út að vinna og fyrir fyrstu launin fór hún ásamt vinkonu sinni Öldu í ferð með Gullfossi til Evrópu. Hún sagði mér margar góðar sögur frá þeirri ferð, henni var einkar lagið að segja frá á áhugaverðan hátt. Sagði hún mér margar skemmtilegar ferðasögur af saumaklúbbnum með æskuvinkonunum og mökum, góðum dögum á hárstofunni Tinnu, og frá ár- um sínum í Verðlistanum. Erla Wigl- und og hennar fjölskylda reyndust henni alltaf vel og vil ég senda þeim hlýjar kveðjur. Dídí fékk dásamlegan eiginleika í vöggugjöf, sem fleiri mættu fá, þ.e. nægjusemi, hún var alltaf svo lukku- leg með allt sitt. Hún elskaði hann Val sinn, dáði drengina sína, barnabörnin og var alsæl (hennar orð) með tengdadæturnar. Annað var það að hún hafði alveg dásamlega nærveru og sá alltaf björtu hliðarnar á öllum hlutum. Við Maggi fórum nokkrar ferðir með þeim hjónum til Spánar og mikið var hún kát er hún gat leikið sér með dætrum okkar við laugarnar eða á ströndinni. Oft voru óljós skilin á milli þess að við værum tengdamæðg- ur eða vinkonur. Fyrir rúmum tveim árum þegar æskuástin, hann Valur, veiktist alvarlega breyttist allt henn- ar líf, hann þurfti upp frá því mikla umönnun, sem hún sá að mestu um, ástand hans og það sem þetta krafðist lék hana grátt. Hann var vistaður á Landakoti og fór hún til hans nánast daglega, ferðaðist oftast á eigin bíl þrátt fyrir dapra sjón. Eftir lát hans bjó hún ein í Grænuhlíðinni og aðlag- aði sig að þeirri staðreynd að Vals nyti ekki lengur við. Það var erfitt, hún var dugleg að stunda laugarnar í Laugardal og átti þar trygga og góða vini, í lok september fór hún í aðgerð, eftir það jafnaði hún sig aldrei, það var eins og henni væri allri lokið og heilsan hefði kvatt hana með öllu. Eft- ir það dvaldist hún á stofnunum þar sem hún fékk frábæra umönnun, í lokin var hún lögð inn á Grund og stóð til að hún fengi íbúð í Norðurbrún eft- ir páska. Dídí varð mjög veik á mið- vikudag fyrir páska, hrakaði mjög hratt, var flutt á sjúkradeild og lést að morgni skírdags. Vil ég senda þakkir til allra er komu að hjúkrun hennar, svo og sér- stakar þakkir til Eyjólfs bróður henn- ar sem var einstaklega duglegur að heimsækja hana þrátt fyrir mikil veikindi dóttur hans heima fyrir. Einnig viljum við Maggi flytja sér- stakar þakkir til Lilju svilkonu sem var vakin og sofin yfir velferð Dídíar þennan tíma sem hún var á spítalan- um, slík umönnun er ómetanleg. Elsku Dídí, í mínum huga varst þú hin eina sanna fröken Reykjavík. Hvíl í friði. Þín Ingileif. Í dag verður tengdamóðir mín Guðrún Helga Högnadóttir jarðsung- in frá Fossvogskirkju. Leiðir okkur lágu fyrst saman 1974, þegar Högni, elsti sonurinn, kynnti mig fyrir fjöl- skyldunni. Mér var mjög vel tekið af allri fjölskyldunni og er ég því afar þakklát. Dídí eins og hún var alltaf kölluð var myndarkona sem gekk um á háum hælum, vel til höfð og smart í tauinu. Hún vann lengst af í Verðlist- anum, hátt í 30 ár og var hún því mörgun konum kunnug. Hún hafði oft orð á því síðustu mánuði að það væru margar konur sem heilsuðu henni, þó hún þekkti þær í raun ekki, því hún hefði aðstoðað þær við fataval í Verð- listanum, og þótti henni mjög vænt um það. Í september síðast liðnum veiktist hún mjög mikið og átti ekki afturkvæmt heim eftir það. Heilsu- bresturinn var henni erfiður, því hún hafði aldrei verið veik og aldrei verið á spítala, nema til að fæða drengina sína þrjá. Elsku Dídí mín, takk fyrir sam- fylgd liðinna ára. Guð geymi þig. Lilja tengdó. Kæra amma mín, ég vil þakka þér fyrir tímana sem við áttum saman Ég minnist þess sterklega að ég kom til ykkar afa hvern aðangadag sem barn eins og öll barnabörn ykkar að hitta jólasveininn. Hvað okkur fannst gaman að komast í drauma- heim jólanna sem þið lögðuð á ykkur að búa til fyrir okkur hver einustu jól. Þú varst alltaf svo glöð að sjá okkur og stolt. Alltaf til í að gera allt sem þú gast fyrir okkur. Ég veit að þú ert á leið á betri stað til að hitta hinn helming þinn til að verða glöð að nýju. Hittumst aftur á grænni hlíð þar sem þú stendur efst og tekur á móti mér. Kveðja, þitt barnabarn, Högni Valur. Það er erfitt að kveðja. En sama hversu sárt það er þá getum við ávallt leitað huggunar í minningum okkar, því þar muntu lifa með okkur um ókomna tíð. Öllum þessum góðu minningum sem kalla fram bros á vör þegar við hugsum til baka. Hversu hugaðar okkur fannst við systur vera þegar við tókum rútuna einar frá