Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 6
Sniglarnir fóru í sína árlegu hópferð í gær. „Keyrslan var yndisleg,“ segir Ólafur I. Hrólfsson, formaður samtakanna. „Við lentum í sólskini og fínu veðri á meðan við vorum að keyra.“ Svo rigndi. Um sex hundruð hjól voru með í ár, nokkru minna en í fyrra. „Maður sem við köllum „timerinn“, Hilmar Lúthersson, snigill númer eitt, leiddi hópinn að þessu sinni. – Nei, hann er ekki á bleiku hjóli,“ segir Ólafur kíminn. Sniglarnir í sinni árlegu reið Morgunblaðið/hag 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti Húsgögn Mikið úrval af sófum og sófasettum - Verðið kemur á óvart Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞESSI dómur hefur mikið fordæmisgildi verði hann staðfestur í Hæstarétti, en ég reikna fast- lega með því að ríkið áfrýi,“ segir Ásgeir Jónsson lögmaður sem sótti mál gegn ríkinu og vann fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Deilt var um hvort í lögum um stimpilgjöld hefði verið heimild til að innheimta stimpilgjöld af aðfaragerðum þegar þeim var þinglýst. Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að svo væri ekki og dæmdi íslenska ríkið til að endurgreiða stimpilgjaldið. Umboðsmaður Alþingis afgreiddi frá sér álit á síðasta ári þar sem komist var að sömu nið- urstöðu. Í kjölfarið var lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um stimpilgjöld á Alþingi. Frumvarpið var afgreitt í desember sl. og tók gildi samstundis. Með breytingunum var bætt við lögin að jafnframt skyldi tekið stimpilgjald af að- faragerðum, kyrrsetningargerðum og lög- geymslu. Ríkið hefur byggt á því að í lögunum sé ákvæði sem segir að greiða skuli stimpilgjald þegar tryggingabréfum er þinglýst. Ásgeir bendir á að aðfaragerðir verði hins vegar alls ekki lagðar að jöfnu við tryggingabréf. Í athugasemdum við frumvarp Alþingis kemur fram að það eigi að samþykkja til að taka af öll tvímæli um heimildir til innheimtunar. Efnahags- og skattanefnd skilaði nefndaráliti vegna frumvarps Alþingis. Í því kemur fram að tekjurnar af gjaldinu nema um það bil 5% af heildartekjum af stimpilgjaldi á ári hverju eða sem svarar 320 milljónum króna. Verði dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfestur í Hæstarétti – fari svo að ríkið áfrýi honum til Hæstaréttar – gæti íslenska ríkið því þurft að endurgreiða um 1.280 milljarða króna. Kröfurnar fyrnast þó á fjórum árum og fyrnast nokkrar á hverjum degi. Málið fékk flýtimeðferð fyrir dómstólum og því hefur lögmaður ríkisins þrjár vikur til að taka ákvörðun. Þrátt fyrir það er ekki víst að Hæsti- réttur nái að klára það fyrir sumarleyfi. Fordæmi fyrir marga  Héraðsdómur telur að ekki hafi verið lagaheimild til að krefjast stimpilgjalds við þinglýsingu fjárnáms  Tekjurnar af gjaldinu nema um 320 milljónum króna á ári Umboðsmaður Alþingis komst að sömu niðurstöðu. Alþingi breytti lögunum í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis. Nemur um 5% af heildartekjum af stimpilgjaldi á ári hverju. Kröfur fyrnast á fjórum árum og er það tímamark fordæmis. Málið fékk flýtimeðferð og verður að áfrýja innan þriggja vikna. BÖRN og kennarar í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum urðu steinhissa þegar björgunarbátur kom og vildi bjarga þeim úr Gróttu. Þau voru í skólaferð og gistu þar um nótt- ina. Kerstin Andersson, kennari í Waldorfskólanum, segir vegfarendur í landi hafa séð börnin í hólminum en ekki komið auga á fullorðna fólkið og kallað eftir aðstoð. „Við vorum bara í ró og næði í þessari frábæru aðstöðu í Gróttu,“ segir Kerstin. Tveir drengir úr hópnum þáðu samt björgunina. Annar þeirra átti að fara á sundmót, en hópnum hafði verið tjáð að fjara yrði um hádegisbilið en þá var háflóð. Förin heim frestaðist því til að ganga þrjú. Börnin í hópnum voru sjö úr 5. og 6. bekk skólans og fjórir fullorðnir gættu þeirra. Þetta er fyrsta ferð skólans í Gróttu, en jafnvel er nú fyrirhugað að fara árlega. „Veðr- ið var frábært og við höfðum það mjög gott.“ gag@mbl.is Börnin voru ekki í sjálfheldu Hópurinn í Gróttu Krakkarnir í 5. og 6. bekk úr Wal- dorfskólanum í Lækjarbotnum gistu í Gróttu í fyrrinótt. ENGINN hefur verið greindur með svínainflú- ensu á Íslandi og enginn hefur verið lagður inn á Landspítala með grun um að hafa flensuna. Þetta kom fram á samráðsfundi sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra í gær. Viðbúnaður er óbreyttur hér á landi, þ.e. á hættu- stigi. Veirulyfjum hefur verið dreift til heilbrigðisstofnana og hlífðarbúnaði verið dreift á sótt- varnasvæði landsins. Þá er unnið að rafrænni skráningu inflúensu- tilfella hérlendis. Í gærmorgun hafði alls 481 tilvik af svínaflensu verið staðfest í heiminum, samtals í ellefu löndum. Þar af eru 312 tilvik í Mexíkó. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Sóttvarnastofnunar Evrópu hafa þrettán látist úr veikinni, tólf í Mexíkó og einn í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnunin hefur ráðið fólki frá því að ferðast til Mexíkó að nauðsynjalausu, en ekki hefur verið mælt með öðrum ferðatak- mörkunum. Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin, WHO, er áfram með viðbúnað sinn á fimmta hættustigi af sex. Í tilkynningu frá WHO er enn- fremur bent á að engin smithætta fylgi því að borða svínakjöt eða svínaafurðir ef vel er steikt eða soðið. halldorath@mbl.is Flensan ókomin til landsins Faraldurinn hófst í Mexíkó. Svínaflensutilvikum fjölgar í heiminum TÆPLEGA 80 prósent landsmanna telja að viðskiptalífið sé spillt. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Capacent Gallup og var sagt frá í fréttum Rík- isútvarpsins í gær. Rúmlega 70 prósent telja stjórn- málaflokkana spillta og um helm- ingur álítur að spilling viðgangist á fjölmiðlum landsins. Fram kemur að almenningur tel- ur nú að spilling sé meiri á þessum sviðum en þegar spurt var um spill- ingu fyrir tveimur árum. Færri telja þó dómstóla spillta nú en þegar spurt var árið 2007. Tæplega helmingur telur að við- skiptalífið beiti oft eða mjög oft mút- um til að hafa áhrif á stefnu stjórn- valda og lagasetningar. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þó ólíklegri en aðrir til að telja að viðskiptalífið beiti mútum, eins og RÚV greindi frá. Landsmenn telja við- skiptin spillt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.