Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 ✝ Anna Andr-ésdóttir fæddist 21. desember 1919 að Bæ í Kjós. Hún lést á Landspítalanun við Hringbraut þann 8. apríl sl. Foreldrar hennar voru Andrés Ólafsson bóndi, f. 1868, d. 1931, og kona hans Ólöf Gestsdóttir, f. 1883, d. 1966. Hún fluttist með foreldrum sínum að Neðra-Hálsi í Kjós ár- ið 1922 og ólst þar upp við leik og störf í stórum systkinahópi, en börn Andrésar og Ólafar urðu 14 talsins og komust öll til manns utan eitt, sem dó ungt. Nú er Ásdís, systir Önnu, ein hópsins eftir á lífi. Anna lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 1936. 30. september 1939 giftist Anna Guð- mundi Árna Jónssyni frá Sogni í Kjós f. 30. september 1907, d. 19. mars 1989. Bjuggu þau í Reykja- vík síðan. Lengst af á Nönnugötu 7. Þau eignuðust fjóra syni: Þorberg f. 1940, Gunnar, f. 1944, d. 2002, Magnús, f. 1946, og Jón Árna, f. 1951, d. 1999. Barnabörnin eru tólf og þeirra börn orðin sautján. Útför Önnu fer fram frá Graf- arvogskirkju, föstudaginn 17. apríl 2009, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku amma. Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert skref hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið. Á beru svæði leita augu mín athvarfs. Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi mér eftir til fjærstu vega, gnæfði traust mér að baki. Horfið mitt skjól og hreinu, svalandi skuggar. Nú hélar kuldinn hár mitt þegar ég sef og hvarmar mínir brenna þegar ég vaki. (Hannes Pétursson.) Með þakklæti kveð ég þig. Erla Gunnarsdóttir. Enn ein fyrirmyndin í lífi mínu er látin. Anna Andrésdóttir var móður- systir mín og góð vinkona. Anna og Guðmundur bjuggu í kjallara á Baldursgötu fyrst þegar ég man eftir þeim. Í sama húsi bjuggu líka Ágústa systir hennar og fjöl- skylda. Það var mikill samgangur milli systranna fjögurra sem bjuggu í Reykjavík og við börnin þeirra nutum þess að eiga frænkur í sveitinni. Þær voru samhentar systurnar sex frá Neðra-Hálsi í Kjós. Þegar þau fluttu af Baldursgötunni fóru þau ekki langt. Þau settust að á Nönnugötu og var því enn styttra fyr- ir mig að fara til Önnu og strákanna. Til hennar var gott að koma og hún leysti úr ýmsum vanda Önnu var margt til lista lagt. Hún var lengst af heimavinnandi húsmóð- ir. Hún annaðist velferð eiginmanns og sona. Hún var flink við matreiðslu, hélt röð og reglu, þvoði þvotta og þreif. Hún sneið, saumaði og prjón- aði. Mér er þetta sérstaklega minn- isstætt, og mér fannst Anna bera af í fjölhæfni og velvirkni. Anna gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og eignaðist þar vinkonur sem hittust reglulega og nutu þess að vera saman meðan þeim entist líf og heilsa. Á Nönnugötunni var að nokkru sambýli á sömu hæð þó um tvö heimili væri að ræða. Lengi var þar einn inn- gangur og sameiginlegur gangur. Þarna bjuggu líka Pétur Magnússon og Ólafía dóttir hans. Anna og Ólafía voru systkinabörn. Anna og Guðmundur tóku á sínum tíma þátt í félagsstarfi Átthagafélags Kjósverja. Hún hélt góðu sambandi við sveitunga sína. Mörgum þótti sjálfsagt að koma við hjá Önnu þegar farið var í bæinn og aðrir gerðu sér sérstaka ferð á Nönnugötuna. Anna hafði einstakt lag á að taka á móti fólki, hlusta og sýna áhuga þeim sem sátu hjá henni hverju sinni. Oft var mikill erill á ganginum. Einn að koma, annar að fara, fólk að drekka kaffi og tala saman, og þarna voru krakkar að leik, spegill, lítil kommóða og grænn vasi. Þegar synirnir voru vaxnir úr grasi fór Anna að vinna í mötuneyti á Lauf- ásborg og síðan á Grensásdeild og Borgarspítala. Hún var komin nær sextugu þegar hún keypti sér bíl og fór að keyra. Þegar ég varð fullorðin komst ég að því að ef mig langaði að vita eitt- hvað um skyldmenni mín var best að leita til Önnu. Hún var í góðu sam- bandi