Morgunblaðið - 24.04.2009, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 24.04.2009, Qupperneq 35
Verðlaunahafinn Hjörleifur með Ólafi Ragnari Grímssyni í gær. ÍSLENSKU þýðingaverðlaunin voru afhent á Gljúfrasteini í fimmta sinn í gær. Að þessu sinni hlaut Hjörleifur Sveinbjörnsson verðlaun- in fyrir þýðingu sína á Apakóngur á Silkiveginum – sýnisbók kínverskr- ar frásagnarlistar frá fyrri öldum, sem JPV gaf út. Dómnefnd skipuðu þær Soffía Auður Birgisdóttir, formaður, Sig- ríður Harðardóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir. Apakóngurinn á Silkiveginum hef- ur að geyma brot úr nokkrum þekkt- ustu bókmenntaverkum Kínverja frá fjórtándu öld fram til fjórða ára- tugar tuttugustu aldar. Apakóngur verðlaunaður Morgunblaðið/Ómar Menning 35LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 Í seinni tíð er mér farið að vaxa hár á alls kyns furðulegum stöðum... 36 » SÝNINGIN Lennon og Baktus verður opnuð í Listasal Mos- fellsbæjar í dag, föstudag, klukkan 17. Sýningin er haldin í samstarfi við listahátíðina List án landamæra. Á sýningunni eru verk sjö ólíkra listamanna sem hafa unnið saman að fjöl- breytilegum listtengdum verk- efnum en markmið hátíð- arinnar er að koma á framfæri list og menningu fólks með fötl- un og auka fjölbreytni menningarlífs í landinu. Sýn- endur eru Sigga Björg Sigurðardóttir og Ísak Óli Sævarsson, Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Davíð Örn Halldórsson, Aron Eysteinn Halldórsson, Gauti Ásgeirsson, og Baldur Geir Bragason. Myndlist Lennon og Baktus mætast í myndum Eitt verkanna sýnir Tinna og félaga. „HYGG að og herm hið sanna …“ er yfirskrift tónleika sem Fríkirkjukórinn í Hafn- arfirði heldur í Hallgríms- kirkju í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd á morgun, laugardag, milli klukkan 17.00 og 18.00 Á tónleikunum, sem haldnir eru á 395 ára ártíð sálma- skáldsins Hallgríms Péturs- sonar, verða flutt ýmis lög við verk hins merka skálds og prests sem þjónaði Saurbæjarprestakalli um ára- bil. Þá verða sungnir tveir sálmar eftir Sigurjón Guðjónsson, sem einnig þjónaði í Saurbæj- arkirkju, og sálmar nokkurra yngri sálmaskálda. Þriggja manna hljómsveit leikur með kórnum. Tónlist Flytja lög við ljóð séra Hallgríms Hallgrímskirkja í Saurbæ. JAZZHÁTÍÐ Garðabæjar stendur yfir þessa dagana. Í kvöld, föstudag, leikur Tríó Ómars Guðjónssonar í Kirkju- hvoli, safnaðarheimili Vídal- ínskirkju, kl. 21. Tríó Ómars skipa, auk hans á gítar, þeir Þorgrímur Jóns- son á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Ómar er nýbakaður hand- hafi íslensku tónlistarverðlaunanna og er Garðbæingur. Tríóið flytur tónlist sem blandar saman rokki og djassi á lagrænan og spennandi hátt. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er aðgangur ókeypis. Tónlist Tríó Ómars leikur djass í Garðabæ Ómar Guðjónsson Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „BALDWIN hefur margoft komið hingað til lands og alltaf færandi hendi með einhverjar englaraddir með sér,“ segir Jónas Ingimundarson, píanóleikari, um koll- ega sinn. Dalton Baldwin kemur fram á „Töfratónleikum í Tíbrá“ í Salnum í Kópavogi á morg- un, laugardag, klukkan 17.00. Með honum kemur fram ung kanadísk messósópransöngkona, Julie