Morgunblaðið - 17.04.2009, Síða 10

Morgunblaðið - 17.04.2009, Síða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 Katrín Jakobsdóttir mennta-málaráðherra sýndi lofsverða hreinskilni þegar hún lýsti því yfir á kosningafundi að lækka yrði laun rík- isstarfsmanna til að loka gatinu í rík- isfjármálum – auk þess að hækka skatta.     Áhugi Vinstrigrænna á skattahækkunum hefur ekki farið á milli mála. Reynd- ar bólar ekkert enn á útreikn- ingum á því hvernig þeir ætla að afla tekna með skattahækkunum án þess að skerða ráðstöfunartekjur fólks með með- altekjur.     Hins vegar hefur gengið verr að fáVG til að útskýra hvar eigi að skera niður í ríkisrekstrinum. Nú er komið eitt handfast svar. Flokkurinn vill frekar lækka laun opinberra starfsmanna en fækka þeim.     Þetta er skiljanleg afstaða út fráþví sjónarmiði að VG vilji við- halda sem mestu af þeirri þjónustu, sem hið opinbera veitir, en samt spara peninga. Með launalækkunum er komizt hjá því að segja upp fólki og það heldur vinnunni sinni.     Aðgerð eins og þessa getur ríkiðleyft sér þegar atvinnuástandið er slæmt. Sambærileg launalækkun hefur þegar verið framkvæmd hjá flestum einkareknum fyrirtækjum í landinu. Hins vegar verður VG að átta sig á því að allar launalækkanir koma niður á tekjum ríkissjóðs af launasköttum.     Sennilega er meira að segja Ög-mundur Jónasson, formaður BSRB, spenntur fyrir þessari sparn- aðarhugmynd. Að minnsta kosti hef- ur hann ekki ráðizt á mennta- málaráðherrann fyrir hana, sem einhverjir hefðu þó kannski búizt við. Katrín Jakobsdóttir Eitt handfast svar Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 8 skýjað Lúxemborg 10 skúrir Algarve 18 léttskýjað Bolungarvík 4 skýjað Brussel 13 skúrir Madríd 11 léttskýjað Akureyri 10 léttskýjað Dublin 10 skúrir Barcelona 16 léttskýjað Egilsstaðir 10 heiðskírt Glasgow 13 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað London 13 léttskýjað Róm 20 léttskýjað Nuuk -6 snjókoma París 14 skýjað Aþena 19 léttskýjað Þórshöfn 7 heiðskírt Amsterdam 16 heiðskírt Winnipeg 11 skúrir Ósló 7 skúrir Hamborg 20 heiðskírt Montreal 11 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt New York 12 heiðskírt Stokkhólmur 7 heiðskírt Vín 23 skýjað Chicago 14 heiðskírt Helsinki 2 heiðskírt Moskva 1 alskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 17. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.39 1,5 11.44 2,6 17.41 1,5 5:48 21:08 ÍSAFJÖRÐUR 0.57 1,6 7.38 0,7 13.28 1,3 19.20 0,7 5:43 21:23 SIGLUFJÖRÐUR 3.11 1,1 9.48 0,5 16.02 0,9 21.43 0,6 5:26 21:06 DJÚPIVOGUR 2.34 0,9 8.16 1,4 14.26 0,8 21.08 1,5 5:15 20:40 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag Suðaustan 5-10 m/s, dálítil rigning eða súld suðaustan til og einnig um landið suðvest- anvert síðdegis, en annars úr- komulaust. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á sunnudag Suðaustan 5-13 m/s, hvassast og rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið, en annars þurrt. Hiti 5 til 10 stig. Á mánudag og þriðjudag Suðlæg átt, allhvöss á köflum og vætusamt, en þurrt að kalla norðaustan til. Fremur milt í veðri. Á miðvikudag Útlit fyrir austlæga átt með úr- komu um allt land og heldur kólnandi veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg austlæg átt og skýjað með köflum SV-til en annars bjartviðri eða léttskýjað. Hiti á bilinu 3 til 10 stig yfir daginn. Erlend skip sem stunda karfa- veiðar á Reykjaneshrygg