Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009
Ég þekkt hef vetrarins
hörku og hjarn
og haft af eldsglóðum
kynni.
En þó verð ég alltaf sem
óharðnað barn
andspænis minningu þinni.
(Indr.Þ.)
Í dag kveð ég þig í hinsta sinn,
elsku pabbi minn. Þó svo að þú hafir
verið orðinn veikur, þá varstu alltaf
svo duglegur, kvartaðir aldrei. Við
héldum öll að við fengjum lengri tíma
með þér, þú fórst svo snöggt. Það var
svo margt sem þú ætlaðir að gera í
garðinum ykkar Guffýjar í sumar.
Minningar hrannast upp æskuárin
líða hjá, mér fannst þú alltaf flottast-
ur sólbrúnn í hvítu fötunum þínum.
Þegar þú keyrðir um blæjubílnum
þínum fannst mér enginn standast
samanburðinn við pabba minn. Þú
varst á sjónum eða upp í sveit og ég
saknaði þín alltaf svo mikið, mér
fannst ég alltaf annaðhvort vera að
kveðja þig eða bíða eftir að þú kæmir.
En síðustu 10 árin vorum við mikið
saman þú varst fluttur nær mér og
fyrir það þakka ég. Þér var mikið í
mun að eiga eiga fallegt heimili, og
það var svo notalegt að koma til ykkar
Guffýjar.
Pabbi minn þú varst svo handlag-
inn og gast smíðað allt, hvort sem það
voru reiðtygi, húsgögn eða heilu hús-
in. Ófáar ferðirnar komstu til að
hjálpa okkur Óla við að byggja sum-
arbústaðinn. Þið voruð góðir saman,
þú gast skammað hann eins og hund
ef þér fannst hann ekki nógu vand-
virkur og þú kenndir honum líka svo
margt. Þú varst svo nákvæmur og
Erlendur
Sigurðsson
✝ Erlendur Sigurðs-son fæddist á Urr-
iðaá í Álftaneshreppi
19.2. 1938, hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Akraness 13. apríl sl.
Erlendur var jarð-
sunginn frá Borg-
arneskirkju 18. apríl
sl.
ekki að ástæðulausu að
Óli kallaði þig millime-
ter. Nú geng ég um
verkstæðið þitt og
horfi á allt handverkið
þitt múlana, beislin og
töskurnar. Öll verk-
færin á sínum stað.
Aldrei datt mér í hug
að leðurlykt gæti níst
hjartarætur, en í dag
gerir hún það.
Pabbi minn, afaher-
bergið í sumarbústaðn-
um verður alltaf afa-
herbergi og þar verður
Guffý alltaf velkomin. Um síðustu jól
höfðu afabörnin miklar áhyggjur af
að afi kæmist ekki upp stigana til að
vera hjá okkur á aðfangadag, því það
kæmu ekki jól fyrr en afi og Guffý
væru komin, og þú lést þig hafa það
að koma.
Síðustu 10 árin í lífi þínu voru eins
og ævintýri. Allt gekk upp, þú kynnt-
ist henni Guffý þinni sem þú elskaðir
svo óendanlega mikið, og saman tókst
ykkur að sigrast á erfiðleikum og láta
draumana rætast. Þið tókuð áhættu,
stofnuðuð Knapann og þú varðst búð-
armaðurinn sem þig langaði til að
verða þegar þú varst lítill, bara ekki
með bindi. Elsku Guffý mín, ég þakka
þér árin sem þú gafst pabba og allar
óskirnar sem þú hjálpaðir honum
með að láta rætast, nú síðast fékk
hann jeppann sinn og þú geislaðir fyr-
ir hans hönd. Afabörnin höfðu óend-
anlega trú á hæfileikum afa. Afi lag-
aði allt sem bilaði. Ég veit, elsku
pabbi minn, að nú líður þér vel, og
hefur fundið þér fallegan fák til að
þeysa á.
Rósis litla kveður þig að sinni,
elsku karlinn minn. Minning þín lifir
með okkur öllum.
Þin dóttir,
Rósa.
