Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 Ráðstefna um Pál Lýðsson bóndann, félagsmálamanninn og fræðimanninn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 2. maí kl. 14–17. Ávarp: hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Fram koma: Ólafur Kristjánsson bóndi, Guðni Ágústsson fyrrv. ráðherra, Ingrid Westin fyrrv. sendikennari, Arne Torp prófessor, Bjarni Harðarson bóksali, Jón Hermannsson bóndi, Gunnar Sigurgeirsson ljósmyndari og Miklós Dalmay píanóleikari. Ráðstefnustjóri: Þór Vigfússon fyrrv. skólameistari. Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin. Nánar á www.fraedslunet.is Ráðstefnan er styrkt af Menningarráði Suðurlands. Hjörleifur Guttormsson, hug-myndafræðingur vinstri grænna í Evrópumálum, fjallar í grein hér í blaðinu í gær um lýð- ræðishallann í Evrópusambandinu.     Hjörleifur bendir á að völd Evr-ópuþingsins séu lítil. „Fjar- lægar valdastofnanir ESB í Brussel (framkvæmdastjórnin), Strassborg (þingið) og Lúx- emborg (dóm- stóllinn) hafa ýtt undir pólitískt sinnuleysi og gefa lítið sem ekkert færi á lýð- ræðislegu að- haldi,“ skrifar hann.     Gagnrýnin álýðræðishallann í ESB er rétt- mæt. Hins vegar má spyrja hvort Hjörleifur væri tilbúinn að skrifa upp á augljósustu leiðina til að rétta hann af sem er að stórauka völd Evrópuþingsins. Með slíkri breytingu yrði ESB nefnilega „yf- irþjóðlegra“ á kostnað þeirrar valdastofnunar þar sem aðild- arríkin hafa öll völd, ráðherraráðs- ins.     Andstæðingar ESB-aðildar geramikið úr lýðræðishallanum og láta eins og með inngöngu í sam- bandið yrðu ákvarðanir um íslenzk málefni ólýðræðislegri. Því er þver- öfugt farið.     Við búum í dag við tvöfaldan lýð-ræðishalla samkvæmt EES- samningnum; ákvarðanir sem tekn- ar eru í Brussel eru leiddar beint í íslenzk lög án þess að Alþingi Ís- lendinga eða íslenzk stjórnvöld hafi neitt um þær að segja. Þetta myndi breytast við inngöngu í ESB; Ísland hefði þá raunveruleg áhrif.     En kannski vill Hjörleifur baraganga úr EES. Hann greiddi at- kvæði gegn samningnum á þingi á sínum tíma. Hjörleifur Guttormsson Tvöfaldur lýðræðishalli Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 7 skýjað Lúxemborg 21 léttskýjað Algarve 20 heiðskírt Bolungarvík 5 skýjað Brussel 21 léttskýjað Madríd 19 heiðskírt Akureyri 11 skýjað Dublin 15 léttskýjað Barcelona 19 léttskýjað Egilsstaðir 9 skýjað Glasgow 13 léttskýjað Mallorca 19 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 9 alskýjað London 19 léttskýjað Róm 21 léttskýjað Nuuk -2 skýjað París 19 heiðskírt Aþena 20 léttskýjað Þórshöfn 9 þoka Amsterdam 18 léttskýjað Winnipeg 7 skýjað Ósló 19 heiðskírt Hamborg 18 heiðskírt Montreal 19 skýjað Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt New York 19 léttskýjað Stokkhólmur 15 heiðskírt Vín 17 skýjað Chicago 12 alskýjað Helsinki 14 heiðskírt Moskva 13 léttskýjað Orlando 26 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 2. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6.25 1,1 12.41 2,9 18.49 1,2 4:55 21:55 ÍSAFJÖRÐUR 2.01 1,8 8.42 0,5 15.06 1,4 21.04 0,6 4:44 22:17 SIGLUFJÖRÐUR 4.01 1,2 10.36 0,2 17.18 1,1 22.59 0,5 4:26 22:00 DJÚPIVOGUR 3.27 0,8 9.27 1,6 15.40 0,7 22.22 1,8 4:21 21:29 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Suðvestan 5-13 m/s og smá- skúrir, en bjartviðri A-lands. Vaxandi suðaustanátt og rign- ing suðvestantil um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig. Á mánudag Gengur í suðvestan 10-18 m/s sunnantil á landinu, annars mun hægari vindur. Víða rign- ing eða skúrir. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag og miðvikudag Breytileg átt og sums staðar skúrir eða él, þó síst SA-lands. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst. Á fimmtudag Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 5-10 m/s og rign- ing með köflum í kvöld, einkum SA-lands. Vestan- og suðvest- anátt á morgun, víða 10-15 m/s. Skúrir eða slydduél og hiti 2 til 10 stig. FYRIRTÆKIÐ Mentor ehf. var í gær sæmt „Vaxtarsprotanum 2009“ en tilgangurinn með honum er að vekja athygli á góðum árangri sprota- fyrirtækja. Hefur Mentor nú orðið fyrir valinu annað árið í röð en velta þess milli 2007 0g 2008 jókst næstum um 160%. Fyrirtækjunum Naust Marine, Gogogic og Saga Medica var einnig veitt viðurkenning fyrir góðan vöxt. Samtök iðnaðarins, Rann- sóknamiðstöð Íslands og Háskólinn í Reykjavík standa að Vaxtarsprot- anum en Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra veitti Vilborgu Ein- arsdóttur, stjórnarformanni og stofnanda Mentors, og starfs- mönnum fyrirtækisins viðurkenn- inguna við hátíðlega athöfn í Grasa- garðinum í Laugardal. Af þessu sama tilefni var fyrirtækið Nimblegen Sys- tems-útibú á Íslandi brautskráð sem sprotafyrirtæki. svs@mbl.is Mentor fékk Vaxtar- sprotann öðru sinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Vöxtur Iðnaðarráðherra ásamt þeim, sem viðurkenninguna fengu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.