Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Framtíð Ís-lands íefnahags- málum er lyk- ilspurningin í að- draganda kosn- inganna á morgun. Erfitt hefur verið að fá fram heildarmynd af því sem er í vændum og þeim verkefnum, sem blasa við á næstu mánuð- um og misserum. Sú tilfinning vaknar að í hinni pólitísku umræðu gæti tilhneigingar til að fegra raunveruleikann – allt verði í lagi bara ef menn kjósa rétt. Kjósendur vantar hins veg- ar upplýsingar til að geta dæmt um gildi þeirra efna- hagslausna, sem flokkarnir vilja bera á borð. Hver er raunveruleg staða ríkisfjár- málanna? Það á ríkisstjórnin í basli með að upplýsa. Hver er þörfin fyrir niðurskurð á næsta ári og hvar á að bera niður? Um það fást heldur ekki skýr svör, og allra síst frá stjórnarflokkunum. Og hver er staðan varðandi endurreisn bankakerfisins? Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins, opinberaði í gær upplýsingar, sem sýndu að samkvæmt skýrslu endur- skoðunarfyrirtækisins Oliver Wyman muni minna endur- heimtast af útistandandi lán- um, sem færð verða yfir í nýju bankana, en upphaflega var áætlað. Ríkisstjórnin hlýtur að leggja þessar upplýsingar á borðið fyrir kosningarnar, þannig að hin raunverulega staða fjármálakerfisins sé á hreinu. Af hverju vantreysta stjórnarflokkarnir annars kjósendum svona fyrir upp- lýsingum? Halda þeir að það komi þeim í koll í kosning- unum ef almenningur veit hina raunverulegu stöðu í efnahagsmálum? Margt í framvindu efna- hagsmálanna er alls ekki und- ir okkur komið. Íslenskur út- flutningur er háður efnahag heimsins og hann er ekki upp á marga fiska um þessar mundir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því nú að efnhagslíf heimsins muni dragast saman um 1,3% á þessu ári og verður það í fyrsta sinn frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari, sem samdráttur verður um allan heim. Í Þýskalandi gæti samdrátturinn orðið allt að 6% ef marka má spár. Í þessu ástandi verður erfiðara að selja íslenskar útflutnings- vörur. Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra skrifar grein í Morg- unblaðið í gær þar sem hann fjallar um endurreisn íslensks efnahagskerfis. Gylfi talar þar um þann árangur, sem hann vonar að störf hans á stóli viðskiptaráðherra skili, en hann er ekki í framboði og getur að því leyti talað hreint út. Hann segir að ekki megi búast við miklum viðsnúningi út næsta ár. Sú ákvörðun að reyna ekki að bjarga íslensku fjármálakerfi muni hins vegar reynast happadrjúg vegna þess kostnaðar, sem hefði fylgt því að halda fársjúku kerfi á floti. „Það er hins vegar engin ástæða til svartsýni þegar til lengri tíma er litið,“ skrifar Gylfi. „Lífskjör á Íslandi ættu eftir sem áður að verða með þeim allra bestu í heimi. Vel menntuð og ung þjóð, með sterka menningu, trausta lýð- ræðishefð, góða innviði og ríkulegar náttúruauðlindir. Ekkert af þessu hefur farið forgörðum.“ Þótt þessir þættir hafi ekki sópast með þegar hinar pen- ingalegu eignir hrundu hefur kreppan grafið um sig í hinu raunverulega hagkerfi. Það verður verkefni næstu ríkis- stjórnar að gæta þessara verðmæta og skapa umhverfi þar sem þessir kraftar geta nýst til að byggja upp á ný. Á hverju byggist það um- hverfi? Bankakerfið verður að endurbyggja og koma í skyn- samlegan rekstur. Sömuleiðis þarf að endurreisa lánstraust Íslands á alþjóðlegum vett- vangi og traust fjárfesta á efnahagslífinu. Til þess að þetta megi takast, er algjört lykilatriði að ná samningum við erlenda kröfuhafa í þrota- bú bankanna og klára samn- ingana um skuldbindingar Ís- lands vegna Icesave-reikninga Lands- bankans. Óþægilega lítið er vitað um stöðu þessara mála, nú þegar við stöndum á þrösk- uldi kjörklefans. Annar lykilþáttur í því að skapa kraftmiklu efnahagslífi stöðugt umhverfi, er að Ísland eignist stöðugan gjaldmiðil. Núverandi stjórnarflokkar eru augljóslega