Morgunblaðið - 24.04.2009, Side 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009
✝ Helga Sig-urbjörnsdóttir
fæddist í Reykjavík
19. nóvember 1917.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli
18. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurbjörn Þor-
kelsson kaupmaður í
Vísi og síðar forstjóri
Kirkjugarða Reykja-
víkur, fæddur á Kiða-
felli í Kjós 25.08. 1885,
d. 4.10. 1981, og fyrri
kona hans,Gróa
Bjarnadóttir, f. 16.10. 1885, d. 11.11.
1918.
Systkini Helgu sammæðra eru
Kristín Ninna (1909-1997), gift Hol-
ger W. Nielsen tannlækni, Sólveig
(1911-2005), gift Birni Sigurðssyni
lækni, Þorkell Gunnar (1912-2006),
verslunarmaður, kvæntur Steinunni
Pálsdóttur, Birna (1913-1998), gift
Ólafi Tryggvasyni úrsmið, Hanna
(1915-2007), gift Sveini Ólafssyni
hljóðfæraleikara og Hjalti (1916-
2006), bóndi, kvæntur Önnu Ein-
arsdóttur.
Systkini Helgu samfeðra, börn
Sigurbjörns og seinni konu hans,
Unnar Haraldsdóttur, f. 29.10. 1904
d. 14.07. 1991, eru Friðrik (1923-
1999. b) Þorvaldur, húsasmíðameist-
ari f. 20.03. 1969, kvæntur Elínu
Margréti Ingólfsdóttur, lögfræðingi.
Dætur þeirra: Kristbjörg Arna, f.
2000 og Hildur Halla, f.2004. c)
Helga, tannfræðingur, f. 21.02. 1976,
í sambúð með Rúnari Hauki Gunn-
arssyni, landmælingamanni. Börn
þeirra: Arnar Haukur, f. 1998,og
María Katrín, f. 2003. 2) Hrafnkell,
vélstjóri, f. á Bíldudal 15.11. 1941,
kvæntur Grétu Sigríði Haralds-
dóttur, ritara, f. 3.02. 1939. Sonur
þeirra: Þorvaldur Skúli, iðnverka-
maður, f. 6.01. 1968, d. 5.08. 2001.
Helga lauk gagnfræðaprófi og
vann um skeið í Útvegsbankanum,
en eftir brúðkaup fluttu þau Þor-
valdur til Bíldudals, þar sem hann
var forstjóri Rækjuverksmiðjunnar
og frumkvöðull á ýmsum sviðum.
Þorvaldur var einn þeirra mörgu
sem fórust með vélskipinu Þormóði
á leið til Reykjavíkur í aftakaveðri
17./18. febr. 1943. Helga stóð uppi
25 ára ekkja með tvo unga syni, og
flutti því til Reykjavíkur, þar sem
fjölskyldan studdi hana dyggilega.
Hún setti saman bú með bræðrum
sínum ókvæntum, Þorkeli og Hjalta,
sem reyndust sonum hennar eins og
bestu feður. Hún giftist ekki aftur.
Þegar synirnir komust á legg hóf
hún á ný störf í bankanum, og vann
þar til starfsloka 1987, þá orðin
deildarstjóri í Íslandsbanka, vinsæl
og vel liðin bæði meðal samstarfs-
manna og viðskiptavina.
Útför Helgu fer fram frá Áskirkju
í dag, 24. apríl, og hefst athöfnin kl.
15.
1986), lögfræðingur,
kvæntur Halldóru
Helgadóttur, Ástríður
(1925-1935), Áslaug
(1930-2001), hjúkr-
unarfræðingur, gift
séra Magnúsi Guð-
mundssyni. Yngstur,
og einn eftirlifandi
þeirra systkina og
maka, er Björn, erfða-
fræðingur, f. 1931,
kvæntur Önnu Páls-
dóttur lífeindafræð-
ingi, en fyrri konu
sína, Helgu Páls-
dóttur, missti hann 2004.
Helga giftist 25.12. 1938 Þorvaldi
Friðfinnssyni málara og niðursuðu-
fræðingi, f. í Reykjavík 25.12. 1908.
