Morgunblaðið - 24.04.2009, Side 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009
Í dag kveðjum við
ástkæra ömmu og
langömmu. Það var
alltaf svo gott að koma
til hennar í Seljahlíð þar sem hún bjó
síðustu ár sín. Hún tók alltaf vel á
móti okkur með bros á vör og alltaf
átti hún til kókómjólk og fleira góð-
gæti handa krökkunum. Með söknuð
í hjarta kveðjum við hana og vitum að
nú er hún komin á fallegan stað þar
sem henni líður vel.
Guð geymi Mæju ömmu.
Kveðja,
Hilmar, Guðný, Aníta Rut,
Andri Snær og Aron Orri.
Elsku besta amma mín.
Nú ertu komin til englanna þinna
sem taka vel á móti þér. Það er svo
mikið sem ég get sagt um þig, amma
mín og minningarnar um þig eru svo
margar og dásamlegar. Eins og til
dæmis þegar ég var lítil og þú kennd-
ir mér að syngja, þegar ég var ný-
byrjuð að labba og þú fórst með mér
á stubbunum mínum í göngutúra
klukkutíma á dag útaf eyrnabólgunni
minni, þegar þú tókst mig svo oft
með þér uppá Stóru-Fellsöxl. Sögun-
um sem þú sagðir mér mun ég aldrei
gleyma.
Söknuðurinn nístir mig þegar ég
rifja upp allar stundirnar okkar sam-
an en ég veit líka að núna líður þér
betur og ert með þeim sem þú hefur
saknað svo lengi. Manstu það sem við
ræddum fyrir ekki svo löngu síðan,
ég veit að þú kemur því til skila.
Manstu þegar ég gaf þér lagið okkar
María
Guðmundsdóttir
✝ María Guðmunds-dóttir fæddist 28.
september 1918 á
Suðureyri við Súg-
andafjörð. Hún lést á
dvalarheimilinu
Seljahlíð 8. apríl sl.
Útför Maríu fór
fram frá Seljakirkju
20. apríl sl.
Meira: mbl.is/minningar
innrammað, ásamt
myndum af okkur í,
hvað ég var stolt af því
að hafa gert þetta fyrir
þig og þá sagðir þú
með þinni einstöku
rödd: „Nei sko! en
hvað þetta er fallegt,
Valgerður mín, og þú
skrifaðir vísuna sem
við eigum tvær, lagið
okkar.“
Með þessari vísu vil
ég kveðja þig.
Krummi krunkar úti,
kallar á nafna sinn.
Ég fann höfuð af hrúti,
hrygg og gæruskinn.
Komdu nú og kroppaðu með mér,
Krummi nafni minn.
Komdu nú og kroppaðu með mér,
Krummi nafni minn.
(Gömul þjóðvísa)
Elsku besta amma mín, minning
þín verður ávallt ljós í lífi mínu.
Takk fyrir sönginn sem þú gafst
mér og ég mun alltaf muna krumm-
ann okkar.
Þín að eilífu,
Valgerður Ólafsdóttir
Elsku Mæja amma,
ég vil þakka þér fyrir tímana sem
við áttum saman í gegnum árin. Það
var alltaf svo gaman að koma í heim-
sókn til þín, þú tókst alltaf svo vel á
móti manni. Það var gaman að tala
við þig, þú sagðir alltaf svo skemmti-
lega frá og varst alltaf með einhverj-
ar sögur til að segja manni. Þú hafðir
frábæran húmor og hlóst alltaf svo
dátt.
Ein besta minning mín um þig og
sú sem fær mig alltaf til að skelli-
hlæja er þegar ég sagði þér frá því að
Sóley hefði verið með ákveðnar
spurningar um hálsinn á þér og ég
gleymi því aldrei hvað þú hlóst að
þessari athugasemd hennar, þú gjör-
samlega veltist um af hlátri og talaðir
alltaf um þetta þegar við hittumst og
hlóst alltaf jafn mikið að þessu.
Já, amma, ég á margar góðar,
skoplegar og yndislegar minningar
um þig og ég trúi því að þú sért kom-
in á góðan stað þar sem vel er tekið á
móti þér.
