Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 Kosningaskemmtun Sjálfstæðisflokksins Ástþór Magnússon náði tali af Bjarna Benediktssyni í tjaldi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. Ástþóri lék mjög hugur á að vita hvort vilji og geta væri til þess hjá sjálfstæðismönnum að endurgreiða styrki frá FL Group og Landsbanka. Engum sögum fer af svari. Ómar Páll Vilhjálmsson | 23. apríl 2009 Framsókn örvæntir Framsóknarflokkurinn leiddi okkur í hrunið ásamt Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Kjós- endur ætla að refsa Framsóknarflokknum og viðbrögð formanns flokksins eru að stíga á stokk kortéri fyr- ir kosningar og boða annað hrun. Tvennt er við heimsendaboðskapinn að athuga. Í fyrsta lagi segir fréttin aðeins það að þrotabú bankanna eigi mögulega eins og þúsund milljörðum minni eignir en áður var áætlað. Og hvað með það? Þetta eru þrotabú og stærstu kröfuhafarnir eru út- lendir bankar - þeir fá minna og ekki sér- stök ástæða til að fella íslensk tár yfir því. Í öðru lagi er formaður Framsókn- arflokksins verulega úr tengslum við samfélagið ef hann heldur að þjóðin halli sér að Framsókn þegar gefur á bátinn. Meira: pallvil.blog.is Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 23. apríl Í hvaða veruleika? Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa þegið háar fjárhæðir í því „umhverfi, sem þá var“. Á þessum tíma þáðu þingmenn og frambjóðendur vinstri grænna ekki styrki frá fyr- irtækjum fremur en endranær. Ef til vill lifði hann í öðru umhverfi og ekki einn þar meðal stjórnmálafólks – það var þess háttar umhverfi, þess háttar tengsl stjórn- mála og viðskipta, sem leiddu til banka- hrunsins: Gagnrýnislaus afstaða þar sem peningar áttu að geta keypt flest. Meira: ingolfurasgeirjohann- esson.blog.is ENDURREISN bankanna er mikilvægasta efnahagsmál þjóð- arinnar, en jafnframt það flókn- asta í úrlausn. Samkvæmt til- lögum Fjármálaeftirlitsins (FME) frá því í október á stærð nýju bankanna að miðast við innlendar eignir. Stofn- efnahagsreikningar þeirra frá nóvember gera ráð fyrir eign- um upp á 2.500 milljarða (áður en ríkið leggur fram eigið fé). Um mitt ár 2008 voru innlendar eignir gömlu bankanna þriggja 5.000 millj- arðar, þar af einungis 3.000 milljarðar í ís- lenskum krónum. Gert er ráð fyrir því að eignir verði keyptar á 50% af bókfærðu verði, en niðurstöður verðmats, sem lauk 15. apríl, hafa þó enn ekki verið birtar. Nýju bankarnir gefa svo út skuldabréf til þeirra gömlu fyrir 1.200 milljarða, eða mismuninn á yfirteknum eignum (2.500 milljörðum) og innlánsskuldum (1.300 milljörðum). Nýlegar yfirlýsingar fjármálaráðherra og við- skiptaráðherra benda reyndar til að bank- arnir verði minni. Hins vegar bendir ekkert til að aðferðunum verði breytt. Það er ósanngjarnt að gagnrýna stjórn- völd fyrir ákvarðanir sem teknar voru í tímaþröng og við erfiðar aðstæður í október. Annmarkar koma þó í ljós við nánari athug- un: stærð nýju bankanna gæti leitt til mikils útlánataps sem mun falla á ríkið. Eftir end- urskipulagninguna verður bankakerfið jafn stórt og 2005, eða tvö- til fjórföld þjóð- arframleiðsla. Stór lánasöfn hafa einnig lág meðalgæði, en allt að 80% af lánum bank- anna gætu verið í vanskilum. Slíkir bankar geta aldrei átt eðlileg viðskipti. Þeir eru líka illa samstilltir á eigna- og skuldahliðinni með gjaldeyris- og verðbólgusamsetningu, fá því ekki hátt lánshæfismat og verða seint einkavæddir. Áhætta Seðlabankans í við- skiptum við þá verður