Foreldrar hans voru hjónin Frið-
finnur Pétursson frá Járngerð-
arstöðum (1866-1914) og Jónína Þor-
valdsdóttir húsmóðir og verkakona,
af Mýrum (1875-1935).
Synir Helgu og Þorvaldar eru 1)
Björn, tannlæknir, f. á Bíldudal
14.11. 1939, kvæntur Kristbjörgu
Kjartansdóttur tanntækni, f. 2.10.
1944. Þeirra börn eru: a) Erna, B.A. í
alþjóðasamskiptum, f. 2.06. 1967, í
sambúð með Þórarni Bjarnasyni,
verkfræðingi. Börn þeirra: Þor-
björn, f. 1994 og Hildigunnur, f.
Elsku systir mín, Helga, lést 18.
apríl, 91 árs. Það er sérstök lífs-
reynsla að sjá nú á bak tíu systkinum
sínum og standa ellefti, einn, eftir. En
það eru líka mikil forréttindi að hafa
alist upp umvafinn ást og umhyggju
þessara yndislegu systkina minna.
Ég veit ekki hvort það er algengt, en
ég man aldrei eftir neinni misklíð,
neinum deilum eða missætti í þessum
stóra systkinahópi, barna Sigur-
björns Þorkelssonar í Vísi og fyrri
konu hans, Gróu, sem lést í spönsku
veikinni 1918, og seinni konu hans,
móður minnar, Unnar. Mér var sagt
eftir að ég hafði vit til að sumt af
systkinum mínum væru hálfsystkin
og sum alsystkin. Þar sem ég fann
ekki þá og aldrei síðan neinn mun á
okkur systkinunum, varð þessi vitn-
eskja óþörf.
Elskuleg systir mín, Helga, var
yngst af eldri systkininum sjö, en ég
yngstur af hinum fjórum. Helga var
eins árs þegar hún missti móður sína.
Hún sagði stundum að ég hefði verið
aðeins of fljótur í heiminn að fæðast
rétt fyrir miðnætti, daginn fyrir af-
mælisdaginn hennar, 19. nóvember.
Hún vildi fá mig í afmælisgjöf.
Helga giftist ung manni sínum,
Þorvaldi Friðfinnssyni, glæsilegum
hæfileikamanni sem við systkinin
dáðum og virtum. Hann var ekki bara
aðlaðandi persónuleiki heldur annál-
aður athafnamaður og afburða list-
málari og teiknari. Sagt var að Kjar-
val hefði talið hann efnilegasta
upprennandi landslagsmálarann á Ís-
landi.
Ég man þegar þau Helga sigldu til
Bíldudals þar sem Valli gerðist for-
stjóri rækjuverksmiðjunnar og þar
sem þau eignðust synina tvo, Björn
tannlækni og Hrafnkel vélstjóra. Ég
minnist líka sorgarinnar þegar Valli
drukknaði ásamt fleirum er vélskipið
Þormóður fórst í fárviðri á leið frá
Bíldudal til Reykjavíkur. Eftir sátu
rúmlega tvítug ekkja og eins og
tveggja ára strákarnir þeirra. Þorkell
bróðir og Birna systir fóru vestur
með varðskipi til að sækja litlu fjöl-
skylduna og tók Þorkell þau svo að
sér.
Helga vann nær alla sína ævi í Út-
vegsbankanum og síðar Íslands-
banka. Hún hlýtur að hafa verið af-
bragðsstarfsmaður, því hún hækkaði
hratt í tign og ábyrgð. Vinsældir
hennar meðal samstarfsmanna voru
slíkar að mér var alltaf tekið með
kostum og kynjum í bankanum sakir
skyldleika við Helgu. Ég nýt hennar
enn af þeim kollegum hennar sem
enn starfa í Íslandsbanka.
Helga var alltaf kjölfestan í systk-
inahópnum, sá um öll sameiginleg
fjármál og það sem þurfti að gera
sameiginlega í fjölskyldunni. Það var
þung reynslan sem ung kona mátti
þola og takast á við í lífinu en aldrei sá
ég hana eða heyrði kvarta. Alltaf kát
og glöð og umvafði litla bróður sinn
og okkur öll hin með kærleika sínum.
