Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 45
Lokunarpartí „Opið-til eru hræ“ hefst kl. 17 á morgun og er sýn- ingin opin frá kl. 14 til 20 á sunnu- daginn. Kling og Bang er að Hverfisgötu 42. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI PUSH kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ MONSTERS VS... m/ísl. tali kl. 6 - 8 LEYFÐ KNOWING kl. 10 MALL COP kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára DUPLICITY síðasta sýning kl. 8 B.i. 12 ára KILLSHOT kl. 10:20 B.i. 16 ára MONSTERS VS... m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DESPEREAUX m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! FYRSTA DREAMWORKS ANIMATION TEIKNIMYNDIN SEM ER GERÐ SÉRSTAKLEGA FYRIR ÞRÍVÍDD(3D). SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TA LI “MONSTERS VS ALIENS HEFUR ÞETTA ÞVÍ ALLT. SKEMMTILEGA SÖGU, FLOTT ÚTLIT, GÓÐAN HÚMOR OG FERLEGA FLOTT LEIKARAGENGI Í SVO MIKLU STUÐI AÐ ÞETTA GAT EKKI KLIKKAÐ.” - Þ.Þ., DV ....ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR TIL AÐ SEGJA ÞAÐ? ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP OG FORGETTING SARAH MARSHALL Empire Washington post Chicago tribune EIN AF BESTU MYNDUM ALLRA TÍMA SAMKVÆMT IMDB.COM MYND SEM SKILUR EFTIR VARANLEG SPOR Í HUGUM ÁHORFENDA „AFHVERJU GETA BANDARÍKJA- MENN EKKI GERT SVONA MYNDIR LENGUR?“ CNN SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Á SELFOSSI SÝND Á LAUGARDAG SÝND Í KRINGLUNNI SAMbio.is SÝND Í KRINGLUNNI FORSÝNING SPARBÍÓ 550 kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu OG KEFLAVÍK OBSERVE AND REPORT kl. 8 B.i. 16 ára FAST AND FURIOUS kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára ELEGY kl. 10:10 LEYFÐ MONSTERS VS... m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FRANKLIN OG... m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ Á LOKUNINNI á morgun munu eiga sér stað uppákomur annarra listamanna. Meðal þeirra eru dansverk Hreyfiþró- unarsamsteypunnar, tónlist- argjörningur með sirkus-ívafi eftir Lina B. Frank, Dans/ innsetning eftir Sofie Salfelt og Guðrúnu Óskarsdóttur og Sölu/ gjörningur Katrínar I. Hjördís- ardóttur Jónsdóttur og Mar- grétar Áskelsdóttur. „Já, ég er líka með sölugjörn- ing. Ég kallaði vandamál yfir mig í maí 2008, keypti mér bíl á myntkörfuláni sem er nú að éta mig lifandi. Ég ákvað að setja hann á sölu innan sýning- arinnar, þar verður hann að listaverki og öðlast frásögn. Margrét mun klæðist sund- fötum, „60s“-klámmyndatónlist fær að óma og ég verð eins- konar „pimp“. Ég ætla að selja gripinn, en tala samt um hana. Þetta er ákveðin ádeila á sam- félagið,“ segir Katrín um gjörn- ing sinn. Bíll til sölu Í Frozen River, sinni fyrstu mynd, fjallar leikstjórinn og handritshöfund- urinn Courtney Hunt um alþjóðlegt vandamál sem hefur heldur betur auk- ist frá því hún lauk við myndina sína á síðasta ári. Hún tekur til meðferðar af- leiðingar þess að hafa ekki aðgang að fjármagni, um fátækt fólk sem er að reyna að bjarga sér, þrauka af í mis- kunnarlausum heimi þeirra sem ráðskast með höfuðstólinn. Hún segir líka af hörku og óbilgirni glæpamanna sem stunda alþjóðlegt mansal og þrælasölu. Ray (Leo), kona á fimmtugsaldri, býr í hálfónýtum hjalli í New York- ríki, rétt sunnan við landamæri Kan- ada. Hún berst í bökkum með