Morgunblaðið - 17.04.2009, Side 32

Morgunblaðið - 17.04.2009, Side 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 ✝ Ólafur HelgiKristjánsson, fyrr- verandi skólastjóri Reykjaskóla í Hrúta- firði, fæddist á Þamb- árvöllum í Bitrufirði, Strandasýslu, þann 11. desember 1913. Hann andaðist á Vífils- stöðum 5. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Helgason, bóndi á Þambárvöllum, f. 23. maí 1880, d. 28. janúar 1940, og Ásta Margrét Ólafsdóttir, f. 9. ágúst 1878, d. 29. júní 1962. Bróð- ir Ólafs var Magnús, f. 18. júní 1905, d. 12. ágúst 2001. Uppeldissystir var Halldóra Björnsdóttir, f. 9. nóv- ember 1920, d. 30. desember 2007. Ólafur kvæntist Sólveigu Krist- jánsdóttur, kennara, þann 7. júní 1941. Hún var fædd 27. mars 1918, d. 11. ágúst 2001. Þeirra synir eru: 1) Kristján, lögfræðingur, f. 1943, kvæntur Helgu Snorradóttur. Synir hans og fyrri konu, Bryndísar Guð- mundsdóttur, eru: Ólafur Helgi, f. 1968, og Hrafnkell, f. 1975. Börn Helgu af fyrra hjónabandi eru: Rak- el Ýr, f. 1975, Rebekka Ýr, f. 1979 og Kristófer, f. 1989. 2) Sigurður Páll , Svíþjóð, Noregi og Danmörku á ár- unum 1937-1938 og aftur árið 1967. Námskeið á Englandi 1949, m.a. á vegum British Council. Forfalla- kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík 1937-1938; kennari í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði 1938- 1939; héraðsskólann á Núpi í Dýra- firði 1939-1956 og skólastjóri hér- aðsskólans að Reykjum í Hrútafirði frá 1956 til ársins 1981 er hann lét af störfum og bjó eftir það í Kópavogi. Félagsstörf Ólafs voru margvísleg. Hann var gjaldkeri Ungmenna- sambands Vestfjarða 1944-1956; hreppsnefndarmaður Mýrarhreppi í Dýrafirði 1950-1956 og hreppstjóri sama hrepps 1954-1956. Formaður Ungmennasambands Vestur Hún- vetninga 1960-1962, í sýslunefnd V- Hún. 1958-1978. Í sóknarnefnd Stað- arsóknar, Hrútafirði, 1978-1981. Í stjórn byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna 1964-1981. Formað- ur þjóðhátíðarnefndar V.-Hún. 1974. Í fræðsluráði Nl. vestra 1975-1982. Ólafur var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að mennta- og félagsmálum. Útför Ólafs fer fram frá Digra- neskirkju í Kópavogi í dag, föstu- daginn 17. apríl 2009, og hefst hún kl. 15. Meira: mbl.is/minningar kennari, f. 1945, kvæntur Guðjónu Benediktsdóttur. Þeirra börn eru: Sól- veig, f. 1965, Hrafn- hildur, f. 1968, Berg- lind, f. 1975 og Kristján, f. 1979. 3) Þórður, f. 1948, sér- fræðingur hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum í Washington, D.C, kvæntur Láru Alex- andersdóttur. Þeirra börn eru: Gígja, f. 1973; Orri, f. 1975 og Silja, f. 1982. 4) Ástmar Einar, f. 1956, tónlistarkennari í Perth, Skot- landi, kvæntur Helen Anne Ólafsson. Þeirra börn eru: Magnús Eric, f. 1990 og Anna Elizabeth, f. 1993. Auk þess ólst upp á heimili þeirra Ólafs og Sól- veigar frá 9 ára aldri Hulda Frið- þjófsdóttir, sjúkraliði, f. 1943, gift Gunnari Friðrikssyni. Þeirra börn eru: Kristín Ólöf, f. 1966 og Gerður Sif, f. 1971. Ólafur var nemandi héraðsskólans að Reykjum í Hrútafirði fyrstu tvö starfsár hans, 1931-1932. Tók kenn- arapróf frá Kennaraskóla Íslands 1936. Var þingritari og heimiliskenn- ari með kennaranáminu 1932-1936. Sótti ýmis námskeið fyrir kennara í Það er óhætt að segja að afi hafi munað tímana tvenna. Hann fæddist á öndverðri 20. öld norður í Bitrufirði á Ströndum