Ég sakna Helgu systur og allra
minna yndislegu systkina. Einhvers
staðar eru þau nú öll saman komin og
halda áfram að veita hvert öðru og öll-
um í kringum sig af kærleika sínum
og umhyggju.
Þeir nafni minn og Hrafnkell hafa
nú misst báða foreldra sína, en hví-
líkur fjársjóður af góðum minningum
sem þeir og fjölskyldur þeirra eiga.
Guð blessi þá og fjölskyldur þeirra og
minningu Helgu, elsku systur minn-
ar.
Björn Sigurbjörnsson.
Nú er mín kæra tengdamamma
Helga farin í ferðina löngu, sem bíður
okkar allra, á vit genginna ástvina.
Hvíldinni fegin eftir langan dag. Ljúf-
ari og betri konu var vart hægt að
hugsa sér. Hún var líka falleg ytra
sem innra, greind og skemmtileg.
Hafði þessa góðu nærveru svo manni
leið alltaf vel með henni.
Hún átti góða æsku í faðmi sam-
heldinnar fjölskyldu. Hún missti
móður sína í spönsku veikinni innan
við árs gömul, en þá tók Kristín
amma hana undir sinn verndarvæng
og pabbi og eldri systkinin sex létu
ekki sitt eftir liggja. Svo eignaðist
hún Unni mömmu og fjögur systkini í
viðbót, og það var engin lognmolla á
því heimili þegar allir voru saman-
komnir. Sorgin barði reyndar aftur
að dyrum þeirra þegar Ásta litla syst-
ir dó 10 ára gömul og Helga var bara
18 ára.
Stóru ástina sína, hann Valla, fékk
hún líka að hafa allt of stutt hjá sér,
því hann fórst í Þormóðsslysinu vet-
urinn 1943 og hún orðin ekkja 25 ára
með drengina sína tvo, eins og
þriggja ára. Þau höfðu flust vestur á
Bíldudal þar sem Þorvaldur var verk-
smiðjustjóri, og að sögn heimamanna
fluttu þau með sér ferskan andblæ ut-
an úr heimi, enda hann nýkominn frá
námi erlendis. Hún sagði stúlkum til í
leikfimi, sem hún hafði stundað fyrir
sunnan, hann kenndi á skíðum og
sagði unglingum frá framandi heimi
myndlistar, var sjálfur snjall teiknari
og listmálari.
Eftir slysið flutti hún suður og þá
var gott að eiga stóra og samheldna
fjölskyldu sem umfaðmaði þau. Með
hjálp bræðra sinna þá ókvæntra,
Hjalta og einkum Þorkels, kom hún
drengjunum sínum til manns og það
með glans.
Hún fór að vinna í Útvegsbankan-
um allt þar til hún varð sjötug, ánægð
og vel liðin enda var þar ekkert kyn-
slóðabil, hún var alltaf ein af stelp-
unum.
Hún var fagurkeri á myndlist og
unni góðri tónlist. Við urðum oft sam-
ferða á sýningar og kammertónleika,
og Sinfóníuna stundaði hún með
systrum sínum og systurdætrum.
Ferðalög og útivist voru stór þáttur í
lífinu. Hún fór með strákana sína í
Þórsmörk og Landmannalaugar og
kveikti hjá þeim ferða- og öræfaþrá,
sem pabbi þeirra hafði reyndar
löngum verið haldinn. Það var nota-
legt að ferðast með henni bæði innan-
lands og utan og gaman að sjá hvern-
ig hún pakkaði niður í tösku með því
að rúlla flíkunum upp.
Útivistin var þó lengst af mest
stunduð í sumarparadísinni á Kiða-
felli, sælureitnum og sumarbústað
þeirra systkina í Brekku. Þar undu
þær systur Helga og Hanna, sem allt-
af voru sérlega samrýndar, lengi
sumars fram eftir ævi. Þangað var
gott að koma og sækja sér bæði and-
lega og líkamlega næringu.
