Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 38
38 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009
Sjáum bara til hvort
ég þroskast ekki 47 »
UM þessar mundir er 250 ára
ártíðar Georges Friderics
Händels minnst víða um heim,
en Händel, sem er eitt þekkt-
asta tónskáld barokktímans,
lést í Lundúnum 14. apríl 1759.
Á sunnudaginn heiðrar Sam-
band evrópskra útvarpsstöðva
minningu Händels og sendir út
frá tónleikum sem haldnir eru
honum til heiðurs víða um
Evrópu. Á Rás 1 hljóma tónleikar frá Þýskalandi,
Belgíu, Bretlandi og Íslandi, en framlag Rík-
isútvarpsins eru tónleikar kammerhópsins Nordic
Affect í Þjóðmenningarhúsinu, sem verða kl. 13 á
sunnudaginn. Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Tónlist
Nordic Affect
heiðrar Händel
Nordic Affect
JAZZTRÍÓIÐ K-tríó heldur
tónleika í kjallara Café Cult-
ura, Hverfisgötu 18, kl. 21 í
kvöld. Á tónleikunum verður
frumflutt nýtt efni. Um miðjan
september tók K-tríó þátt í Yo-
ung Nordic Jazz Comets fyrir
Íslands hönd og stóð uppi sem
sigurvegari. Í framhaldi af
sigrinum gaf tríóið út sinn
fyrsta disk og fór í túr til Norð-
urlanda. Í þessum mánuði var
tríóið svo valið ein af fjórum evrópskum jazz-
sveitum til að spila í EBU, European Jazz Com-
petition, á North Sea Jazz Festival sem verður í
júlí. Meðlimir K-tríó eru: Kristján Martinsson,
Pétur Sigurðsson og Magnús Trygvason Eliassen.
Tónlist
K-tríó á Café
Cultura í kvöld
K-tríó
TÓNLISTARMAÐURINN
Kevin Micka, sem gefur út
undir listamannsnafninu Ani-
mal Hospital, heldur tónleika í
12 Tónum, Skólavörðustíg 15, í
dag. Animal Hospital hefur
gefið út þrjár plötur í fullri
lengd auk þess að hafa átt lög á
fjölmörgum safnplötum. Ani-
mal Hospital spilar lág-
stemmda tilraunatónlist og
heyra má greinileg áhrif frá klassík, raf- og há-
vaðarokki.
Tónleikarnir hefjast kl. 17 og eru allir velkomn-
ir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Nánari
upplýsingar má finna á vefsíðu listamannsins:
www.animalhospitalmusic.com.
Tónlist
Animal Hospital í
12 Tónum í dag
Animal Hospital
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„VIÐ fögnum komu farfuglanna á tónleikunum. Það er
viðeigandi á þessum tíma þegar þeir flykkjast til lands-
ins. Svo erum við erum eiginlega farfuglar sjálfar,“ segir
Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari. Þær Helena Basilova
píanóleikari leika frönsk og japönsk einleiks- og tvíleik-
sverk á Tíbrártónleikum á morgun, laugardag.
„Þessi tónlist er undir áhrifum fuglasöngs og furðu-
fugla,“ bætir hún við. „Nokkur verkanna sækja inn-
blástur í náttúru og önnur í skrýtna karaktera. Þess
vegna er yfirskriftin „Sögur af fuglum og furðufuglum.“
Frönsk og japönsk tónskáld eiga sameiginlegt að sækja
mikið í náttúruna, sérstaklega í verkum fyrir flautu.“
Ekki verður bara boðið upp á tónlist á tónleikunum því
í forsalnum verða sýndar myndir sem nemdur í Kópa-
vogsskóla teiknuðu meðan þeir hlýddu á efnisskrána. Það
kom þannig til að á dögunum þegar Melkorka lék verk
eftir Atla Heimi Sveinsson með Sinfóníuhljómsveitinni
lét vinur hennar, sem kennir börnunum, þau heyra upp-
töku á verkinu og bauð þeim að teikna myndir við.
