Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13ALÞINGI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009
EKKI náðist samkomulag í sérnefnd-
inni um stjórnarskrármál, sem lauk
umfjöllun sinni um stjórnarskrár-
frumvarpið í gær. Sjálfstæðismenn
skiluðu séráliti í nefndinni. Þar er
lögð til að sú tillaga, sem stjórnar-
skrárnefnd skipuð fulltrúum allra
flokka skilaði af sér í febrúar 2007,
verði tekin orðrétt upp um breytingar
á stjórnarskránni. Sett verði á lagg-
irnar 25 manna nefnd um heildarend-
urskoðun stjórnarskrárinnar á næstu
2 árum og orðalagsbreyting verði
gerð á auðlindaákvæði stjórnarskrár-
frumvarpsins. Þessu höfnuðu fulltrú-
ar annarra flokka sem styðja stjórn-
arskrárfrumvarpið.
Kom til snarpra orðaskipta á þing-
fundi í gær þegar fyrir lá að ekkert
samkomulag næðist. Birgir Ár-
mannsson, Sjálfstæðisflokki, lagði
áherslu á að þessar tillögur sjálfstæð-
ismanna væru tilraun til að ná sátt í
málinu. Siv Friðleifsdóttir, Fram-
sóknarflokki, gagnrýndi sjálfstæðis-
menn harðlega. Sagði hún flokkinn
hafa fellt grímuna með tillögu sinni
um breytingar á auðlindaákvæðinu. Í
tillögu sjálfstæðismanna sem dreift
var síðdegis segir: „Íslenska ríkið fer
með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt
þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í
einkaeign og hefur eftirlit með nýt-
ingu þeirra eftir því sem nánar er
ákveðið í lögum. Slíkar auðlindir má
hvorki selja né láta varanlega af
hendi.“
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra tók í sama streng og Siv.
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt
þingið ofbeldi, til hvers? Jú, til þess að
koma út setningu í stjórnarskrár-
frumvarpinu þar sem er beinlínis lagt
til að bannað verði að selja eða láta
varanlega af hendi náttúruauðlindir í
þjóðareign. Sjálfstæðisflokkurinn er
hér með grímulausum hætti að ganga
erinda stórútgerðarinnar. Hann er að
vernda hagsmuni sægreifanna og
hann hefur haldið þinginu í gíslingu í
þrjár vikur til þess að ná fram þessu
marki,“ sagði Össur.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks svör-
uðu gagnrýninni fullum hálsi. Björn
Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, furðaði
sig á ummælum Sivjar og Össurar.
Sjálfstæðismenn hafi lagt fram tillögu
til sátta í sérnefndinni. „Háttvirtur
þingmaður, sem ræðst síðan á okkur
hér fyrir að hafa kastað einhverri
grímu, vildi ekki einu sinni segja eitt
einasta orð um málið í sérnefndinni,“
sagði hann. omfr@mbl.is
Í HNOTSKURN
»Stjórnarskrárfrumvarpmeirihlutans er nú komið
til lokaumræðu með tillögum
m.a. um stjórnlagaþing, auð-
lindaákvæði og persónukjör.
»Sjálfstæðismenn leggjam.a. til skipun stórrar
nefndar um heildarendur-
skoðun stjórnarskrár.
Mikill ágreiningur
Ekkert samkomulag um stjórnarskrárbreytingar Sjálf-
stæðismenn leggja til nýtt ákvæði um auðlindir í stjórnarskrá
FREMUR fámennt hefur verið við umræður á þingfundum
Alþingis seinustu daga. Margir þingmenn hafa verið upp-
teknir við kosningabaráttuna, enda stutt í kjördag. Lát-
lausar þreifingar áttu sér stað í allan gærdag þar sem
reynt var að ná samkomulagi um lokaafgreiðslu þingmála
og þinglokin. Stjórnarskrárnefnd kom saman í gærmorg-
un og aftur kl. 14 án þess að samkomulag næðist. Formenn
flokkanna funduðu í millitíðinni án árangurs. Guðbjartur
Hannesson, forseti Alþingis, sagðist í gærmorgun telja að
ef samkomulag næðist mætti ljúka afgreiðslu mála með
skjótum hætti. „Um leið og menn ná sátt ganga hlutirnir
hraðar fyrir sig.“
Guðbjartur segir enga launung á því að þingmenn reyni
að sinna kosningabaráttu sinni. Þó hafi nógu margir verið
viðstaddir til að hægt væri að taka mál til afgreiðslu.
Þingmenn hafi einnig greinilega nokkuð skipt með sér
verkum. Hópur þingmanna sækist ekki eftir endurkjöri í
kosningunum, m.a. þeir Ellert B. Schram, Björn Bjarna-
son og Gunnar Svavarsson. Þeir standa því ekki í kosn-
ingabaráttu. Hafa margir úr þessum hópi verið talsvert
áberandi í þingumræðum að undanförnu. Meira en helm-
ingur þingmanna þarf að vera á þingfundi svo hægt sé að
afgreiða mál frá þinginu. Það stóð tæpt fyrir hádegi í gær
þegar nokkur frumvörp voru samþykkt sem lög. Þannig
voru lög um listamannalaun afgreidd með 21 atkvæði
gegn fjórum. Níu greiddu ekki atkvæði.
