Morgunblaðið - 17.04.2009, Síða 39

Morgunblaðið - 17.04.2009, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 Í greinasafninu „Due Consi-derations: Essays and Critic-ism“ ræðir John Updike sál- ugi bækur og mærir pappír eins og gamalla manna er siður; finnst það ferleg tilhugsun að hugs- anlega eigi pappírinn eftir að fara sömu leið og papírusinn.    Máli sínu til stuðnings nefnirUpdike nokkur atriði sem við færum á mis við, við það að hætta að nota pappír til að skrá texta, að vísu ekkert sem kemur eiginlegum skáld- eða fræðiverk- um við, en meðal annars þá gleði sem menn hafa af að sjá fallega bundnar bækur í hillum og að strjúka pappír og spjöld af munúð, bók sem minjagrip og svo má telja.    Bókin Firmin eftir Sam Savagesegir frá rottunni Firmin sem elst upp við það að meta bækur eftir innihaldi þeirra, frekar en umbúðum, þ.e. hann lærir sem lít- ill rottugríslingur (þrettándi grísl- ingur drykkfelldrar móður) að bækur séu hráefni í hreiðurgerð, enda býr hún gríslingunum sínum þrettán hreiður úr Finnegans Wake, ólesandi doðranti James Joyce. Þegar Firmin litli fer síðan halloka í slagnum um spenann (rottur eru með tólf spena) fer hann að narta í pappírstæturnar í hreiðrinu og kemst á bragðið: bækur eru hinn besti matur.    Svo vindur sögu Firmin fram,hann étur hvert meistara- verkið af öðru (það er honum til happs að rottufjölskyldan býr í kjallara fornbókaverslunar), en svo kemur að hann fer að rýna í textann á síðunum og ekki verður aftur snúið; Firmin fellur gersam- lega fyrir innihaldi bókanna og les allt það sem hann kemst yfir (og kemst meðal annars að því að oft er bragð og áferð viðkomandi bóka býsna líkt inntaki þeirra).    Ýmsir þeir sem fjallað hafa umFirmin hafa haft á orði að erfitt hafi verið að komast yfir það að aðalsöguhetjan sé rotta, alla jafna hafi menn á þeim illan bifur og hjálpar lítt til þó um sé að ræða víðlesna og fróða bókarottu – erf- itt sé að líta fram hjá því að rottur eru óþrifaleg og illskeytt kvikindi sem bera með sér plágur og annað ógeð. Rottur eru líka óþokkarnir í sögunni af Desperaux, en mýsnar hetjur, sætar og indælar.    Sagan af Despereaux, The Taleof Despereaux, er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Kate DiCamillo sem fékk Newberry- verðlaunin bandarísku fyrir bestu barnabók 2004. Höfuðpersóna bók- arinnar er nagdýr, líkt og í Firm- in, en nú er það mús og það engin venjuleg mús heldur mús sem ótt- ast ekkert og engan. Það skapar eðlilega ýmis vandræði í heimi músanna, því mýs eiga vitanlega alltaf að vera eins og mýs undir fjalaketti.    Inn í söguna af Desperaux, semvarð að vinsælli kvikmynd og sýnd var í vor, fléttast rotta sem er góð, svo vond og svo góð aftur, óhamingjusöm prinsessa og óham- ingjusöm ekki-prinsessa, súpu- veisla og lútublús svo fátt eitt sé talið. Desperaux er þó málið, mús- in hugprúða, sem ekki tekst að skelfa þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir fjölskyldu hennar og yf- irvalda í Músalandi. Gengur svo langt að þegar hún á að læra að naga bækur fer hún að lesa þær og þá tekur steininn úr: Despe- raux er varpað í ystu myrkur. Up- dike hefði kunnað að meta það. arnim@mbl.is Notagildi pappírs » [Þ]egar hún á aðlæra að naga bækur fer hún að lesa þær og þá tekur steininn úr: Desperaux er varpað í ystu myrkur. Bókhneigð Músin Desperaux og John Updike eiga sitthvað sameiginlegt. AF LISTUM Árni Matthíasson ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Jo hn D er ian C O N C E P T S T O R E Laugavegi 7 101 Reykjavík Sími 561 6262 www.kisan.is KOMIN Í BÍÓ ÁLFABAKKI HVER SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT BARA UNGUR EINU SINNI?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.