Morgunblaðið - 24.04.2009, Síða 29

Morgunblaðið - 24.04.2009, Síða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ✝ Ástkær eiginmaður minn og bróðir, HALLDÓR HERMANNSSON, Grasparvsgrand 8, Klagerup, Svíþjóð, sem varð bráðkvaddur föstudaginn 3. apríl, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju mánudaginn 27. apríl kl. 13.00. Ingveldur Höskuldsdóttir og fjölskylda, Guðlaug Hermannsdóttir, Brynjar Skarphéðinsson og börn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, ömmu okkar og langömmu, INGU TORFHILDAR MAGNÚSDÓTTUR . Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun. Magnús Ingimundarson, Arnar Magnússon, Birgitta Magnúsdóttir, Dagur Benónýsson, Erik Magnússon, Lennart Magnússon og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, LAUFEY ÞÓRA VIGFÚSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 25. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Hjartavernd og Krabbameinsfélagið. Dætur hinnar látnu. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu, hlýhug og styrk vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ÖGMUNDSDÓTTUR, Hraunbæ 103, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítala Landakoti fyrir frábæra umönnun. Guðrún Jónsdóttir, Oddur Þórðarson, Jóna Jónsdóttir, Pétur Eiríksson, Guðlaugur G. Jónsson, Sigríður I. Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN M. GUÐMUNDSSON, Reykjum, Mosfellsbæ, lést miðvikudaginn 22. apríl. Málfríður Bjarnadóttir, Sólveig Ólöf Jónsdóttir, Pétur R. Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Þuríður Yngvadóttir, Helga Jónsdóttir, Magnús Guðmundsson, Bjarni Snæbjörn Jónsson, Björg K. Kristjánsdóttir, Eyjólfur Jónsson, Auður Þórisdóttir, Jón Magnús Jónsson, Kristín Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. hvað mér þótti hún vera orðin full- orðin þegar ég sá hana síðast. Við fjölskyldan vorum alltaf á leiðinni í Þorlákshöfn að heimsækja hana. En nú er það of seint. Munda var nokkrum árum eldri en móðir mín en þær systur voru mjög nánar alla tíð. Fyrstu kynni mín af henni voru þegar hún bjó í Súgandafirði þegar ég var að alast þar upp. Það var alltaf líf og fjör í kringum Mundu og fjölskyldu. Munda var mjög kraftmikil kona og það var sjaldnast lognmolla í kringum hana. Hún var mjög dug- leg, rausnarleg, hjálpleg og vildi öllum vel. Og í minningunni var hún alltaf kát og hress. Við bræður fórum oft í heimsóknir með for- eldrum okkar til Mundu og fjöl- skyldu þegar við vorum yngri. Og eftir að við stofnuðum okkar eigin fjölskyldur héldu tengslin áfram. Ég man þegar fjölskyldan mín var minni og við heimsóttum Mundu í Þorlákshöfn fyrir nokkuð mörgum árum þá bauð hún okkur að sjálf- sögðu í mat og gaf okkur nýjan fisk í kveðjuskyni þegar við fórum heim. Munda var einstaklega hjálp- leg og ræktarsöm við fjölskyldu sína. Hún annaðist móður mína fram í andlátið þegar hún veiktist af krabbameini fyrir nokkrum ár- um. Og kunnum við bræður henni miklar þakkir fyrir það. Ég man þegar Munda kom með móður minni til Hornafjarðar þegar við fjölskyldan bjuggum þar í stóru húsi. Eftir að móðir mín var farin aftur til Reykjavíkur þá var Munda eftir hjá okkur í nokkra daga. Einn morguninn tók ég eftir því að búið var að henda gömlum frosnum mat í ruslatunnuna. Þá hafði Munda þítt frystikistuna og tekið til í henni. Í sömu heimsókn tók hún allt búrið í gegn hjá okkur. Hún eldaði og þreif. Auðvitað voru áhöldin ekki endilega á þeim stað sem þau áttu að vera en okkur fannst þetta frábært og kunnum við henni miklar þakkir fyrir. Munda var mjög hænd að börnum okkar hjóna og færði þeim sokka og vettlinga sem hún hafði prjónað. Sú vinátta var gagnkvæm. Munda frænka átti stóran sess í hjörtum okkar bræðra og var hún í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum. Kæra Helga, Guðni og Víðir, við bræður vottum ykkur og fjölskyld- um ykkar okkar dýpstu samúð. Guðmundur V. Friðjónsson. félag og jafnvel stærri samfélög. Mörg síðustu ár hefur