„Þær myndir voru vægast sagt brútal,“ segir Mel-
korka og hlær, „mikið af draugum og blóði. En krökk-
unum fannst þetta skemmtilegt og ég bauð þeim að
teikna við þessa tónlist líka.“
Melkorka, sem hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir
leik sinn, hefur á síðustu árum leikið með ýmsum tónlist-
arhópum, samhliða því að bæta við sig í námi. Í vetur hef-
ur hún leyst af sem flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Í Amsterdam stofnaði hún Tríó Lurra, ásamt
Helenu Basilovu og Ainou Miranda, sem leikur á bassakl-
arínettu. Þær léku hér á Myrkum músíkdögum í fyrra en
Melkorka segir að nú sé Miranda „skilin út undan.“
„Helena er orðin stjarna í Hollandi – hún er eins konar
„Víkingur Heiðar Hollands“. Það er gert mikið með hana,
enda er hún frábær píanisti og hefur ferðast víða og spil-
að sólómúsík. Hún leikur tvö sólóstykki á tónleikunum,
ég vil brjóta upp það prímadonnuhlutverk flautuleik-
arans, sem vill stundum verða á tónleikum,“ segir Mel-
korka. „Ég er ekki sólistinn hér heldur erum við jafnar í
þessu.“
Eru sjálfar farfuglar
Melkorka Ólafsdóttir og Helena Basilova leika verk undir áhrifum frá fuglasöng
Melkorka segir Basilovu, sem er rísandi stjarna, vera „Víking Heiðar Hollands“
Morgunblaðið/Ómar
Í fuglaheiminum Þær Helena Basilova og Melkorka Ólafsdóttir leika á Tíbrártónleikum á laug-
ardag verk fyrir píanó og flautu sem byggja á náttúrunni og karakterum úr goðafræði.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
GALDRASTAFIR nefnist sýning sem opnuð
verður klukkan 17 í dag í Gallery Turpentine
að Skólavörðustíg 14, 2. hæð. Þar eru sýndar
teikningar og skissur eftir Jón Gunnar Árna-
son myndhöggvara, en verkin eru hluti af hans
síðasta stórvirki, Galdri, sem Jón Gunnar vann
að á vinnustofu sinni á Borgarspítalanum árin
1986 til 1988. Verkið var unnið fyrir torg fyrir
framan sjúkrahúsið. Það hefur ekki enn verið
sett upp en á mánudaginn kemur eru 20 ár frá
andláti Jóns Gunnars.
„Þríforkur er sóltákn hvar sem er í heim-
inum og sóltákn er í öllum galdri.
Ég elska sólina. Hún er guð, hugsunin og líf-
gjafi alls og alls,“ sagði Jón Gunnar í viðtali í
Morgunblaðinu í desember 1988. Þá átti hann
einungis nokkra mánuði ólifaða en var að út-
skýra fyrir blaðamanninum þetta mikla verk,
þar sem þríforkurinn skagar upp í loftið, þrí-
forkurinn sem birtist í ýmsum útgáfum á sýn-
ingunni í Gallery Turpentine.
„Þetta eru skissur að þessum stóra skúlp-
túr,“ segir Þorbjörg dóttir Jóns Gunnars er
hún sýnir blaðamanni verkin og ljósmyndir af
líkani af stóra útiverkinu sem enn hefur ekki
verið reist við sjúkrahúsið. „Hann setti vinnu-
stofu upp á Borgarspítalanum og vann verkið
fyrir spítalann. Það hefur alltaf eitthvað komið
uppá þannig að það hefur aldrei orðið úr því að
lokið yrði við það.“
Galdur, eins og verkið birtist í ljósmyndum
Jóns Gunnars af módelinu, myndar stórt torg
framan við sjúkrahúsið. „Þetta eru galdrastaf-
ir, heilunargaldur,“ segir Þorbjörg. „Verkin
sem við sjáum hér á sýningunni eru öll skissur
og stúdía fyrir þennan skúlptúr.“
Þetta er í fyrsta sinn sem verkin eru sýnd,
síðan Jón Gunnar hélt sjálfur sýningu á þeim á
Borgarspítalanum fyrir sjúklinga og starfs-
menn, skömmu áður en hann lést.
