Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009
við það, geri ég það að aðalefni þess-
arar litlu kveðju.
Besta lexía í fararstjórn sem ég
fékk var þegar ég var að stíga fyrstu
skrefin undir hans handleiðslu í
London. Hann tók sjálfur að sér leið-
sögn á Breska listasafninu við Tra-
falgar-torg og útskýrði fyrir litla, for-
vitna hópnum okkar tilurð þrívíddar í
ítölsku málverki. Það var mér opin-
berun, sem nýttist mér líklega betur
en nokkurt annað veganesti í þessu
starfi, hvernig hægt er með fáeinum
orðum að opna augu fólks og auðga
upplifun þess með svolitlum ábend-
ingum og miðlun fróðleiks..
Tíu ár vann ég hjá Útsýn, ferða-
skrifstofunni sem Ingólfur Guð-
brandsson stofnaði og rak einn með
gífurlegum myndarbrag um áratuga
skeið. Helsta starfsemin var á Suður-
Spáni á „Bítlatímanum“ og þar gekk
Ingólfur hjá spænskum ferðafrömuð-
um undir gælunafninu „Ingó Starr“.
Það var ekki slæmt að vera aðal-
fulltrúi „Ingó Starr“ á þeim slóðum
því ég þori að fullyrða að enginn er-
lendur ferðaskrifstofueigandi var vin-
sælli á Costa del Sol en Ingólfur Guð-
brandsson. Og óhugsandi að betra
hefði verið að vinna fyrir nokkurn en
hann. Hann valdi alltaf besta húsnæð-
ið sem völ var á handa sínum farþeg-
um, stóð ævinlega í skilum við alla og
gerði makalaust vel við starfsfólk sitt.
Ingólfur var höfðingi, drengur góð-
ur, hjartahlýr, glerfínn og flottur karl.
Og það sakar ekki að geta þess að æv-
inlega stóð allt sem hann sagði undir
fjögur augu við mig eins og stafur á
bók, rétt eins og það hefði verið und-
irritað og vottað af mörgum vitnum.
Það er meira en hægt er að segja um
suma.
Ég bið Guð að blessa minningu
míns gamla vinar, Ingólfs Guðbrands-
sonar, og sendi öllu hans góða fólki
innilegar samúðarkveðjur.
Örnólfur Árnason.
Nú er tími ferminganna og á ferm-
ingardögum barnabarna reikar hug-
urinn til eigin fermingar fyrir 55 ár-
um. Margt er þá móðu hulið en við
andlát Ingólfs Guðbrandssonar rifj-
ast það upp að eina fermingargjöfin
sem ég man eftir var frá þessum
merkilega frænda mínum. Hún var
ólík öllum hinum á sama hátt og hann
var ólíkur öðrum. Hann gaf mér stóra
enska orðabók sem sýndi hug hans til
þess sem gjöfina átti að fá, að stefna
hátt eins og hann og horfa vítt um
völl. Þau hjónin Ingólfur og Inga og
fjölskylda þeirra stóðu fjölskyldu
minni nærri. Þegar hann kom ungur
og fátækur sveitadrengur til Reykja-
víkur til að brjótast til mennta bjó
hann hjá afa mínum sem var föður-
bróðir hans. Í Skaftafellssýslu ólst
hann upp í umhverfi þar sem innrætt-
ur var andi Eldmessuræðu Jóns
Steingrímssonar, æðruleysi, kjarkur,
seigla og baráttuandi. Fáa menn hef
ég þekkt sem voru betra vitni um
þetta en Ingólf. Stundum var sagt að
hann gerði miklar kröfur til annarra
en mestar kröfur gerði hann þó ætíð
til sjálfs sín. Hann var eldhugi Eld-
messunnar og þurfti oft að sæta því
að vera misskilinn og of stór fyrir
okkar litla samfélag. Hann var aldrei
lítilla sanda og lítilla sæva heldur reis
hann upp úr fjöldanum, þorði, vildi og
gat. Hugur hans var bundinn við lífs-
nautnina frjóu, aleflingu andans og
athöfn þarfa, – að ausa af brunnum
hins fegursta og besta í hinum stóra
heimi, sem hann vildi miðla sinni litlu
þjóð. Þó kunni hann þá list að huga að
hinu smáa og einstaklingunum í
kringum hann. Um það vitnar ferm-
ingargjöfin góða sem ég get aldrei
gleymt né heldur góðum stundum í
návist hans fyrr og síðar. Nú er
heimsferð mannsins með hina háu út-
sýn lokið og eftir situr söknuður og
þökk til fjölskyldunnar á Hofteignum
sem tók alltaf svo vel á móti litla
frænda þegar hann kom þangað í
heimsókn.
