Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 36
Án hvers geturðu ekki verið?
Ég er einn af þeim sem fá alltaf kaldan svita þegar farsíminn
verður batteríslaus. Gæti ekki ímyndað mér að vera án hans
lengur en nokkra klukkutíma.
Hvar læturðu helst til þín taka á heimilinu?
Uppi í sófa, hangandi í tölvunni. Er alveg
skammarlega duglaus við önnur heim-
ilisstörf, foreldrum mínum til mikillar ar-
mæðu. Veit ekki hvernig ég á að komast
af þegar ég flyt út.
Hversu pólitískur ertu á bilinu 1-10?
Ég er rammpólitískur, algjör tía á
skalanum. Líklegast er ég pólitískari
en góðu hófi gegnir, allavega er ég
búinn að missa töluna á matarboð-
unum sem ég hef eyðilagt með póli-
tískum átökum við matargesti.
Hvað ætlar þú að kjósa á morgun
og afhverju?
Sjálfstæðisflokkinn. Hann er sá flokkur sem ég
treysti best til að reisa samfélag sem ég get hugsað
mér að lifa, starfa og eignast börn í upp úr áföllum
síðustu mánaða. Svo eru frambjóðendurnir svo gott
fólk upp til hópa.
Hvernig myndir þú vilja deyja?
Mér væri alveg sama hvenær eða hvernig, svo fram-
arlega að ég væri búinn með „to-do“ lista lífs míns.
Afhverju ertu svona mælskur?
Ég fæddist allavega ekki þannig. Ætli þetta séu ekki
mörghundruð klukkustunda æfingar fyrir framan
spegilinn að skila sér? Ræðumennska er náttúrulega
eins og hver önnur íþrótt; bara æfing, æfing og æfing.
Hvað felst í því að vera góður ræðumaður?
Að vera hæfilega öruggur með sig og að trúa því sjálf-
ur sem maður segir. Fyrr getur maður ekki ætlast til
þess að aðrir trúi manni.
Hverju myndirðu vilja breyta í eigin fari?
Ég á alveg hrikalega erfitt með að segja nei við fólk
og lendi þess vegna oft í að gera hluti sem ég vil ekki.
Ég myndi vilja vera aðeins harðari.
Hvaða þekkti Íslendingur fer mest í taugarnar á þér?
Það eru nokkrir á Eyjublogginu sem gera mér stund-
um heitt í hamsi.
Hefurðu lagt í stæði ætlað fötluðum?
Þótt skömm sé frá að segja hefur það komið fyrir. Þá
þurfti ég samt að skreppa mjög stutt út úr bílnum og
önnur fatlaðrastæði voru laus við hliðina.
Hefurðu áhyggjur af hárvextinum?
Já! Svona í seinni tíð er mér farið að vaxa hár á alls
kyns furðulegum stöðum, þar á meðal á öxlunum.
Mér líst mjög illa á þessa þróun.
Ef þú værir neyddur til þess, gætirðu útskýrt íslenska
bankahrunið?
Heldur betur. Þetta hófst allt með undirmálslánum í
Bandaríkjunum sjáðu til...
Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda?
Hefurðu einhvertímann logið að foreldrum þínum?
Á ERFITT MEÐ AÐ SEGJA NEI
HAFSTEINN GUNNAR HAUKSSON VAR Í SIGURLIÐI VERSLUNARSKÓLA ÍSLANDS Í MORFÍS,
MÆLSKU- OG RÖKRÆÐUKEPPNI FRAMHALDSSKÓLA SEM FRAM FÓR FYRIR VIKU, OG VAR JAFN-
FRAMT VALINN RÆÐUMAÐUR KVÖLDSINS. HANN ER AUK ÞESS AÐALSMAÐUR VIKUNNAR.
36 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009
Hinn 30. apríl mun færeyska
hljómsveitin ORKA leika í Norræna
húsinu ásamt Eivöru Pálsdóttur og
Ólöfu Arnalds. Tónlist ORKU er öll
leikin á heimasmíðuð hljóðfæri og
hefur frumleg tónlistin fallið í góð-
an jarðveg víða um Evrópu und-
anfarin misseri. Einn af helstu sam-
starfsmönnum sveitarinnar í
gegnum tíðina hefur verið Frakk-
inn Yann Tiersen, þekktur fyrir að
hafa samið tónlistina við kvikmynd-
irnar Amélie og Goodbye Lenin.