og lést tæplega einni öld síðar. Það eru ekki allir sem fá að lifa svo lengi og upplifa svo miklar breyt- ingar. Afi og amma voru samhent og bættu hvort annað upp. Við kölluðum þau alltaf afa og ömmu í Reykjó, líka eftir að þau fluttu suður. Þau báru það með sér að vera sveitafólk, Vest- firðingar á mölinni. Amma átti alltaf fulla frystikistu af kökum og kruðiríi eins og það væri yfirvofandi hráefn- isskortur í landinu. Afi hafði það hlut- verk að sjá til þess að það væri tiltækt Egils appelsínulímonaði í litla ís- skápnum þegar barnabörnin kæmu í heimsókn. Það vafðist þó stundum fyrir honum, því oftar en ekki keypti hann sykurlaust appelsín með græna miðanum í stað þess venjulega með þeim bláa. Við fengum því okkar skammt af sykurlausu appelsíni! Afi var víðlesinn og fróður. Hann kunni ótal kvæði og sögur sem hann hafði á hraðbergi og sagði frá með dramatískum hætti á sínu Stranda- lingói þar sem menn segja habbdi, saggdi og vóru! Yfirleitt voru þetta gamansögur en afi hafði ríka kímni- gáfu þó svo hann hafi kannski ekki oft sýnt á sér þá hlið í fjölmenni. Afi gerði samt yfirleitt mest grín að sjálfum sér. Hann var oftar en ekki stjarnan við eldhúsborðið og enginn hló meira en amma. Hún hefði sennilega keypt miða ef afi væri með gamanleik! Afi átti líka töff bíl, brúnan Citroën sem hann keyrði líklegast of lengi því ekki var sjónin upp á sitt besta. Það má eiginlega segja að hann hafi sætt birtuskilyrðum að koma sér á milli staða. Einu sinni eftir heimsókn á Sævanginn settist afi í aftursætið í stað bílstjórasætisins, tilbúinn að leggja í hann og var að leita að stýr- inu! Afi og amma voru skólafólk af lífi og sál. Þeim þótti vænt um Reykja- skóla og minntust oft gamalla nem- enda með hlýju. Okkur kom það alltaf jafn mikið á óvart að afi hefði verið mjög strangur sem skólastjóri því hann var ljúfur sem lamb við okkur barnabörnin. En víst hefur þurft að halda uppi miklum aga í heimavist- arskóla með fjörugum ungmennum. Það dimmdi nokkuð yfir lífi afa síð- ustu árin, í fleiri en einum skilningi. Hann missti mikið þegar amma dó og þar að auki hrakaði sjón hans þannig að hann varð alblindur. Þar fyrir utan heyrði hann fremur illa. En hugurinn var skýr, hann hlustaði mikið á útvarp og hljóðbækur, fylgdist með þjóðlíf- inu og hafði á því skoðanir sem endra- nær. Lífið var fábreytt en hann tók því af æðruleysi og karlmennsku. Hann var alltaf mjög elskulegur við okkur systkinin sem og barnabarna- börnin og áhugasamur um hvað við hefðum fyrir stafni. Við systkinin erum þakklát fyrir að hafa átt afa og ömmu í Reykjó. Við minnumst með virðingu þeirra um- hyggju, reglusemi, hógværðar, nægjusemi, hugsjóna og starfa. Gígja, Orri og Silja. Nú þegar Ólafur H. Kristjásson er horfinn okkur langar mig að deila með öðrum fáeinum minningabrotum um góð kynni og verður þó margt að vera ósagt. Við hittumst fyrst þegar ég steig út úr Norðurleiðarútunni í miðjum nóvember, mánuði eftir að skóli hófst 1963. Mér var tekið af ein- stökum velvilja og umhyggju af skóla- stjórahjónunum. Ætlunin var að vera þar einn vetur en síðan annan í viðbót og svo einn og einn og þeir urðu nokk- uð margir. Það eitt ætti að vera til marks um hvernig mér féll vistin. Eftir farsæla skólastjórn í aldar- fjórðung fluttu þau hjón, Ólafur og Sólveig, í Kópavog og þá tók hann sér fyrir hendur að rita 50 ára sögu hér- aðsskólans. Þar