Ómar Ragnarsson.
„Mikið syngja börnin vel! Mikið
syngja krakkarnir vel!“ endurtók hin
tónelska frænka mín á Eyrarbakka.
En það var barnakór Laugarnes-
skóla, sem var að syngja í barnatíma á
jólum. Þar var Ingólfur Guðbrands-
son að stíga sín fyrstu skref sem kór-
stjóri, og þarna heyrðist hreinn og
tær söngur. Þetta var einmitt fyrsti
vísirinn að Pólýfónkórnum, sem óx og
dafnaði og færði upp mörg af meist-
araverkum tónbókmenntanna.
Við Ingólfur kynntumst fyrst á
námskeiði hjá Heinz Edelstein og síð-
an hlustuðum við saman á tónlist á
Hofteignum, á heimili þeirra Ingu.
Ingólfur var stöðugt að mennta sig,
heimsótti fræga kóra, eins og Thom-
anerkórinn í Leipzig og hlustaði á
óviðjafnanlegan söng hans.
Ingólfur var ekki fastur í kórtón-
listinni, heldur átti hann einnig uppá-
halds-píanóleikara, en það var Clau-
dio Arrao. Hann dáðist mjög að
honum og las fyrir mig úr gagnrýni
sem hann hafði fengið, þar sem hann
var kallaður músíkalski, rómantíski
og flinki píanóleikarinn og kvenna-
gullið Claudio Arrao. Pólýfónkórinn
varð mjög fljótlega þekktur fyrir
hreinan og tæran söng.
Ingólfur var líka brautryðjandi á
öðrum sviðum, eins og við þekkjum,
og stofnaði Ferðaskrifstofuna Útsýn.
Í ferðaþjónustu sinni bauð Ingólfur
upp á ódýrar ferðir og opnaði mögu-
leika fyrir marga til að skoða heiminn.
Hann fetaði oft aðra slóð en venja var
og var jafnan stór í sniðum, en slíkir
menn eru ekki alltaf viðurkenndir af
þeim, sem fara sér hægar. Heima á
Hofteigi hlýtur að hafa verið líflegt,
þar voru dæturnar fimm og hin frá-
bæra Inga. Hann átti ætíð styrka stoð
í Ingu og dætrunum, einnig síðar
meir, þótt líf hans tæki aðra stefnu.
Þorgerður tók fljótlega upp merki
föður síns á kórsviðinu og tæri söng-
urinn í kórum hennar er beint fram-
hald af stefnu föður hennar, og syst-
urnar, Rut, Unnur María og Inga
Rós, hafa allar gengið tónlistinni á
hönd, en Vilborg er læknismenntuð.
Yngri börn Ingólfs fetuðu í fótspor
hans, tvö á tónlistarsviðinu, Eva Mjöll
og Árni Heimir, en Andri Már á sviði
ferðamála. Ekki fyrir löngu kallaði
Ingólfur þrjá tengdasyni barna sinna
á sinn fund og gaf þeim hverjum fyrir
sig hvít föt, sem hann átti, með þeim
orðum að slík föt væru fyrir þá sem
þyrðu að vera öðruvísi en aðrir. Gott
var að hlusta á æfingar hjá Ingólfi,
bæði til að læra og njóta og fá hjá hon-
um góð ráð. Minnisstæð er mér sér-
staklega æfing fyrir tónleika í Krists-
kirkju: kórinn söng Magnificat eftir
Buxtehude við hnígandi sól. Þessi
söngur hefur verið mér ógleymanleg-
ur.
Ævi Ingólfs var að mörgu leyti æv-
intýri líkust, frá því hann tók sig upp
frá Prestbakka á Síðu og fór til náms.
Á Kirkjubæjarklaustri er einstök
náttúrufegurð og kyrrðin og friðurinn
eru ólýsanleg. Vormorgnarnir skarta
tærum söng fuglanna og þar ríkir
kyrrðin. Þannig óska ég að sú langa
ferð sem hann nú á fyrir höndum sé
farin, í slíkum friði og kyrrð.
Haukur Guðlaugsson.
Kveðja frá
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Með Ingólfi Guðbrandssyni er fall-
inn frá einstakur brautryðjandi sí-
gildrar tónlistar hérlendis. Á löngum
lífsferli setti hann mark sitt á íslenskt
tónlistarlíf. Þau áhrif voru margvís-
leg. Hann var söngkennari um ára-
tuga skeið en stærstu afrek sín á sviði
tónlistarflutnings átti hann með Pólý-
fónkórnum. Þeir sem upplifðu þann
tíma þegar Ingólfur var virkastur
sem túlkandi og stjórnandi viðamik-
illa hljómsveitarverka muna hve áhrif
þess voru mögnuð og hve margir ein-
staklingar sem ekki höfðu áður tengt
áhuga sinn þessari tegund tónlistar
hrifust með. Þetta var eins konar
bylgja sem skyldi eftir sig breytt tón-
listarlandslag.