ósammála um hver sá gjaldmiðill eigi að vera og hvaða leiðir eigi að fara til að koma á stöðugleika. Er líklegt að þeir nái saman um það eftir kosningar? Þriðji lykilþátturinn er að ná tökum á ríkisfjármálunum. Þar eru núverandi stjórnar- flokkar sammála um fátt ann- að en að hækka þurfi skatta, sem mun kæfa vaxtarbrodda í atvinnulífinu og seinka nauð- synlegri endurreisn. Er núverandi ríkisstjórn áreiðanlega sú rétta til að leiða endurreisn efnahagslífs- ins? Hefur hún lagt sannfær- andi gögn á borðið fyrir kjós- endur? Er núverandi stjórn sú rétta til að leiða endurreisn efna- hagslífsins?} Efnahagsmyndin M ér finnst fátt jafn skemmtilegt og kosningaauglýsingar. Það er mikil list að koma stjórn- málahugmyndum á framfæri í einföldu myndmáli og stuttum hnitmiðuðum texta. Það gengur að vísu betur í góðæri en í kreppu. Í kosningunum 2003 og 2007 virtist nægja að setja brúnkukremsborna frambjóðendur í sumarlegan fatnað og stilla þeim upp með skilaboðum á borð við „hag- sæld“. Myndir af frambjóðendum í göngutúr í flæðarmálinu voru líka vinsælar. Frægastar eru herferðir Framsóknarflokksins þar sem brosi á hnakkabrúnum Halldóri Ásgrímssyni var augljóslega haldið uppi með vírum. Undir andliti Halldórs voru svo rituð orð eins og „traust“ og „velferð“. Það er gott að milljónirnar frá stórfyrirtækjunum fóru í eitthvað sniðugt. Ég geri ekki þær kröfur til kosningaauglýsinga að þær séu málefna- legar. Slíkt væri fáránlegt. Kosningaauglýsingar þurfa eins og aðrar auglýsingar fyrst og fremst að vera frum- legar, snjallar og smekklegar. Það er enginn að búast við því að hugmyndafræði heils stjórnmálaflokks sé súm- meruð upp í 40 sekúndna sjónvarpsauglýsingu. En þó að sjónvarpsauglýsingar stjórnmálaflokka séu einfaldar og heimskulegar þá mega þær alls ekki vera beinlínis óhugnanlegar og fráhrindandi, jafnvel þó að um hræðsluáróður sé að ræða. Ég held því miður að þetta sé nokkuð sem bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn séu að klikka á fyrir þessar kosningar. Báðir flokkarnir hafa útbúið sjónvarps- auglýsingar sem nota sama myndmálið. Sýndar eru óhugnanlegar myndir af venju- legu fólki á bak við glugga í íbúðum sínum og er myndatakan með þeim hætti að það er eins og einhver sé að njósna og ætli að vinna fólkinu skaða. Yfir þessu eru lesin fyr- irsjáanleg skilaboð um mikilvægi þess að hlúa að heimilum í landinu o.s.frv. Auglýsing Framsóknarflokksins tekur svo skrítna stefnu þegar formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, birtist skyndilega á bak við glugga einnar íbúðarinnar eins og per- sóna í hryllingsmynd. Erfitt er að átta sig á hvaða skilaboð þetta eigi að sýna. Ann- aðhvort á þetta að vera sakleysisleg sýn á Framsóknarformanninn inni á sínu eigin heimili eða þetta á að sýna að Framsóknarflokkurinn sé svo uppá- þrengjandi að búast megi við því að formaður flokksins komi heim til kjósenda til að standa vörð um heimili þeirra. Nei takk, segi ég. Frekar vil ég fá sjálfan Skugga-Baldur í heimsókn til mín en draugalegan Sig- mund Davíð með sína Drakúla-rödd. Mest vorkenni ég samt sjálfstæðismönnum. Þeir eru með formann sem hefði verið frábær í góðærisauglýs- ingar. Kjálkastóran Garðabæjarnagla sem hefði tekið sig vel út með labrador í flæðarmálinu. En ekki örvænta, Bjarni, og hafðu hrukkukremið klárt. Andlit þitt mun koma að góðum notum í næsta góðæri árið 2030. bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com Bergur Ebbi Pistill Kosningaauglýsingar FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is F arið er að síga á seinni hluta kolmunnavertíð- arinnar, en á miðviku- dag hafði verið landað hér á landi ríflega 82 þúsund tonnum af þeim 95 þúsund tonnum sem Íslendingum er heimilt að veiða í ár. Kolmunnaaflinn hefur minnkað með hverju árinu frá 2005. Nokkur skip eru búin með kvóta sinn, en önnur ætla að treina