Helga var börnunum okkar afar
góð amma og fyrirmynd. Naut þess
að gæta þeirra, las þeim sögur og ljóð
og passaði upp á bænirnar. Prjónaði
sokka og vettlinga og dekraði við þau
á allan máta. Þau launuðu líka fyrir
sig með því að fá hana til að hætta að
reykja.
Ég kveð hana hinstu kveðju með
söknuði og þakklæti fyrir allt, ekki
síst fyrir hann Bjössa minn, sem ég
vonandi fæ að hafa hjá mér svolítið
lengur.
Guð blessi minningu hennar.
Kristbjörg Kjartansdóttir.
Helga amma lék stórt hlutverk í
uppvexti mínum. Alltaf nálæg, tilbúin
að gefa af sér og fylgjast af einlægum
áhuga með því sem ég tók mér fyrir
hendur. Hún kenndi mér bænirnar,
sem ég síðar kenndi mínum börnum,
bauð í leikhús og á tónleika og var til
staðar þegar á þurfti að halda.
Amma átti mörg systkini og hún
fylgdist með afkomendum þeirra
allra af lifandi áhuga eins og þeir
væru hennar eigin. Það var henni
mikilvægt að fjölskylduböndin gliðn-
uðu ekki þótt ættliðunum fjölgaði og
hún sá til þess að við systkinin kynnt-
umst og umgengjumst frændur og
frænkur. Árin sem ég bjó í Danmörku
skrifaði hún mér reglulega löng bréf
þar sem hún sagði fréttir af sjálfri sér
og stórfjölskyldunni.
Hvergi leið ömmu betur en í
Brekku, sumarbústaðnum á Kiðafelli
í Kjós, þar sem hún var umvafin nátt-
úrunni og ættingjunum á Kiðafelli og
í bústöðunum í kring. Þar réðu þær
ríkjum hún og Hanna systir hennar,
tóku að sér næturgesti, nærðu barna-
hópinn sem fór eins og sveimur á milli
bústaða og aðstoðuðu við leik- og
íþróttaæfingar á flötinni fyrir framan
bústaðinn.
Amma hafði yndi af að kenna okk-
ur og fræða og segja okkur sögur úr
bernsku sinni. Hún hvatti okkur til að
bera virðingu fyrir náttúrunni og
ganga vel um hana. Þannig kenndi
hún okkur að þekkja blóm og jurtir
sem vaxa í sveitinni og hlúa að gróðr-
inum. Við fylgdumst með lífi brekkus-
nigilsins sem búið hafði um sig í rör-
inu yfir lækinn og með þröstunum
sem verptu í nágrenni Brekku. Við
stikluðum og óðum í ánni, tíndum
steina í fjörunni og veltum við kúa-
dellum í Kvíahvammi.
Það er ekki hægt að minnast Helgu
ömmu án þess að Hanna amma komi
þar talsvert við sögu. Að mörgu leyti
svo ólíkar systur en tengdar sterkum
böndum og nágrannar stóran hluta
ævinnar. Þær bjuggu mörg ár í sam-
liggjandi íbúðum í Sólheimunum og
ég minnist þess varla að hafa heim-
sótt ömmu þangað án þess að hún hafi
sótt Hönnu, svo Hanna mætti fá frétt-
ir af mér og mínum. Þær töluðu
gjarnan hvor upp í aðra, sögðu hvor
sína söguna svo talsvert var fyrir því
haft að halda þræði í þeim báðum
samtímis. Þær ferðuðust saman, m.a.
til Ninnu systur sinnar í Danmörku. Í
einni slíkri heimsókn komu þær í mat
til okkar og átti aldeilis að gera vel við
þær og bjóða upp á íslenskan fisk.
Eitthvað mislukkaðist eldamennskan
og Hanna fékk lítið eldaðan bita.
„Þetta er allt í lagi,“ sagði amma þá,
„henni Hönnu hefur alltaf þótt hrár
fiskur miklu betri en eldaður,“ og þar
með þurfti ekki að vandræðast meira
með það. Þegar við fluttum heim frá
Danmörku fannst henni ekkert sjálf-
sagðara en að flytja yfir til Hönnu svo
við gætum búið í íbúðinni hennar þar
til við fyndum okkur eigið húsnæði.