Ingólfur stjórnaði Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands nokkrum sinnum en síð-
ast í nóvember 1988 á 30 ára afmæli
Pólýfónkórsins. Meðal þeirra verka
sem hann stjórnaði voru t.d. Stabat
Mater, H-moll messa Bachs og
Messías eftir Händel. Allt voru þetta
verk sem kröfðust mikillar hæfni og
kunnáttu.
Sinfóníuhljómsveit Íslands þakkar
Ingólfi listrænt samstarf, en einnig
fyrir framlag hans til að vekja áhuga
almennings á sígildri tónlist og síðast
en ekki síst fyrir afkomendur hans
sem lagt hafa hljómsveitinni lið um
langt skeið.
Þröstur Ólafsson.
Horfinn er af sjónarsviðinu tónlist-
armaðurinn, ferðafrömuðurinn og
fagurkerinn Ingólfur Guðbrandsson.
Farinn í sína hinstu langferð, – enn á
ný á ókunnar slóðir.
Ferðafrömuðinum Ingólfi bar ég
gæfu til að kynnast og starfa fyrir á
annan áratug, með íslenskum ferða-
mönnum erlendis. Það var sannarlega
lærdómsríkt. Hann var kröfuharður,
áræðinn, stundum erfiður í samskipt-
um, og vildi aðeins það besta fyrir far-
þega sína og sjálfan sig.
Hann réði mig til að bera ábyrgð á
nýjum áfangastað Útsýnar í Portú-
gal, eftir að ég hafði séð um starfsstöð
fyrirtækisins í Júgóslavíu sumarið
1982. Á suðlægum slóðum unnum við
Einar fyrir hann mörg sumur sem
fararstjórar og í allmörgum heims-
reisum. Glæsiferðir Heimsklúbbs
Ingólfs voru vinsælar hjá hópi fólks
sem lét ekki slíka ferð framhjá sér
fara. Í þeim voru nýjar, framandi og
fjarlægar slóðir kannaðar hvert haust
og mikill spenningur í lok hverrar
ferðar að fá að vita hvert skyldi haldið
að ári. Ógleymanleg lífsreynsla var að
vinna fyrir hann í þeim ferðum, þar
sem aðeins var boðið upp á það allra
besta á hverjum stað og allt það
markverðasta var skoðað.
Ingólfur kynnti fyrir mörgum Ís-
lendingum ævintýraheima sem þá
hafði ekki dreymt um að upplifa. Ing-
ólfi verð ég ævinlega þakklát fyrir öll
þau tækifæri sem ég fékk til að
ferðast með góðu samferðafólki
heimshorna á milli, kynnast óvenju-
legum stöðum og uppfræða fólk um
menningu og sögu í störfum fyrir fyr-
irtæki hans.
Með Ingólfi Guðbrandssyni er
genginn maður sem var þjóðsagna-
persóna í lifanda lífi og að vera honum
samferða gaf lífinu svo sannarlega lit.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Kynni okkar Ingólfs Guðbrands-
sonar hófust þegar ég hóf nám í
Kennaraskólanum haustið 1956. Við
áttum tónlist að áhugamáli og rætur
okkar beggja voru utan af landi, þar
sem tækifæri til undirstöðunáms í
tónlist voru ekki fyrir hendi. Ingólfur
var meðal kennara sem kenndu söng-
kennaraefnum. Hann hafði lokið
kennaranámi og aflað sér menntunar
í sínum fræðum og kynnti okkur nýj-
ungar í kennsluháttum. Þá þegar
hafði hann mjög fastmótaðar skoðan-
ir um söng og söngtækni, sem hann
hvikaði ekki frá alla sína starfsævi.
Hann gerði strangar kröfur um vönd-
uð vinnubrögð, sama að hvaða verk-
efnum var unnið.