Hreinn bú- ið á Hvammi, dvalarheimili aldraðra á Húsavík – en hugurinn var heima á Ljósavatni. Við Þórhallur minnumst Hreins með þakklæti fyrir þann hlýhug og velvilja sem hann sýndi okkur fjöl- skyldunni í Landamótsseli. Helga A. Erlingsdóttir. Mér finnst þetta svo fallegt og viðeigandi, gamli bóndinn kominn aftur heim, horfir yfir sveitina sína, sem honum þótti svo vænt um og hann þekkti svo vel, já hverja ein- ustu þúfu, hverja lækjarsprænu, hraunið og móana. Hreinn var mikið náttúrubarn, og mikið úti við, ég veit að hann hefur þekkt öll þessi blóm sem nefnd eru í ljóðinu hér á undan og svo miklu, miklu fleiri. En nú er Hreinn farinn að hvíla sig, en hann gerði nú ekki mikið af því, blessaður, hér á árum áður. Hann vann mikið og lét það ekki eftir sér að sofa lengi í einu. En hann hefur verið líkamlega sterkur, að þola þetta mikla vinnuá- lag öll þessi ár, en nú er hann geng- inn til hvílu í hinsta sinn. Hreinn var okkur alltaf ljúfur, okkur þótti mjög vænt um hann og honum þótti vænt um litlu frænkur sínar, dætur mínar þrjár. Hann færði þeim oft gjafir, þegar þær fæddust færði hann þeim öllum silf- urskeið, síðar kom hann í heim- sóknir með harðfisk í poka, því hann vissi það væri miklu hollara fyrir þær en nammi í poka, og núna stuttu áður en hann lést, sendi hann þeim fallega röndótta sokka í glað- legum og hressandi litum. Hann var hugulsamur, uppátækjasamur og stríðinn, en með hjarta úr skíra gulli. Það var gott að tala við Hrein, því það var hægt að tala við hann um alla skapaða hluti, hann var gamansamur, víðlesinn, minnugur, skarpgreindur, og áhugasamur um allt og alla. En það sem átti hug hans allt tíð, voru hinar ýmsu fram- kvæmdir, og þá stórframkvæmdir, hann byggði mikið og byggði stórt, þessar byggingar verða minnis- merki um stórhuga mann um ókomna tíð. Við þökkum fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning Hreins Þór- hallssonar frá Ljósavatni. Aðalheiður Kjartansdóttir (Heiða). Í dag kveðjum við móðurbróður okkar Hrein á Ljósavatni. Þegar við vorum að alast upp á Egils- stöðum voru ferðir norður í Ljósa- vatn ekki skottúr heldur heljar- miklir leiðangrar sem tóku heilan dag. Lagt var af stað eldsnemma morguns með nesti, smurt brauð, kaffi og te á brúsum og mjólk á flösku, enda var ekki stoppað í sjoppum heldur á völdum stöðum þar sem við vorum fræddar um landslag og náttúrufar. Mamma okkar var að sjálfsögðu á leið „heim“ að Ljósavatni því þó að langur vegur skildi hana frá systk- inum sínum í Ljósavatnsskarðinu þá voru þau alla tíð ákaflega tengd og með þeim mikill kærleikur. Þessar ferðir voru alltaf mikið til- hlökkunarefni því Hreinn frændi var höfðingi heim að sækja og var gestrisni og góðvild þeirra Siggu einstök. Meðan mamma lifði voru heldur aldrei jól án þess að Hreinn sendi Tótu systur sinni hangi„ket“ og reyktan magál að norðan í þeirri fullvissu að norðankjötið væri mun meira hnossgæti en það austfirska. Við systur eigum bjartar minn- ingar frá Ljósavatni og í minning- unni ríkti þar einstök heiðríkja og sólskin alla daga. Hreinn frændi var bæði gamansamur og glettinn og kunni á börnum gott lag. Sissa á skemmtilega minningu um það, þegar hún og Eiríkur bróðir voru lítil hjá afa og ömmu, að hafa þótt kanilsykur bestur í slíku óhófi að frænda fannst nóg um. Sagði hann að það væri nú ekki nógu gott, því hún ætti það á hættu að verða heimsk af þessu sykuráti. Það þarf ekki að fjölyrða um það að orð hans voru tekin sem heilagur sannleikur og kanilsykurinn notaður spart eft- ir þetta. Þegar Jenný hugsar um Hrein frænda er það vorkoma sem kemur upp í huga hennar og segist alltaf muni minnast hans þegar hún heyrir í lóunni, því það var hann, sem kenndi henni að hlusta á fugla himinsins, staldra við og njóta nátt- úrunnar. Svona var Hreinn. Lífið var frænda ekki auðvelt á efri árum. Hann greindist með geð- hvarfasýki sem reyndist honum og fjölskyldu hans erfiður sjúkdómur við að búa. Engu að síður eigum við systur ekkert nema hlýjar minn- ingar um okkar ástkæra frænda og kveðjum með þökk og þessum lín- um eftir Þorstein Valdimarsson: Ljós ber á rökkurvegu, rökkur á ljósvegu. Líf ber til dauða, og dauði til lífs. (Þorsteinn Valdimarsson.) Stefanía, Jenný og Þórhalla Steinþórsdætur. „Hver getur átt svona góðlegan hund?