hann fram eftir maímánuði. Ætla má að útflutningsverðmæti kolmunnaafla þessa árs sé á fjórða milljarð króna. Gott verð fæst núna fyrir mjöl, sem er einkum selt til Noregs, Bretlands og Danmerkur. Kol- munni er magur fiskur og því ekki mikið lýsi að fá af honum, allra síst í apríl og maí í kringum hrygningu. Lýsisverð er mjög lágt um þessar mundir og því fæst ekki mikið fyrir lýsið sem þó fæst af kolmunnanum. Á miðvikudag var búið að landa um 19 þúsund tonnum af kolmunna í Neskaupstað frá áramótum sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiski- félagsins. Eskifjörður var næst- hæsta höfnin með um 15.400 tonn, en síðan komu Vestmannaeyjar, Vopnafjörður og Akranes Repjan lækkaði fiskilýsið Mikið var unnið af repjuolíu á síðasta ári, en þegar eldsneytisverð á heimsmarkaði lækkaði þótti ekki eins hagkvæmt og áður að vinna repjuolíuna í líf-dísel. Hún fór því á aðra markaði og þá lækkaði verð á fiskilýsi. Sömuleiðis hefur mikið veiðst af ansjósu við S-Ameríku og Norðmenn og Rússar hafa veitt loðnu undanfarna mánuði. Vertíðin hófst í ársbyrjun, en stór hluti aflans hefur fengist vestur af Írlandi. Síðustu vikur hefur verið veitt nær Færeyjum. Kolmunninn var stærri og heldur feitari vestur af Írlandi. Langmest af kolmunn- anum fer í bræðslu, en hluti aflans er frystur í vinnsluskipum eins og Hákoni EA, Vilhelm Þorsteinssyni EA, Aðalsteini Jónssyni SU og Guðmundi VE. Verð á frystum af- urðum er talsvert hærra en fyrir mjölið, en það hefur sveiflast tals- vert. Hjá Síldarvinnslunni í Neskaup- stað fengust þær upplýsingar að reiknað er með því að kolmunna- vertíðin standi fram eftir maí- mánuði. Lítið eða ekkert hlé verði áður en haldið verður til veiða á síld og makríl. Börkur veiðir kolmunna- kvóta Síldarvinnslunnar. HB Grandi er með þrjú skip á kol- munna og landaði Lundey afla úr sinni síðustu veiðiferð í vikunni, en Faxi og Ingunn voru í sínum síðasta túr. Stjórn á veiðunum Mest veiddu Íslendingar af kol- munna árið 2003 eða um 500 .þús- und tonn. Rúmlega 400 þúsund tonn árið 2004 og um 280 þúsund árið 2005. Í desember það ár var skrifað undir samning um stjórn veiða úr kolmunnastofninum í Norður-Atlantshafi. Samkvæmt þeim samningum skipta strandríkin leyfilegum heildarafla sínum úr kol- munnastofninum þannig að Evrópu- sambandið fær 30,5%, Færeyjar 26,125%, Noregur 25,745% og Ís- land 17,63%. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- ráðuneytinu á þessum tíma segir að „með samkomulaginu er endi bund- inn á stjórnlausar veiðar undanfar- inna ára, sem hafa ógnað kolmunnastofninum, en hann er sá fiskistofn sem mest hefur verið veiddur undanfarin ár í Norður- Atlantshafi.“ Kolmunninn gefur á fjórða milljarð króna +     ,--.*- $ %   *   &         %  $    #    &   @  A  %      Í stað þess að gera hlé á úthaldi skipanna frá lokum kolmunna- vertíðar þar til veiðar á síld og makríl hefjast í júnímánuði er til skoðunar hjá HB Granda að reyna að veiða laxsíldarteg- undir. „Við erum að velta fyrir okkur að fara í rannsóknarleiðangur og reyna að veiða einhverjar laxsíldartegundir. Einna helst er horft á Reykjaneshrygginn vest- anverðan í þessu sambandi,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá HB Granda. Við veiðar á gulldeplu síðast- liðinn vetur voru þróuð veið- arfæri sem nýttust vel við veið- arnar. Einhver þeirra verða væntanlega notuð á þessar til- raunaveiðar í vor. Þeir fiskar sem í daglegu tali eru kallaðir laxsíld eru margar tegundir miðsjávarfiska og til- heyra jafnframt mörgum ættum beinfiska. Oft má finna lag- skiptar lóðningar sem ná frá yf- irborði og niður á meira en 800 metra dýpi. Flestir eru fiskarnir smáir, milli 2 og 15 cm. Þeim er það sameiginlegt að lífsferillinn er stuttur, vanalega 1-5 ár, segir á heimasíðu AVS-rann- sóknasjóðsins. Tilraunaveiðar á laxsíld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.