Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
VERULEGA hefur dregið úr ofbeldi
í Írak á liðnu ári en í gær varð mesta
mannfall í landinu í 14 mánuði. Tvær
sjálfsmorðssprengingar felldu allt að
78 manns og særðu aðra 120. Önnur
sprengingin varð norðaustur af Bag-
dad og hin í rólegu íbúðahverfi í suð-
austurhluta Bagdad.
Röð vel skipulagðra sjálfsmorðs-
árása hefur átt sér stað í Írak að
undanförnu. Það hefur vakið ótta um
að hópar uppreisnarmanna eflist nú í
ljósi þess að Bandaríkjaher mun
byrja að draga sig út úr borgum
landsins í lok júní, en stefnt er á að
herinn verði farinn úr landinu árið
2011.
Deildar meiningar eru um hvort
sú áætlun standi. En samkvæmt ný-
legum skýrslum bandaríska varn-
armálaráðuneytisins hefur lækkandi
olíuverð m.a. átt þátt í að hægja á
möguleikum íraskra öryggissveita til
að starfa á eigin vegum og halda
uppi baráttunni gegn uppreisn-
arhópum.
Allra varna er þó þörf því upp-
reisnarmenn úr röðum súnníta hafa
lýst því yfir að þeir muni fjölga árás-
um á bandarískt herlið og banda-
menn þeirra úr stjórn landsins sem
er í höndum sjíta.
Mikilvægum áfanga náð?
Í kjölfar árásanna í gær tilkynnti
íraski herinn að leiðtogi uppreisnar-
manna í Írak hefði verið handtekinn.
Maðurinn sem um ræðir er Abu Om-
ar al-Baghdadi sem er sagður vera
leiðtogi hópsins Íslamska lýðveldið
Írak. Reynist fullyrðing Írakshers
um handtöku Baghdadis á rökum
reist gæti það verið mikilvægt skref í
að stemma stigu við sjálfsmorðs-
árásum.
Íslamska lýðveldið Írak er regn-
hlífarsamtök uppreisnarhópa sem
berjast gegn Bandaríkjaher og
Íraksher og sverja hollustu við
Osama bin Laden. Tilkynnt hefur
verið ranglega um handtöku eða
andlát Baghdadis nokkrum sinnum í
gegnum tíðina en árið 2007 sagði
talsmaður Bandaríkjahers að Bag-
hdadi væri ekki til, hann væri upp-
spuni.
Samkvæmt tölum sem AP-
fréttastofan hefur frá íröskum yf-
irvöldum hafa í það minnsta 87.215
Írakar látist í ofbeldisverkum frá
árinu 2005 og yfir 110.000 hafa látist
frá því að Íraksstríðið hófst árið
2003. Þá eru ótaldar þær þúsundir
sem er saknað og almennir bogarar
sem hafa verið grafnir án tilkynn-
ingar til yfirvalda.
Mun ofbeldisaldan vaxa á ný?
Mesta mannfall í marga mánuði varð í tveimur sjálfsmorðsárásum sem gerðar voru í Írak í gær
Óttast er að uppreisnarmenn eflist nú þegar bandarískt herlið undirbýr brottflutning sinn frá landinu
Reuters
Árás Stúlka grætur á staðnum þar sem sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi
sig í Bagdad í gær og varð rúmlega 30 manns að bana en margir særðust.
LÍTILL vafi virðist leika á því hver
verður næsti forseti Suður-Afríku
en útlit er fyrir að Afríska þjóð-
arráðið (ANC) vinni stóran sigur í
þingkosningum landsins. Enn er þó
á huldu hver forsetafrúin verður.
Einkalíf Jacob Zuma, forseta
ANC, hefur löngum þótt skrautlegt
en hann hefur átt fjölda eig-
inkvenna í gegnum tíðina. Ein
þeirra er látin og hann hefur skilið
við enn eina þeirra.
Eftir standa Sizakele Khumalo,
fyrsta eiginkona hans sem hann
kvæntist árið 1973 og Nomp-
umelelo Ntuli, sem er öllu yngri, en
Zuma kvæntist henni í fyrra.
Þar að auki er talið að Zuma hafi
gifst á ný í janúar, konu að nafni
Thobeka Mabhija. Talið er að Zuma
eigi allt að 18 börn með eiginkonum
sínum.
Fer ekki í felur með fjölkvænið
„Margir stjórnmálamenn eiga sér
hjákonur og börn sem þeir fela til
að þykjast vera einkvænismenn. Ég
vil vera opinskár. Ég elska kon-
urnar mínar og er stoltur af börn-
unum mínum,“ segir Jacob Zuma
þegar fjölmiðlar spyrja hann um
ástæður fjölkvænisins.
