Morgunblaðið - 24.04.2009, Page 40

Morgunblaðið - 24.04.2009, Page 40
SÖNGKONAN Cheryl Cole, með- limur The Girls Aloud sem gift er bakverðinum Ashley Cole í Chelsea, var kjörin kynþokkafyllsta kona heims í kjöri FHM-tímsritsins. Hún hratt Megan Fox, sem var efst í fyrra, niður í annað sætið. Þá lenti Cole í sjöunda sæti. Ritstjóri tímaritsins var ánægður með úrslitin og sagði kjörið „bylt- ingarkennt“ því gömul eftirlæti les- enda, Jennifer Lopez og Cameron Diaz, hefðu fallið af lista vegna „bylgju hæfileikaríkra kvenna.“ Efstu tíu í kjöri FHM-tímarits- ins á kynþokkafyllstu konum samtímans: 1 Cheryl Cole 2 Megan Fox 3 Jessica Alba 4 Britney Spears 5 Keeley Hazell 6 Adriana Lima 7 Elisha Cuthbert 8 Kristin Kreuk 9 Anna Friel 10 Freida Pinto Cheryl Cole kjörin kynþokkafyllsta konan Steyptur Leikarinn hefur líklega þurft að þvo sér um hendurnar eftir að hafa dýft þeim í steypuna. LEIKARINN Hugh Jackman var mjög hamingjusamur þegar hann fékk að setja lófaför sín og skóför í gangstéttarhellu á Hollywood Walk of Fame í Los Angeles í vikunni. Jackman fer mikinn núna við kynningu á nýjustu mynd sinni, The X-Men Origins: Wolverine, sem kemur í kvikmyndahús 29. apríl. Fékk að merkja sér gangstétt- arhellu MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA PUSH kl. 5:50 B.i. 12 ára MONSTER VS ALIENS m. ísl. tali kl. 3:403D - 5:503D LEYFÐ MONSTER VS ALIENS m. ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ KNOWING kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára CHIHUAHUA m. ísl. tali kl. 3:30 LEYFÐ OBSERVE AND REPORT kl. 6 - 8D - 10:10D B.i. 16 ára DIGITAL OBSERVE AND REPORT kl. 4 - 8 - 10:10 LÚXUS VIP THE UNBORN kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára THE UNBORN kl. 6 LÚXUS VIP 17 AGAIN kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ I LOVE YOU MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára THE UNBORN kl. 6:10 - 8:20 - 10:20 B.i. 16 ára OBSERVE AND REPORT kl. 6:10D- 8:20D- 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL MONSTERS VS ALIENS m. íslensku tali kl. 43D - 6:103D LEYFÐ 3D DIGTAL MONSTERS VS ALIENS m. íslensku tali kl. 4 LEYFÐ LET THE RIGHT ONE IN kl. 8 - 10.20 (Gangnrýnandinn) B.i. 16 ára THE BAADER MEINHOF COMPLEX kl. 3:30 (Gangnrýnandinn) B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI “FUNNY AS HELL…” PETER TRAVERS / ROLLING STONE NY TIMES SEGIR: SPRENGHLÆGILEG, GRÓFUSTU BRANDARAR SEM SÉST HAFA Í BÍÓ... SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI LANDMARK COMEDY DAVID EDELSTEIN N.Y. MAGAZINE SETH ROGEN’S BEST WORK JOE NEUMAIER N.Y. DAILY NEWS MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR FRÁ FRAMLEIÐANDANUM MICHEAL BAY FYRSTA DREAMWORKS ANIMATION TEIKNIMYNDIN SEM ER GERÐ SÉRSTAKLEGA FYRIR ÞRÍVÍDD(3D). SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TA LI “MONSTERS VS ALIENS HEFUR ÞETTA ÞVÍ ALLT. SKEMMTILEGA SÖGU, FLOTT ÚTLIT, GÓÐAN HÚMOR OG FERLEGA FLOTT LEIKARAGENGI Í SVO MIKLU STUÐI AÐ ÞETTA GAT EKKI KLIKKAÐ.” - Þ.