var hann á heimavelli því að hann hafði sjálfur verið nem- andi þar fyrstu tvö árin sem skólinn starfaði við aðstæður ólíkar þeim sem síðar urðu. Má nefna að nemendur sváfu í skólastofum og urðu að taka upp rúmin áður en kennsla hófst á morgnana. Sjálfur batt hann inn nokkur eintök af bókinni og eru það sannir dýrgripir vegna handbragðs- ins en bókband var nokkuð sem hann rifjaði upp eftir að hann lét af störf- um. Í hugskoti geymist, eins og perla á festi minninganna, ferð sem hann bauð okkur í um 1970 á heimaslóðir sínar að Þambárvöllum í Bitrufirði. Við fórum úr bílnum uppi á Stikuhálsi og klöngruðumst þaðan niður í fjöru eftir leiðsögn Ólafs sem þekkti þar hvern stein, ef ekki hvert strá. Þar gengum við á reka og það var sem Ólafur upplifði æskudaga við að bjarga rekatrjám í flæðarmáli undan sjó. Síðan nutum við gestrisni og hlýju húsráðenda, Magnúsar bróður Ólafs og Magdalenu konu hans. Ógleymanlegt mér og þakkarvert var þegar Ólafur braust á sjálfan jóla- dag til Hvammstanga í foráttuveðri til að sækja lyf handa sjúku barni mínu en mér var sjálfum ófært. Það leiðir hugann að því hve stopular hvíldarstundir skólastjórans voru. Aðstaðan var þannig að skrifstofa skólastjóra var jafnframt kennara- stofa, bókasafn skólans og bréfhirð- ing. Þetta síðasta var mjög bindandi. Taka þurfti á móti pósti fjórum sinn- um í viku á ýmsum tímum á veturna. Umfangið hefur verið eins og í litlu þorpi þar sem nemendur voru allt að 130, jafnvel fleiri. Þetta þykja eflaust hversdagsleg viðfangsefni en stærri mál sem tóku upp tíma hans voru efling og vöxtur staðarins sem menntaseturs. Þar má nefna byggingu íþróttahúss, heima- vistarhúss og nýs skólahúss sem hon- um auðnaðist að sjá rísa. Enn eitt mál, sem Ólafi var hugleikið, var stofnun byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna. Þar sá hann góða möguleika til fræðslu um sögu og samfélagsfræði sem síðar urðu drjúg- ur þáttur í skólabúðastarfsemi í Reykjaskóla. Auk kennslu og stjórn- unar skólans hafa byggingamál tekið mikinn tíma og er nokkuð sem ekki gerist af sjálfu sér. Þar við bætast önnur störf í þágu samfélagsins svo sem í sýslunefnd og fræðsluráði. Þá ber að þakka honum frábær störf í þágu Reykjaskóla og nemenda hans. Við Guðrún erum þakklát þeim Ólafi og Sólveigu fyrir samfylgdina og einlæga vináttu alla tíð. Við sendum sonum þeirra og Huldu innilegar samúðarkveðjur. Bjarni Aðalsteinsson. Mikinn hluta síðustu aldar gegndu héraðsskólar landsins veigamiklu hlutverki sem menningarmiðstöðvar í hinum dreifðu byggðum. Með tilkomu þeirra opnaðist loks leið fyrir ung- menni sveitanna til að afla sér stað- góðrar undirstöðumenntunar sem nýttist þeim jafnt til góðra verka í heimahögum sem og sem grundvöllur til æðri menntunar á fjarlægari slóð- um. Menningarlegt framlag þessara skóla var því afar mikilvægt og mun seint fullmetið. Einn þeirra manna sem lengi og dyggilega störfuðu á vettvangi hér- aðsskólanna var Ólafur H. Kristjáns- son sem nú að lokinni jarðvist er kvaddur hinstu kveðju. Hann kenndi vel og lengi við Núpsskóla í Dýrafirði og stóð síðan vaktina um áratugi sem skólastjóri við Reykjaskóla í Hrúta- firði við mikinn og góðan orðstír. Með því að við Ólafur gegndum samtímis störfum við hliðstæðar stofnanir um árabil lágu leiðir okkar saman við fjöl- mörg tækifæri og tókust þá með okk- ur mikil og góð kynni. Er