Morgunblaðið - 24.04.2009, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.04.2009, Qupperneq 20
20 UmræðanKOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 EITT brýnasta verkefnið framundan er að koma atvinnulífinu í gang að nýju. Það er for- senda þess að við tryggjum velferðarsamfélag í anda jafnaðarstefnunnar. Mikið atvinnuleysi er veruleiki sem hefur verið fjarri okkur Ís- lendingum um langt skeið. Í mars var atvinnu- leysi að meðaltali 8,9% en aðeins 1% á sama tíma í fyrra. Nú eru tæplega 18.000 manns skráðir án atvinnu, af þeim eru reyndar um 3.300 í hlutastarfi. Þetta er minna en spá Vinnumálastofnunar fyrir áramótin gerði ráð fyrir, en hún spáði að allt að 20.000 yrðu skráð- ir án vinnu í apríl-maí. Það er einnig jákvætt að lausum störfum hefur fjölgað töluvert hjá vinnumiðl- unum að undanförnu. Í lok mars voru skráð um 620 laus störf en þau voru um 420 í febrúar. Reyndar er gert ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í mörgum atvinnugreinum, einkum í verslun og þjónustu. Þó mun draga úr atvinnu- leysi í byggingariðnaði og ferðaþjónustu yfir sumartím- ann. Vinnumálastofnun telur að atvinnuleysi aukist í maí þegar námsmenn koma út á vinnumarkaðinn en fari minnkandi í júní og fram í september. Með aðildarviðræðum við ESB munu hjól atvinnulífsins fara að snúast á ný. Tiltrú erlendra aðila á íslenskum fyr- irtækjum mun endurnýjast og unnt verður að afnema gjaldeyrishöftin. Starfsemi fyrirtækja mun í kjölfarið efl- ast og störfum fjölga til hagsbóta fyrir heimilin. Við í Sam- fylkingunni leggjum megináherslu á að teknar verði upp aðildarviðræður við ESB strax eftir kosningar. Það getur ráðið úrslitum um stöðu íslensks samfélags næstu árin. Uppbyggileg verkefni mikilvæg fyrir fólk án atvinnu Hlutverk stjórnvalda er að finna leiðir til að styðja við bakið á einstaklingum og fjölskyldum sem harðast verða fyrir barðinu á efnahagsástandinu vegna atvinnuleysis, greiðsluvanda og margvíslegra erfiðleika sem eru fylgi- fiskar þess. Allir kostir sem gera fólki kleift að halda tengslum við vinnumarkaðinn eru mikilvægir, eins og hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. Lagaheimild um greiðslu þeirra hefur reynst mjög mikilvæg aðgerð til að sporna við atvinnuleysi. Aðgerðir sem hvetja og styðja fólk án atvinnu til að byggja sig upp og efla kunnáttu sína og færni fyrir þátttöku á vinnumarkaði þegar úr rætist eru nauðsynlegar. Allt sem er gert til að hjálpa fólki að halda virkni sinni og skapa sér tilgang með at- höfnum sínum frá degi til dags er ómetanlegt. Vinnumálastofnun hefur lagt kapp á að virkja og byggja upp leiðir fyrir fólk án atvinnu til að fást við verðug og uppbyggileg verkefni. Þar má nefna starfsþjálfunarsamninga og samninga um reynsluráðningar, fjölbreytt framboð náms til að styrkja fólk á vinnumark- aði, atvinnutengda endurhæfingu, samninga um þróun viðskiptahugmynda og frum- kvöðlasamninga sem er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Impru á Nýsköp- unarmiðstöð Íslands. Eins ber að nefna sam- vinnu Vinnumálastofnunar og atvinnulífsins um ýmsar leiðir til átaksverkefna. Krónan heftir atvinnulífið Verkefni stjórnvalda hafa verið ærin. Við í ríkisstjórn- inni höfum á 80 dögum unnið hörðum höndum að því að vinna okkur út úr vandanum og höfum hrint í framkvæmd nánast öllum atriðunum í verkefnaskrá okkar. Við höfum með ýmsum aðgerðum náð góðum árangri en betur má ef duga skal. Verkefnin næstu misserin eru margþætt