Þegar við fórum að sofa á páskadag
uppi í bústað óraði okkur ekki fyrir að
verða vakin daginn eftir með þeim
sorgarfréttum að þú værir farinn frá
okkur, elsku afi. Að við fengjum aldr-
ei að sjá þig aftur, að við fengjum
aldrei að faðma þig, eyða jólunum
með þér eða hlæja með þér.
Thelma hitti þig seinast í ferming-
unni á fimmtudaginn þar sem þú
varst hress og spjallaðir við allt fólkið,
og ég og Guðjón hittum þig á laug-
ardaginn heima hjá þér og Guffý þar
sem þú varst að plana hvernig best
væri að smíða ramp til að komast út á
pall.
Elsku afi, ef ég hefði bara vitað þá
að þetta væri í seinasta skiptið sem ég
sæi þig, þá hefði ég faðmað þig lengur
að mér og eytt meiri tíma með þér, í
staðinn fékkstu bara koss á kinnina
og ég sagði: Sjáumst á morgun, afi.
Nú er sorglegt að ganga um skúr-
inn þinn og horfa á öll verkfærin þín
liggja þar og sjá hlutina sem þú áttir
eftir að klára.
En í sorginni getum við glaðst yfir
öllum fallegu minningunum sem við
eigum um þig og þegar við systkinin
og pabbi settumst niður áðan til að
rifja upp alla góðu hlutina þá gátum
við ekki annað en brosað.
Mín fyrsta minning með þér er í
sveitinni, þegar ég fékk að fara með
þér að reka hestana, þú kallaðir
„gobba, gobba“ og hestarnir bara
hlýddu þér, og fóru beinustu leið
þangað sem þeir áttu að fara.
Thelma og Guðjón minnast þess
sérstaklega allar stundirnar sem þau
áttu með þér á verkstæðinu þínu í
Keflavík og í Galtarholti, þar sem þú
leyfðir þeim að aðstoða þig og sýndir
þeim hvernig græjurnar þínar virk-
uðu.
Guðjóni fannst líka alltaf gaman
þegar hann og pabbi voru að hjálpa
þér, t.d. við að leggja þökur í Galt-
arholti og smíða pall í Stöðulsholti.
Við brostum áðan þegar við hugs-
uðum um hummið þitt, en við munum
eiginlega ekki eftir þér nema að
humma.
Afi Elli var algjör töffari, en samt
svo ljúfur og góður, hann sagði alltaf
við okkur „Jæja, hvað segiði svo börn-
in mín?“ og hann elskaði hana Guffý
sína meira en allt og gerði allt fyrir
hana.
Það er tómlegt sumar framundan í
sveitinni án þín, en hafðu ekki áhyggj-
ur afi minn, við pössum hana Guffý
fyrir þig og við vitum að þar sem við
erum þar ert þú að fylgjast með okk-
ur og passa að við séum að gera allt af
eins mikilli nákvæmni og við getum.
Bless í bili, elsku afi okkar, leið
okkar allra mun liggja aftur saman á
eyjunni bláu.
Þín afabörn,
Guðrún Hólmfríður,
Thelma Lind
og Guðjón Óli.
Elsku Elli.
Þetta finnst mér nú hálfskrýtið, að
vera að skrifa minningargrein um
þig.
Ég hitti þig seinasta laugardag og
þá var nú bara verið að ræða það hvað
það væri nú orðið gott veður og að það
yrði að laga leiðina út um svala-
hurðina til að þú gætir farið út og
slakað á í sólinni.
Ætli það séu ekki um 7 ár síðan við
kynntumst. Þú og Guffý bjugguð í
Keflavík og þangað kom ég í fyrsta
matarboðið en ekki það síðasta.
Eftir að þið fluttuð svo í Galtarholt-
ið fórum við að hittast mun meira og
matarboðin héldu áfram og nauta-
kjötið og bernaisesósan var það sem
var yfirleitt á boðstólnum, og á ég
aldrei eftir að gleyma því. Takk kær-
lega fyrir mig.
Þið tókuð svo vel á móti mér inn í
fjölskylduna og verð ég ævinlega
þakklátur fyrir það. Ég varð svo hissa
á fyrstu jólunum sem ég var uppi í
Gullengi að fá pakka frá Ella og
Guffý, mér fannst það alveg æðislegt.
