Morgunblaðið - 24.04.2009, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. A P R Í L 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
109. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«MÖRG ANDLIT EVU
DÚKKAR ÓVÆNT UPP OG
DAÐRAR VIÐ LISTGYÐJUNA
«HEIMSÆKJA SVEITINA
HÚSDÝRASKÓLI
FYRIR BÖRNIN
sex saman í p
akka
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
S
A
45
86
1
04
/0
9
Sérblað um
Heimili og Hönnun
fylgir Morgunblaðinu í dag
ÞAÐ myndi skila íslenskum heim-
ilum, fyrirtækjum og íslenska rík-
inu og sveitarfélögum lækkun
vaxtagjalda sem nemur 228 millj-
örðum króna á hverju ári, ef
vaxtakjör bötnuðu um þrjú pró-
sentustig við Evrópusambandsað-
ild. Þetta kemur fram í útreikn-
ingum sem Þórður Magnússon,
stjórnarformaður Eyris Invest,
lét gera og sendir voru til Sam-
taka iðnaðarins og Samtaka at-
vinnulífsins (SA) að loknum aðal-
fundi SA. | 14
Vaxtaávinningur af ESB-aðild
228 milljarða lækkun
Morgunblaðið/Ómar
Banki Stýrivextir Seðlabanka
Íslands eru nú 15,5 prósent.
KATRÍN Tinna Magnúsdóttir var í hópi þeirra Akureyringa sem gerðu sér
glaðan dag við Minjasafnið í gær í tilefni sumarkomunnar. Margir þáðu
lummur og kakó, fóru í pokahlaup, léku sér að legg og skel eða blésu sápu-
kúlur. Katrín Tinna hafði mest gaman af að kríta á stéttina. Sumarið kom á
réttum tíma en spennandi verður að sjá hve lengi það stendur við í ár.
Sumarið komið til Akureyrar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
FYLGISHRUN Sjálfstæðisflokksins
meðal karlkyns kjósenda gæti or-
sakað að svokallað kynjabil í kosn-
ingum lokaðist næstum. Kynjabilið
hefur lýst sér þannig að konur hafa
frekar kosið vinstriflokka og karlar
hægriflokka allt frá því snemma á
níunda áratugnum, þegar Kvenna-
listinn bauð fyrst fram. Kynjabil í
kosningum hefur verið mjög breitt
hér á landi og var 7,2% árið 2007.
Samkvæmt niðurstöðum nýjustu
könnunar Capacent Gallup fyrir
Morgunblaðið og RÚV er þetta bil
nú 2,7%. Stjórnmálafræðingur seg-
ir það vera hugsanlega ástæðu að
karlavígi í atvinnulífinu hafi orðið
verst úti í efnahagshruninu. | 4
Kynjabil í kosningum lokast
!
"
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins (ESB) leggur til
stóraukna valddreifingu og breytt
ákvarðanatökuferli í „grænbók“,
skýrslu um sjávarútvegsstefnu sam-
bandsins, sem birt verður í dag.
Hingað til hefur fiskveiðistjórnun-
arkerfi ESB sætt mikilli gagnrýni
fyrir að allt vald innan þess liggi í
Brussel, hjá ráðherraráðinu, og eng-
inn greinarmunur sé gerður á
grundvallarreglum þess annars veg-
ar og framkvæmdarreglum hins veg-
ar. Fiskveiðum sé stjórnað niður í
minnstu smáatriði úr æðstu valda-
stöðum. Nú stingur framkvæmda-
stjórnin hins vegar upp á að þessu
verði umturnað og vald framselt til
hennar og aðildarríkjanna um ýmis
mál. Framkvæmdastjórnin geri til-
lögur við ríkin, sem hafi vald til að
samþykkja þær eða hafna þeim.
Framseljanleg réttindi
Einnig leggur framkvæmda-
stjórnin til að róttækum aðgerðum
verði beitt til að minnka hinn of-
vaxna fiskiskipaflota ESB og ná tök-
um á fiskveiðistjórninni, sem verið
hefur eitt helsta bitbein Evrópuum-
ræðunnar hérlendis. „Notkun mark-
aðstækja eins og framseljanlegra
veiðiréttinda gæti verið hagkvæmari
og ódýrari leið til að draga úr offjár-
festingu og leið sem sjávarútvegur-
inn sjálfur þyrfti að taka meiri
ábyrgð á,“ segir í skýrslunni, sem
Morgunblaðið hefur undir höndum.
Rétturinn til nýtingar og ábyrgðin á
góðri umgengni þurfi að fara saman.
Tillögurnar eru að hluta til að ís-
lenskri fyrirmynd.
Valdinu dreift
í sjávarútvegi
Framkvæmdastjórn ESB vill fiskveiði-
stjórnun að íslenskri fyrirmynd að hluta
Í HNOTSKURN
»Framkvæmdastjórninefast um regluna um hlut-
fallslegan stöðugleika, sem
mælir svo fyrir að ríki skuli
halda hlutdeild sinni í heildar-
aflamarki ESB á milli ára.
»26 aðildarríki af 27 eruhins vegar mótfallin því að
hrófla við reglunni og er hún
því talin standa óhögguð nú
sem fyrr.
Gylfi Magn-
ússon við-
skiptaráðherra
segir það ekki
rétt hjá Sig-
mundi Davíð
Gunnlaugssyni,
formanni Fram-
sóknarflokksins,
að mat á eignum
gömlu og nýju
bankanna gefi
verri mynd af stöðu mála en talað
var um í upphafi. Vinnan við verð-
mat sé á lokastigi en ekkert liggi
ljóst fyrir enn. »4
Misskilningur að staðan sé
miklu verri en talið var
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
„Vindorka keppir ekki í verði við
þessar virkjanir sem við höfum ver-
ið að byggja, jarðvarma og vatns-
orku,“ segir Guðni A. Jóhannesson
orkumálastjóri. Slík orka er yf-
irleitt kröftuglega niðurgreidd í
öðrum löndum. Kolbrún Halldórs-
dóttir umhverfisráðherra vill vind-
orkunýtingu í stað olíuvinnslu á
Drekasvæðinu. »6
Niðurgreidda vindorku í
stað olíuvinnslu úti á hafi
Ætla má að útflutningsverðmæti
kolmunnaafla þessa árs sé á fjórða
milljarð króna. Sl. miðvikudag
hafði verið landað ríflega 82 þús-
und tonnum af þeim 92 þúsund
tonnum sem heimilt er að veiða í ár.
Nokkur skip eru búin með kvóta
sinn en önnur ætla að treina hann
fram í maí. HB Grandi skoðar nú
hvort hægt verður að veiða laxsíld-
artegundir frá lokum kolmunna-
vertíðar og þangað til síld- og mak-
rílveiðar hefjast í júlí. »18
Kolmunninn gefur milljarða