við frændfólk sitt. Hún hringdi ef henni fannst of langt liðið frá því að hún hafði heyrt í mér. Umhyggja hennar var notaleg. Fyrir nokkrum árum sagði Anna við mig að sér fyndist hún hafa verið gæfusöm. Þá var heilsan verulega farin að gefa sig og hún búin að missa Guðmund og tvo syni þeirra og ég vissi að það hafði tekið mikið á hana. Svona var hún, stillt og æðrulaus, Anna Andrésdóttir kjörkuð, sjálfstæð og ráðagóð. Húnvar líka glaðlynd og gerði oft góðlát- legt grín að sjálfri sér og fannst betra að sjá það spaugilega við aðstæður en að fjargviðrast yfir stöðunni. Hún flutti á Litlu-Grund þegar henni fannst kominn tími til. Hún var sjálfri sér nóg og undi sér vel. Þegar lífi Önnu móðursystur minn- ar er lokið er mér efst í huga virðing og þakklæti og þeim sem sakna henn- ar sendi ég samúðarkveðjur. Hólmfríður Pétursdóttir. Anna Andrésdóttir vinkona mín, áður búsett á Nönnugötu 7, Reykja- vík, lést þann 8. apríl sl. nærri því 90 ára að aldri. Við og fjölskyldur okkar áttum heima í sama húsi nærri því samfellt frá 1944 til 1973, í 29 ár. Anna, sem var gift Guðmundi Jóns- syni, var flutt á efri hæðina áður en foreldrar mínir fluttu á jarðhæðina. Þá var ég þriggja ára og hún hafði þá eignast sinn elsta son, Þorberg, sem er um það bil einu ári eldri en ég. Ein- ar bróðir minn fæddist 1944 og um svipað leyti eignaðist Anna annan son sinn, Gunnar, sem lést fyrir nokkrum árum. Foreldrar mínir eignuðust Pét- ur bróður minn 1947 en Anna eign- aðist Magnús um svipað leyti. Sólrún systir mín fæddist 1953 og Jón yngsti sonur Önnu og Guðmundar fæddist um svipað leyti. Bogi bróðir minn fæddist 1959 eftir að foreldrar mínir fluttu í nýbyggt hús að Brekkugerði 10. Þegar ég og eiginkona mín, Guð- rún R. Þorvaldsdóttir, komum heim eftir nám í Danmörku fluttum við aft- ur á jarðhæðina á Nönnugötu 7 og bjuggum þar ásamt okkar dætrum í 5 ár. Anna Andrésdóttir bjó alla tíð á Nönnugötunni alveg þangað til hún flutti fyrir nokkrum árum á elliheim- ilið Grund við Hringbraut. Á Nönnu- götu 7 var mikið fjör framundir 1960. Þar bjuggu fjórar fjölskyldur, nærri 20 manns. Foreldrar mínir á jarðhæð með fjögur börn. Á jarðhæðinni var einnig Pétur Magnússon trésmiður, aðaleigandi hússins, með trésmíða- verkstæði. Þar vann einnig Guð- mundur Jónsson, eiginmaður Önnu, að hluta til. Pétur og Guðmundur áttu saman allt húsið. Á aðalhæð hússins voru tvær íbúðir með sameiginlegt stórt hol. Þar bjuggu Anna og Guð- mundur með fjóra stráka, einnig Pét- ur og Ólafía dóttir Péturs. Ólafía var alltaf kölluð Lóa frænka, mikil sóma- kona og einkavinur allra í húsinu og afkomenda þeirra, allt þar til hún lést fyrir nokkrum árum. Í risíbúð húss- ins bjuggu Gróa og Guðmundur Magnússon ásamt 2 dætrum. Anna og Lóa frænka, sem bjuggu á aðalhæðinni, höfðu lag á að koma hlutunum þannig fyrir að allir væru sáttir og aldrei bar skugga á sam- skipti barna, unglinga og fullorðinna í húsinu. Á jólum og við önnur hátíðleg tækifæri söfnuðust allir í húsinu sam- an hjá þessum heiðurskonum og þær nutu þess að bera fram góðgæti í mat og drykk. Ég minnist Önnu Andrésdóttur frá Hálsi í Kjós með mikilli hlýju. Hún var einstök kona, hjálpsöm, mikill persónuleiki og víðlesin. Hún hafði útskrifast frá gamla Kvennaskólan- um og unni mjög íslenskri tungu. Hún hafði lag á að innprenta rétt mál- far í okkur unglingana í húsinu eig- inlega án þess að við tækjum eftir að- finnslum. Hún las mikið og fylgdist ævinlega vel með öllu sem var að ger- ast. Hún var lagin í höndum og sat oft við saumavél. Engum hef ég kynnst sem leysti krossgátur og myndasögur eins fljótt og Anna. Nú er þessi góða kona, Anna Andr- ésdóttir, látin. Ég færi henni þakkir fyrir áralanga vináttu. Eftirlifandi afkomendum hennar og þeirra fjölskyldum votta ég mína dýpstu samúð. Magnús Siguroddsson ✝ Frans Magnússonfæddist í Búda- pest í Ungverjalandi 27. maí 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Magyar Fe- renc og Magyar Emelia, þau eru bæði látin. Frans kom úr stórum systkinahóp, þau voru 11 talsins. Hann kom til landsins sem flóttamaður 24. desember 1956 og hefur verið búsettur hér síðan. Börn Frans eru: 1) María Jós- efsdóttir, f. 9.9. 