Morgunblaðið - 24.04.2009, Qupperneq 22
22 UmræðanKOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009
STÆRSTA réttlætismál heimilanna er
að fá hlutdeild í afskriftum skulda gömlu
bankanna og að þeim sé þannig bætt það
tjón sem þau hafa orðið fyrir í því efna-
hagslega fárviðri sem nú gengur yfir.
Framsóknarflokkurinn hefur lagt til að
húsnæðisskuldir heimilanna verði leið-
réttar um 20%. Mikilvægt er að gera sér
grein fyrir því að kröfuhafar gömlu bank-
anna bera kostnaðinn en ekki ríkissjóður.
Þessi aðgerð mun örva efnahagslífið og
auka tekjustofna ríkisins sem er und-
irstaða öflugs velferðarkerfis.
Margir hafa stigið fram að undanförnu og lagt til að
lengja í lánum til að minnka mánaðarlega greiðslu-
byrði. Segjum sem svo að fjölskylda skuldi 16 milljóna
verðtryggt jafngreiðslulán til næstu 40 ára. Mán-
aðarleg afborgun lánsins er um 72.000 krónur. Sé
lánstími lengdur í 70 ár verður mánaðarleg afborgun
um 63.000 krónur. Munurinn er um 9.000 krónur eða
rétt rúmlega 10%. Síðan í ársbyrjun 2008 hefur verð-
bólga verið hátt í 20% og gengi krónunnar hefur fallið
um nærri helming. Lenging lána mun því ekki bæta
það tjón sem hrunið hefur valdið heim-
ilunum. Verðtrygging leggst ofan á verð-
tryggð lán og því lengri sem lánin eru, þeim
mun meiri eru áhrif verðtryggingarinnar. Af
þeim sökum getur beinlínis verið skaðlegt
fyrir heimilin að lengja lánstímann á þennan
hátt. Um daginn birtist grein í Morg-
unblaðinu þar sem fram kom hugmynd að
lausn vandans með svokallaðri LÍN leið. Í
stuttu máli snýst sú leið um að fólk greiðir af
fasteignalánum eftir getu þar til lánið er
uppgreitt. Lántakendur hjá LÍN sem farnir
eru að greiða sín lán til baka ná ekki að
greiða niður höfuðstól lánsins vegna þess að
verðbætur hækka meira en sem nemur afborgunum.
Fólk gæti því átt á hættu að festast í núverandi hús-
næðisskuldum til æviloka verði lengingarleið rík-
isstjórnarinnar fyrir valinu. Er það sú framtíðarsýn
sem við viljum sjá. Framsóknarflokkurinn segir nei og
vill aðgerðir strax. Bætum heimilunum þann skaða
sem þau hafa orðið fyrir. Nánari upplýsingar um mál-
ið má finna á framsokn.is.
Eftir Vigdísi Hauksdóttur
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur skipar 1. sætið á lista Framsóknarflokksins
í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Leiðréttingarleiðin er raunhæf lausn
ÞAÐ sem við þurf-
um nú að tala um hér á
landi eru lausnir á því
mikla atvinnuleysi sem
við glímum við nú um
stundir. Atvinnuleysið
felur í sér marg-
víslegan vanda, bæði
fyrir þá sem eru án
vinnu en einnig hefur
það í för með sér að
tekjur til ríkis og sveitarfélaga munu
dragast saman. Það er nauðsynlegt
að við finnum leiðir til að auka tekjur
til að draga úr þeim fyrirséða niður-
skurði sem stefnt er að í velferðar-
kerfinu. Við þurfum einnig að auka
tekjur til að koma í veg fyrir að skatt-
ar verði hækkaðir. Það er einnig
nauðsynlegt að nota öll þau ráð sem
við eigum möguleika á að nota til að
spara gjaldeyri. Það eru til lausnir á
þessum vanda og við þurfum ekki að
leita langt yfir skammt. Lausnirnar
felast í að nota og nýta þær auðlindir
sem við höfum yfir að ráða.
Við höfum möguleika á að auka
fiskveiðar í flestum tegundum og
með því ættu tekjur þjóðarinnar að
geta aukist um 70-80 milljarða. Þetta
mun leiða til aukinna skatttekna til
ríkisins og útsvarstekna og hafnar-
gjalda til sveitarfélaga. Og það sem
er ekki síst mikilvægt ef
þetta verður gert er að fleiri
störf koma til með að verða
til í greininni.