Það er svo margt Elli minn sem ég
gæti þulið upp sem er í minningunni
en ég held að við getum átt eitthvað af
þeim út af fyrir okkur, hér er ekki nóg
pláss fyrir allt það sem ég gæti skrif-
að.
Elsku Elli, ég vildi að ég gæti sent
þér svona eins og 2 metra af leðri,
skæri og nál og tvinna en það verður
víst að bíða þar til síðar.
Þinn,
Hrannar.
Hann elsku afi Elli er látinn.
Það er svo ótrúlega skrýtið þetta
líf, fyrir aðeins nokkrum dögum í
fermingarveislunni hans Björns
Bjarka þá hittum við hann síðast,
hann var veikur í fótunum sínum og
komst ekki upp stigann í salinn þar
sem veislan var haldin, þannig að
hann ákvað bara að vera fyrir utan í
bílnum! Og þar við sat, sama hvað
honum var boðið að lyfta undir hann
upp stigann þá tók hann það ekki í
mál og aftók það alveg með orðunum:
„Ég ætla nú ekki að fara að láta bera
mig strax.“
Við munum bæði eftir góðum tíma
með honum afa. Þegar við vorum
yngri þá hittum við hann sjaldnar, en
eftir að elsku Guffý hans kom inn í
hans líf þá breyttist margt og við
komum oft til þeirra í sveitina í Galt-
arholt. Eitt sumarið þegar Björn
Bjarki var líklega um 8-9 ára þá fékk
hann að vera hjá þeim í rúma viku,
var á hestanámskeiði í nágrenninu og
naut sín vel hjá afa Ella og Guffý
„sveita“-ömmu. Við fengum líka oft
að fara á hestbak þegar við komum til
þeirra í sveitina.
Þegar pabbi og Berglind keyptu
sér sumarbústaðarlóð við Brókarvatn
þá komum við alltaf til afa og Guffýjar
þegar við fórum þangað upp eftir í
hjólhýsið.
Eftir að þau opnuðu verslunina
sína í Borgarnesi þá komum við þar á
leiðinni í gegnum Borgarnes og stóðu
þau hjónin vaktina þar og það var allt-
af notalegt að hitta þau.
Síðasta haust hittumst við öll í af-
mælinu hans afa Ella, en hann bauð
báðum börnunum sínum, mökum
þeirra og börnum í mat á hóteli í
Borgarnesi og það var mjög
skemmtileg stund.
Það er svo ótrúlega margs að minn-
ast og munum við alltaf eiga minning-
arnar til að hugga okkur við um hann
elsku afa okkar.
Okkur langar að kveðja hann afa
Ella hinstu kveðju með þessum fal-
lega sálmi
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Þín sonarbörn
Jóhanna Steinunn
og Björn Bjarki.
Þegar klukkurnar
hringdu í Glerárkirkju
á páskadagsmorgun gaf Ásgerður
Jónasdóttir upp lífsandann í faðmi
dóttur sinnar eftir stutta og snarpa
baráttu við banvænan sjúkdóm.
Ása var unglingur þegar hún
eignaðist Kollu mína. Í raun var hún
barn í nútímaskilningi því hún var
ekki nema 16 ára. Örlögin háttuðu
því svo að samfélagið og tíðarandinn
bjuggu Ásu ekki þau skilyrði að fá
að ala upp dóttur sína – eina barnið
sem hún ól bæði ung og varnarlaus.
Við kynntumst aldrei náið en samt í
vissum skilningi komst ég nær henni
en aðrir í litlum afkima sálarinnar.
Við áttum stundum tal saman um
eðli móðurtilfinninga þegar aðrir
heyrðu ekki til.
Laugardaginn fyrir páska brun-
uðum við Ómar norður til Akureyr-
ar. Hvorugur okkar gat vitað að
framundan var hinsta nóttin ömmu
hans. Það var í senn átakanlegt og
fagurt að horfa á einkadótturina
hjúkra móður sinni á hinstu stund.