1958, húsmóðir, í sambúð með Ingólfi Guðbrandssyni málmiðnaðarmanni, f. 25.2. 1969. Þau eiga 4 börn, einnig á hún 4 börn frá fyrri sambúð. 2) Valdís Hildur Fransdóttir, f. 6.7. 1976, leiðbeinandi við Grunnskólann í Sandgerði, í sambúð með Atla Þór Karlssyni sjómanni, f. 16.11. 1979. Þau eiga 2 dætur. 3) Emelía Elín Fransdóttir, f. 30.4. 1986, í sambúð með Hafþóri Atla Hallmundssyni, f. 23.9. 1981. Þau eiga eina dóttur. Eftirlifandi eig- inkona Frans er Elín Jónasdóttir, f. 18.7. 1945 í Öxney á Breiðafirði, fyrrver- andi stuðnings- fulltrúi. Þau giftu sig árið 1986. Foreldrar Elínar voru hjónin Jónas Jóhannsson og Ingigerður Sig- urbrandsdóttir, bæði ættuð úr Breiðafirð- inum. Frans og Elín áttu saman eina dóttur, Emelíu El- ínu, fyrir átti Elín tvo drengi. Þeir eru: 1) Sigurbrandur, f. 29.8. 1966, kvæntur Rannveigu Jóhannsdóttur, f. 28.5. 1976, og eiga þau saman 2 dætur. 2) Bjarki, f. 23.3. 1972, kvæntur Sólveigu Þorleifsdóttur, og eiga þau 4 börn. Frans stundaði sjómennsku í 40 ár á ýmsum fiskiskipum, síðast á Má frá Ólafsvík þar sem hann lét af störfum árið 1996 vegna slyss. Útför hans fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 17. apríl, kl. 14. Ég vil minnast Fransa míns með örfáum orðum og þakka honum fyrir öll árin sem við áttum saman. Allar stundirnar sem við dunduðum við hestana og kindurnar. Meðan þú varst á sjónum hlökkuðum við öll til þegar þú kæmir heim. Og svo verð ég að minnast í lokin smalamennskunnar þinnar á haustin þegar þú fórst hátt upp í fjöll, þá var „Drengurinn“ léttur á fæti. Ég kveð þig með sárum söknuði, elsku vinur og félagi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín eiginkona, Elín (Ella). Jæja, elsku pabbi. Þá er komið að því að kveðja. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og góðu stundirn- ar sem við áttum saman. Allir reið- túrarnir sem við fórum saman á Fjöður og Rauðstjörnu, svo man ég vel þegar við týndum henni Tinnu okkar þegar við vorum á leið heim frá hesthúsunum. Hún fékk að hlaupa með bílnum en svo kom þoka og hún týndist í henni, en þú fannst hana mér til mikillar ánægju. Þú varst svo montinn af Elínu Björk þegar hún kom í heiminn, þér þótti svo gaman að hitta hana. Síð- ustu vikurnar og dagana áður en þú kvaddir okkur vorum við dugleg að koma í heimsókn, bæði heim til ykk- ar mömmu og síðan á sjúkrahúsið. Þú varst alltaf svo ánægður og kátur að hitta og sjá hana Elínu Björk. Þér fannst svo gaman að spjalla og leika við hana, skemmtilegast fannst þér þegar hún brosti yfir því sem þú sagðir eða gerðir. Þú munt alltaf lifa í minningu okk- ar, elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Kveðja, þín dóttir Emelía Elín, Hafþór og Elín Björk. Elsku pabbi, nú er komið að ákveðnum leiðarlokum í lífinu en taugin á milli okkar; á hana verður ekki klippt, hún er eilíf. Að þú mund- ir fara frá okkur svo snögglega hafði mig ekki grunað. Það er svo margt sem við áttum eftir að gera, ég átti eftir að fara með þér til Ungverja- lands og sjá hvar þú fæddist og ólst upp. Við höfðum oft talað um það að fara en aldrei látið verða af því og nú er það orðið of seint. Eins fékkstu ekki tækifæri til að leiða mig upp að altarinu en ég veit að þú verður með mér þar þegar að því kemur. En ég á líka margar góðar minningar frá því þegar við skemmtum okkur saman þegar ég var yngri. Ég gleymi því aldrei þegar við bjuggum í Grund- arfirði og þú labbaðir með mig upp