Þ., DV FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA CROWLEY er ungur og efnilegur leikstjóri sem er á góðri leið með að komast í hóp með Loach og Leigh, ef svo heldur fram sem horfir. Líkt og hjá fyrrnefndum stallbræðrum eru viðfangsefni hans gjarnan alþýðu- fólk í tilvistarvanda. Í Boy A er það Jack Burridge (Garfield), sem gerð- ist sekur um morð þegar hann var að komast á táningsaldurinn. Nú er hann 24. ára og að hefja reynslu- lausn undir eftirliti Terrys (Mullan), sem gengur honum í í föðurstað. Jack fær nýtt nafn, það eru ein- staklingar úti í þjóðfélaginu sem hafa ekki gleymt glæpnum, og hon- um sjálfum er nauðsyn að hefja lífið á óskrifuðu blaði. Til að byrja með gengur Jack flest í haginn, vegnar vel í vinnunni, eignast nýja vini og fyrstu kærustuna í lífinu, skrif- stofustúlkuna Michelle (Lyons), sem vinnur hjá sama fyrirtæki. Samband þeirra Terrys er undirstaða hinnar nýju tilveru Jacks, en hún verður fyrir skakkafalli þegar sonur Terrys kemur til sögunnar. Hann hefur lítið haft af föður sínum að segja, alinn upp hjá einstæðri móðurinni. Óvenjuleg mynd um óvenjulegan einstakling. Jack hefur aldrei kynnst ást né umhyggju fyrr en nú, að- haldsleysi og einelti flækir hann út í morðmálið, sem er sýnt í fáum, stuttum og skýrum endurlitum. Gar- field túlkar þennan óreynda, unga mann af næmum skilningi, það hlýt- ur að vera erfitt að vera varpað út í lífið hálf-þrítugum, án þess að þekkja það hið minnsta. Haldreipið hans er Terry, síðan koma til sög- unnar góðir félagar og Michelle. Jack er vænn piltur sem líður fyrir verknaðinn sem hann álpaðist út í vart af barnsaldri og vill greiða sam- félaginu það sem hann mögulega getur til baka. Það hvílir sterkur, undirliggjandi váboði yfir einfaldri en áhrifaríkri myndinni, maður veit frá upphafi að endurkoma Jacks út í lífið verður harla erfið, en vonar hið besta, hann á samúð áhorfandans óskipta, sem trúir því að hann hafi leiðst út af brautinni en eigi skilið að finna hana aftur. Þó óttast maður hið versta. Boy A er átakanleg, vel leikin og gerð, tekin í þreytulegu úthverfi sem skapar magnaðan ramma utan um melódramatískt efnið. Ástæða er til að leggja nafn aðalleikarans á minn- ið, hann á örugglega eftir að gera garðinn frægan, líkt og leikstjórinn. Þá er Mullan feikisterkur sem góð- mennið Terry, sem verður á af- drifarík mistök. Brotnar brýr Váboði „Það hvílir sterkur, undirliggjandi váboði yfir einfaldri en áhrifa- ríkri myndinni,“ segir meðal annars í dómnum um kvikmyndina Boy A. Bíódagar Græna ljóssins í Háskólabíó Boy A bbbmn Leikstjóri: John Crowley. Aðalleikarar: Andrew Garfield, Peter Mullan, Katie Lyons, Shaun Evans, Taylor Doherty. 100 mín. England. 2007. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Það vildi svo skemmtilega til að ég las um helgina klausu um gamla, góða Michael Caine, sem er í miklu uppáhaldi hjá vel- flestum kvikmyndahúsagest- um. Sérstaklega er ánægjulegt að fylgjast með velgengni hans á „efri“ árum, en Caine er einn eftirsóttasti karakterleikari samtímans. Í téðri klausu var stórleikarinn að dásama nýj- ustu myndina sína, sem fjallar um gamlan töframann og ungan dreng, sem hefur alist upp á dvalarheimili fyrir aldraða, þar sem töframaðurinn hvílir lúin bein. Með þeim tekst einlæg vinátta. Caine sagðist ekki van- ur að taka að sér hlutverk í svona „litlum“ myndum, hand- ritið hefði einfaldlega verið ómótstæðilegt. Umrædd mynd nefnist Is Anybody There? – og hver skyldi stýra verkinu annar en hinn vænlegi Crowley. Crowley og Caine

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.