Ég kveð þig, elsku amma mín, með
kærleik og vinsemd.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín
Ásgerður Ólafsdóttir
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í
vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og
geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Í dag kveð ég elskulega systur
mína Maríu og fyrir tæplega mánuði
dó mágkona okkar, Sigríður Kamilla,
kallið var komið, tíminn liðinn. Og
það var svo margt sem ég hefði viljað
spyrja um, en nú of seint. Við syst-
urnar kynntumst ekki fyrr en ég er
að verða fullorðin, svo mér finnst ég
hafa tapað miklum tíma. Móðir okkar
dó aðeins 43 ára frá fimm ungum
börnum, Hallbjörn elstur 16 ára,
María 14 ára, Jón að verða 10 ára,
Ásgeir á 7. ári og ég Guðrún á 5. ári.
Þetta voru erfiðir tímar, kreppan
stóra og lítil vinna og enga hjálp að
fá. Þrjú elstu börnin fóru strax að
vinna fyrir sér, en pabbi hafði okkur
Ásgeir hjá sér þar til ég var tekin í
fóstur 6 ára. En Ásgeir dó svo þrem-
ur árum seinna.
Þú varst alltaf svo dugleg, elsku
systir mín, ég veit þú varst stoð og
stytta pabba í þessari miklu sorg, þó
þú værir ung að árum. Þú varst kom-
in í vist á Ísafirði aðeins 14 ára göm-
ul. Alla tíð vannstu, svo dugleg og
myndarleg, mikil húsmóðir, þegar þú
giftir þig og sást vel um stóra og
myndarlega barnahópinn þinn, að
eignast 11 börn er mikið þrekvirki,
og þau komust öll til fullorðinsára
nema elsti drengurinn sem dó sama
dag og hann fæddist. Stóri fallegi
hópurinn þinn, 5 drengir og 5 stúlk-
ur, hvert öðru myndarlegra og öll
vænar manneskjur. Mágur minn Sig-
urður Breiðfjörð Jónsson var yndis-
legur maður og alla tíð mikill vinur
minn. Við systurnar vorum miklir
vinir og það var alltaf mikið gaman
þegar við hittumst og mikið hlegið,
saman fórum við í ferðalög erlendis
og ferðuðumst líka saman innan-
lands. Þú varst góður félagi og systir
og mikil húsmóðir, móðir og vinur
vina þinna. Ég þakka þér öll liðnu ár-
in og mín fjölskylda man alltaf Mæju
frænku. Ég veit að mörg tár falla hjá
stórfjölskyldunni þinni, því þú varst
elskuð af þeim öllum og ég veit þau
sakna þín mikið. Það er svo margs að
minnast, svo margt sem kemur upp í
hugann, en efst er þó þakklætið að
hafa átt þig fyrir systur. Hafðu hjart-
ans þökk fyrir allt, frá mér og minni
fjölskyldu. Góður Guð veri með börn-
um þínum og þeirra fjölskyldum.
Þó rósirnar fölni og falli
og fjúki um hæðir og mel
og ævinnar hádegi halli,
í huganum líður mér vel.
Þó héli um hauður að nýju
og hætturnar umkringi mig,
það veitir mér himneska hlýju
að hugsa um vorið og þig.
(G.Ó.)
Ég veit þín bíða vinir í varpa. Guð
geymi þig.
Guðrún (Rúna) systir.
Elsku Mæja frænka. Nú er hvíldin
komin og þú horfin úr þessu lífi en
minningin lifir í hjörtum okkar. Þú
hafðir skilað þínu vel, 11 börn eign-
aðist þú og 9 á lífi í dag, strax frá
blautu barnsbeini unnið hörðum
höndum fyrir þér og þínum. Ég vil
þakka þér fyrir alla þá elsku og góð-
vild sem þú sýndir mér og dætrum
mínum. Það kemur enginn í staðinn
fyrir Mæju frænku. Það bjó ævin-
týramanneskja innra með þér, því
fékk ég að kynnast. Við fórum saman
í ferðalag með Slysavarnadeild
kvenna í Reykjavík, þú komin langt á
áttræðisaldurinn. Farið var upp á
Skálafellsjökul, á vélsleða og inn í ís-
helli og fleira skemmtilegt gert og þú
sko til í allt, ógleymanleg ferð. Þakka
þér fyrir það þegar þú tókst að þér
heimilið mitt, vikutíma þegar við
mamma skruppum til London. Dæt-
ur mínar tala enn um það hvað þú
varst góð og hvað það var gaman hjá
ykkur.
Ég kveð þig, elsku Mæja frænka
mín, með söknuði og þakklæti. Ég
veit að þér líður vel og þú finnur ekk-
ert til lengur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Góður guð blessi þig og varðveiti.
Hafðu þökk fyrir allt.
Hrafnhildur Scheving
og dætur.
Elsku langamma.
Þú varst svo góð við mig
alltaf þegar ég hitti þig.