Ég taldi mig þekkja konuna mína. Á
Ásgerður
Jónasdóttir
✝ Ásgerður Jón-asdóttir fæddist í
Reykjavík 13. nóv-
ember 1942. Hún lést
á heimili sínu að
morgni páskadags 12.
apríl sl. eftir stutt
veikindi.
Ásgerður var jarð-
sungin frá Akureyr-
arkirkju miðvikudag-
inn 22. apríl
síðastliðinn.
nokkrum andartökum
rann upp fyrir mér
sannleikur. Kolla mín
var ekki bara að
hjúkra móður sinni
heldur fylgja bestu
vinkonu sinni síðasta
spölinn. Þær héldust
ekki bara í hendur,
mæðgurnar, heldur
staðfestu sátt sem
þær gátu aldrei vitað
að var sönn fyrr en á
efsta degi – sáttina
sem ríkja verður milli
móður og dóttur eigi
dauðinn að færa frið eftir óbærilega
þjáningu líkamans.
Ásgerður talaði aldrei um mann-
inn sinn, svo ég heyrði, öðru vísi en
hann Svenna sinn. Það var alltaf
Svenni hennar og ávarpið var nánast
alltaf Svenni minn. Ef Svenni minn
var háður Ásu sinni þá var Ásgerður
ekkert síður háð Sveini. Þannig er
lögmálið þegar við bindumst tryggð-
arböndum lífsförunauta. Svenni
minn var einfaldlega ástin í lífi Ás-
gerðar loksins þegar rótlausi ung-
lingurinn komst heim í heiðardalinn.
Ég veit ekki hvað þetta fólk hefði
ekki gert hvort fyrir annað.
Litla sumarhúsið sem þau byggðu
lýsir þeim vel. Mannskepnan er
þannig gerð að hún getur ekki lifað
nema vera stöðugt að streða við að
búa eitthvað til og gefa athöfnum
sínum einhvern tilgang. Þetta kem-
ur fram í stóru og smáu. Þá verðum
við stundum svo fallega barnsleg
þegar við erum frjáls í sköpun okk-
ar. Litla sumarhúsið var dúkkuhúsið
hennar Ásu þar sem hún nostraði
innangátta meðan Svenni minn bar-
dúsaði við allt utanhúss. Rétt eins og
stelpa í dúkkuleik og strákur í bíla-
leik.
Ég kveð hana Ásu með djúpum
trega því henni auðnaðist ekki að
ljúka verki sínu. Hún vann að því
hörðum höndum að laða okkur öll til
sín – börnin hennar stór sem fyrir
eru og þau smáu sem eru ófædd.
Hún vildi búa svo í haginn að Kolla
mín og allir krakkarnir hennar, bæði
Ómar prinsinn hennar ömmu og líka
Gummi og Gulli hans Péturs sæktu
norður til Akureyrar til að njóta til-
verunnar og hún fengi að horfa á líf-
ið smáa og litla, sem hún skilaði í
heiminn, blómstra í litadýrð stoltra
foreldranna, afa og ömmu þar sem
hún trónaði sem langamma. Ásgerð-
ur vildi verða það sem Ítalir kalla
Mama grande. Hún hafði skapið og
reisnina til þess en auðnaðist ekki
ævin. Þess vegna gráta hjörtu okkar
í dag sárum tárum.
Pétur Tyrfingsson.
Að morgni páskadags, um leið og
klukkur Glerárkirkju hljómuðu,
lauk Ásgerður frænka mín þessu
jarðlífi. Hún greindist með illvígan
sjúkdóm í byrjun janúar á þessu ári
og var baráttan stutt og óvægin.
Við þessi tímamót langar mig til
að minnast hennar, en við deildum
æskuárum okkar saman, en mæður
okkar voru systur. Móðir hennar,
Vilborg, var yngst barna þeirra
hjóna Jóns Þórarinssonar frá Siglu-
vík, S.-Þing. og Helgu Kristjáns-
dóttur frá Végeirsstöðum S.-Þing.
