Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 8;< 8;< &+, (-. /+0& /&0& ' ' 8;< :=< 1-+( &,* /-0, /&0, ' ' :>5  9 * ? *1&+ 1.(' /10& /&0( ' ' 6@7A :1< -'+, -.'2 /&01 /10, ' ' 8;<;% 8;<<  .++ .+( '0( /,02 ' ' Þetta helst ... ● Landic Property seldi finnskt fast- eignasafn sitt og skrifaði undir samn- ing um sölu á dönskum og sænskum dótturfélögum sínum skömmu áður en félagið óskaði eftir greiðslustöðvun í gær. Kaupandinn var fjárfestingafélagið Trackside Holding, en eigendur þess eru umsvifamiklir fjárfestar í fast- eignum í Evrópu. Samningurinn er háður samþykki lánveitenda Landic Property. Landic selur fasteignir ● Embætti sér- staks saksóknara er með nokkra tugi mála í sigtinu samkvæmt heim- ildum Morgun- blaðsins. Nokkrir hafa fengið rétt- arstöðu grunaðra en ekki fæst upp- gefið hversu margir þeir eru. Eftir að embættið fékk aðgang að endurskoðendaskýrslum sem unnar voru um bankana hefur verið mikill gangur á málum. Búið er að vinna rannsóknaráætlun fyrir nokkur mál og fjölgun starfsmanna hefur gengið hratt fyrir sig. Þeir verða orðnir tólf á næstu vikum og búið verður að full- manna það í lok sumars. thordur@mbl.is Tugir mála í sigti sérstaks saksóknara Ólafur Þór Hauksson ● Víðar er verðhjöðnun en í Banda- ríkjunum. Nýlega hófst hin fornfræga árlega forsala á Bordeaux-vínum. Ár- gangurinn 2008 þykir sambærilegur við þá sem framleiddir voru 2006 og 2007, en þrátt fyrir það er hann seld- ur á mun lægra verði. St. Emilion vínin frá Angélus eru 42% ódýrari en þau voru í fyrra og Latour hefur lækkað um 45%. Hafa ber í huga að þessir framleiðendur tveir eru taldir í hópi þeirra allra bestu og hafa vín þeirra venjulega selst á mun hærra verði en vín sam- keppnisaðilanna. bjarni@mbl.is Verðhjöðnun í Bordeaux-héraði Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HREIN eign lífeyrissjóðakerfisins til greiðslu lífeyris minnkaði um 1,4% í febrúar, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Tölurnar eru byggðar á upplýsingum, sem lífeyr- issjóðirnir veita Seðlabankanum. Stærstu breytingarnar frá janúar- mánuði eru aukin eign sjóðanna í ríkistryggðum skuldabréfum, en á móti hefur eign þeirra í hlutabréf- um, innlendum sem erlendum, minnkað til muna. Athygli vekur að eign lífeyrissjóð- anna í skuldabréfum fyrirtækja, annarra en lánastofnana, minnkaði aðeins um 3,8% í febrúar og nemur nú 159 milljörðum króna. Hefur þessi eign lækkað um 16% frá því fyrir bankahrun. Þegar horft er á skuldabréfa- markaðinn hér á landi nemur heild- arfjárhæð útistandandi skuldabréfa fyrirtækja um 348 milljörðum króna að nafnvirði. Þegar frá eru tekin þau fyrirtæki sem eru annaðhvort farin í þrot, eða eiga í alvarlegum greiðslu- vanda, standa um 173 milljarðar eft- ir. Áður hefur komið fram að lífeyr- issjóðirnir áttu 52% af útgefnum fyrirtækjabréfum. Miðað við þessa stöðu á skuldabréfamarkaði má ætla að enn eigi eftir að afskrifa töluvert af fyrirtækjabréfum í eigu lífeyr- issjóðanna. Enn á eftir að afskrifa töluvert af skuldabréfum Morgunblaðið/Ómar Bréf Stoðir/FL Group er í hópi skuldabréfaútgefenda sem eiga í miklum vanda. Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson. FULLNAÐARÚTGÁFU skýrslu Olivers Wymans um samhæft end- urmat á Nýja Landsbankanum (NBI), Nýja Kaupþingi og Íslands- banka hefur enn ekki verið skilað inn til Fjármálaeftirlitsins (FME). Skýrslunni átti að skila fyrir mið- nætti á miðvikudag en samkvæmt upplýsingum frá FME mun fulln- aðarútgáfa hennar ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Formlegar viðræður milli ráðgjafa skilanefndanna og ráðgjafa rík- isstjórnarinnar um skiptingu eigna milli gömlu og nýju bankanna geta ekki hafist fyrr en skýrslan liggur fyrir. Ríkisstjórnin stefnir að því að ljúka þessum viðræðum í síðasta lagi 18. maí. Skýrslan verður í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum verður lýst aðferðafræði, forsendum og verð- mæti eigna sem fluttar voru úr bönk- unum á tilteknu verðbili. Í síðari hlut- anum verður síðan að finna mat á einstökum eignum. Sá hluti geymir viðkvæmar upplýsingar og er bund- inn ríkum trúnaði samkvæmt upplýs- ingum frá FME. thordur@mbl.is Skýrslunni ekki skilað SAMSON, eignarhaldsfélagi Björg- ólfsfeðga, hefur ekki verið birt stefna vegna fimm milljarða skuld- ar við Nýja Kaupþing, að sögn Ás- geirs Friðgeirssonar, talsmanns Samson. Í Fréttablaðinu hinn 9. apríl var sagt frá því að feðgunum hefði verið stefnt vegna skuld- arinnar. Björgólfur Thor sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann sagði að viðræður um greiðslu hefðu staðið yfir síðustu vikur. Hann hefði ekki í hyggju að hlaupast undan ábyrgð á greiðslu skuldarinnar, frekar en annarra skulda við íslenskar og erlendar lánastofnanir. thorbjorn@mbl.is Engin stefna frá Kaupþingi birt Samson ir ljóst að staða félagsins muni hafa umtalsverð áhrif á hluthafana. Um mitt síðasta ár voru vaxta- berandi skuldir Landic um 470 milljarðar króna. Kröfuhafar félagsins hafa reglulega verið upp- lýstir um breytingar á stöðunni en félagið hefur ekki viljað birta nýjar skuldatölur opinberlega. Bankarnir stærstu innlendu kröfuhafarnir Að sögn Viðars er afgerandi meirihluti skuldanna við erlendar fjármálastofnanir. „Starf- semi okkar er 80 prósent erlendis en 20 prósent hérna heima. Hér á Íslandi eru stærstu kröfuhaf- arnir Landsbankinn, Íslandsbanki eða Glitnir, Kaupþing, lífeyrissjóðirnir og Stoðir. Auk þess eru það ýmsir sjóðir. Stærstu lánardrottnar fé- lagsins eru hins vegar erlendis. Gengi krónunnar hefur auðvitað haft mikil áhrif á lánin okkar, enda er mikill hluti þeirra í erlendum gjaldmiðlum.“ Helstu skráðu eigendur Landic eru Stoðir/FL Group, Fons og Ingibjörg Pálmadóttir og aðilar tengdir henni. Aðrir aðilar eiga fjórðung. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is KRÖFUHAFAR fasteignafélagsins Landic Pro- perty hf. hafa tekið yfir stjórn þess og vinna nú að endurskipulagningu ásamt stjórnendum félags- ins. Óskað var eftir greiðslustöðvun fyrir móð- urfélagið Landic Property í gær ásamt nokkrum dótturfélögum þess í Danmörku. Starfsemi ann- arra dótturfélaga á Íslandi, í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi helst hins vegar óbreytt. Kröfuhafar Landic settust í stjórn Landic á hluthafafundi hinn 4. apríl síðastliðinn. Heimildir Morgunblaðsins herma að hluthafar þess telji eignarhluti sína að mestu tapaða. Viðar Þorkels- son, forstjóri Landic, vill ekki fullyrða um það á þessum tímapunkti að allt hlutafé sé tapað en seg-  Landic Property óskaði eftir greiðslustöðvun í gær  Kröfuhafar félagsins sett- ust í stjórn þess í byrjun apríl  Hluthafar hafa líklega tapað eign sinni að mestu Kröfuhafar ráða Landic Property Kringlan Landic Property er stærsta fasteigna- félag landsins. Meðal eigna þess er Kringlan. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÍSLENSKAR auglýsingastofur fóru í naflaskoðun í sínum rekstri í haust í kjölfar bankahrunsins þegar stórir auglýsendur hurfu af markaðnum. Hins vegar er ennþá líf á markaðn- um og nýju ríkisbankarnir hafa verið duglegir að kynna lausnir. Það er því engin ládeyða sem einkennir mark- aðinn þótt tekjuflæði hafi minnkað verulega. Auglýsendur eru varfærn- ari og gera meiri kröfur sem veitir auglýsingastofunum aðhald. Margar stofur hafa glímt við erf- iðleika. Sameining stærri stofa þykir þó ólíkleg. „Markaðurinn er þannig samsettur að það þarf að vera ákveð- inn fjöldi stofa. Fyrirtækin þurfa að geta valið sér stofur án þess að sam- keppnisaðilar séu þar fyrir,“ segir Magnús Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvíta hússins. Jón Sæmundsson, framkvæmda- stjóri ENNEMM, tekur undir með Magnúsi og segist ekki eiga von á sameiningu hjá stóru auglýsinga- stofunum. „Það yrðu hagsmuna- árekstrar,“ segir Jón. Forsvars- menn þeirra stofa sem rætt var við eru sammála um að þótt frekari sam- eining auglýsingastofa sé ekki á döf- inni muni smærri stofur líklega helt- ast úr lestinni. „Reynslan í þessum bransa almennt er að sameining fel- ur það í sér að einhverjir starfsmenn fara yfir í hið nýja fyrirtæki, skuld- irnar eru skildar eftir og menn reyna að færa viðskiptavini á milli. Þannig gengur það fyrir sig,“ segir Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri Ís- lensku auglýsingastofunnar. Auglýsingastofurnar Jónsson &Le’macks (J&L) og Gott fólk hafa nú sameinast undir merkjum JLGF. Hin nýja stofa verður til helminga í eigu eigenda Góðs fólks og J&L, að sögn Ingvars Sverrissonar, fram- kvæmdastjóra Góðs fólks. „Við mun- um ekki færa skuldirnar yfir í nýja félagið, en við munum ganga frá þeim í samstarfi við okkar skuldu- nauta,“ segir Ingvar. Ragnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri FÍTON, segist telja að frekari sameining sé líkleg hjá minni auglýsingastofum en að stofu- fjöldi verði alltaf svipaður. Þannig hafi það verið „gegnum árin“. Auglýsendur eru varfærnari og gera meiri kröfur í kreppunni Smærri stofur heltast úr lestinni Morgunblaðið/Golli Auglýsingageirinn Gott fólk hefur nú sameinast Jónssyni&Le’macks. ● SAMKVÆMT tölum vinnumálaráðu- neytisins bandaríska um atvinnuleysi er það nú komið í 8,5%. Þegar horft er hins vegar til þeirra, sem hættir eru að leita sér að vinnu, eða hafa þurft að minnka við sig vinnu nemur atvinnuleysið 15,6%. Er þetta niðurstaða stofnunar, sem held- ur utan um tölfræði tengda vinnumark- aði þar í landi. Segir stofnunin að alls hafi 3,7 milljónir Bandaríkjamanna neyðst til sætta sig við hlutastörf vegna efnahagsástandsins. bjarni@mbl.is Raunverulegt atvinnuleysi 15,6% Eftirtaldir útgefendur skulda- bréfa eru meðal þeirra sem eiga við alvarlegan vanda að etja og óvíst er hversu mikið kröfuhafar fá greitt til baka: Atorka Askar Capital Bakkavör Egla Exista FL Group Hf. Eimskipafélag Íslands Landic Property Landsafl Milestone Mosaic Fashions Samson Teymi Fyrirtæki í vanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.