Tiersen nýtir oft óvenjuleg hljóð-
færi við tónlistarsköpun sína og
hefur samstarf hans við þá fær-
eysku verið líkt og draumur í dós.
Yann Tiersen og ORKA
Fólk
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„VIÐ erum mjög ánægðir með sýninguna, og
okkur finnst hún hafa gengið eftir okkar ósk-
um,“ segir Jón Atli Jónasson, einn höfunda og
leikara leiksýningarinnar Þú ert hér sem sýnd
hefur verið í Borgarleikhúsinu. Síðasta sýning á
verkinu var í gærkvöldi, en um var að ræða
meinfyndna ádeilu á ástandið í þjóðfélaginu í
dag. Aðspurður segist Jón Atli telja að sýningin
hafi vakið töluvert umtal. „Það er alltaf gaman
að heyra viðbrögð frá fólki eftir á. Auðvitað er
mörgum mjög brugðið, enda er þetta ósvífin sýn-
ing. En ég held að það sem við lögðum upp með,
að gera mjög íslenska sýningu sem talar beint
inn í ástandið, hafi tekist ágætlega, eins dóm-
bærir og við nú erum á það.“
Jón Atli segir það hafa komið þeim félögum
hvað mest á óvart hvað fólk hló mikið á sýn-
ingum á verkinu. „Það var aldrei tilgangurinn,
að gera einhverja gamansýningu. Við héldum
eiginlega að grínið væri bara lélegt,“ segir hann,
en á meðal þess sem leikararnir þrír, Jón Atli,
Jón Páll Eyjólfsson og Hallur Ingólfsson lögðu á
sig í „gríninu“ var að drekka gríðarlegt magn af
kóki meðan á sýningum stóð. „Við erum bara
komnir með blæðandi magasár. Mamma hans
Palla kom á sýningu og gaf okkur brjóst-
sviðatöflur, hún er dásamleg kona af Suðurnesj-
unum,“ segir Jón Atli í léttum dúr, en hann telur
að þeir hafi drukkið um tíu lítra af kóki á hverri
sýningu. „Það er kannski svona ársdrykkja
heimilis,“ segir hann að lokum og hlær.
Komnir með blæðandi magasár af kókdrykkju
Morgunblaðið/Kristinn
Beittir Jón Páll, Jón Atli Jónasson og Hallur.
Hljómsveitirnar Reykjavík! og
Mammút eru nú staddar í Þýska-
landi á vegum Norðsins en það er
tónleikaröð sem stofnað var til af
Iceland Express, ÚTÓN og Admir-
als Palast-leikhúsinu í Berlín, en í
þeim rekstri fer mikinn sjálfur
Helgi Björns. Í gær léku sveitirnar
í Köln en í fyrradag í nefndri Admi-
ralshöll í Berlín. Tónleikarnir voru
vel sóttir og stuð mikið. Ekki væsti
um Ísfirðingana í Reykjavík! á með-
an þeir dvöldu í heimsborginni
Berlín en Helgi er ná- eða fjar-
skyldur flestum þeirra enda Ísfirð-
ingur sjálfur. Dvöldu þeir félagar
því í góðu yfirlæti í glæsiíbúð Helga
á meðan á dvöl þeirra stóð. Því mið-
ur höfðu frændurnir þó engan kost
á að nýta sér bransainnsæi Helga,
sem ku gríðarlegt, en meistarinn
var heima á Íslandi á meðan, eit-
ursvalur að vanda.
Helgi Björnsson er
maðurinn í Berlín!