Vilborg ól ein upp börnin sín, Hall-
grím og Ásgerði, en Hrafnhildur
sem er þeirra elst ólst upp hjá föð-
urömmu sinni. Vilborg var kjóla-
meistari að atvinnu og var hún mjög
fær í sínu fagi og vinsæl meðal efn-
aðra kvenna í henni Reykjavík um
miðbik síðustu aldar. Þó heimili
hennar væri ekki stórt á nútíma
mælikvarða var ávallt fágun og
menning í hávegum höfð. Í þessu
umhverfi ólst Ása upp og erfði hæfi-
leika móður sinnar í sköpun fallegra
heimila. Frá bernskuárunum minn-
ist ég eins atviks sérstaklega, Ása
var í heimsókn á Laugarteigi, og
fannst okkur alveg upplagt að heim-
sækja ömmu og Boggu er þá bjuggu
á Kirkjuteigi og fá þær til að lána
okkur peysufötin þeirra. Er Ása bar
upp erindið með sínum biðjandi aug-
um bráðnaði amma er tók fallega ut-
anum höfuð hennar og gaf fúslega
leyfið. Skörtuðum við telpurnar bún-
ingunum fullar lotningar, en okkur
fannst mikið til þessara búninga
koma og undruðumst við hvað þeir
pössuðu okkur vel, en við vorum 9
og 10 ára gamlar. Gengum við um
hverfið og komum við hjá Jóa
frænda sem var kaupmaður í Teiga-
búðinni og tók hann fagnandi á móti
Ásu sinni og stakk mola upp í lítinn
munn, svona heillaði hún alla. Um
fermingaraldur fórum við frænkur
hvor í sína áttina en ég fylgdist alltaf
með henni úr fjarlægð. Fyrir um 15
árum hélt ég frænkuboð á heimili
mínu og mætti hún þar og varð fagn-
aðarfundur. Líf Ásu var oft upp á
brattann, en ávallt stóð hún sig frá-
bærlega í störfum sínum en starfs-
vettvangur hennar var að mestu í
banka.
Fyrir rúmum 20 árum skein sól í
lífi Ásu er hún kynntist Sveini Hall-
dórssyni, þar var gagnkvæm ást og
virðing í heiðri höfð, áttu þau heimili
norður á Akureyri. Fyrir 2 árum
eignuðust þau sælureit á fæðingar-
slóðum móðurafa okkar fyrir ofan
Sigluvík. Þess unaðsreits naut hún
til fullnustu. Dvölin varð styttri en
hún sjálf hefðu kosið, sökum veik-
indanna.
Ástvinum hennar votta ég mína
dýpstu samúð og hafi hún þökk fyrir
allt og allt.
Þín frænka,
Lísbet Bergsveinsdóttir.
Kveðja frá samstarfsfólki á
Vinnumálastofnun NE
Ásgerður Jónasdóttir hóf störf á
þjónustuskrifstofu Vinnumálastofn-
unar á Akureyri sumarið 2000. Ása
kom hér inn eins og stormsveipur,
enda hrókur alls fagnaðar. Við sam-
starfsmenn hennar fengum svo
sannarlega að njóta þess. Hún var
ákveðin og samviskusöm og litaði líf
okkar húmor og gleði.
Í febrúarmánuði, með engum fyr-
irvara, hvarf Ása í veikindaleyfi. Við
höfðum fylgst með Ásu í veikindum
hennar og bárum þá von í brjósti að
hún myndi koma sem fyrst til okkar
aftur þrátt fyrir glímuna við erfið
veikindi. Það er ótrúlegt högg að
takast á við það að hún Ása komi
ekki aftur og fregnin af andláti
hennar kom okkur í opna skjöldu.
Orð verða svo fátækleg í saman-
burði við þær tilfinningar sem bær-
ast í brjóstum okkar til hennar. Ása
snerti líf okkar allra um stund og
hennar er sárt saknað. Við minn-
umst hennar með þakklæti í hjarta
fyrir góðar stundir og sendum
Svenna og öðrum ástvinum hennar
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Ef dimmir í lífi mínu um hríð
eru bros þín og hlýja svo blíð.
Og hvert sem þú ferð
og hvar sem ég verð
þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig.
(Rúnar Júlíusson)
Fyrir hönd starfsmanna Vinnu-
málastofnunar NE,
Soffía Gísladóttir.