Ömmu hafði farið mikið aftur á
undanförnum árum. Hún var enn ljúf
og góð en minnið orðið mjög götótt.
Það er því ómetanlegt að geta kallað
fram ótal góðar minningar um elsku
ömmu, þessa sterku, ákveðnu en um-
fram allt umhyggjusömu og hlýju
konu. Ég kveð hana nú með kærri
þökk fyrir allt sem hún gaf mér. Það
hefur reynst mér ómetanlegt vega-
nesti út í lífið.
Erna.
Elsku amma.
Þetta er mitt síðasta bréf til þín,
eitt af ótalmörgum sem okkur hafa
farið á milli í gegnum tíðina. Ég veit
eiginlega ekki hvar ég á að byrja eða
hvernig, því ég minnist svo margs
þegar ég hugsa um þig. Óteljandi
hlutir sem minna á þig koma upp í
hugann. Góðmennska, Svarti-Pétur,
Brekka, dönskuslettur, þrasið í þér
og Hönnu, skilningur, stuðningur, hlý
orð, hjálpsemi, hreinskilni og hispurs-
leysi. Áttræðisafmælið þitt í London,
mannbroddar, skattholið, bænir og
kandískrukkan í eldhússkápnum.
Uppháu körfuboltaskórnir þínir,
slæðurnar, útskriftin mín í Kaup-
mannahöfn að ógleymdum öllum
samverustundunum. Svona gæti ég
haldið áfram endalaust. Þú sitjandi í
stólnum þínum með klassíska tónlist
á fóninum að lesa Moggann eða með
eitthvað á prjónunum, já eða ný-
komna heim frá Ninnu systur þinni í
Kaupmannahöfn með töskuna fulla af
einhverju spennandi handa okkur
barnabörnunum og spægipylsu og
einn „táfýluost“ handa fullorðna fólk-
inu. Þú hafðir gaman af því að ferðast,
fara á söfn og stunda aðra menning-
arviðburði og þú vildir gjarnan deila
því með okkur. Þú varst mikil fjöl-
skyldumanneskja enda alin upp í
stórri og mjög samheldinni fjöl-
skyldu. Þér þótti því mikilvægt að
fylgjast vel með því sem við vorum að
gera hverju sinni.
Margsinnis tók ég leið 3 heiman frá
mér á Nesinu í vinnuna til þín í Út-
vegsbankann. Þaðan lá leið okkar
með tvistinum í Sólheimana, þar sem
þú áttir heima í meira en 20 ár. Þegar
við litla fjölskyldan fluttumst heim frá
Danmörku fyrir 2 árum varstu komin
á Skjól. Íbúðin þín stóð tóm og við
fengum að flytja inn í hana. Þetta
gerði heimflutninginn svo miklu auð-
veldari og erum við þér ævinlega
þakklát fyrir það.
Nú ert þú farin í þitt síðasta ferða-
lag og í þetta sinn muntu ekki koma
heim aftur. Nýr áfangastaður bíður
þar sem löngu látnir ættingjar og vinir
taka vel á móti þér. Ég veit að þú ert
búin að bíða eftir þessari ferð í nokk-
urn tíma og ég gleðst fyrir þína hönd
þó að ég og við hin sem eftir sitjum
séum leið yfir því að hitta þig ekki aft-
ur.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Helga.
Elsku amma.
Okkur langaði bara að segja takk.