Í landbúnaði eru miklir
möguleikar fólgnir í því að
auka til muna framleiðslu á
grænmeti fyrir innanlands-
markað. Með því mætti
draga úr innflutningi á þess-
um vörum og þannig væri
hægt að spara gjaldeyri.
Forsenda þess að hægt sé að
auka framleiðsluna er að hún
sé samkeppnishæf í verði við innflutt
grænmeti. Forsenda þessa er að
lækka orkukostnað til garðyrkju-
bænda. Það er mikilvægt að stofna
grasköggla- og áburðarverksmiðjur
sem anna innanlandsþörf sem leið til
gjaldeyrissparnaðar.
Við verðum að nýta orkuna sem
finnst í iðrum jarðar og er til staðar í
fallvötnunum til raforkuframleiðslu.
Raforku sem við getum nýtt til at-
vinnuuppbyggingar í tengslum við
iðnað sem þarfnast mikillar orku. Í
þessu sambandi má nefna álver, ál-
iðngarða, álþynnuverksmiðjur og
netþjónabú.
Það eru miklir möguleikar sem fel-
ast í auðlindunum okkar og þær ber
að nota og nýta okkur öllum til góðs.
Lausnir
Eftir Grétar Mar
Jónsson
Grétar mar Jónsson
Höfundur er þingmaður Frjálslynda
flokksins í Suðurkjördæmi.
KVÓTAHAFAR og stuðningsmenn þeirra
fullyrða að stjórnarflokkarnir muni „setja
þær atvinnugreinar sem enn standa styrkum
stoðum á hausinn“ (Mbl. 18. apríl sl.) af því
flokkarnir vilja vinda ofan af kvótakerfinu.
Gríðarlegt ósætti hefur ríkt um kvótakerfið
og frjálst framsal sl. 20 ár. Sjávarútvegurinn
skuldar 500 milljarða og telst það vart við-
unandi árangur af „besta fiskveiðistjórn-
arkerfi heims“.
Aðgerðir til að breyta kvótakerfinu
1. Þjóðareign á sjávarauðlindum verði
bundin í stjórnarskrá.
2. Stofnaður Auðlindasjóður sem sjái um að varðveita
og ráðstafa fiskveiðiréttindum þjóðarinnar.
3. Arður af rekstri Auðlindasjóðs renni einkum til
sveitarfélaga og verði einnig notaður til annarra verk-
efna, s.s. haf- og fiskirannsókna.
4. Allar aflaheimildir í núverandi fiskveiðistjórnarkerfi
verði innkallaðar eins fljótt og auðið er og að hámarki á
20 árum.
5. Framsal aflamarks í núgildandi aflamarkskerfi
verði einungis miðað við brýnustu þarfir.
6. Auðlindasjóður bjóði aflaheimildir til
leigu. Greiðslum fyrir aflaheimildir verði
dreift á það ár sem þær eru nýttar á. Framsal
slíkra aflaheimilda er bannað. Útgerðum
verði skylt að skila heimildum sem þær ekki
nýta til Auðlindasjóðs.
7. Frjálsar handfæraveiðar verði heim-
ilaðar ákveðinn tíma á ári hverju. Sókn verði
m.a. stýrt með aflagjaldi sem lagt verði á
landaðan afla.
8. Stefnt verði að því að allur fiskur verði
seldur á markaði.
Þessar aðgerðir hafa hagsmuni þjóðarinnar
að leiðarljósi. Kvótahafar segja að 80-90%
kvótans hafi skipt um eigendur, en stærstu
kvótahafarnir fengu mest gefins í upphafi og kvótinn
hefur færst á æ færri hendur. Nú eru það einungis 10-12
fyrirtæki sem eiga allan kvótann. Þegar fyrirtækin
keyptu kvótann tóku þau ákveðna áhættu, því kvótakaup
áttu ekki að fela í sér eignarrétt til framtíðar. Nú telja
kvótaeigendur hins vegar að kominn sé hefðarréttur á
eign þeirra. Það, að kvótahafar reki upp ramakvein nú,
er sönnun þess að við erum á réttri leið.
Hræðsluáróður kvótahafa
Eftir Margréti K. Sverrisdóttur
Margrét Sverr-
isdóttir
Höfundur skipar 8. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykja-
vík suður.
JÆJA góðir landsmenn. Nú höfum við fengið að
hlusta á tvo heiðursmenn tala við okkur um ástandið
á landinu bláa. Báðir vara þeir við AGS og lýsa því
hvernig farið hefur fyrir þjóðum sem leitað hafa á
náðir sjóðsins.
