Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009
Bæjarlind 6 sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
Komnar aftur
Ermar á 7.900 kr.
Margir litir
Bók um reynslu átta Íslendinga
af því að eiga ástvin með
Alzheimerssjúkdóm
Pantanir hjá Bjarmalundi,
ráðgjafastofu í símum:
568-4011 eða 895-9737
Einnig má senda fyrirspurnir
á www.bjarmalundur.is
Bjarmalundur
Ráðgjafastofa um Alzheimer og öldrun
Smiðjuvegi 11 (gul gata) Kópavogi.
LAGER
HREINSUN
föstudag 11-18 - laugardag 11-18 - sunnudag 13-18
Skór á alla fjölskylduna
vegna flutninga
á Smiðjuvegi 11 (gul gata) Kópavogi
Opnunartími
FRÁBÆR VE
RÐ!
Hverfisgötu 6 • 101 Reykjavík • sími 562 2862
Stærðir 42-54
VOR – SUMAR 2009
KYNNINGARDAGAR
24. apríl - 2. maí
15% KYNNINGARAFSLÁTTUR
„ÞAÐ ERU opnar þrjár leiðir fyrir
nýjar vörur á markað. Annaðhvort
ertu með mestu gæðin, lægsta verðið
eða fyrstur á markað. Í þessu tilfelli
teljum við okkur bæði vera fyrsta á
markað og hugsanlega með mestu
gæðin,“ segir Kjartan Örn Sigurðs-
son, forstjóri Egilsson hf., um þá
ákvörðun að hefja sölu á sérhönn-
uðum töskum fyrir evrur í versl-
unum Office 1.
Taskan er eingöngu seld í evrum
og er verðmiðinn 129 evrur.
„Evruumræðan tengist okkur auð-
vitað. Við í Egilsson hf. sem rekum
Office 1-verslanirnar erum meðlimir
í Samtökum verslunar og þjónustu
og Samtökum atvinnulífsins, og höfum þá trú í okkar
röðum að evran sé besti kosturinn fyrir íslenskt þjóð-
félag. Við erum innflutningsfyrirtæki þannig að undir
rós erum við að styðja þá umræðu
með þessu framtaki,“ segir Kjartan
Örn.
Evran myndi breyta miklu
Aðspurður hvaða áhrif hann telji
evruupptöku mundu hafa á rekst-
urinn segir Kjartan Örn: „Það
myndi breyta miklu fyrir reksturinn
á fyrirtækinu. Það myndi skapa
stöðugleika, bæði fyrir okkur sem
innflytjendur, og stöðugleika fyrir
kaupendur á ritföngum og skrif-
stofuvörum í landinu, enda fengist
meiri stöðugleiki í verðlagi.“
Hvað snertir markaðinn fyrir
evrutöskuna hér á landi kveðst
Kjartan Örn eiga von á góðri sölu, hann vænti þess að
hún verði uppseld fyrir alþingiskosningarnar á laug-
ardag. baldura@mbl.is
Evruáróður undir rós
Office 1 hefur hafið innflutning á evrutösku sem verður
aðeins seld í evrum Tengist umræðunni um aðild að ESB
SÁÁ hefur hlotið styrk til að koma
upp eftirmeðferðarstarfi fyrir ung-
menni. Ásta R. Jóhannesdóttir, fé-
lagsmálaráðherra, afhenti styrk-
inn. Hann er ætlaður fyrir
ungmenni að 18 ára aldri sem eru
að koma úr áfengis- eða vímuefna-
meðferð. Styrkurinn er 10 milljónir
króna og er tekinn af fjárveitingu
ráðuneytisins til vímuvarna.
SÁÁ fær 10 millj-
óna króna styrk
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞETTA ER verkefni sem er búið
að vera í bígerð hjá samfélagi Kan-
adamanna af íslenskum ættum í
mörg ár en það vantar verulega hús-
næði undir samkomuhald í Gimli.
Samfélagið heldur þar Íslend-
ingadaginn, kvikmyndahátíð og aðra
viðburði en á ekki sal sem rúmar
fleiri en 250 manns,“ segir Sigurður
Harðarson, arkitekt hjá Batteríinu,
um fyrirhugað samvinnuverkefni
fyrirtækisins um hönnun fjölnota
samkomuhúss í Gimli í Kanada.
