Morgunblaðið - 17.04.2009, Side 25

Morgunblaðið - 17.04.2009, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 NOKKRIR fram- bjóðenda Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs til Alþingis nú í vor hafa fullyrt á Al- þingi, í blöðum og á framboðsfundum að á athafnasvæði Orkuveitu Reykjavíkur hyggist fyrirtækið stunda „gríð- arlega ágenga nýtingu, sem mun á endanum leiða til þess að orkulindirnar tæmist. Orkunýting er þess utan einungis 10-12% þegar gufa jarðhitavirkjana er eingöngu nýtt í rafmagnsframleiðslu.“ Þessar upphrópanir eru rangar enda gera frambjóðendurnir enga til- raun til að rökstyðja þær með nokkr- um hætti og þær verða ekki réttari fyrir það að vera haldið oftar á lofti. Nýting Orkuveitu Reykjavíkur á jarðhita Hengilssvæðisins er sjálf- bær. Það sannar orkunýting OR á Nesjavöllum eftir áratuga vinnslu jarðvarma. Vegna hinnar almennu varúðarreglu við upphaf og undirbún- ing nýrra jarðvarmavirkjana verður að gera ráð fyrir að vinnsla verði ágeng, enda liggja þá afar takmark- aðar upplýsingar fyrir um jarðhita- forðann á hinu ókannaða svæði. Eftir því sem rannsóknum, framkvæmdum og loks vinnslu vindur fram, er hægt að dæma um hvort vinnsla er ágeng eða ekki. Markmið Orkuveitu Reykjavíkur við raforkuframleiðslu með gufuafli er sjálfbær nýting og hefur það gengið eftir hingað til. Með fullyrðingu þingmanna VG um 10- 12% nýtingu orku er hugsanlega verið að vísa til þess að næsta áformaða virkjun Orkuveitu Reykjavík- ur, Hverahlíðarvirkjun, mun einungis fram- leiða rafmagn en ekki heitt vatn jafnhliða til hitaveitu. Ekki er þörf á heitavatnsframleiðslu þar sem búið er að mæta eftirspurn eftir heitu vatni á starfs- svæði OR til næstu ára með byggingu Hellisheiðarvirkjunar. Þar af leiðandi verður nýting jarðhitavökvans ein- ungis til rafmagnsframleiðslu. Vökv- inn mun hinsvegar fara til baka niður í jarðhitageyminn heitari en ella og er heildarnýting kerfisins því sambæri- leg, hvort sem heitt vatn er framleitt samhliða rafmagninu eða ekki. Sjálfbærni á sér nokkrar stoðir; samfélagslega, viðskiptalega og um- hverfislega. Áhugaverðar umræður fara fram um skilgreiningu á sjálf- bærri nýtingu auðlinda með tilliti til þessara stoða. Sú skilgreining, sem þingmenn VG setja fram, dæmir nán- ast allar hitaveitur á Íslandi sem ósjálfbærar frá umhverfissjónarmiði. Það tel ég einfaldlega rangt. Hundrað ára saga hitaveitna á Íslandi sýni það og sanni. Íslenskir vísindamenn ásamt verk- og tæknifræðingum hafa náð ein- stökum árangri við að finna, meta og yrkja jarðhitasvæði á Íslandi. Hönn- un og bygging jarðgufuvirkjana er ís- lenskt hug- og verkvit eins og það gerist best. Þessi þekking er eftirsótt um allan heim og er það ánægjulegt starf að taka á móti erlendum sér- fræðingum, þingmönnum, forsetum og fyrirmennum sem leggja leið sína til Íslands til að kynna sér árangur Íslendinga við notkun jarðvarma til raforkuframleiðslu og ekki síður til húshitunar. Það er því að mínu mati óverðskuldaður áfellisdómur yfir ís- lensku hugviti og verkþekkingu sem liggur í orðum þingmanna Vinstri grænna um að nýting Orkuveitu Reykjavíkur á jarðvarma til orku- framleiðslu sé ekki sjálfbær. Það er eðlilegt að stjórnmálamenn hafi ólíkar skoðanir á jafn umfangs- miklum framkvæmdum og byggingu jarðgufuvirkjana. Nýting á jarðhita á drjúgan þátt í þeim framförum sem komið hafa okkur í fremstu röð við sjálfbæra nýtingu orkuauðlinda. Full- yrðingar frambjóðenda VG nú