Þú áttir alltaf súkkulaði.
Þú hlóst alltaf svo mikið og
varst alltaf glöð. Það fannst
mér svo gaman. Mér þykir
vænt um þig.
Þín,
Sóley Dögg
HINSTA KVEÐJA
Nú ertu fallinn frá,
elsku afi, langt fyrir
aldur fram. Við kveðj-
um þig með tár í aug-
um en bros í hjörtum.
Þín verður sárt saknað en samt erum
við svo fegin að þú skyldir fá að fara
svona fljótt eftir svo erfið veikindi.
Loksins ertu kominn á betri stað eftir
erfiða baráttu við hræðilegan Alz-
heimers-sjúkdóm þar sem þú varst
orðinn fangi í eigin líkama.
Okkur þótti svo sárt að geta ekki
heimsótt þig oftar eftir að þú varst
orðinn svona mikið lasinn þar sem
fjarlægðin var svo mikil á milli okkar,
þú í Reykjavík en við á Akureyri. En
við heimsóttum þig alltaf þegar við
fórum suður með pabba og mömmu
og við vorum svo ánægð þegar við
sáum brosið þitt þegar þú tókst á
móti okkur, því þá vissum við að þú
þekktir okkur og varst örugglega
ánægður að fá okkur í heimsókn til
þín.
Okkur fannst alltaf svo erfitt að sjá
hvað sjúkdómurinn náði sífellt meiri
og meiri tökum á þér milli heimsókna
til þín. Við vissum að þetta var svo
erfitt fyrir þig því þú gerðir þér grein
fyrir að sjúkdómurinn var að taka
smám saman völdin af þér. Þú sem
varst alltaf svo handlaginn og dugleg-
✝ Sævar Frímanns-son fæddist á Ak-
ureyri 2. febrúar
1942. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir í Grafarvogi 8.
apríl sl.
Útför Sævars fór
fram frá Bústaða-
kirkju 20. apríl sl.
ur að dunda þér við hitt
og þetta áður en þú
veiktist og máttir aldr-
ei sjá neitt í niðurníðslu
eða sjá óskipulag á
hlutunum, því þá þurft-
ir þú að bregðast strax
við og gera við eða laga
til.
En smátt og smátt
minnkuðu kraftar þínir
og geta til að gera það
sem þér þótti
skemmtilegt og sjúk-
dómurinn herjaði á þig
með öllu sínu ógnar-
valdi og hertók þig. Elsku afi, við
geymum ljúfar minningar um þig og
minnumst meðal annars ferðar okkar
til Spánar um árið þegar við heim-
sóttum ykkur Hildi. Við dvöldum hjá
ykkur ásamt Helgu ömmu og systr-
um pabba og þeirra fjölskyldum í
samtals þrjár vikur. Það var yndis-
legur tími því það var svo margt að
sjá og þú varst svo duglegur að sýna
okkur skemmtilega og fallega hluti.
Fórst með okkur niður í miðbæinn á
Torrevieja eða á ströndina, eða bara
út í sundlaugargarðinn ykkar, sífellt
var eitthvað nýtt að sjá og hver dagur
öðrum skemmtilegri.
Þú varst einnig svo stoltur af íbúð-
inni ykkar Hildar og sýndir okkur
hvað þú varst búinn að vera duglegur
að taka hana í gegn, og það gerðir þú
þrátt fyrir að þú hefðir ekki fullt
starfsþrek eftir að hafa farið í þrjár
hjarta- og kransæðaaðgerðir. Senni-
lega hefur Alzheimers-sjúkdómurinn
einnig þá þegar verið farinn að herja
á þig án þess að nokkur vissi af því þá.
En það lýsir þér best hvað þú varst
alltaf duglegur og gast aldrei á þér
setið ef eitthvað þurfti að fram-
kvæma, þú varst einnig alltaf boðinn
og fús að hjálpa öðrum og ávallt fyrst-
ur til verka þrátt fyrir heilsubrest.
Elsku afi, það verður svo erfitt að
hugsa til þess að við munum ekki geta
átt fleiri slíkar yndislegar stundir
eins og við áttum öll saman á Spáni,
en við eigum svo sannarlega eftir að
ylja okkur við ljúfar minningar um
þig og við munum halda minningu
þinni á lofti um ókomin ár.
Hvíl í friði, elsku afi.
Þín afabörn,
Camilla Hólm, Júlía Rós
og Sævar Andri.
Í dag er til moldar borinn Sævar
Frímannsson, fyrrverandi formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar. Sævar
starfaði hjá félaginu samfellt í 18 ár
við góðan orðstír, þar af sem varafor-
maður í 5 ár og formaður í 7 ár.
Fyrstu árin sinnti hann almennum
skrifstofustörfum hjá Einingu en árið
1980 var hann kosinn varaformaður
félagsins og fimm árum síðar tók
hann við sem formaður. Sævar lét af
störfum sem formaður vorið 1992 en
starfaði áfram á skrifstofu félagsins
til vors 1994, en þá lét hann af störf-
um sökum alvarlegs heilsubrests.
Sævar sat lengi í miðstjórn ASÍ og
í framkvæmdastjórn Verkamanna-
sambands Íslands sem fulltrúi Ein-
ingar. Hann sinnti einnig fjölmörgum
öðrum störfum í þágu félagsins.
Á aðalfundi Einingar-Iðju 27. apríl
2006 var Sævar sæmdur gullmerki
félagsins fyrir áratuga starf í þágu fé-
lagsmanna og honum þökkuð óeigin-
gjörn störf fyrir félagið.
Við þökkum Sævari fyrir góð kynni
og ánægjulegt samstarf og sendum
Hildi og fjölskyldunni okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði.
F.h. stjórnar og starfsfólks
Einingar-Iðju,
Björn Snæbjörnsson.
Sævar
Frímannsson
✝ Snjólaug GuðrúnEiríksdóttir
Shoemaker fæddist í
Reykjavík 26. nóv-
ember 1935. Hún lést
í Concord í Kaliforníu
22. febrúar sl.
Minningarathöfn
um Snjólaugu var í Fossvogskapellu 23.
mars sl.
Meira: mbl.is/minningar
Hann var fallegur
dagurinn þegar þú
kvaddir elsku Björg
mín eftir erfiða baráttu
við veikindi þín. En nú
er þjáningum þínum lokið og ég veit
að þú ert á góðum stað. Mikið óskap-
lega finnst manni þetta vera ósann-
gjarnt þegar móðir er tekin frá börn-
um sínum en ég vil trúa því að einhver
hljóti tilgangurinn að vera. Þú ert og
munt alltaf vera hetjan mín sem barð-
ist til síðasta dags. Við áttum svo
margar stundir saman sl. vikur, þó
svo þær hafi verið erfiðar voru þær
samt svo ljúfar og dýrmætar, og við
vinkonurnar veittum hver annarri
ómetanlegan stuðning. Það er búið að
vera óendanlega erfitt að horfa upp á
þig svona veika eins og þú varst orðin,
en svo gott að hafa getað verið hjá þér
þegar þú þurftir mest á því að halda.
Ég er svo þakklát fyrir hvað við átt-
um yndislegt kvöld á afmælinu mínu í
febrúar, þú varst svo ákveðin í að
koma og eiga kósýkvöld með okkur
stelpunum þó svo að þú værir mikið
veik og þú stóðst við það, sem sýnir
hvað þú varst ótrúlega dugleg og
sterk. Yndislegast var að heyra þig
tala um elsku Ragga þinn, hvað þú
elskaðir hann mikið og hvað þú værir
lánsöm, ást ykkar var svo einlæg og
falleg og aldrei hef ég séð aðra eins
umhyggju og ást og hann hefur sýnt
þér í veikindum þínum. Missir hans
Björg Ólöf Bjarnadóttir
✝ Björg ÓlöfBjarnadóttir
fæddist í Stykk-
ishólmi 23. júlí 1964.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja
8. apríl síðastliðinn.
Útför Bjargar var
gerð frá Víðistaða-
kirkju 22. apríl sl.
og barnanna ykkar er
mikill og ég bið Guð og
englana að vera hjá
þeim og gefa þeim
styrk. Elsku vinkona
það er komið að kveðju-
stund, þú munt alltaf
eiga stað og minningar í
hjarta mínu sem ég
mun ylja mér við, það
er sárt að þurfa að
kveðja, en ég veit að við
munum hittast á ný,
Guð varðveiti þig og
geymi fallega vinkona.
Og eins og við sögðum
svo oft þegar við kvöddumst: „I love
you.“ Elsku Raggi, Þormar, Haf-
steinn, Ragna Sól, Bjarni og aðrir að-
standendur, mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur og megi góður Guð gefa
ykkur styrk í sorginni.
Þín vinkona,
Svandís Ragnarsdóttir.
Snjólaug Guð-
rún Eiríksdótt-
ir Shoemaker
Minningar á mbl.is