eiga talsverð viðskipti í Reykjavík og Hafnarfirði. Fimm rússnesk skip hafa verið í Hafnarfirði frá því í október og lágmarksáhöfn ver- ið um borð. Nóg pláss er í höfninni og hafa þau því ekki tekið pláss frá öðrum. Tvö skip bættust við í vikunni, meðal annars til að taka veiðarfæri, en einnig taka skipin olíu og kost hér á landi. Talsverð við- skipti fylgja því skipunum og hugsanlega landa skipin einnig afla sínum í Hafnarfirði í sumar. Eitt skipanna lét úr höfn í Hafn- arfirði í gær. Sömu sögu er að segja frá Reykjavík, en þangað hafa und- anfarin ár komið nokkur erlend karfaskip um þetta leyti árs og þá ekki aðeins rússnesk. Útgerð- irnar kaupa hér ýmsa þjónustu, en einnig hafa japönsk túnfisk- veiðiskip árlega keypt olíu og vistir í Reykjavík. Talsverð viðskipti við erlendu skipin FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is FYRSTU úthafskarfaskipin birtust á Reykjaneshrygg fyrir nokkrum dögum og þegar Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug á þriðjudagskvöld voru fimm skip komin á miðin, tveir Spánverjar, tveir Portúgalir og einn Rússi. Halldór Nellett, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land- helgisgæslunnar, sagði í gær að öll skipin hefðu verið löglegum megin við landhelgislínuna, en nokkur þeirra þó í línudansi rétt utan við. Hann sagði að lítið hefði frést af aflabrögðum, en búast mætti við að skipunum fjölgaði verulega á næst- unni. Engin íslensk skip eru byrjuð veiðar á úthafskarfa, en ætla má að þær byrji um miðjan maímánuð. Ís- lendingar eiga rúmlega 20 þúsund kvóta og má nefna að HB Grandi á samtals um 6.600 tonn. Meira en þreföld ráðgjöf Á samráðsfundi fulltrúa Íslands, Færeyja, Grænlands, Evrópusam- bandsins, Noregs og Rússlands um stjórn veiða á karfa á Reykjanes- hrygg í febrúarmánuði varð nið- urstaðan sú að aflamagn og fyr- irkomulag veiðanna í ár yrði að mestu óbreytt frá síðasta ári. Af- staða Íslands á fundinum var sem fyrr sú að draga úr sókn í karfa á Reykjaneshrygg enda hefur verið veitt umtalsvert umfram vís- indaráðgjöf á undanförnum árum. Ekki náðist samstaða um slíkt á fundinum og sætti Ísland sig við þessa niðurstöðu í ljósi þess að ella hefði engin stjórn orðið á veiðunum, segir í frétt sem sjávarútvegsráðu- neytið sendi frá sér að fundinum loknum. Ráðgjöf fiskifræðinga er að leyfa veiðar á alls um 20 þúsund tonnum af djúpkarfa. Veiðiríkin hafa hins vegar úthlutað sér meira en þreföldu því magni. Innan Alþjóða hafrannsóknaráðs- ins, ICES, hefur undanfarin ár ver- ið unnið að endurskoðun á stofn- gerð karfa á Reykjaneshrygg. Vísindamenn Hafró hafa lengi talið að núverandi stjórnun endurspegli ekki líffræðilegar stofneiningar. Í byrjun mars kynnti sérfræð- inganefnd á vegum ICES síðan ráð- gjöf sína og er vonast er til að þessi ráðgjöf leiði til þess að hægt verði að koma betri stjórn á veiðar næsta árs. Karfaskipin í línudansi         !"      !   " # $      % "  "$  "  #    Talsvert veitt um- fram ráðgjöf fiski- fræðinga síðustu ár Í HNOTSKURN »Sérfræðinganefnd komstað þeirri niðurstöðu að djúpkarfi við Ísland auk Grænlandshafs og nærliggj- andi hafsvæða væru þrír líf- fræðilega aðgreindir stofnar. »Ákvörðun um svæða-stjórnun á næsta ári bygg- ir á því að veiðar á karfa í Norðaustur-Grænlandshafi eru að mestu á meira en 500 m dýpi en veiðar í Suðvestur- Grænlandshafi að mestu á minna en 500 m dýpi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.