mikil, svo og hags- munaárekstrar: ríkið er hluthafi í nýju bönkunum og kröfuhafi í gömlu bönkunum, og gömlu bankarnir eru svo kröfuhafar nýju bankanna. Fari endurskipulagningin úr- skeiðis er hætta á að við endum aftur á byrjunarreit og ríkið þurfi að leggja bönk- unum til meira eigið fé. Ísland er eins og Indónesía, ekki Svíþjóð Aðstæður hér á landi eru í engu líkar þeim sem voru í Svíþjóð árið 1992, en svipar mest til Indónesíu í Asíukrepp- unni 1997-1999 hvað varðar gengishrap, stýrivaxtastig, skuldatryggingarálag, erlenda skuldsetningu fyrirtækja og tengsl við banka landsins. Eignaumsýslufélag Indónesíu tók yfir vanskilalán sem námu 80% af bankakerfinu og end- urheimti aðeins 30% af láns- fjárhæð. Nýju bankarnir eiga að taka yfir útlán upp á 4.000 milljarða að bókverði, eða 2.000 milljarða að markaðsverði. Samkvæmt þessum tölum má ætla að tap íslenska ríkisins gæti orðið 320 milljarðar, bara vegna afskrifta vanskilalána (ef þau eru tekin yfir á 40%, en venjuleg lán á 90%). Spilling í Indónesíu lækkaði end- urheimtur en betra efnahagsástand heims- ins þá en nú hækkaði þær á móti. Enn er tími til endurbóta Vinstri hlið efnahagsreiknings nýju bank- anna er enn ekki tilbúin, þrátt fyrir að verð- mat liggi nú fyrir. Hætta er á að nýju bank- arnir kaupi eignir af gömlu bönkunum á of háu verði, en viðskiptaráðherra sagði í fyr- irspurn á Alþingi þann 16. mars að verðmat á bönkunum ætti að „endurspegla þau verð- mæti, sem felast í eignum nýju bankanna þegar til langs tíma er litið, fremur en það verð, sem fengist fyrir þær við þvingaða sölu við erfiðar markaðsaðstæður“. FME getur ekki fært eignirnar yfir með sérstakri ákvörðun. Þegar eignahliðin liggur svo fyrir, þarf að stilla upp skuldahliðinni. Hætta er á að kjör á skuldabréfum nýju bankanna til þeirra gömlu íþyngi þeim og ríkinu (t.d. vegna slæmrar stöðu þeirra og kröfu um ríkisábyrgð). Þessir eigna- og skuldasamn- ingar gætu tekið margar vikur. Þá loksins getur FME lagt dóm á efnahagsreikning nýju bankanna hvað varðar CAD-hlutfall eiginfjár og framtíðar-viðskiptaáætlanir, og þeir hafið starfsemi sem sjálfstæðar stofn- anir. Stærð nýju bankanna miðist við innlend innlán Ekkert land í heiminum hefur jafnmikil tækifæri til að láta aðra kosta endurreisn sína, en þá verða nýju bankarnir að verða minni. Þeir keyptu þannig aðeins bestu eignir gömlu bankanna, sem næmi innistæð- um, eða 1.300 milljörðum, í stað 2.500 millj- arða áður, og gæfu þannig ekki út nein skuldabréf. Stærð bankakerfisins væri þá eins og hjá nágrannaþjóðum. Hlutafjár- framlag ríkisins væri minna, eða 130 millj- arðar, í stað þeirra 385 milljarða sem eru á fjárlögum. Nýju bankarnir gætu tekið til sín skuldir sjávarútvegsins og þannig færðist fiskveiðikvótinn óbeint í hendurnar á þjóð- inni. Slíkir bankar fengju betra lánshæf- ismat og þá yrði auðveldara að einkavæða. Fjárhagsleg áhætta ríkissjóðs sem hluthafa og Seðlabanka sem mótaðila á milli- bankamarkaði minnkar einnig. Erlendir kröfuhafar hefðu meiri áhuga á að eignast slíka banka. Einnig má nota endurskipulagninguna til að létta á verðtryggingu útlána og gjaldeyr- ishöftum. Í stað hlutafjár frá ríkinu gætu bankarnir fjármagnað ný útlán með útgáfu óverðtryggðra skuldabréfa til þess, og lánað áfram viðskiptavinum sínum. Þannig væru útlán bankanna óverðtryggð. Vegna jökla- bréfanna er stór hluti innistæðna í eigu er- lendra aðila. Margar ástæður eru fyrir nýju bankana að taka þær ekki yfir (t.d. fylgja þeim vanskilalán og of