Einhver óttalegur leyndardómur varðandi lána-
skilmála AGS er hulinn okkur og stjórnvöld bundin
þagnarskyldu um þá. Í allri umræðunni um gagnsæi
og að allt eigi að vera uppi á borðinu þá má ekki
segja þjóðinni sannleikann um þennan mikilvæga
þátt sem sagður er vera nauðsynlegur endurreisn-
inni.
Steingrímur Joð var fyrstur manna til að krefjast
þess að láninu yrði skilað en tók það svo
skömmu síðar til baka. Nú þegar hann
hefur lykilinn að fjárhirslum ríkisins þá
má ekkert vitnast um skilmála AGS né
heldur hvort eða í hvað búið er að eyða
láninu eða hluta þess.
Finnst fólki þetta vera í lagi?
Vera Michael Hudsons og John Perk-
ins á Íslandi rataði ekki á forsíður
prentmiðla hér á landi þrátt fyrir að
ummæli þeirra vörpuðu sprengju inn í
umræðuna. Er þetta kannski of við-
kvæmt mál að ræða svona skömmu fyr-
ir kosningar?
Hvað á það svo að þýða að nefnd sem vinnur að
breytingum á stjórnarskrá skuli leita umsagnar er-
lends stórfyrirtækis varðandi auðlindaákvæði
stjórnarskrár íslenska lýðveldisins? Er þetta í lagi?
Borgarahreyfingin leggur ríka áherslu á að auð-
lindir landsins séu sameign þjóðarinnar.
Borgarahreyfingin hafnar því algjörlega
að AGS, ALCAN – Rio Tinto, Century
Aluminium og aðrir erlendir auðhringir
séu að stjórna þessu landi.
Þjóð – finnst ykkur þetta í lagi?
Ég geri kröfu til þess að stjórnvöld
segi okkur sannleikann og að þjóðin hafi
kjark til að standa gegn þeirri vá sem er
fyrir dyrum. Það er verið að kyrkja smá-
þjóð með krumlum erlendra auðhringja.
Hvernig væri svo að hætta að selja
þeim orkuna okkar á gjafverði og lækka
orkuverð til íslenskra framleiðenda og
bænda? Það kæmi atvinnulífinu af stað og yrði þjóð-
inni til blessunar.
Er þetta í lagi?
Eftir Valgeir Skagfjörð
Valgeir Skagfjörð
Höfundur skipar annað sæti lista
Borgarahreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
FERÐAÞJÓNUSTA er sú atvinnugrein
sem er í hvað mestum vexti. Hér á landi fer
stór hluti ferðamennskunnar fram á lands-
byggðinni í dreifbýli og er því vel til þess fall-
in að bæta efnahag dreifðari byggða og auka
við fjölbreytni atvinnulífs.
Eitt helsta aðdráttarafl erlendra ferða-
manna til Íslands er menning lands og þjóðar
og viljum við Vinstri græn leggja okkar af
mörkum til að auka menningartengda ferða-
þjónustu. Mjög víða á landsbyggðinni státa
bæjarfélög af menningartengdum hátíðum
sem eiga sér orðið hefð og draga að sér
fjöldann allan af fólki. Enda má segja að slík ferðaþjón-
usta sé einkar vel til þess fallin að koma menningu lands-
ins á framfæri við ferðamenn.
Ég held að flestir vilji auka ferðamannastraum í sinni
heimabyggð. Ferðaþjónusta er atvinnuskapandi – hún er
þjónustugrein, þarfnast því mikils mannafla og kostn-
aður við að skapa störf í ferðaþjónustu er minni en í öðr-
um atvinnugreinum. Ferðaþjónusta hleypir gjarnan lífi í
bæjarfélög og gerir þau áhugaverðari og skemmtilegri
til búsetu. Í hverju sveitarfélagi er það þó
langmikilvægast að fólk standi saman og efli
samstarf þeirra aðila sem koma að ferðaþjón-
ustu og bæti úr því sem betur má fara.
Þegar hugað er að uppbyggingu ferðaþjón-
ustunnar þarf að skoða hvar styrkleikar hvers
svæðis liggja, reyna að efla það sem fyrir er og
byggja á þeim góða grunni sem til staðar er.