Borgarnesi til Reykjavíkur þegar við gistum heima hjá þér og afa, allar þær sundferðir sem farið var í, en það var sterk hefð að fara með þér og afa í sund, sama hvort það var í Laugardalslaugina í Reykjavík, sundlaugina í Borgarnesi, já eða sundlaugargarða úti á Spáni! Eins öruggar og við vorum með sundferðirnar þá gátum við einnig ávallt treyst á nammipoka sem þú átt- ir í veskinu þínu handa okkur þegar þið komuð í heimsókn í Borgarnesið. Elsku amma, við vitum að þér líður betur núna. Þín verður sárt saknað. Ásrún Ester & Sigríður Aðils Magnúsdætur. Það var vor í lofti í dymbilviku þeg- ar Guðrún vinkona mín kvaddi. Við kynntumst í Laugardalslauginni þar sem kátur hópur hittist daglega árum saman. Eftir sund og setu á „bekkn- um“ var farið í kaffi og heimsmálin rædd. Eftir að maðurinn hennar, hann Valur, missti heilsuna annaðist hún hann heima svo lengi sem hún gat og heimsótti hann á sjúkrahúsið þar til hann lést. Þetta tók mjög á hana en hún kom alltaf í sundið og bar sig vel. Sl. haust veiktist Guðrún og dvaldi á sjúkrahúsum eftir það. Var á biðlista eftir varanlegri búsetu og var nýbúin að fá inni í þjónustuíbúð og flutningar framundan. Ég var svo lánsöm að fá að eiga samverustundir með henni síðustu mánuðina. Það var gott að koma til hennar þar sem hún dvaldi meðan hún beið eftir varanlegri bú- setu. Aldrei kvartaði hún þó hún væri á þvælingi milli staða og þyrfti að deila herbergi með ókunnugum kon- um, oft í miklum þrengslum og án allra persónulegra tengsla. Við spjölluðum yfir kaffibolla. Hún sagði mér frá strákunum sínum, tengdadætrunum og barnabörnunum og ég sagði henni fréttir af „bekkn- um“. Hún kveið mikið fyrir flutningun- um sem framundan voru. Í Grænuhlíð var hennar heimili og henni óx í aug- um að kveðja þann stað. Ég trúi að nú sé hún laus við áhyggjur og vanlíðan og búin að hitta hann Val sinn. Við töluðum saman í síma síðasta kvöldið, hún hringdi svo í mig þegar hún var komin á sjúkradeildina, sagð- ist tala betur við mig þegar hún yrði hressari og kvaddi mig með orðunum – Guð geymi þig, elskan mín. Þau kveðjuorð vil ég muna og með þeim orðum vil ég kveðja vinkonu mína. Guð geymi þig, elsku Guðrún mín, og hafðu kæra þökk fyrir samveruna. Fjölskyldu hennar sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Fyrir hönd „bekkjarfélaganna“ í Laugardalslauginni, Ásdís Jónsdóttir. Guðrún Helga Högnadóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGIBERGUR V. JENSEN, bifvélavirkjameistari, Hraunbæ 88, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 20 apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á félag langveikra barna. Alda Jónsdóttir, Marteinn Jensen, Petrica Ardalic, Steinar Á. Jensen, Hólmfríður Geirsdóttir, Unnur Inga Jensen, Alfred George Wilmot, Valgerður Hafdís Jensen, Hákon V. Uzureau, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu, hlýhug og styrk vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa , SKÚLA MAGNÚSSONAR flugstjóra, Strikinu 4, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 13 E, á Landspítala fyrir hlýhug og góða umönnun. Jean Magnússon, Diana E. Skúladóttir, Louis Hoogedeure, Margrét L. Skúladóttir, Einar Einarsson, Skúli K. Skúlason, Sigurlaug S. Einarsdóttir, Stefán M. Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför okkar elskulega eiginmanns, föður, tengda- föður og afa, SÉRA BRAGA BENEDIKTSSONAR, Kirkjuvöllum 7, Hafnarfirði. Bergljót Sveinsdóttir, Sveinn Magnús Bragason, Björk Gunnarsdóttir, Soffía Emelía Bragadóttir, Lilja Bragadóttir, Michael Sigþórsson, Guðrún Björg Bragadóttir, Benedikt Bragason, Trausti Bragason, Sveinn Ómar, Bragi, Sigþór Gellir, Hrólfur og Benóný Orri. ✝ Faðir okkar,tengdafaðir og afi, HREINN ÞÓRHALLSSON frá Ljósavatni Þingeyjarsveit, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Húsavík miðvikudaginn 15. apríl. Jarðaför auglýst síðar. Aðstandendur. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, JÓHANNA KATRÍN BJÖRNSDÓTTIR, Hlynsölum 5, Kópavogi, lést í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 að morgni þriðjudagsins 14. apríl, Oddur Jónas Eggertsson, Steinunn Lilja Jónasdóttir, Geirlaug Dröfn Oddsdóttir, Helgi Magnússon, Jónas Þór Oddsson, Lilja Guðríður, Karlsdóttir, Atli Már Oddsson, Maila Oen Hellesöy, Ari Freyr Oddsson, Ástrós Eiðsdóttir, Arna Dögg, Helena Ýr, Magni Snær og Sunna Katrín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.