dýrt er fyrir bankana að greiða háa vexti af þeim, ef þeir geta ekki lánað þær út á betri kjörum). Með því að skilja þær eftir í gömlu bönkunum gæt- um við fest þær þangað til greiðslustöðvun lyki í lok næsta árs. Þannig mundi þrýst- ingur á krónuna minnka, eftirspurn eftir ríkisskuldabréfum aukast og skilyrði til vaxtalækkunar myndast. Samkvæmt þessu yrði stór hluti lána ís- lenskra fyrirtækja eftir í gömlu bönkunum. Þess vegna þarf eignaumsýslufélag til að endurskipuleggja fjárhag þeirra og styðja við bakið á nýju bönkunum, eins og um- sýslufélög í öðrum löndum hafa gert. Fjár- hagsleg endurskipulagning fyrirtækja er forsenda fyrir endurreisn íslensks efnahags- lífs. Bein niðurfærsla skulda virkar ekki. Þá þyrftum við að búa til of stórt bankakerfi til að hún næði til sem flestra. Einnig tapaðist stærsti hluti eiginfjár bankanna við þetta. Niðurfærslan gæti líka leitt til lögsókna lán- ardrottna nýju bankanna. Einnig eru vanda- mál íslenskra fyrirtækja jafnflókin og þau eru mörg og ómarkviss skuldaniðurfærsla gæti aukið útlánatap bankanna síðar meir. Efnahagsleg ábyrgð, siðferðisleg skylda Ríkið hefur ferns konar hagsmuni vegna falls og endurreisnar bankanna: sem stjórn- vald, sem hluthafi í nýju bönkunum, sem forgangskröfuhafi í þá gömlu í gegnum Tryggingasjóð innistæðueigenda (að mestu leyti Landsbankann vegna Icesave) og sem venjulegur kröfuhafi (eins og erlendir bank- ar) í gegnum Seðlabanka (í formi markaðs- bréfa o.fl.). Mikilvægt er að ríkið útbúi heildaráætlun út frá þessum hagsmunum og endurreisi bankana án þess að tilfallandi kostnaður setji ríkissjóð í þrot. Bestu mæli- kvarðar á árangri eru lánshæfismat Íslands og skuldatryggingarálag. Forða verður að Standard & Pooŕs (S&P) lækki matið niður í „ófjárfestingarhæfan“ (non-investment grade) flokk. S&P segir að hætta sé á lækk- un ef kostnaður við endurreisn bankanna verði of mikill. Því miður eru alþjóðlegir lánsfjármarkaðir svartsýnir á horfur hér og skuldatryggingarálag ríkisins svipað þeim sem eru með mun lægra lánshæfismat en við. Erlendir kröfuhafar munu bera stóran hluta af afskriftum skulda íslenskra fyr- irtækja. Sem fagfjárfestar eiga þeir líka að gera það frekar en íslenskir skattborgarar. Þeir voru oft varaðir við íslensku bönkunum en lánuðu þeim samt á betri kjörum en þeir gátu fengið á skuldatryggingamarkaði. Við berum hins vegar siðferðislega skyldu gagn- vart þeim. Við vitum ekki hvort eignum hef- ur verið skotið undan en við skuldum al- þjóðlegum fjárfestum að gera allt til að endurheimta þær og færa þeim. Það er ekki nóg að fá hingað franskan saksóknara fjóra daga í mánuði. Við ættum að fá til liðs við okkur aðila sem eltu uppi eignir Saddams Husseins og Ferdinands Marcos á sínum tíma. Tjón erlendra lánardrottna á falli ís- lensku bankanna í fyrra er a.m.k. tvöfalt meira en tap lánardrottna Enron árið 2001. Hagsmunir okkar eru einnig miklir: íslensk- ur iðnaður er fjármagnsfrekur og þarf á er- lendu fjármagni að halda. Og þangað til við tökum á þessum hlutum af alvöru verður engin viðspyrna. Þeim sem vilja bera ábyrgð á endurreisninni ber að hafa þetta í huga. Eftir Jón G. Jónsson » Fari endurskipulagningin úrskeiðis er hætta á að við endum aftur á byrjunarreit og að ríkið þurfi að leggja bönkunum til meira eigið fé. Jón G. Jónsson Höfundur hefur starfað hjá alþjóðlegum fjárfestingarbanka í þremur heimsálfum og fjórum lausafjárkreppum. Endurreisn án eftirskjálfta BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.