og stór. Með aðildarviðræðum við ESB skapast efnahags- legar aðstæður sem hleypa krafti í atvinnulífið á nýjan leik, fjölga störfum og tryggja heimilum í landinu örugga afkomu. Núverandi efnahagsástand er að sliga samfélagið enda er staða gjaldmiðilsins afleit, verðlag er hátt, kaup- máttur fer rýrnandi og vextir eru háir. Krónan dugar ekki, hún heftir atvinnulífið. Stærsta og viðamesta verk- efnið eftir kosningar er að koma þjóðinni út úr þessum að- stæðum. Jóhanna þarf skýlaust umboð til forystu Nú er brýnt að ganga hreint og ákveðið til verks. Samn- ingur við ESB er stærsta velferðarmál þjóðarinnar og við í Samfylkingunni leggjum áherslu á að fara í aðild- arviðræður við ESB strax eftir kosningar. Þannig má leggja grunninn að því að koma okkur út úr vandanum hratt og örugglega. Jóhanna Sigurðardóttir þarf skýlaust umboð til að leiða næstu ríkisstjórn og byggja upp vinnu og velferð með traustri efnahagsstjórn og samningum við ESB um aðild og upptöku evru. Með hana í fararbroddi munum við jafnaðarmenn setja aðildarviðræður í forgang. Kjósendur geta treyst því. Stærsta velferðarmálið er aðild að ESB Eftir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. LAUGARDAGINN 25. apríl ertu frjáls. Lýðræðishreyfingin veitir þér frelsi: Þú færð atkvæðisrétt á Alþingi: Þú get- ur tekið þátt í öllum meiriháttar ákvörð- unum Alþingis í gegnum rafrænt Al- mannaþing, óskir þú þess. Láttu ekki blekkja þig til að afsala fullveldi þínu næstu fjögur árin til flokkseigendafélaga og mútuþægra stjórnmálamanna. Sækjum þýfið sem útrásarvíkingarnir stálu af þjóðinni: Við viljum nota öll tiltæk lög, m.a. hryðjuverkalög eins og Bretar gerðu gegn Landsbankanum, til að gera útrásarvík- ingana óstarfhæfa hvar sem er í heiminum og fá þá framselda hingað til lands. Þetta viljum við gera strax því þá byrja ormagryfjurnar þeirra að opnast fyrir al- vöru. Við viljum síðan sækja þá fleiri hundruð milljarða sem þeir stálu af þjóðinni. Markaðssetjum Ísland sem land tækifæranna: Við viljum setja upp markaðsskrifstofu með 200 manna vandlega völdu fólki úr atvinnuleysisskránni til að markaðssetja Ísland um allan heim og laða hingað til lands víðtæka erlenda starfsemi sem skapar störf og gjaldeyristekjur. Jöklabréfin sem fjárfestingasjóður: Við vilj- um umbreyta jöklabréfunum í innlendan fjár- festingasjóð atvinnulífsins til að minnka þrýst- ingin á krónuna og fá erlendu fjárfestana með í uppbyggingarstarfið. Hagræðing án skattahækkana: Við viljum hagræða í stjórnsýslunni til sparnaðar um leið og atvinna og tekjur eru auknar með nýrri at- vinnustarfsemi. Við viljum ekki skattleggja venjuleg heimili sem nú þegar berjast í bökk- um. Endurbyggjum bankakerfið með erlendri þátttöku: Við viljum fá hingað til lands færustu hagfræðinga heims eins og George Soros til aðstoðar við end- urskipulagningu hagkerfisins og tengja fjármála- stofnanir okkar við erlenda fjármálamarkaði. Þannig komum við í veg fyrir annað bankahrun. Það er aðeins eitt raunhæft val: xP. Kjóstu þig úr ánauð flokkanna Eftir Ástþór Magnússon Wium Ástþór Magnússon Höfundur er talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN vill að for- eldrajafnrétti sé tryggt í lögum, börnum og for- eldrum til hagsbóta. Breyta þarf barnalögum á þann hátt að réttarstaða beggja foreldra og barna sé tryggð eftir skilnað. Lagaumhverfið á ekki að gera upp á milli foreldra og skref í að leiðrétta þá stöðu er að dómarar fái heimild til þess að dæma