í að- draganda kosninga um ósjálfbærni orkunýtingar hjá Orkuveitu Reykja- víkur eru hinsvegar rangar. Um það vitna farsæl störf starfsmanna Orku- veitu Reykjavíkur í áratugi við að dreifa hita og rafmagni til íbúa á starfssvæði OR frá sjálfbærum orku- vinnslustöðvum í eigu þeirra. Sjálfbær raforkuframleiðsla OR Guðlaugur G. Sverr- isson skrifar um málefni Orkuveitu Reykjavíkur » Íslenskir vísinda- menn ásamt verk- og tæknifræðingum hafa náð einstökum árangri við að finna, meta og yrkja jarð- hitasvæði á Íslandi. Guðlaugur G. Sverrisson Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Á síðustu dögum hafa fjölmiðlar fjallað um fjármál og eignarhald einkahlutafélags í minni eigu, nánar tiltekið Ex- eter Holdings ehf., kt. 561002-2150. Því miður hefur fréttaflutningur verið grundvallaður á misskilningi, en til- gangur minn með greinarskrifum þessum er að leiðrétta þann misskiln- ing sem hefur verið uppi. Undirritaður var lögmaður MP Verðbréfa hf. og síðar MP Fjárfest- ingarbanka og loks MP banka, frá stofnun 1999 til ársloka 2006. Ég sat jafnframt í stjórn bankans frá stofn- un til júlí 2008. Eitt af verkefnum sem ég annaðist fyrir MP banka á tímabilinu frá 2002 til loka árs 2005 var framkvæmda- stjórn fyrir félagið Heildun ehf., en það félag hafði fjárfest í ýmsum hlutafélögum og verkefnum. Meðal verkefna Heildunar var þátttaka í einkahlutafélaginu Heilsusjóðnum ehf., kt. 561002-2150 (m.ö.o. því félagi sem nú heitir Exeter Holdings). Stofnendur þess félags voru m.a. að- ilar tengdir MP banka, og voru þeir hluthafar í félaginu fyrstu árin, eða allt til ársins 2005. Því verkefni sem Heilsusjóðurinn (þ.e. nú Exeter Holdings) tók þátt í lauk á árinu 2004 án árangurs. Nú þekkist að menn slíti félögum, en því fylgir kostnaður. Því var niðurstaðan sú að undirritaður keypti öll hluta- bréf í félaginu árið 2005 af fyrri hlut- höfum, með það fyrir augum að koma því í önnur verkefni. Með þessu lýkur öllum afskiptum fyrri hluthafa af fé- laginu. Síðari hluta árs 2006 tókst Heilsu- sjóðurinn (Exeter Holdings) á hend- ur nýtt verkefni sem fólst í því að vera vettvangur fyrir sprotafyrirtæki í húsnæði að Reykjum í Hveragerði. Um sama leyti var nafni félagsins breytt úr Heilsusjóðnum yfir í Tæknisetur Arkea ehf., kt. 561002- 2150. Á sama tíma voru öll hlutabréf í félaginu framseld til Arkea ehf. Rétt er að taka fram að Arkea ehf. hefur aldrei fengið lán hjá Byr sparisjóð, þrátt fyrir fréttir um annað. Tæknisetur Arkea (þ.e. Exeter Holdings) starfaði um nokkurn tíma undir þessum for- merkjum en í Suður- landsskjálftanum vorið 2008 eyðilagðist hús- næðið sem Tæknisetrið hafði komið sér fyrir í og viðskipta- hugmyndin lagðist af. Í kjölfarið var félagið aftur framselt til mín með það fyrir augum að koma því í önnur verkefni síðar. Síðari hluta árs 2008 var nafni fé- lagsins aftur breytt og nú í Exeter Holdings ehf., kt. 591002-2150 og hef- ur félagið starfað undir því nafni síð- an. Félagið er eftir sem áður í eigu undirritaðs. Hægt er að nálgast fram- angreindar upplýsingar í opinberum gögnum, svo sem hjá fyrirtækjaskrá og ársreikningaskrá. Það getur verið að mönnum finnist óeðlilegt að félag skipti um starfs- vettvang en í raun og veru er slíkt al- þekkt og að miklu leyti sambærilegt við að menn skipta um vinnu. Það er von mín að þessar upplýs- ingar hafi eytt misskilningi varðandi eignarhald á hlutabréfum í Exeter Holdings. Samhliða ofangreindum leiðrétt- ingum vil ég