skemmst frá því að segja að öll þau kynni voru skemmtileg, lærdómsrík og dýrmæt. Ólafur var einstaklega heilsteyptur og vandaður drengskaparmaður sem í einu og öllu lagði sig fram um að vanda verk sín og láta gott af sér leiða sem og þau hjón bæði, hann og hin ágæta eiginkona hans, Solveig Krist- jánsdóttir. Nú við leiðarlok viljum við, fjölskylda mín og ég, minnast með þakklæti margra samverustunda með Ólafi og þá ekki síst skemmtilegra heimsókna til þeirra hjóna í Reykja- skóla, þar sem við áttum ætíð traust- um og góðum vinum að mæta. Fyrir þessi dýrmætu kynni þökkum við af alhug á kveðjustund og flytjum af- komendum og vandafólki öllu einlæg- ar samúðarkveðjur. Jón R. Hjálmarsson. Ólafur Helgi Kristjánsson  Fleiri minningargreinar um Ólaf Helga Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir var fædd 31. mars 1914 í Tungukoti í Kirkju- hvammshreppi í V- Húnavatnssýslu. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund 5. apríl 2009. Foreldrar hennar voru Ósk Bjarnadótt- ir, fædd á Harastöð- um, Breiðabólstað- arsókn, V-Hún., f. 7.11. 1875, d. 21.4. 1959 og Jón Krist- ófersson, fæddur í Tjarnarsókn, V-Hún., f. 27.2. 1876, d. 1948. Systkini Ingibjargar voru: Ágúst, f. 19.8. 1904, d. 1989, Krist- inn, f. 1.2. 1908, d. 1998 og Hólm- 28.1. 1970. Sonur þeirra er Guð- mann Sigurbjörnsson, f. 30.9. 1947. Hann á 3 börn. Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sínum í Tungukoti og síðar að Garðsvík á Vatnsnesi. Síðan fluttist hún að Svalbarði og þaðan til Reykjavíkur 1949. Ingibjörg var við nám við Hús- mæðraskólann á Blönduósi vet- urinn 1935-1936. Einnig var hún nemandi við Reykjaskóla í Hrúta- firði og síðan starfsmaður skólans í einn vetur. Ingibjörg vann fulla vinnu ásamt húsmóðurstörfum og barnauppeldi. Hún starfaði m.a. í áratugi á næt- urvöktum á Kleppsspítala. Barnabörn Ingibjargar eru 14, langömmubörnin 22 og langalang- ömmubarnið er eitt Útför Ingibjargar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin kl 15. fríður Guðný, f. 5.6. 1918 d. 1920. Ingibjörg giftist Jóni Bekk Ágústssyni, f. 12.1. 1903 í Norður- Múlasýslu, d. 30.7. 1990. Börn þeirra eru: 1) Jónína Ósk, f. 21.2. 1946, d. 25.2. 2009. Börn hennar eru 4. 2) Rósa, f. 9.8. 1949. Börn hennar eru 3. 3) Hólmfríður Guðný, f. 18.9. 1954. Hennar börn eru 4. 4) Dreng- ur Jónsson, f. 1. 11. 1959, d. 10.2. 1960. Unnusti Ingi- bjargar var Sigurbjörn Guðmann Guðmundsson, f. 10.12. 1905 á Kol- þernumýri í Vesturhópi í V-Hún., d. Sunnudagsmorguninn 5. apríl sl. lést móðir mín, aðeins fjórum dögum eftir 95 ára afmælið sitt. Lífsganga þín var oft erfið en aldrei var gefist upp, alltaf haldið áfram og gert gott úr öllu. Oftast vannst þú myrkranna á milli til að sjá fyrir fjölskyldunni og koma upp framtíðarheimili fyrir okk- ur. Valdir þú þann kost að vinna á næturvöktum á Kleppsspítala svo þú gætir verið til staðar á heimilinu fyrir okkur krakkana á daginn. Flest kvöld fórst þú til að skúra í skólanum og á hinum ýmsu stöðum. Oftast tókstu þá eitthvert okkar systkinanna með. Það voru forréttindi okkar krakk- anna að alast upp í Litlu Grund (þar sem Langholtsskóli er núna). Erfitt er að hugsa sér hvernig umhorfs var þá, langt á milli húsa, nánast eins og í sveit. Oft var mjög gestkvæmt hjá okkur í litla húsinu og algengt að hafa flatsæng á eldhúsgólfinu fyrir nætur- gesti. Árið 1960 fluttum við svo í nýju