Morgunblaðið - 17.04.2009, Side 9

Morgunblaðið - 17.04.2009, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „FYRIRKOMULAG útboðsins var þannig að það voru boðnir út staðir, heimili eða vinnustaðir, með búsetu og starfsemi árið um kring utan markaðssvæða,“ segir Ottó V. Wint- her hjá Fjarskiptasjóði. Með þessum orðum útskýrir hann afmörkun út- boðs fjarskiptasjóðs í tengslum við verkefnið háhraðanettengingar til allra landsmanna. Síminn hefur hafið undirbúning að því að tengja þá u.þ.b. 1.800 staði á landinu sem skv. upplýsingum sjóðsins eru enn án há- hraðanettenginga og er verkefnið styrkt með 606 milljóna framlagi úr Fjarskiptasjóði. Upplýsingar fyrir íbúana og endursöluaðila þjónust- unnar eru í vinnslu og verða birtar innan skamms. „Þeim, sem gerðu tilboð í verk- efnið, var frjálst að nota hvaða tækni sem er til að tengja þessa staði, svo framarlega sem tæknin uppfyllti hraða- og gæðakröfur,“ segir Ottó. Eitthvað er um það að þeir bæir sem falla undir verkefnið nái ekki góðum sjónvarpsútsendingum, en Ottó seg- ir að í þessu verkefni sé ekki gerð krafa um sjónvarpsþjónustu. Útboð fjarskiptasjóðs hafi fyrst og fremst snúist um háhraðanettengingu, þ.e. sítengda internetþjónustu. Stafræn- ar útsendingar á dagskrám RÚV yf- ir gervihnött um landið allt og miðin hófust í apríl 2007 fyrir tilstuðlan Fjarskiptasjóðs. Sú þjónusta stend- ur öllum til boða. Margs konar tækni önnur er möguleg til að dreifa staf- rænu sjónvarpi, t.a.m. ADSL, ör- bylgja og ljósleiðari. Ljósleiðari til allra heimila landsins kostar 30-40 milljarða skv. lauslegri könnun sem gerð var í tengslum við gildandi fjar- skiptaáætlun. Ottó bendir á að lang- flestir bæir hafi nú þegar aðgang að stafrænu sjónvarpi, m.a. yfir ör- bylgju, ADSL eða gervihnött þó að úrval stöðva sé mismunandi. Í útboðinu var gerð lágmarkskrafa um 2 megabita flutningsgetu á alla staði. Stafrænt sjónvarp gerir mikl- ar kröfur til gagnaflutningsneta og þar með talið flutningsgetu. Þetta segir Ottó þýða það að ef Síminn ætlar að nota ADSL ein- hvers staðar til að uppfylla kröfur verkefnisins þá sé e.t.v. kominn tæknilegur möguleiki fyrir Símann til að bæta sinni eigin sjónvarpsþjón- ustu ofan á. Fjarlægð frá sendi ræður Að sögn Ottós mun Síminn byggja upp þjónustuna að mestu með þriðju kynslóðar farsímatækni. „Aðrir stað- ir verða leystir með ADSL og innan við 10% staða verða tengdir með wifi eða gervihnattasambandi þar sem óhagkvæmt er að tengja þá með öðr- um hætti. En í öllu falli er ljóst að 2 megabit munu standa öllum not- endum til boða þó að Síminn muni væntanlega einnig bjóða afkasta- minni og hagkvæmari áskriftarleiðir. Tækni og fjarlægð frá sendi ræður því m.a. hvort meira en 2 megabit verða í boði á einstaka stað en öll verð til neytenda verða sambærileg við verð í þéttbýli fyrir sambærilega þjónustu hverju sinni,“ segir Ottó. Nota það mesta og besta Miðað við þá tækni sem nú er not- uð í heiminum fullyrðir hann að Ís- lendingar noti það besta sem til er miðað við landfræðilegar aðstæður. „Þessi tækni mun þróast áfram og afköstin munu aukast í kerfinu. Þjónustan á þeim bæjum sem ríkið styrkir mun haldast alveg í hendur við það sem Síminn mun bjóða á al- mennum markaði.