taka fram að ég hef fulla trú á Byr og því frábæra starfsfólki sem þar starfar. Ég hef verið áhugamaður um sparisjóðakerfið um árabil og ég sakna þess að geta ekki gengið að öfl- ugum sparisjóð í heimabyggð. Ég tel því að samruni sparisjóða hafi gengið of langt og að æskilegt sé að end- urvekja sparisjóðakerfið, sem spari- sjóði bæjarbúa, sem starfa í þeim anda sem lagt var upp með við stofn- un sparisjóða með samfélagsleg markmið að leiðarljósi. Þannig mætti sjá framtíðina með þeim hætti að samruni sparisjóða yfir í Byr sparisjóð yrðu látin ganga til baka og endurvekja þannig SPH, SPK, Sparisjóð Norðurlands og SPV. Hægt væri að sjá fyrir sér að Byr legði fram stofnfé í fyrstu atrennu, en síðan væri leitað aðkomu sveitarfé- laga og nýrra stofnfjáraðila. Byr gæti þá verið nokkurs konar móðurfélag í upphafi sem annaðist sameiginlega þjónustu. Það er skoðun mín að ný stjórn sem kosin verður á aðalfundi sjóðsins, 13 maí n.k. ætti að hafa end- urskoðun á skipulagi á verkefna- skránni. Annað verkefni sem ég tel að ný stjórn ætti að skoða ásamt stjórn- endum sjóðsins en það er hvort hægt sé að leysa skuldamál einstaklinga með einhvers konar lánasjóðsleið þar sem greiðsluplan miðast við fasta greiðslu og ráðstöfunartekjur til ákveðinna ára, en það sem viðkom- andi næði ekki að greiða á þeim ára- fjölda yrði afskrifað. Varðandi kaupin á stofnfjárbréf- unum í Byr þá var málið kynnt fyrir undirrituðum sem áhugaverður fjár- festingarkostur. Á þeim tíma var eig- ið fé sjóðsins um og yfir 50 miljarðar og félagið nýbúið að greiða yfir 13 milljarða sem arð til stofnfjáreig- anda. Með kaupunum sá ég einfald- lega ágætt fjárfestingartækifæri auk möguleika til að geta haft áhrif á framtíð sparisjóðsins. Rétt er að halda því til haga að lán- taki vegna kaupa á bréfunum í Byr hefur frá upphafi verið Exeter Hold- ings hf. Í fyrstu kom þó eldra nafn fé- lagsins, þ.e. Tæknisetur Arkea ehf., fram á lánapappírum. Þetta var síðan leiðrétt en engar breytingar hafa orð- ið á greiðanda skuldarinnar. Ég tel mikilvægt að stofnfjáreig- endur standi saman til að tryggja rekstur Byrs sparisjóðs til framtíðar og skapa frið um starfsemi sjóðsins. Exeter Holdings ehf. Ágúst Sindri Karls- son fjallar um við- skipti Exeter Hold- ings » Á síðustu dögum hef- ur Exeter Holdings ehf. verið í umræðunni. Greinin leiðréttir rang- færslur og leggur nýjar línur fyrir framtíð Byrs sparisjóðs. Ágúst Sindri Karlsson Höfundur er eigandi Exeter Holdings ehf. Meðal efnis: • Hvaða litir verða áberandi í vor og sumar? • Ódýrar breytingar á heimavelli • Viðtöl við upprennandi hönnuði • Innlit á smekkleg heimili • Ný tækni fyrir heimilin • Uppáhaldshlutir frægra Íslendinga • Sniðugar lausnir á heimilinu • Vorverkin í garðinum • Fallegir hlutir í sumarbústaðinn • Ný og spennandi hönnun • Ásamt fullt af öðru spennandi efni Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapönt- unum til kl. 16.00, mánudaginn 20. apríl. Heimili og hönnun sérblað með Morgunblaðinu 24. apríl – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift F í t o n / S Í A Fylgiblað Morgunblaðsins, Heimili og hönnun, 24. apríl er hvalreki fyrir þá sem hafa yndi af híbýlaprýði eða hyggja á breytingar heimafyrir. Skoðuð verða húsgögn í stofu, eldhús, svefnher- bergi og bað. Áhugaverð hönnun, athyglisverðar lausnir, litir og lýsing, allt á þetta sinn stað í blaðinu sem er sérlega eigulegt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.