íbúðina okkar í Álfheimum, þá var nú heldur rýmra um fjölskylduna. Hverfið byggðist ótrúlega hratt upp og allt í einu var þetta ekki sveit leng- ur heldur iðandi mannlíf allt í kring- um okkur. En lífið var ekki alltaf tómt basl, flest sumur var okkur krökkun- um troðið í bílinn og þið pabbi keyrð- uð með hópinn á heimaslóðir þínar á Norðurlandinu. Oftar en ekki var frændi með í för, það er ekki hægt að minnast þessara ára án frænda svo samrýmd sem þið systkinin voruð. Seinna áttir þú eftir að fara í lengri ferðalög. Tvisvar sinnum til Lúxem- borgar að heimsækja Manna og hans fjölskyldu. Heimsóttir Ara sonarson þinn í París komst í Versali og Notre Dame-kirkjuna. Til Þýskalands og víðar. Þó þú hafir þurft aðstoð við daglegar athafnir síðustu ár var hug- urinn hjá þínu fólki. Fylgdist með hvar allir voru staddir og gast miðlað fréttum innan fjölskyldunnar. Í mars síðastliðnum stóðst þú frammi fyrir því í annað skiptið að fylgja barni þínu til grafar. Eftir það fundum við að hvíldin var þér kær- komin. Síðustu 2 árin hefur þú búið á dvalarheimilinu Grund. Mig langar að þakka öllu því góða fólki sem hefur annast þig af mikilli elsku og fórnfýsi. Það sást best í veikindum þínum síð- ustu daga hvað þú varst vel liðin og öllum þótti vænt um þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hvíldu í friði, elsku mamma. Þín Rósa. Elsku amma mín. Ein af mínum fyrstu minningum um þig er sú að þú bjóst hjá okkur í litlu íbúðinni í kjallaranum á Lang- holtsveginum. Við Inga systir vorum uppi þegar við allt í einu fundum lykt- ina af pönnukökunum þínum. Inga sagði: „Amma er að baka“ og rauk af stað niður tröppurnar og ég með. Ég man að við komum inn til þín með mikla matarlyst og vildum endilega byrja strax að smakka. Þú sagðir okk- ur nú samt að bíða á meðan þú klár- aðir og sagðir okkur sögu á meðan. Ég man ekki hvernig pönnukökurnar smökkuðust en ég geri ráð fyrir að þær hafi smakkast eins vel og æv- inlega. Eftir þetta urðu pönnukök- urnar ansi margar og borðaði ég þær ávallt með bestu lyst. Alltaf hefur verið mjög stutt á milli okkar og höfum við því eytt drjúgum tíma saman og gert ýmislegt. Þú varst alltaf rosalega dugleg og gerðir allt á þínum hraða, að ferðast með strætó eða labbandi var nú ekki mikið mál enda ekki þinn háttur að biðja um aðstoð. Varst alltaf gífurlega drífandi og dugleg. Ég man varla eftir þér öðruvísi en að þú hefðir alltaf eitthvað fyrir stafni og þú virtist hafa nóg að gera. Varst dugleg að flakka um og útrétta, auðvitað í strætó eða labb- andi. Mér er það mjög minnisstætt þeg- ar við tókum strætó saman og þú styttir alltaf biðina með því að telja alla bílana sem keyrðu framhjá, ég í aðra áttina, þú í hina. Þú hafðir þetta rólyndisyfirbragð og æstir þig aldrei neitt, hafðir mjög gott lag á að halda manni við efnið og halda mér þolin- móðum og rólegum. Í dag er ég enn, að ég tel, frekar rólegur og þolinmóð- ur og held ég að það sé ekki síst þér að þakka. Þú kenndir mér einfaldlega að hlutirnir koma þegar þeir koma og það þýðir ekkert stress. Þegar ég var í heimsókn hjá þér og leiddist eitthvað eða var eitthvað ön- ugur var alltaf einfalt að labba niður í Glæsibæ eða taka strætó í bæinn. Stundum tókum við tvistinn heiman frá þér alveg niður á endastöð úti á Granda. Þar fór bílstjórinn í kaffi og Ingibjörg Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.