“ spurði Gísli alla og engan. Hann stóð yfir moldum föður síns í kirkjugarð- inum á Miklabæ og næst gerði hann það að umtalsefni hve einstaklega vel það hefði átti við að lagðprúður hrút- ur tók sér stöðu við gröfina þegar rek- um var kastað. Gísla var ekki endi- lega að skapi að ræða tilfinningar. Löngu seinna á fögrum degi ók ég rauðum bíl heim á hlað til Gísla. Hann sat úti á tröppum og hugleiddi sitt- hvað í síðdegissólinni. Erindi mitt var að safna fé til hjálpar nauðstöddum. Gísli stökk á fætur og kom að vörmu spori aftur með seðla, sem hann hafði vöðlað inn í lófa sér og rétti fram allt að því afsakandi, sagði þó að það kæmi við sig að hugsa um alla ógæf- una í heiminum. Nokkrum árum áður sitjum við í eldhúsinu í Miðhúsum og drekkum kaffi. Guðrún húsfreyja er að skera gljáandi silung sem bíður þess að komast í pottinn. Hátíð er í húsi og von er á fólkinu á neðra bænum, því þetta er fyrsti fiskurinn sem veiðst hefur þetta sumarið. Þau Gísli eru sí- fellt að skylmast með orðum og gera góðlátlegt grín hvort að öðru, snörp og fyndin. Gísli áttræður. Börn, tengdabörn og afkomendur hafa búið honum glæsilega veislu í hlöðunni, þar sem fram eru bornar gómsætar veitingar og skemmtiatriði, söngur, harmon- ikkuspil og dans. Afmælisbarnið er stolt af frammistöðu allra sinna en fer vel með. Gísli hafði þann sið að stoppa stutt við en koma frekar oftar í heimsókn. „Nei, nei, alls ekki kaffi, það kemur ekki til,“ sagði hann oft, en drakk einn bolla í kurteisisskyni og hló dátt, oft þegar hann hafði sagt ófrægingar- ✝ Gísli Jónssonfæddist í Holts- koti í Seyluhreppi 10. september 1926. Hann lést á heimili sínu í Miðhúsum í Akrahreppi hinn 1. apríl síðastliðinn. Útförin fór fram frá Miklabæjarkirkju í Akrahreppi 18. apríl sl. Meira: mbl.is/minningar sögu af sjálfum sér en reyndar voru sögurnar margar og um ýmis efni. Hann var umtals- góður um aðra og auð- fundin samúð hans til samferðafólks. Nú kemur rauði bíll- inn hans ekki oftar í hlað en minningin um brosið hans og hlátr- ana eiga eftir að ylja. „Guði séu þakkir , sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist.“ Dalla Þórðardóttir, Miklabæ. Ég man eftir fyrsta skiptinu sem ég kom í Miðhús í heimilishjálp. Ég þekkti Gísla ekki neitt og var vægast sagt stressuð að eiga að ryðjast inn hjá bláókunnugum manni og þrífa. En hann gerði þetta allt svo auðvelt og mér leið strax vel og það leið ekki á löngu þar til við vorum orðnir bestu vinir. Spjölluðum um allt milli himins og jarðar og ég mun aldrei gleyma sögunum sem hann sagði mér. Sumar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Held að hreppurinn hafi einhvern tímann varið peningunum sínum bet- ur en að borga mér heimilishjálp, vegna þess að ef ég man rétt fór mest- ur tími í spjall og kaffipásur. Ég er einstaklega ánægð með að hafa ráðið mig í vinnu hjá pabba síð- asta sumar, því ekki bara fékk ég meiri tíma með fólkinu mínu á Frostastöðum, heldur var Gísli af- skaplega duglegur við að heimsækja mig, kom með krem á hendurnar á mér í sauðburðinum, færði okkur sil- ung og stundum kom hann bara til að spjalla. Ég get ekki trúað því að ég sé ekki að fara í heimsókn í Miðhús þegar ég kem næst heim til Íslands, sitja í eld- húsinu og reykja fullt af sígarettum, hann vindla, drekka kaffi og vodka, og spjalla um fólkið í sveitinni og gamla tíma. Það eru algjör forréttindi að hafa fengið að kynnast Gísla og vera vinur hans. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldunnar hans. Megi minn- ingin um einstakan mann hjálpa ykk- ur á erfiðum tímum. Inga Dóra frá Frostastöðum Gísli Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.