Nompumelelo Ntuli var við hlið
Zuma þegar hann greiddi atkvæði í
kosningunum á miðvikudag en hún
hefur tekið nokkurn þátt í kosn-
ingabaráttu ANC og notið hylli.
Sizakele Khumalo þykir hlédræg-
ari og hefur í áratuga hjónabandi
með Zuma lítið haft sig í frammi
opinberlega en þykir líklegust til að
verða opinber vegna stöðu sinnar
sem fyrsta eiginkonan.
Fjölkvæni er löglegt í S-Afríku
en sífellt færri ungir menn velja
þann kost þar sem það þykir gam-
aldags og dýrt. jmv@mbl.is
AP
Hjón Zuma dansar við Ntuli í brúð-
kaupi þeirra á síðasta ári.
Aðeins ein
forsetafrú?
BANDARÍSK kona slapp með
skrekkinn þegar byssukúla end-
urkastaðist af vír í brjóstahald-
aranum hennar. Að sögn lögregl-
unnar í Detroit í Bandaríkjunum
skaut innbrotsþjófur að konunni
þar sem hún horfði á hann ræna
húsið við hliðina ásamt fleiri þjóf-
um.
Konan stóð við stofugluggann
þegar þjófurinn skaut á hana og fór
byssukúlan í gegnum rúðuna og í
konuna. Í staðinn fyrir að fara inn í
líkama hennar endurkastaðist hún
hinsvegar af vírnum í brjóstahald-
ara hennar.
Vírinn hægði verulega á kúlunni
og hlaut konan því aðeins minni-
háttar meiðsli. „Við þurfum að fá
skotheld vesti úr sama efni. Þetta
er ólseigur vír,“ sagði lögreglan.
Brjóstahöld
bjarga lífi
ÞESSAR ungu stúlkur virðast ekki láta hættu-
legt umhverfi í einu fátækrahverfi Djakarta
aftra sér frá því að bregða á leik. Fátækt og
fólksfjöldi er stórt vandamál í Indónesíu en talið
er að yfir 30 milljónir búi nú undir fátækramörk-
um þeim sem stjórnvöld hafa sett.
Íbúafjöldi í Djakarta hefur stigið mjög ört síð-
ustu fjörutíu árin án þess að hægt hafi verið að
mæta fjölguninni með viðeigandi hætti. Skráðir
íbúar hafa farið úr rúmri einni milljón í tæpar
níu milljónir á síðastliðnum fjörutíu árum.
Talið er að um 23 milljónir manna búi í borg-
inni og nágrenni hennar og telst svæðið því ann-
að stærsta þéttbýlissvæði heims.
Vöxtur borgarinnar hefur gert stjórnvöldum
ókleift að mæta grunnþörfum íbúanna og er hús-
næðisvandi mikill auk þess sem mikil þörf er á að
endurnýja gömul hús. jmv@mbl.is
AP
Leikið við lestarteina
London. AFP. | Rannsókn ísraelska
hersins á 22 daga árás hans á Gaza-
svæðið er ótrúverðug og kemur ekki
í staðinn fyrir sjálfstæða rannsókn.
Þetta er mat mannúðarsamtakanna
Amnesty International í London
sem tilkynnt var um í gær.
Vann í samræmi við alþjóðalög
Síðastliðinn miðvikudag varði ísr-
aelski herinn árás sína og sögðu tals-
menn hans að fimm rannsóknir á
vegum hersins hefðu gefið til kynna
að herinn hefði „unnið í samræmi við
alþjóðalög.“ Að mati Amnesty vant-
ar mikilvæg smáatriði í samantekt
hersins. Ekki hafi verið skýrt hvers
vegna meirihluti látinna voru al-
mennir borgarar auk þess sem skot-
ið hafi verið á sjúkrastofnanir.
„Þar sem mikilvæg sönnunargögn
vantar til að undirbyggja staðhæf-
ingarnar virðast fullyrðingar hersins
frekar vera tilraun til að víkja sér
undan ábyrgð heldur en að vera ferli
til að leiða sannleikann í ljós,“ segir í
ályktun Amensty. „Rannsókn ísr-
aelska hersins kemur ekki í staðinn
fyrir nákvæma, sjálfstæða og óháða
rannsókn.“
Rannsókn ótrúverðug
og margt látið ósagt
Amnesty International gagnrýnir rannsókn Ísraelshers
Í HNOTSKURN
»Alvarlegasta ásökunin áhendur Ísraelsher er notk-
un fosfórsprengna í íbúðar-
hverfum á Gaza.
»Slíkar sprengjur eru skv.alþjóðalögum leyfðar til að
mynda reykský til að skýla
hersveitum á opnum svæðum
en ekki á þéttbýlum svæðum
eins og Gaza.