tvö börn á framfæri, er í tveimur störfum og eiginmaðurinn, sem er af indíána- ættum er spilafíkill, horfinn á braut og jólin eru að ganga í garð. Ray ákveður að reyna að hafa uppi á bónda sínum og heldur inn á friðland Mohawk-indíánanna, án árangurs. Þess í stað kynnist hún indíánakonunni Lilu (Upham), og vafasamri atvinnu hennar, að smygla fólki yfir ísilagt Hudson- fljótið yfir til Bandaríkjanna. Neyðin kennir naktri konu að spinna, Ray ger- ist félagi Lilu og allt gengur eins og í sögu lengi vel. Hún hefur nóg á sinni könnu þó hún bæti ekki á sig áhyggjum af kínverskum eða pakistönskum flótta- mönnum sem hún skutlar ólöglega yfir landamærin í skottinu á bílnum sínum. Ray hefur lítinn áhuga á að grennsl- ast fyrir um ástæður þessa ólöglega innflutnings, þar sem allir leggja sig í lífshættu sakir ástandsins á fljótinu, og hætta frelsinu ef upp kemst um flutn- ingana. Stöllurnar hafa lengst af litla samúð með högum fólksins í skottinu. Þegar betur er að gáð eiga Laila og Ray mun meira sameiginlegt með örvingluðum laumufarþegunum en þær gera sér grein fyrir. Líkt og flóttafólkið tilheyra þær bágstöddum í láglaunastétt. Styrkur Frozen River felst í vaxandi skilningi Ray á kjörum fólksins í skott- inu og hversu mjótt er á mununum milli þess og hennar í þjóðfélagsstig- anum. Áhorfendur geta verið þakklátir fyrir að Hunt fékk ekki áheyrn hjá mógúlunum í Hollywood, þá hefðum við sjálfsagt setið uppi með tilfinn- ingavellu, munum að myndin gerist í jólamánuðinum. Þá önglaði Hunt sam- an einni milljón dala, gerði myndina nákvæmlega eftir sínu höfði og lét innihaldið skipta öllu máli. Engu að síður er myndin frábær að allri gerð, tökustaðirnir raunverulegir, leik- ararnir lítt eða ekkert þekktir, sem gerir Frozen River enn trúverðugri. Leo var tilnefnd til Óskarsverð- launanna í vetur og hefði sannarlega verið vel að þeim komin, er ekkert annað en stórkostleg sem hin lífs- reynda Ray sem gefst aldrei upp þó á móti blási. Frozen River er ein besta mynd ársins, frumleg, falleg og grimmúðleg en fyrst og fremst dag- sönn nærskoðun á kjörum þeirra sem bjarga sér á hverju sem gengur, hvað sem það kostar. Þraukað á þunnum ís Bíódagar Græna ljóssins í Háskólabíó Frozen River bbbbm Leikstjóri: Courtney Hunt. Aðalleikarar: Melissa Leo, Misty Upham, Charlie McDermott, James Reilly. 105 mín. Bandaríkin. 2008. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Frozen River „Er ein besta mynd ársins,“ segir m.a. í dómi. Óháðir (independent) kvik- myndagerðarmenn hafa gert flestar raunsæjustu og eftirtekt- arverðustu bíómyndirnar í Bandaríkjunum síðustu árin. Þær fara því miður frekar hljóðlega ef þær ná út fyrir landsteinana, en stinga upp kollinum á mynd- diskum og lífga heldur betur upp á kvikmyndahátíðir, hér sem annars staðar. Því eru veisluhöld á borð við Bíódaga Græna ljóss- ins ekki aðeins upplífgandi og skemmtilegar uppákomur, held- ur mikilvæg öllum þeim sem unna kvikmyndum af lífi og sál. Því til sönnunar eru stórsnjallar myndir á borð við Frozen River. Án stórstjarna, án brellna, án yf- irborðskenndrar sögu og óeðli- legra persóna á hún litla mögu- leika á að komast á almennar bíósýningar, á meðan við fáum afrakstur risanna í Hollywood með skilum. Háðir og óháðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.