“ Fjarskiptaáætlun er nú í endur- skoðun og þar með markmið um bætta sjónvarpsþjónustu. „Í fjar- skiptaáætlun eru markmið um að skipta úr hliðrænu sjónvarpi yfir í stafrænt og tryggja að allir lands- menn eigi kost á stafrænu sjónvarpi. Íbúum viðkomandi bæja verður sent bréf þegar styttist í gangsetn- ingu á þeirra svæði og þeim boðin þjónustan. Heildarverktíminn er áætlaður 18 mánuðir. Íbúar geta val- ið að tengjast strax eða einhvern tímann seinna allt til ársins 2014. Í yfirstandandi endurskoðun fjar- skiptaáætlunar verða öll markmið tekin upp, metið hvað hefur áunnist og rætt verður við hagsmunaaðila og málin skoðuð í heild,“ segir Ottó og bendir á að stafrænar útsendingar RÚV náist nú þegar m.a. í gegnum gervihnött um land allt með örfáum undantekningum. Viðmiðið er tvö megabit  Háhraðanet til allra landsmanna í vinnslu  1.800 staðir á landinu enn án teng- ingar  Margvísleg tækni verður notuð til að koma öllum í samband Morgunblaðið/Frikki Í vinnslu Um 1.800 staðir á landinu eru enn án háhraðanettengingar. Í HNOTSKURN »Síminn hefur hafið undir-búning að því að tengja þá u.þ.b. 1.800 staði á landinu sem eru enn án háhraðanet- tenginga. »Verkefnið er styrkt með606 milljóna framlagi úr Fjarskiptasjóði. »Upplýsingar fyrir íbúanaog endursöluaðila þjónust- unnar eru í vinnslu og verða birtar innan skamms. »Fjarskiptaáætlun er nú íendurskoðun. STARFSMENN Suðurverks hafa unnið allan sólarhringinn alla daga ársins við undirbúning Landeyja- hafnar. Verkið er á áætlun, sam- kvæmt upplýsingum Dofra Ey- steinssonar framkvæmdastjóra. Sprengingum í námu á Selja- landsheiði, flokkun grjótsins og flutningi niður að Markarfljóti lýk- ur um miðjan maí. Samhliða er unn- ið að lagningu nýs vegar að höfn- inni, meðal annars með smíði brúar á Ála sem hér sést með Heimaey í baksýn. Í kaffitímum má sjá fjölda tækja við kaffiskúrinn. Þegar allt grjótið verður komið í farveg Markarfljóts mun ánni verða veitt austur fyrir hrúgurnar, grjótinu ekið niður sandinn og notað í varn- argarða. Gerð verða göng undir Suðurlandsveg til að trukkarnir þurfi ekki að fara yfir þjóðveg. Þetta er verkefni níutíu starfs- manna Suðurverks næstu mán- uðina og unnið að því af sama krafti og hingað til. helgi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Ferjuhöfn undirbúin Sveitarstjórnir gera kjörskrár Ranghermt var í frétt í blaðinu s.l. miðvikudag, að Hagstofan gæfi út endanlegar kjörskrár vegna kom- andi alþingiskosninga. Hið rétta er að sveitarstjórnir gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna sem Þjóðskrá lætur þeim í té. Á kjörskrá skal taka þá sem uppfylla skilyrði laga um kosningar til Alþingis og skráðir voru með lögheimili í sveit- arfélaginu samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár fjórum vikum fyrir kjör- dag. Æfa hjá Dansdeild ÍR Nafn dansdeildarinnar, sem hið unga samkvæmisdanspar Aníta Lóa Hauksdóttir og Pétur Fannar Gunn- arsson æfa hjá, misritaðist í frétt blaðsins í gær. Hið rétta er að þau æfa hjá Dansdeild ÍR. Föðurnafn misritaðist Föðurnafn Ísleifs Friðrikssonar sem ásamt félögum sínum vinnur að end- uruppbyggingu skíðaskálans í Ólafs- skarði í Jósepsdal misritaðist í grein í blaðinu sl. miðvikudag. Vitnað í ranga lagagrein Í frétt um framboðslista í blaðinu í gær var vitnað í ranga lagagrein um kosningar, þar sem talað var um 31. grein laganna væri ekki nógu skýr. Hið rétta var að þar átti að standa 32. grein. LEIÐRÉTT mbl.is smáauglýsingar Bæjarlind 6 sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Ný sending Frakkar og jakkar str. 36-48 Frakki 18.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.