Takk fyrir að vera góð, ástrík og um-
hyggjusöm amma og langamma. Þú
hafðir alltaf tíma fyrir okkur, hlustaðir
og studdir. Full af kærleika og kennd-
ir okkur að bera virðingu fyrir öllum,
bæði mönnum og málleysingjum sem
og náttúrunni allri. Takk fyrir allar
minningarnar. Fyrst á Hringbraut-
inni, kandís, kókostoppar, falið silfur-
berg og lykill á flugi út um klósett-
gluggann. Göngutúrar í
kirkjugarðinn, niður að tjörn og á
söfn. Jólaböll í Útvegsbankanum,
gistinætur og gleði, alltaf gleði. Síðan í
Sólheimunum, músík í útvarpinu, eitt-
hvað á prjónunum, teiknaðar myndir,
fjölskylduboð og ís. Marglitu snjó-
kornin, skúffukassinn sem svo gaman
var að gramsa í og auðvitað falið silf-
urberg, líka með næstu kynslóð. Hlýj-
ar móttökur, Skúli, Hanna, Lóló eða
einhver annar í heimsókn, sérrí, hlegið
og talað, mikið talað. Sterkastar eru
þó minningarnar úr sveitinni. Göngu-
túrar, náttúruskoðun, sögur úr fortíð-
inni og samvera með ættingjunum.
Arineldur í Brekku, notalegheit og all-
ir í feluleik í Svartaskógi. Frelsi. Leik-
ur, gleði og hlátur svo að sumir héldu
varla vatni. Takk fyrir að fá að kynn-
ast þér og læra af þér hvað skiptir
máli í lífinu. Þú varst yndisleg mann-
eskja og það var og er auðvelt að elska
þig. Takk.
Þorvaldur, Elína Margrét
og dætur.
Ég sé þau fyrir mér standandi sitt-
hvorumegin við hliðvængina upp að
grasigróinni hlíðinni að himnesku
Kiðafelli takandi glaðbeitt veifandi og
umfaðmandi á móti henni Helgu,
systkini hennar þau Ninna, Lóló,
Bóbó, Binna, Hanna og Hjalti, Frið-
rik, Áslaug og Ástríður sem kölluð var
burt af foldu aðeins 10 ára gömul. Með
þeim er afi Sigurbjörn og Gróa fyrri
kona hans sem lést úr spænsku veik-
inni árið 1918 frá sjö börnum þegar
Helga, sem var þeirra yngst, var að-
eins rétt ársgömul. Þarna er að sjálf-
sögðu einnig hún Unnur amma sem
gekk Helgu í móðurstað, Kristín
langamma auk maka systkinanna
ásamt mörgu fleira af góðu fólki að
ógleymdum riddaranum á hvíta hest-
inum, glæsimenninu Þorvaldi Frið-
finnssyni sem kemur ríðandi niður
hlíðina ásamt afadrengnum Þorvaldi
Skúla til þess að taka á móti Helgu.
Það sjást gleðitár á hvarmi og það
verða fagnaðarfundir.
Eftir að hafið hafði tekið Þorvald
Friðfinnsson eiginmann Helgu, sem
fórst með vélskipinu Þormóði frá
Bíldudal í febrúar 1943 þegar hún var
aðeins 25 ára gömul með synina tvo
Björn þriggja ára og Hrafnkel á öðru
ári, kom það í hlut föður míns, bróður
Helgu, að fara vestur til að hlúa að
litlu systur og drengjunum hennar.
Héldu þau síðan saman heimili, fyrst
við Hrefnugötu 4, þar sem þau bjuggu
til ársins 1949 er þau fluttu að Sigtúni
29 þar sem þau bjuggu þar til faðir
minn mannaði sig upp í að biðja sér
konunnar sem hann hafði haft auga-
stað á til fjölda ára. Giftust þau daginn
fyrir fimmtugsafmælið hans árið 1962
og fluttu þá Helga og drengirnir að
Kirkjuteigi 33.
Miklir kærleikar og samstaða ríkti
með þeim systkinum, börnum afa
míns, Sigurbjörns Þorkelssonar í Vísi.
Þá ekki síst gagnkvæm umhyggja
pabba og Helgu sem sýndi sig í sjálf-
sögðu verki alla tíð og bar þar aldrei
skugga á.
Það var því ekki auðvelt fyrir föður
minn þótt hann teldi það ekki eftir sér
að heimsækja báðar konurnar sem
hann hafði búið með um ævina,
mömmu og Helgu systur sína, á sömu
hæðina á Hjúkrunarheimið Skjól þar
sem þær dvöldust báðar með heilabil-
un og runnu sitt skeið. Þótt ég ætti
Helga
Sigurbjörnsdóttir