Morgunblaðið/Ómar
Á útleið og áberandi í umræðum
„EKKI undir nokkrum kring-
umstæðum erum við að tala um að
lækka almenna taxtalaunakerfið
hjá hinu opinbera. Við viljum
standa vörð um það kerfi. Þeir
sem hafa smurt milljónir þar ofan
á þurfa að hugsa sinn gang,“ sagði
Ögmundur Jónasson heilbrigð-
isráðherra á Alþingi í gær. Sjálf-
stæðismenn héldu áfram harðri
gagnrýni á ummæli varaformanns
Vinstri grænna um lækkun launa
og hækkun skatta.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks
sóttu einnig fast að Ögmundi
vegna frásagnar forystumanna
Læknafélags Íslands af ummælum
Ögmundar um ávísanakerfi í heil-
brigðisþjónustunni. Ásta Möller,
Sjálfstæðisflokki, sagði hann vega
að heiðri lækna. Ögmundur vísaði
því alfarið á bug að hann hefði
dæmt læknastéttina. Þvert á móti
hafi hann lagt sig eftir góðu sam-
starfi við allar heilbrigðisstéttir.
omfr@mbl.is
Ekki taxtalækkun
Sóttu fast að VG vegna ummæla um
launalækkun og ávísanakerfi lækna
Í HNOTSKURN
»Sjálfstæðismenn gagn-rýndu heilbrigðisráðherra
um að ávísanakerfi ýtti undir
oflækningar
»Ögmundur fundaði meðBHM og segir misskilningi
á ummælum um laun eytt.
SAMÞYKKT var sem lög breyt-
ingin á barnaverndarlögunum á Al-
þingi í gær og er þar lagt fortaks-
laust bann við því að foreldrar eða
aðrir sem bera ábyrgð á umönnun
og uppeldi barns beiti það ofbeldi
eða annarri vanvirðandi háttsemi,
þar með talið andlegum og lík-
amlegum refsingum. Var laga-
breytingin samþykkt með 36 sam-
hljóða atkvæðum.
Skal hver sá sem beitir barn and-
legum eða líkamlegum refsingum
eða annarri vanvirðandi háttsemi,
hótunum eða ógnunum sæta sekt-
um eða fangelsi allt að þremur ár-
um.
Önnur breyting felur í sér
ákvæði um að fulltrúi barnavernd-
arnefndar skuli eiga kost á að vera
viðstaddur þegar skýrsla er tekin
af barni sem sakborningi, brotaþola
eða vitni, hvort sem skýrslutakan
fer fram hjá lögreglu eða fyrir
dómi. Haft er eftir Ástu R. Jóhann-
esdóttur, félags- og trygginga-
málaráðherra, í fréttatilkynningu
að lagabreytingin sé mjög mik-
ilvæg ekki síst í ljósi umtalaðs dóms
Hæstaréttar sem sýknaði mann af
ákæru fyrir að beita tvo drengi lík-
amlegum refsingum, m.a. á þeim
forsendum að í barnaverndarlögum
væri ekki fortakslaust bann við
slíku athæfi. omfr@mbl.is
Börnin vernduð
gegn ofbeldi
Morgunblaðið/Jim Smart
Bæta réttindin Börn njóta aukinnar
verndar með lagabreytingunni.
NÝ lög um fjölgun í hópi þeirra sem
fá greidd listamannalaun, voru
samþykkt á Alþingi í gær með 21
atkvæði gegn fjórum. Níu þing-
menn greiddu ekki atkvæði. Verð-
ur mánaðarlaunum listamanna
fjölgað á þriggja ára tímabili um
alls 400. Starfslaun verða 266.737
kr. á mánuði. Stofnaðir verða 3
launasjóðir, fyrir hönnuði, sviðs-
listafólk og tónlistarflytjendur.
Nokkrir sjálfstæðismenn gagn-
rýndu frumvarpið m.a. fyrir að
fjármagna ætti aukin útgjöld með
lántökum á sama tíma og þjónusta
er skert í heilbrigðiskerfinu. Sjálf-
stæðismenn kölluðu einnig eftir
umræðu um frumvarpið vegna ál-
vers í Helguvík. Björk Guðjóns-
dóttir sagði það mun brýnna mál en
fjölgun listamanna á launum frá
ríkinu. omfr@mbl.is
Fleiri lista-
menn fá laun
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Albir
3. júní
Frá kr. 89.900 - með fullu fæði
Aðeins örfá herbergi í boði!
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í júní til Albir á
Costa Blanca. Albir er notalegur bær rétt við Benidorm þar sem frábært
er að njóta lífsins í sumarfríinu. Bjóðum ótrúlegt sértilboð á gistingu á
Hotel Rober Palas sem er gott þriggja stjörnu hótel sem býður góðan að-
búnað og frábæra staðsetningu í Albir. Stutt er að fara á ströndina og í
miðbæinn. Við hótelið er sundlaug, bar, sólbaðsaðstaða, veitingastaði,
setustofa, líkamsræktaraðstaða, sauna, diskótek, internetaðgengi fyrir
gesti o.fl.. Á Hotel Rober Palas eru 82 herbergi sem eru smekklega inn-
réttuð og með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólfi og
baðherbergi. Fullt fæði er innifalið í gistingu, þ.e. morgun-, hádegis- og
kvöldverður.
Verð frá kr. 89.900
Vikuferð með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi á Hotel Rober Palas
*** í 7 nætur með hálfu fæði.
Verð m.v. 2 fullorðna og 1 barn kr. 92.900. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 99.900. Sér-
tilboð 3. júní.
Ótrúlegt sértilboðHotel Rober Palas ***· Mjög fjölbreytt þjónusta· Fullt fæði innifalið
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.