sameiginlega forsjá. Það er grundvallaratriði að dómarar hafi þessa laga- heimild, en sú takmörkun að dómarar geti ein- vörðungu dæmt fulla forsjá er óásættanleg og leiðir af sér að niðurstaða allra forsjármála leið- ir ávallt til forsjársviptingar annars foreldrisins. Fjölskyldumynstur hefur breyst á undanförnum árum og eðlilegt að lagaumgjörðin taki mið af því. Skoða þarf þá tilhögun að lögheimili barns geti einvörðungu verið á ein- um stað. Lögheimili barns ætti í raun að geta verið hjá báðum foreldrum búi þeir innan sama sveitarfélags. Jafn- framt væri sanngjarnt að meginreglan væri á þann hátt að við sameiginlega forsjá skiptist kostnaður jafnt á milli for- eldra. Í dag er ákvörðun um tilfærslu á forsjá barns sjálfvirk til sambúðarmaka eftir 12 mánaða sambúð eða giftingu. Forsjáin er því ekki tekin út frá hagsmunum barnsins, heldur afleiðing tiltekinnar skráningar opinberrar stofnunnar. Forsjá barns á ávallt að vera sjálfstæð ákvörð- un sem grundvölluð er á hagsmunum barnsins þar sem rödd þess hefur vægi. Af þessum ástæðum er brýnt að sjálfvirk forsjá falli niður. Það er að mörgu að huga í jafnréttismál- unum og mikilvægt er að horft sé á þau út frá báðum kynjum. Þessi atriði sem nefnd hafa verið hér að framan er ekki tæmandi listi yfir þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað hvað varðar réttindi barna og foreldra, en þau ættu að gefa góða mynd af því sem bæta þarf úr í barnalögum. Það er réttlætismál að jafn réttur foreldra sé tryggður í lögum og dómarar hafi úrræði til þess að taka ákvarðanir samkvæmt bestu sannfæringu. Jafnrétti beggja kynja er allra hagur. Foreldrajafnrétti tryggt í lögum Eftir Erlu Ósk Ásgeirsdóttur Erla Ósk Ásgeirsdóttir Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. ÍSLENDINGAR eiga skýran valkost í kosning- unum framundan. Val- kosturinn er sá að leiða jafnaðarstefnuna til önd- vegis undir forsæti Jó- hönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylking- arinnar, og hafna þar með harðneskju frjáls- hyggjunnar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur staðið fyrir um árabil. Þetta er sögulegt tækifæri sem við megum ekki láta renna okkur úr greipum. Samfylkingin er sá stjórn- málaflokkur sem öðrum flokkum fremur horfir til framtíðar og þeirra tækifæra sem vænta má í samstarfi og samfélagi við aðrar þjóðir. Hún er eini flokkurinn um þessar mundir sem býður upp á stefnu og framtíð- arsýn í peningamálum. Stefnu sinni í Evrópumálum deilir flokkurinn með stærstu samtökum atvinnulífsins, bæði launafólks og at- vinnurekenda, eins fram hefur komið í umsögnum með nýbirtri Evrópu- skýrslu. Allt frá efnahagshruninu hefur Samfylkingin unnið að því að byggja brú fyrir heimilin í landinu til að yf- irstíga erfiðleikana sem hrunið olli. Aðgerðirnar eru bæði almennar og sértækar. Megináhersla hefur verið lögð á það að leysa vanda skuldsettustu heimilanna og koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný með þrennt fyrir augum: 1) Að hraða endurreisn fjármálakerfisins og skapa skilyrði fyrir enn hraðari lækkun vaxta og end- urvinna traust á íslenskt at- vinnu- og efnahagslíf með skýrri framtíðarsýn í pen- ingamálum. Fyrirtækin verða að fá upplýsingar um það hvert stefnir í gjaldeyris- og vaxtamálum því það eru lykilþætt- irnir í starfsumhverfi þeirra. 2) Að ráðast strax í arðbærar at- vinnuskapandi aðgerðir á vegum hins opinbera til að fjölga störfum. 