Ég tel að möguleikarnir séu miklir enda býður
landið okkar upp á mikla náttúrufegurð, fjöl-
breytta útivistarmöguleika, og mikinn mann-
auð. Hin hreina náttúra landsins býður upp á
svo ótal möguleika og hægt er að nýta hana
mun betur til að efla ímynd heilsutengdrar
ferðaþjónustu. Með því að markaðssetja Ís-
land erlendis aukast möguleikarnir á því að lengja ferða-
mannatímabilið og þar getur hið opinbera sameinast
flugfélögum og ferðaþjónustuaðilum við landkynningu.
Við Vinstri græn teljum hlutverk hins opinbera fyrst
og fremst fólgið í því að verja þau störf sem til staðar eru
og skapa skilyrði til að ferðaþjónustan geti blómstrað.
Ferðaþjónusta – falinn fjársjóður!
Eftir Bjarkeyju Gunnarsdóttur
Bjarkey
Gunnarsdóttir
Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingrinnar –
græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Á SÍÐUSTU dögum
kosningabaráttunnar
hefur nokkuð verið
fjallað um meintan vilja
VG til þess að lækka
launin í landinu. Mér er
málið nokkuð skylt eftir
þriggja áratuga starf á
vettvangi verkalýðs-
hreyfingarinnar. Þar hef
ég barist fyrir jöfnuði í
kjaramálum. Andstæða
jafnaðar er frumskógurinn og þau
lögmál sem þar gilda. Til þess að
komast út úr þeim skógi hafa samtök
launafólks og atvinnurekendur smíð-
að kauptaxtakerfi og þegar um það
hefur verið að ræða að unnið skuli
samkvæmt bónusum hefur verið
reynt af hálfu okkar í hreyfingu
launafólks að semja um þá á fé-
lagslegum grunni. Það tryggir að
hald sé í kjörunum þegar á reynir.
Alltaf viljað háa kauptaxta
Margir atvinnurekendur hafa vilj-
að hafa annan hátt á: Kauptaxta lága
en síðan greiðslur að þeirra duttl-
ungum þar ofan á. Þegar gefur á bát-
inn þjónar þetta þeirra hagsmunum
en kemur launafólkinu í koll. Ég hef
alla tíð verið eindreginn fylgismaður
þess að hafa kauptaxta háa. Og til
þess að stuðla að jöfnuði hef ég á ferli
mínum í starfi innan verkalýðshreyf-
ingarinnar ítrekað lagt til að samið
verði um fast hlutfall á milli lægstu og
hæstu launataxta. Slíkt hefur hins
vegar ekki náð fram að ganga eins og
kunnugt er. Nú kreppir að og ein-
staklingsbundnar greiðslur ofan við
taxta hrynja. Ég hef beint þeim til-
mælum til stjórnenda
stofnana innan heilbrigð-
iskerfisins að hlífa því fólki
sem er í lægri kantinum við
þess háttar skerðingum.
Betur væri að kauptaxtar
þessa fólks væru hækkaðir
því til varnar.
Engir launataxtar
lækkaðir
Um launataxtana að
öðru leyti eru skoðanir
mínar mjög afdrátt-
arlausar. Við samnings-
bundnum launatöxtum á ekki að
hrófla undir neinum kringumstæð-
um. Allt tal um launalækkanir í þess-
um skilningi er því út í hött. Það
breytir því ekki að launataxtar geta
vaxið eða rýrnað að verðgildi eftir því
hver verðlagsþróun er. Því miður hef-
ur óðaverðbólga undangenginna
mánaða höggvið óþyrmilega í kaup-
máttinn. Sem betur fer er verðbólgan
nú á hraðri niðurleið og eru það góðar
fréttir hvað kaupmátt áhrærir.
Fólk láti ekki blekkjast
Svo er hitt allt annað mál, að þeir
sem taka inn tekjur sínar sem verk-
takar frá hinu opinbera í allt öðru og
hagstæðara skattaumhverfi en launa-
maðurinn þurfa að horfa í eigin barm
í þeim tilvikum sem um veruleg um-
framkjör er að ræða. Þarna vaknar
einfaldlega krafa um félagslegt rétt-
læti og ábyrga ráðstöfun fjármuna
skattborgarans. Það er mikilvægt í
þeirri kjaraumræðu sem framundan
er að halda þessum staðreyndum til
haga en láta ekki blekkjast af út-
úrsnúningatali kosningabaráttunnar.
Um laun og launafólk
Eftir Ögmund
Jónasson
Ögmundur
Jónasson
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Flettu upp nafni
fermingarbarnsins
mbl.is
FERMINGAR
2009
NÝTT Á mbl.is