„Öll tvívíð verk eftir hann eru í raun stúdíur
fyrir skúlptúra,“ segir Þorbjörg. „Hann gerði
margar útfærslur áður en ferlinu lauk með
skúlptúr.“
Sveinn Þórhallsson galleristi fékk Helga
Þorgils Friðjónsson myndlistarmann til að
vera sýningarstjóra sýningarinnar, en Jón
Gunnar var eini skúlptúrkennari Helga í MHÍ
á sínum tíma.
„Hann var alltaf með litla skissubók í vas-
anum og var síkrotandi í hana,“ segir Helgi
Þorgils. „Hann sýndi teikningarnar líka á öll-
um tímum og leit á þær sem fullgild verk.“
Galdur listamanns
Skissur og teikningar úr síðasta stóra verki Jóns
Gunnars Árnasonar sýndar í Gallery Turpentine
Morgunblaðið/Einar Falur
Galdraverk Sveinn Þórhallsson galleristi í Gallery Turpentine, Helgi Þorgils Friðjónsson
sýningarstjóri og Þorbjörg Jónsdóttir við eitt galdrastafaverk Jóns Gunnars Árnasonar.
RITHÖFUNDURINN Kurt Vonne-
gut lést árið 2007 en nú undirbýr út-
gefandi hans, Delacorte Press, út-
gáfu 14 áður
óbirtra smásagna
eftir höfundinn
sem frægastur er
fyrir skáldsöguna
Sláturhús fimm.
Nýja bókin,
sem nefnist Look
at the Birdie, á að
koma út í nóv-
ember. Hún er að
sögn The Guardi-
an sett saman af ritstjórunum Nita
Taublib og Kerri Buckley sem hafa
borið saman og samræmt uppköst
að sögunum, sem Vonnegut skildi
eftir sig.
Tulib segir að þetta séu fjórtán
„einstaklega margslungnar stuttar
sögur eftir höfund sem við söknum.“
Hún segir að sögurnar gefi les-
endum góða tilfinningu „fyrir þróun
Vonneguts, sem var einn dáðasti og
frumlegasti rithöfundur Bandaríkj-
anna.“
Í bókinni verða myndskreytingar
eftir Vonnegut sjálfan og formáli
eftir vin hans og yfirlesara, Sidney
Offit.
Gefa út
sagnabrot
Áður óútgefnar sög-
ur Kurts Vonnegut
Kurt Vonnegut
THE BOSTON Symphony-
Orchestra hefur blásið af tónleika-
ferð sem hljómsveitin hafði ráð-
gert um nokkur Evrópulönd á
næsta ári, og þar á meðal tónleika
í París og Vínarborg.
Samkvæmt dagblaðinu The
Boston Globe er ákvörðunin tekin
vegna efnahagsástandsins, en
rekstur sinfóníuhljómsveita, sem
og annarra menningarstofnana
vestanhafs, mun ganga afar illa
um þessar mundir en hljómsveit-
irnar treysta að miklu leyti á
framlög og styrki frá velunnurum
og fyrirtækjum.
Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni
segir að hún muni ekki „fara í
frekari tónleikaferðir þar til efna-
hagslífið hefur náð umtalsverðum
bata.“
Hljómsveitin mun einbeita sér
að tónleikum í Boston, Tanglewo-
od og í New York.
Hætta við
tónleikaferð
Á Tíbrártónleikunum í Salnum á laugardag-
inn klukkan 17, sem þær Melkorka Ólafs-
dóttir flautuleikari og Helena Basilova pí-
anóleikari kalla „Sögur af fuglum og
furðufuglum“, leika þær verk eftir frönsk
og japönsk tónskáld.
Helena flytur tvö einleiksverk, Melkorka
eitt og þá leika þær nokkur saman. Allt eru
þetta verk sem samin voru um og upp úr
aldamótunum 1900. Meðal tónskáldanna
eru Messiaen, Rousell, Yoshimatsu og Take-
mitsu.
„Þetta eru ekki allt verk sem fólk heyrir
hér reglulega. Fyrstu stykkin þekkja flestir
flautuleikarar, en japönsku verkin held ég
að hafi ekki heyrst fyrr á Íslandi. Ég veit
ekki til þess að íslenskur flautuleikari hafi
leikið Stafrænu fuglasvítuna eftir Yoshi-
matsu, sem er stórskemmtilegt stykki,“
segir Melkorka.
Frönsk og japönsk náttúruverk