3) Að styðja við þau nýsköp- unarfyrirtæki sem eru sprotarnir að stórfyrirtækjum framtíðarinnar. Samfylkingin hefur svikalaust ein- hent sér í erfið og aðkallandi verkefni eftir efnahagshrunið. En hún lætur ekki þar við sitja. Íslenskir jafn- aðarmenn bjóða líka upp á skýra framtíðarsýn. Já, kjósendur standa frammi fyrir einföldu vali. Það val gæti haft sögu- lega þýðingu í íslenskum stjórn- málum. Sögulegt tækifæri Eftir Ólínu Þorvarðardóttur Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er þjóðfræðingur og skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi. ÞEIR kjósendur sem ætla sér að sitja heima eða skila auðum at- kvæðaseðli í komandi al- þingiskosningum eru í raun að lýsa yfir stuðn- ingi við vinstriöflin í landinu, þ.e. ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Með því að nýta ekki kosningarétt sinn eru kjósendur að tryggja og treysta völd vinstriflokk- anna til næstu fjögurra ára. Verði niðurstaðan sú að vinstri- flokkarnir fái styrk til að mynda tveggja flokka ríkisstjórn er framtíðin ekki björt fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Laun verða lækkuð. Skattar verða hækkaðir á allan almenning, jafnt launafólk sem lífeyrisþega. At- vinnulífið mun ekki ná sér á strik og atvinnuleysi verður viðvarandi. Í komandi kosningum verð- ur kosið um framtíðina og þau stefnumál sem stjórn- málaflokkarnir hafa teflt fram. Fortíðin er liðin. Þeir sem vilja gera upp við hana með því að skila auðu eða sitja heima munu einungis tryggja að íslenskir vinstrimenn muni koma þeim stefnumálum til framkvæmda sem hér hefur verið lýst. Ég trúi því ekki að sjálfstæðismenn séu reiðubúnir til þess að veita þeim brautargengi með þeim hætti. Ég skora á alla kjósendur að taka afstöðu og nýta kosningarétt sinn. Tökum afstöðu – nýt- um kosningaréttinn Eftir Sigurð Kára Kristjánsson Sigurður Kári Kristjánsson Höfundur er alþingismaður og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. STJÓRNMÁLA- MENN geta gefið fögur loforð um niðurfellingu skulda. Þeir geta beitt sér fyrir einhverju, sem kallað er greiðsluaðlög- un, þar sem almenningur er neyddur til að fara bónbjargarleið til op- inberra aðila. Og stjórn- málamenn geta heitið því að hér verði til mörg þúsund störf í vistvænum iðnaði og ferðaþjónustu með áherslu á vor, haust og vetur. Stjórnmálamenn geta gefið út falleg fyrirheit um að fjölga störfum í op- inberri þjónustu með því að flytja þau út á land. Öllum þessum loforðum er hægt að pakka inn í fallegar umbúðir með mál- skrúði og myndarlegum auglýsingum. En engin þessara loforða skipta máli fyrir almenning eða fyrirtæki. Á meðan hinn norski seðlabanka- stjóri, sem starfar í sérstöku umboði vinstristjórnarinnar, neitar að horfast í augu við stað- reyndir eru öll loforð þeirra sem styðja vinstristjórnina innantóm og marklaus. Seðlabankinn, með stuðningi Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, er að skrifa nýjan kafla í allar kennslu- bækur í hagfræði. Hinir háu stýrivextir skrúfa krón- una líkt og bor niður til helj- ar. Heimilin blæða. Fyr- irtækin blæða – allt þjóðfélagið er lamað. Nú er kominn tími til að við tökum málin í okkar hendur og keyrum stýrivextina niður um a.m.k. 10%. Fyrsta verk við endurreisn atvinnu- lífsins er vaxtalækkun og endurskipu- lagning bankakerfisins. Þegar því er lokið geta Jóhanna og Steingrímur haldið áfram að lofa öllu fögru. Loforð sem skipta engu máli Eftir Óla Björn Kárason Óli Björn Kárason Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.