Bæjarfélagið hefur veg og vanda
af framkvæmdinni en það hefur
ákveðið að hönnun mannvirkisins
verði á herðum Batterísins og kan-
adísku arkitektastofunnar George
Cibinel Architects og segir Sigurður
verkefnið eiga sér aðdraganda.
„Bæjarfélagið hefur verið að
safna fyrir framkvæmdinni í mörg
ár og nú virðist allt koma heim og
saman hjá því, þannig að það er að
reyna að hrinda þessu af stað. Í gróf-
um dráttum er ráðgert að þarna rísi
sundmiðstöð með innisundlaug,
vatnsleikjabrautum, líkamsrækt-
arstöð og öðru slíku. Síðan er bæj-
arfélagið að leita eftir því að þarna
rísi fjölnotasalur með flötu gólfi með
áhorfendabekkjum sem nota má
sem fundarsal, leikhús eða undir
sýningarhald.“
Ágæt búbót á erfiðum tímum
Að sögn Sigurðar er verkefnið
ágæt búbót fyrir Batteríið í erfiðu
árferði en í fyrsta áfanga reiknar
hann með að tveir íslenskir og jafn-
margir kanadískir arkitektar komi
að því. Þegar frumdrögunum sé lok-
ið og verkefnið komið á næsta stig
muni 4 til 5 arkitektar í hvoru landi
hafa fullt starf af hönnuninni.
Inntur eftir stærð mannvirkisins
segir Sigurður enn óákveðið hver
endanleg stærð þessu verður,
ákvörðun um það sé verkefni fyrsta
áfanga. Kostnaðaráætlun hljóði upp
á 1.575 til 2.100 milljónir íslenskra
króna á núverandi gengi.
Fjármögnuninni sé ekki lokið og
því muni nánari áætlanir ekki verða
gerðar fyrr en framkvæmdaféð ligg-
ur fyrir. Gangi núverandi áætlanir
hins vegar eftir muni hönnuninni
ljúka á næsta ári. Í kjölfarið fari í
hönd eins til tveggja ára fram-
kvæmdatími, allt eftir umfanginu.
Ljóst sé að ætlunin sé að mann-
virkið verði miðstöð bæjarins og
Vestur-Íslendinga almennt.
Búbót í kreppunni
Batteríið tekur þátt í hönnun sam-
komuhúss Íslendingafélagsins í Gimli
Morgunblaðið/Kristinn
Gimli Er við Winnipeg-vatn og þar
búa margir afkomendur Íslendinga.
Í HNOTSKURN
»Á milli 5.000 og 6.000manns eru búsettir í Gimli
í Kanada yfir veturinn og
fjölgar íbúunum í allt að
12.000 yfir sumartímann.
» Í landinu öllu er að finna ámilli 200.000 og 300.000
manns af íslenskum ættum.
GUÐNÝ Kristmannsdóttir mynd-
listarkona og Björn Þórarinsson
tónlistarmaður fengu í gær starfs-
laun listamanna á Akureyri 2009-
2010. Hátt í 20 umsóknir bárust.
Guðný og Björn hafa bæði starfað
að list sinni í fjölda ára og munu
sinna listinni sem bæjarlistamenn í
sex mánuði hvort.
Friðbjarnarhús, sem stendur við
Aðalstræti 46, fékk viðurkenningu
Húsverndarsjóðs Akureyrarbæjar
og tóku þeir Gunnar Lórenzson,
Guðmundur Magnússon og Árni
Valur Viggósson á móti viðurkenn-
ingunni en þeir hafa lagt mikið á
sig við endurbætur á húsinu. Bygg-
ingarlistaverðlaun Akureyr-
arbæjar voru að þessu sinni veitt
fyrir breytingar á eldra húsnæði.
Verðlaunin fékk verslunin Ey-
mundsson-Penninn við Hafn-
arstræti 91-93. Þá fékk Sigurður
Heiðar Jónsson viðurkenningu
Menningarsjóðs fyrir framlag til
menningar og lista í bænum.
Guðný og Björn
bæjarlistamenn