á Brjóst (fjallið) með rauðu stóru snjó- þotuna mína. Við renndum okkur svo saman niður, alla leið niður í fjöru og hlógum alla leiðina niður. Svo voru það allar veiðiferðirnar sem við fór- um í upp í Hraunsfjörð. Þú hélst á öllu veiðidótinu, mér og svo náttúr- lega öllum aflanum sem var ekki lítill því að þú vissir um alla bestu staðina og passaðir alltaf upp á það að ég fengi að draga stærsta fiskinn að landi. Eitt skiptið þegar við vorum búin að vera veiða allan daginn og það átti að fara að halda heim á leið þá var komin svo mikil þoka að það tók alveg klukkutíma að finna bílinn þá varstu með mig á háhest, veiði- dótið og Trítill hundurinn okkar þá labbaði á eftir okkur. En aldrei varð ég hrædd því ég trúði því alltaf að hann pabbi minn mundi finna bílinn. Þér þótti alltaf gaman að tala og segja mér frá því þegar þú varst lít- ill, ég man alltaf eftir því þegar þú varst að segja mér sögur af því þegar þið bræðurnir voruð að næla ykkur í ber í garðinum hjá nágrannanum ykkar, honum til mikillar mæðu en þið náðuð alltaf hlaupa í burtu. Það var svo gaman að sjá hvað þú varst ánægður þegar litlu afastelp- urnar þínar fæddust, þær Hildur Helma, f. 2002, og Sara Mist, f. 2006. Svo sagðir þú við mig: Svo kemur strákurinn næst, og brostir. Hildi Helmu finnst alltaf svo gaman að fara til Frans afa og fara á hestbak og skoða kindurnar. Söru Mist finnst meira gaman að því að koma og leika við hundana og skamma þá aðeins. En elsku pabbi, þín verður sárt saknað, ég veit að þér líður vel núna og ert eflaust farinn að smala ein- hverjum rollum og hlaupa um fjöll og firnindi. En það er alltaf sárt að þurfa að kveðja. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Saknaðarkveðjur, þín dóttir, Valdís. Elsku Frans. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. ( Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allar samverustundirnar og góðu sögurnar. Hvíldu í friði. Þinn tengdasonur, Atli Þór. Fyrstu kynni mín af Frans urðu fyrir 24 árum síðan, þegar hann og móðir mín fóru að draga sig saman. Frans bjó í Grundarfirði og mamma í Stykkishólmi, og um haustið flutti mamma til hans á Grundargötuna. Frans tók mér strax eins og syni. Í þá daga voru samgöngur milli þétt- býlisstaðanna á Snæfellsnesinu ekki eins góðar og í dag, svo ferðirnar voru stopular út eftir í fyrstu. Síðar fluttu þau í Þorlákshöfn og þaðan svo á Akranes 1995. Þegar við fluttum svo á Akranes í lok árs 2002, end- urnýjuðust kynnin til muna, og þá varð maður meira var við glaðværð- ina og léttleikann sem fylgdi þessum ljúfa manni. Frans var sjómaður nánast allan sinn starfsaldur, eða þar til hann var fyrir slysi síðla árs 1995. Vegna þess varð hann að láta af sjómennsku að mestu leyti, en hin síðari ár var hann farinn að grípa í að beita, róa á grásleppu, og leysa af á sæbjúgum. Það var sem lífskraftur- inn endurnærðist aftur við þetta og svo stóð alveg þangað til hin skæði sjúkdómur lagði gamla togarajaxl- inn að velli á mjög stuttum tíma. Dætrum sínum og dætrabörnum var Frans mikill faðir og afi. Það sama gilti um okkur stjúpbörnin. Væri eitthvað um að vera, skírn eða af- mæli, mætti Frans alltaf uppstrílað- ur í sínu fínasta pússi, brosandi út að eyrum og fagnaði með okkur. Alltaf var hann boðinn og búinn að hjálpa. Eitt af hans áhugamálum var bú- skapur og komu þau sér upp hross- um og kindum. Frans hafði mikið gaman af smalamennsku og skaut flestum jafnöldrum sínum langan ref fyrir rass í þeim efnum. Hann hafði svo gaman af að segja frá þeim æv- intýrum sem hentu við smölunina. Svo áhugasamur og kappsamur, var Frans Magnússon Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Elsku afi, við söknum þín. Hvíldu í friði. Þínar afastelpur, Hildur Helma og Sara Mist. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.