Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
Fólkið sem Rachel um-gekkst hugsaði vel umhana og við vildum hittaþað og þakka því fyrir. En
við vildum líka sjá með eigin augum
það sem hún hafði séð,“ segir Craig
Corrie um fyrstu ferð þeirra hjóna á
Gazasvæðið. Þangað fóru þau í
fyrsta skipti aðeins sex mánuðum
eftir andlát dóttur þeirra Rachel,
sem lést eftir að jarðýta frá ísr-
aelska hernum ók yfir hana þar sem
hún sinnti störfum sjálfboðaliða á
vegum samtakanna International
Solidarity Movement (ISM). „Ég
man hvað sársaukinn var hræðilegur
og ég er fegin að finna hann ekki
lengur. Það er ekki hægt að ímynda
sér hversu hryllilegt það er að fá
slíkar fréttir,“ segir Cindy.
„En við fórum líka til Gaza til að
þrýsta á um að rannsókn færi fram á
atburðinum,“ segir Craig en þau
hjónin krefja ísraelsk og bandarísk
stjórnvöld enn um viðunandi rann-
sókn á dauða dóttur þeirra.
Hafði kynnt sér aðstæður
„Ég held að fólk haldi stundum að
Rachel hafi einn góðan veðurdag
bara ákveðið að fara til Gaza án þess
að gera sér grein fyrir því hvað var
þar á seyði. En það var ekki svo.
Hún hafði kynnt sér málin vel og
hefði ekki getað skrifað eða sagt það
sem hún gerði án þess að vera vel
inni í málunum. Hún vissi því vel
hvert ástandið var, að svo miklu leyti
sem það er hægt án þess að fara
þangað sjálfur,“ segir Cindy um
gagnrýnisraddir sem segja Rachel
hafa hagað sér barnalega og ekki
vitað út í hvað hún var að fara þegar
hún gekk til liðs við ISM á Gaza-
svæðinu.
„Hvernig er líka hægt að segja að
einhver sé barnalegur þegar hann
vill berjast fyrir mannréttindum
fólks og verja það gegn því sem al-
þjóðasamfélagið hefur umborið allt
of lengi?“ bætir Cindy við.
Cindy og Craig Corrie hafa allt
frá dauða dóttur sinnar barist fyrir
málstað Palestínumanna og komu
m.a. á fót Stofnun Rachel Corrie,
sem vinnur að mannúðar- og
fræðsluverkefnum tengdum Palest-
ínu. „Við höfum ekki verið með stór-
ar áætlanir. Við tökum bara eitt
skref í einu og ef maður er opinn fyr-
ir fólkinu í kringum sig opnast
margir möguleikar. Það felast nefni-
lega líka möguleikar í harmleikjum
en það er mikilvægt að hver og einn
átti sig á því hvernig hægt er að hafa
áhrif,“ segir Cindy. „Þegar hver og
einn leggur sitt af mörkum vitandi
að hann er hluti af stærra samhengi
held ég að við getum að lokum komið
á breytingum sem stuðla að réttlát-
ara samfélagi“.
Sérstök tengsl við leikkonurnar
„Við njótum þess núna að horfa á
leikritið, við höfum séð tugi upp-
færslna víða um heim á ólíkum
tungumálum og þær hafa allar verið
mjög ánægjulegar en jafnframt svo
ólíkar,“ segir Cindy.
„Hver leikkona er einstök í túlkun
sinni og þær leggja allar mjög mikið
á sig við að reyna að komast að því
hvernig Rachel var í raun og veru,“
segir Cindy. Þau eru sammála um að
það komi fólki oft á óvart hversu
fyndið leikritið sé þrátt fyrir alvar-
leika viðfangsefnisins en einmitt það
gefi góða mynd af Rachel.
Cindy og Craig Corrie segja sam-
bandið við leikkonurnar byggjast á
sambandi þeirra við Rachel. „Vissu-
lega tengjumst við leikkonunum til-
finningaböndum vegna sambands
okkar við Rachel. Fáir utan fjöl-
skyldunnar hafa náð slíkum
tengslum við sögu Rachel því leik-
konurnar hafa að vissu leyti lifað
sögu hennar,“ segir Cindy.
„Í Brussel hittum við leikkonuna
fyrst að lokinni sýningu og þá féll-
umst við í faðma, hún hélt utan um
mig og skalf í rúma mínútu,“ segir
Craig hlæjandi og bætir við að það
sé langur tími fyrir Bandaríkjamenn
sem séu óvanir mikilli snertingu við
ókunnuga.
Tækifærin felast líka í harmleikjum
Morgunblaðið/Golli
Á ferð Corrie-hjónin hafa ferðast um víða til að sjá leikritið um dóttur sína en þau eru líka vinsælir fyrirlesarar.
Ég man hvað sársauk-
inn var hræðilegur og
ég er fegin að finna
hann ekki lengur.
Cindy og Craig Corrie
eru nú stödd hér á landi
til að sjá íslenska upp-
færslu leikritsins Ég heiti
Rachel Corrie sem fjallar
um líf dóttur þeirra sem
lést voveiflega fyrir sex ár-
um á Gazasvæðinu.
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Ef þú flytur í nýtt samfélag þáskaltu endilega ganga í kvenfélagþví þá kynnist þú strax fólki á öll-um aldri og af breiðum þjóð-
félagsgrunni. Það er öllum konum ætíð vel-
komið að ganga í kvenfélag,“ segir Hildur
Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Kven-
félagasambands Íslands. Sambandið ýtti í
gær úr vör, ásamt Félagi héraðsskjalavarða
á Íslandi, átaki um söfnun skjala kvenfélaga
um land allt.
Eru kvenfélög með því hvött til að skila
inn til héraðs-, Borgarskjalasafns eða
Kvennasögusafnsins öllum þeim skjölum og
myndum sem ekki eru lengur í daglegri
notkun. Á þetta við um fundargerðarbækur,
basar- og ferðabækur, frásagnir af hús-
mæðraorlofsferðum, jólaskemmtunum og
ljósmyndir, svo dæmi séu tekin.
Elsta kvenfélagið 140 ára
„Þetta á einfaldlega við um allt sem skráð
hefur verið niður,“ segir Hildur Helga.
Kvenfélagasambandið hefur áður hvatt
kvenfélögin til að skila inn sínum skjölum
og er einhver þeirra nú þegar að finna á
söfnum víðsvegar um landið. Hildur Helga
bendir á að þar geri þau líka meira gagn en
með því að safna ryki þar sem enginn sjái
þau. „Hjá okkur eru engin leyndarmál og
þess vegna er gott að þessi skjöl komist í
notkun.“
Skjalavarslan sé mikilvæg, ekki hvað síst
fyrir það sögulega hlutverk sem í skjölunum
felist. Kvenfélögin nálgist mörg að vera orð-
in aldargömul og það elsta, Kvenfélagið í
Rípurhreppi í Skagafirði, sé nú 140 ára.
Þetta sé því átak til að varðveita sögu kven-
félaga á Íslandi, sem jafnframt sé saga
byggðarlaga og þjóðarinnar.
Kvenfélögin eru þó að hennar sögn á eng-
an hátt föst í fortíðinni. „Þetta er geysilega
mikið starf sem hefur bara farið lágt og
verið átakalítið,“ segir Hildur Helga og
bendir á að upphaf leikskólanna megi rekja
til kvenfélaganna sem og bætt aðstaða við
Þvottalaugarnar. Og þó hlutverk kvenfélag-
anna taki breytingum í takt við tíðarandann
séu þau, líkt og er þau fyrst voru stofnuð,
að huga að því sem betur megi fara í sam-
félaginu.
Bakað betra samfélag
„Það er hins vegar líka margt sem kven-
félögin stóðu fyrir í byrjun sem nú hefur
færst yfir á sveitarfélög og ríki, en engu að
síður taka kvenfélögin vel flest að sér að
hlúa að sínu nærsamfélagi.“
Hún segir mikla virkni í kvenfélögunum,
en í dag eru yfir 200 kvenfélög starfandi á
landinu. Um 6.000 konur eru í þeim félögum
sem falla undir Kvenfélagasamband Íslands.
„Það er mikill fjöldi kvenna virkur í þessu
starfi og verkefnin eru margvísleg. Við höf-
um sagt að kvenfélögin hafi í gegnum tíðina
bakað betra samfélag, enda bakstur og
kökusala oft meðal verkefna. Þau eru hins
vegar langt í frá þau einu og nú leggjum við
til dæmis mikla áherslu á að kvenfélags-
konur taki þátt í þessari uppbyggingu sem
nú á sér stað í íslensku samfélagi eftir hrun-
ið síðastliðið haust.“
„Hjá okkur eru
engin leyndarmál“
Ljósmynd/ Héraðsskjalasafn Árnesinga
Jómfrúin frá Júpíter Þessa atómrevíu setti Kvenfélagið á Selfossi upp á tíu ára afmæli sínu
1958. Þá skyggðust menn, eða öllu heldur konur, inn í framtíðina á Íslandi 1980.
Ljósmynd/ Héraðsskjalasafnið Sauðárkróki
Í Goðdölum Kvenfélagið Ósk í Óslandshlíð á ferð í Goðdölum 1951. Myndin er úr Förukonunni,
bók sem skagfirskar kvenfélagskonur skrá viðburði í og flakkar bókin milli félaganna.
kvenfelag.is
Bandaríska stúlkan Rachel Corrie
var 23 ára þegar hún fór á vegum
International Solidarity Move-
ment til Gaza árið 2003. Þar
dvaldi hún hjá palestínskum fjöl-
skyldum í húsi sem hún svo
reyndi að verja ágangi jarðýtu frá
ísraelska hernum. Rachel lést
þegar ýtan ók yfir hana.
Það er algeng aðferð sjálf-
boðaliða ISM, sem og annarra
slíkra samtaka, að stilla sér upp
fyrir framan vinnuvélar, hermenn
eða á viðkvæmum hernaðar-
svæðum til að reyna að koma í
veg fyrir aðgerðir.
Deilt er um hvernig dauða Rac-
hel bar að. Samkvæmt niður-
stöðu rannsóknar á vegum ísr-
aelska hersins lést Rachel af
slysförum. Ökumaður jarðýtunnar
hefði ekki séð stúlkuna þar sem
hún stóð fyrir framan vinnuvél-
ina.
Sjónarvottar segja þó að Rac-
hel hafi staðið uppi á haug
íklædd neonlituðu vesti svo hún
hafi verið vel sýnileg. Ökumaður
ýtunnar hafi svo ekið tvisvar
sinnum yfir stúlkuna.
Leikritið „Ég heiti Rachel Cor-
rie“ byggist alfarið á dagbókar-
skrifum Rachel auk tölvupóst-
samskipta hennar við foreldrana
meðan hún var á Gaza. Það er
Þóra Karitas Árnadóttir sem leik-
ur Rachel í íslensku uppfærsl-
unni.
Deilt um dauðastund Rachel