Þó áherslan hjá Ingólfi lægi alltaf
fyrst og fremst á söngnum, enda
mannsröddin nærtækasta hljóðfærið,
lagði hann einnig mikla áherslu á að
kynna börnum alhliða tónlist frá öll-
um tímum. Um þetta leyti tók Ing-
ólfur við starfi námstjóra í söng- og
tónlistarfræðslu. Þar sem annars
staðar var hann stórtækur og gaf
meðal annars út bók fyrir söng-
kennslu í yngstu bekkjum barnaskól-
anna. Bókin heitir – 50 fyrstu söngvar
– og vakti athygli fyrir óvenjulegan
frágang. Hann fékk frábæra lista-
konu, Barböru Árnason, til að mynd-
skreyta bókina, sem var frekar fátítt
á þeim árum. Þetta leiddi til þess að
bókin varð dýr í framleiðslu og nokk-
uð þungur baggi fyrir fjárvana stofn-
un, Ríkisútgáfu námsbóka. Þessi litla
saga er dæmigerð fyrir líf og starf
Ingólfs. Allt skyldi vera gegnheilt og
vandað og hvergi kastað til höndum.
Eftir að ég lauk námi lágu leiðir
okkar aftur saman og nú í blönduðum
kór, sem starfaði í 30 ár. Kórinn var
framhald á starfi Ingólfs með nem-
endum úr Barnakór Laugarnes-skól-
ans og Barnamúsíkskólanum, að við-
bættum karlaröddum.
Barnamúsíkskólinn var í húsi Iðn-
skólans við Vitastíg og þar fékk kór-
inn aðstöðu til æfinga. Kórinn hélt
fyrstu tónleikana undir nafninu Pólý-
fónkórinn 9. apríl 1958. Á þessum ár-
um hóf Ingólfur líka afskipti af ferða-
málum og stofnaði Ferðaskrifstofuna
Útsýn. Starf Ingólfs með Pólýfón-
kórnum var samofið starfi hans að
ferðamálum. Hundruð kórfélaga og
hljóðfæraleikara nutu tónleikaferða
Pólýfónkórsins til útlanda og skipu-
lagning og útsjónarsemi hans brást
aldrei. Þessar ferðir voru sigurferðir
og kórinn fékk mjög góða dóma fyrir
flutning stórverka svo sem Messu í h-
moll eftir J.S. Bach og Messías Händ-
els.
Þess verður langt að bíða að ævi-
starf Ingólfs Guðbrandssonar verði
metið til fulls. Enginn sem ekki þekk-
ir til, jafnvel við sem störfuðum með
honum í 30 ár, gerir sér fulla grein
fyrir því þrekvirki sem hann vann,
hvort sem mælt er í vinnustundum
eða á þann mælikvarða sem heimur-
inn leggur á gæði og gildi listflutn-
ings. Síðustu árin voru honum erfið
vegna sjónarmissis, en andinn var sí-
starfandi. Meðal afreka hans voru út-
gáfur á broti af því efni sem til er hjá
útvarpinu svo sem Messu í h-moll og
fleiri verkum.
Ég þakka Ingólfi Guðbrandssyni
fyrir nærri 50 ára samstarf, sem aldr-
ei bar þá skugga á, að ekki rofaði til að
vörmu spori.
Guðmundur Guðbrandsson,
fyrrv. skólastjóri.
Nokkru eftir að Lífsspegill, ævi-
minningar Ingólfs Guðbrandssonar,
kom út var haft samband við mig og
ég beðinn um að hljóðrita lestur Ing-
ólfs á bókinni fyrir útvarpsstöð sem
var á höfuðborgarsvæðinu. Ég sam-
þykkti verkið og beið þess með nokkr-
um kvíða að Ingólfur mætti í hljóð-
verið. Fyrir mér var hann
þjóðsagnapersóna sem ég dáði. 10 ára
gamall hafði ég farið á tónleika með
Pólýfónkórnum sem hann stjórnaði í
Kristskirkju. Í minningunni var
hljómurinn í kórnum himneskur og
tónlistin sem hann flutti stórfengleg.
Þetta lagði m. a. grunninn að dálæti
mínu á Bach og fleiri tónskáldum frá
barokktímanum.
Þegar Ingólfur mætti í hljóðverið í
október árið 1990 tókumst við þétt í
hendur og lýstum því báðir yfir að það
væri okkur sannur heiður að hitta
hvor annan. Svo segir Ingólfur:
„Jæja. Við eigum að vinna saman.
Ég vil að þú vitir að rödd mín á að
hljóma umfram allt mjúk, þýð og
djúp“. Ég lofaði að gera hvað ég gæti
og átti ekki í neinum vandræðum með
rödd Ingólfs því að hún barst vel og
hljómmikil inn í hljóðnemann.
En þar með var ekki allt búið.
Hann hóf lesturinn og skreytti hann
með tónlist. Nokkuð sem engum út-
varpslesara hafði dottið í hug áður, að
hljóðskreyta það sem hann las.
Samvinna okkar Ingólfs varaði í
eina þrjá mánuði og þegar á leið var
það tilhlökkunarefni að hitta hann.