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
MAÐUR veit einhvern veginn ekki
hvar maður hefur hina hæfi-
leikaríku Ágústu Evu Erlends-
dóttur. Hún er hálfgerður uglu-
spegill þegar kemur að daðri við
listgyðjuna; syngur, leikur, skrifar
og virðist dúkka óforvarandis upp á
hinum ólíklegustu stöðum. Síðast
fór hún á kostum í hinum óborg-
anlegu þáttum Svalbarða og eitt-
hvað hefur hún verið að syngja með
Óskari Guðjónssyni. Að öðru leyti
hefur nálægð við fjölmiðla verið
með minnsta móti. Blaðamann rak
því í rogastans þegar hann sá nafn
hennar á auglýsingaspjaldi fyrir
tónleika sem fram fara á Sódómu
Reykjavík í kvöld en þar mun hún
mun koma fram ásamt Megasukk,
sem samanstendur af meistara
Megasi og þeim Súkkat-bræðrum.
Það var vísast að inna frétta …
Tekur upp með Megasi
„Jú, þeir eru æði,“ segir Ágústa í
símann sem er alveg að verða batt-
eríslaus. Við neglum því viðtalið á
mettíma.
„Megas er mjög góður félagi. Við
höfum spilað saman áður, á Lee
Hazlewood-heiðrunartónleikum sem
fóru fram fyrir ca. ári. Það gekk al-
veg afskaplega vel. Hluti fólksins
sem er að skipuleggja þessa tón-
leika skipulagði þá tónleika og þau
spurðu hvort við vildum endurtaka
leikinn.“
Hér er engin uppgerðarkurteisi í
gangi, samstarf hennar við Megas
og félaga hefur að sönnu verið
blómlegt og hún bætir því við að
hún og Megas séu búin að taka upp
tvö lög saman.
„Þetta eru mjög ólík lög,“ segir
hún. „Eitt þeirra er rólegt, forkunn-
arfagurt og með mjög snotrum
texta. Hitt er einhver skúffu-
viðbjóður sem Megas hefur verið að
dröslast með í árafjöld og hefur
ekki alveg vitað hvað ætti að gera
við. Það er eiginlega ógeðslegt og
vart boðlegt til flutnings!“
Ekkert er þó fast í hendi enn
með hvaða hætti lögin munu koma
fyrir eyru almennings. Blaðamaður
leyfir hugsunum að flögra, og
klisjukenndar hugleiðingar um
Fríðu og dýrið flökta um.
Föndur
Hvað sjálfa tónleikana í kvöld
varðar segir hún óráðið hvað verður
flutt.
„Það er ekkert búið að ákveða
það. Megas hefur verið að föndra
eitthvað sniðugt veit ég. Það kemur
bara í ljós á föstudaginn.“
Ágústa er þá að bardúsa við ým-
islegt annað, eins og hún á vanda
til.
„Ég er að stússa í hinu og þessu.
Ég er að skrifa dálítið og svo er ég
að vinna að vefsíðu sem er frekar
stór í sniðum. Hún hefur með viss
samfélagsmál að gera en það skýr-
ist betur seinna á árinu hvað um er
að ræða. Í sumar ætla ég svo að
leika í tveimur íslenskum bíómynd-
um takk fyrir. En ég get að sjálf-
sögðu ekkert gefið upp um hvaða
verkefni það eru á þessu stigi máls-
ins eins og sagt er (hlær) …“
„Einhver skúffuviðbjóður …“
Ágústa Eva Erlendsdóttir treður upp með Megasukk á Sódómu í kvöld
Tilefnið er baráttutónleikar til stuðnings flóttamönnum á Íslandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tvær stjörnur Ágústa Eva hefur tekið upp tvö lög með Megasi, eitt fallegt en annað „ógeðslegt“.
Um baráttutónleika er að ræða
og bera þeir yfirskriftina „Eng-
inn er ólöglegur“ og eru til
stuðnings málefnum flótta-
manna á Íslandi. Tónleikarnir
hefjast kl. 21.00 og fram koma
Blóð, Vicky, AMFJ, Nour Al-din,
Skorpulifur, Tóta og Jazzbandið,
Þrjár raddir, Beatur og Meg-
asukk og Ágústa Eva. Aðgangs-
eyrir er 1000 krónur og frekari
upplýsingar má nálgast á mys-
pace.com/electronicethics.
Tónleikarnir í kvöld