Bouli- anne, sem hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir óperu- og ljóðasöng. Dalton Baldwin hefur verið í far- arbroddi meðleikara heimsins í yfir hálfa öld, en feril sinn hóf hann með Gerard Souzay árið 1954. Í fyrri heimsóknum hingað til lands hafa margar stórstjörnur úr heimi söngs- ins komið fram með honum, eins og Souzay og Elly Ameling. „Margt gott fólk hefur komið hingað með Baldwin og hann hefur oft haldið námskeið hér í tengslum við heim- sóknirnar,“ segir Jónas. Hann segir að þegar hann komst sjálfur til þroska hafi verið „tveir undirleikarar í heiminum“ – þeir Gerald Moore og Dalton Baldwin. „Moore lék með Dietrich Fischer-Dieskau en Baldwin með Souzay, sem voru stórstjörnur farandsöngvara. Þeir voru mjög fyrirferðarmiklir. Baldwin er að nálgast átt- rætt og hefur átt langan og afar glæsilegan feril.“ Baldwin tók því strax vel þegar Jónas bauð honum að koma hingað að þessu sinni, en gat ekki sagt strax hvaða söngvari kæmi með honum. „Tveimur dögum seinna hringdi hann og sagði: Hún Julie Boulianne kemur með mér, og þú verður ekki fyrir vonbrigðum!“ segir Jónas. En hvernig lýsir Jónas Baldwin sem meðleikara? „Hann er mjög næmur og fylginn sér, og styður vel við þann sem hann leikur með. Hann hefur yfir stóru lita- spjaldi að ráða. Píanóið er ekki bara undirleikur með söngnum heldur líka leikmyndin, hvort sem það er lækj- arniður, fuglar eða reiðhesturinn. Baldwin spilar litterat- úrinn eins og hann leggur sig – hefur allt á valdi sínu.“ „Hefur allt á valdi sínu“  Hinn heimskunni píanóleikari Dalton Baldwin kemur fram í Salnum ásamt Julie Boulianne  Tónleikarnir eru haldnir í minningu Halldórs Hansens barnalæknis Morgunblaðið /Arnaldur Halldór Hansen Tónleikar Daltons Baldwins og Julie Boulianne eru haldnir í minningu Halldórs, sem hér er hylltur á sviði Salarins árið 2000, af alþjóðlegum hópi listamanna og tónleikagestum. Dalton Baldwin Í GÆR undirrituðu Guðný Halldórs- dóttir, fyrir hönd erfingja Halldórs Laxness, og Jóhann Páll Valdimars- son forleggjari, nýjan samning um út- gáfu verka skáldsins á komandi ár- um. Gærdagurinn, sumardagurinn fyrsti, 23. apríl, var fæðingardagur Halldórs og þótti við hæfi að und- irrita þá á heimili skáldsins hinn nýja samning milli erfingjanna og Vöku- Helgafells, sem er ein útgáfnanna undir hatti Forlagsins. „Þetta er mikill léttir og gaman að vera komin í samstarf við Jóhann Pál, hann er svo ferskur,“ sagði Guðný eftir undirritun samningsins. Til að fagna undirrituninni var strax hafist handa við að gefa verk Halldórs út að nýju. Sjöstafakverið, smásagnasafn skáldsins frá árinu 1964, kom út í kilju í gær. Í því er meðal annars að finna Dúfnaveisluna, eina kunnustu smásögu Halldórs. Þá var lands- mönnum einnig gert kleift í gær að hala án endurgjalds niður af vef For- lagsins lestur Halldórs á skáldsög- unni Atómstöðinni. Botnuðum ekkert í þessu Vaka-Helgafell var um árabil út- gefandi Halldórs Laxness. Þegar JPV-útgáfa og útgáfuhluti Eddu sameinuðust árið 2007 undir heitinu Forlagið, varð Vaka-Helgafell hluti af hinu sameinaða forlagi. Samkeppn- iseftirlitið setti ýmis skilyrði fyrir sameiningunni, þar á meðal að lager og útgáfugögn verka Halldórs Lax- ness yrðu seld og útgáfusamninginn við erfingja skáldsins mætti ekki end- urnýja. Höfundarverk Halldórs var því án útgefanda og smám saman seldust upp þeir titlar sem til höfðu verið á lager. Erfingjar Halldórs Laxnesss voru ósáttir við úrskurðinn en nú hefur náðst sátt milli allra aðila og í kjölfar- ið er Vöku-Helgafelli gert kleift að fara áfram með útgáfuréttinn. „Við botnuðum ekkert í þessu,“ sagði Guðný. „Við héldum að Ísland væri ekki svo stórt land að við þyrft- um að rífast um stærð bókaforlaga. En nú er um eitthvað annað að ræða en stór bókaforlög. Manni finnst vera að greiðast úr þessum hugsunum.“ Nýr samningur Erfingjar Halldórs Laxness og Vaka- Helgafell hafa gert útgáfusamning Morgunblaðið/Ómar Skrifað undir Jóhann Páll Valdimarsson og Guðný Halldórsdóttir. DÓMARI í Barcelona hefur úrskurð- að að spænski Nóbelsverðlaunahaf- inn Camilo José Cela hafi gerst sekur um ritstuld. Cela, sem lést fyrir sjö árum, er sagður hafa tekið án leyfis upp setningar úr bók annars höf- undar og birt sem sínar. Umræddur texti birtist í bókinni La cruz de San Andrés sem kom út árið 1994. Cela er sagður hafa tekið málsgreinar úr bókinni Carmen, Car- men, Carmen, eftir Maria del Car- men Formoso, sem er látin. Bók hennar kom einnig út árið 1994. Cela var löngum umdeildur. Hann sagði eitt sinn að hin virtu Cervantes- verðlaun væru „þakin skít“. Síðar tók hann við þeim. Kunnustu verk Cela eru La Colmena (Býkúpan) og La fa- milia de Pascual Duarte en fyrir hana hlaut Cela Nóbelsverðlaunin árið 1989. Cela sekur um ritstuld Tónleikarnir á morgun og tvö námskeið sem Dalton Baldwin heldur fyrir unga söngvara og hljóðfæraleikara í Salnum á sunnudaginn, eru haldin í minningu Hall- dórs Hansen, barnalæknis og tónlistarunn- anda. Námskeiðin eru haldin í samvinnu við sjóð við Listaháskóla Íslands sem kenndur er við Halldór. Halldór arfleiddi Listaháskólann að þorra eigna sinna og fékk skólinn meðal annars gríðarstórt safn af hljóðritunum, ekki síst með söng, sem Halldór hafði safnað. „Halldór var mikill mannvinur og mjög listfengur,“ segir Jónas Ingimundarson. „Ég hef engan heyrt tala af meiri viti um söng en Halldór. Þeir Baldwin voru vinir um áratuga skeið. Árið 2000 kom hann síð- ast, til að hylla Halldór, sem átti afmæli. Þá var hátíð í marga daga í Salnum með til- heyrandi samsöng margra söngvara.“ Halldór var listfengur mannvinur HEFUR Kanada verið byggt upp sem leppríki Bretlands til að koma í veg fyrir þenslu Bandaríkjanna til vesturs? Kanadíski rithöfundurinn George Elliott Clarke heldur í dag fyrirlestur, á vegum stofnunar Vig- dísar Finnbogadóttur, þar sem hann fjallar um Kanada sem heimsveldi. Þrátt fyrir sakleysislegt yfirbragð í samfélagi þjóðanna, sem frönsk og bresk nýlenda, færir Clarke rök fyr- ir því, í fyrirlestrinum, að Kanada gegni í raun flóknara hlutverki. Clarke er prófessor í kanadískum bókmenntum við Háskólann í To- rontó og er sérfræðingur í bók- menntum enskumælandi höfunda af afrískum uppruna. Ljóðabækur hans hafa unnið til verðlauna í Kan- ada og ljóð hans verið þýdd á ýmsar tungur. Fyrirlesturinn er haldinn í Gimli í Háskóla Íslands, stofu 102, og hefst klukkan 15. Fjallar um Kanada sem heimsveldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.