Hann var hafsjór af fróðleik og sagði
svo skemmtilega frá. Hann rakti fyrir
mér tilurð margra tónverka sem hann
notaði við lestur sinn og svo var ævi-
sagan skemmtileg og málfarið svo
myndrænt þegar hann lýsti landslag-
inu í Skaftafellssýslunum að það lá við
að það væri á köflum dulítið erótískt
og maður sá fjöllin og hafið og heyrði
fuglasönginn og vatnsniðinn í ám og
lækjum.
Við Ingólfur urðum vinir. Við höfð-
um samband öðru hverju og ég minn-
ist þess í eitt síðasta skiptið sem við
ræddum saman. Þá sagði hann mér
að sér væri mjög farin að förlast sýn.
„Svo að nú erum við í sama hópi og
það er kannski ekki svo ónýtt.“
Með Ingólfi er gengið stórmenni
sem var og vildi fara fremstur í flokki
hvar sem hann stóð og svo sannarlega
tókst honum það.
Blessuð sé minning Ingólfs Guð-
brandssonar.
Gísli Helgason,
blokkflautuskáld.
Heimurinn hefur breitt tónsvið og
það hefur einstaklingurinn líka, ef
notuð er sú líking að jafna mannshug-
anum við tónskalann. Vinur minn
Ingólfur Guðbrandsson, sem nú hefur
kvatt hina „fögru veröld“, sem hann
sjálfur kallaði samverustað okkar, var
einn þeirra manna sem náðu að stilla
saman strengi ólíkra menningar-
heima, hvort heldur var sífrandi
hljómurinn frá musterisbjöllum Taí-
lands, loftkenndur tónninn úr bamb-
usflautum frumskóga Brasilíu eða
seiðmagnað samspil gamelan-hljóm-
sveitanna á Balí. Líklega er hann víð-
förlastur allra Íslendinga sem uppi
hafa verið og sá, sem mest hefur lagt
á sig til að kynna fyrir löndum sínum
framandi siði og menningu. Ingólfur
leit á heiminn sem bók, „Heimsins
bók“, og vitnaði gjarnan í Ágústus
keisara máli sínu til stuðnings:
„Sá sem aldrei ferðast les aðeins
eina síðu í þessari bók.“
Það samferðafólk sem maður
kynnist á lífsleiðinni hefur misjöfn
áhrif á mann og skilur mismikið eftir
sig í minningunni. Af því samferða-
fólki sem ég hef kynnst á lífsleiðinni
er Ingólfur Guðbrandsson einn þeirra
sem upp úr standa. Hann líkti eitt
sinn lífsgöngu sinni við hindrunar-
hlaup. Eflaust hefur hann stundum
miklað fyrir sér þær hindranir, sem
honum fannst áform sín stranda á, en
þannig er það oft um menn sem eru á
undan sinni samtíð. Það er líka oft
auðveldara að fljóta undan með
straumnum en brjótast á móti, en
hann fékk baráttuna í vöggugjöf, eins
og hann orðaði það sjálfur. Hann
kvaðst hafa tekið hana í arf frá kyni
sínu, sem þekkti enga uppgjöf. Ýmsir
þeirra sem velja sér aðra leið en fjöld-
inn, af því að þeir skynja heiminn á
annan hátt og setja lífinu önnur tak-
mörk, verða skotspónar misskilnings,
fordóma og þegar verst lætur, for-
dæmingar. Ingólfur fékk vissulega að
finna fyrir þessu, en hann naut líka
virðingar fyrir störf sín, hvort heldur
var á sviði tónlistar eða sem braut-
ryðjandi í ferðaiðnaði Íslendinga. Ég
minnist hans sem hugsjónamanns
sem var fullur af eldmóði, en þó fyrst
og fremst fyrst sem manneskju með
sterkar tilfinningar, sem tók við
hverjum degi sem gjöf almættisins,
enda hafði hann eitt sinn á orði að lífið
væri eilíft undur þeim sem sjá, heyra
og finna til.
Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa
átt þess kost að kynnast manni á borð
við Ingólf Guðbrandsson. Honum
sjálfum þakka ég ánægjulegar sam-
verustundir, ekki síst í samræðum
undir fjögur augu, við tveggja manna
tal. Þær stundir verða mér ógleyman-
legar. Ég votta aðstandendum og ást-
vinum hans samúð mína.
Blessuð sé minning Ingólfs Guð-
brandssonar.
Sveinn Guðjónsson.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Ingólfur Guðbrandsson vann merkt brautryðjendastarf með Pólýfónkórn-
um. Á æfingu á Pólýfónkórnum og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói.