Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 44
GUÐMUNDUR Ingi Þorvaldsson, leikari og leik- stjóri, vinnur þessa dagana með hinum rómaða Shunt-leikhópi í London að uppsetningu á leik- verki þar í borg. Um er að ræða tveggja manna verk sem nefnist The Destruction of Experience: Klamm’s Dream og er samið og leikstýrt af einum af stofnendum Shunt, Mischa Twichin. Shunt-hópurinn er tíu manna hópur listamanna sem stofnaður var fyrir níu árum. Hann hefur um ára- bil verið rómaður fyrir framúrstefnulegar sýn- ingar og þykir einn merkilegasti leikhópur Breta um þessar mundir. Síðastliðin sex ár hef- ur hópurinn rekið klúbb sem staðsettur er í nokkur þúsund fermetra bogagöngum undir London Bridge-lestarstöðinni. Staðurinn er op- inn fimm kvöld í viku og á hverju kvöldi fara þar fram listaverkasýningar, innsetningar, gjörningar, tónleikar og leiksýningar, og þykir staðurinn einn af „svölustu“ stöðum borgarinnar. Guðmundur Ingi er í mastersnámi í gjörningalist í Goldsmiths University í London, en þar kynntist hann einmitt áðurnefndum Mischa Twichin sem kennir þar öðru hverju. Mischa hringdi í Guðmund skömmu eftir að kúrsinum sem hann kenndi lauk og bauð honum hlutverk í The Destruction of Experience: Klamm’s Dream sem fjallar á afar sér- stæðan hátt um síðustu mán- uðina í lífi Franz Kafka. 44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009  Önnur plata Ljótu hálfvitanna kemur út 25. maí næstkomandi en þeir slógu í gegn eins og margir muna fyrir um tveimur árum með yfirgengilegum hálfvitaskap sem féll landsmönnum einkar vel í geð. Platan sem hefur enn ekki hlotið nafn er að sögn þeirra sem til þekkja einstaklega hálfvitaleg en til að bæta gráu ofan á svart er í undirbúningi heimildarmynd um hljómsveitina þar sem hálfvitaskap- urinn nær víst sögulegum hæðum. Reiknað er með að heimild- armyndin verði til um það leyti sem platan kemur út en enn er óvíst hvar hún verður sýnd hvað þá hvort Kvikmyndaeftirlitið gefi grænt ljós á hálfvitaskapinn. Heimildarmynd um ljóta hálfvita Fólk  Einn vinsælasti bloggari lands- ins, tónlistar- og blaðamaðurinn Dr. Gunni, hefur ekki sinnt lesendum sínum sem skyldi að undanförnu vegna mikilla anna við skrif á túr- istabók sem byggist eingöngu á topp 10-listum um allt mögulegt ís- lenskt. Nafn bókarinnar mun vera Top 10 Reykjavík and Iceland and The Icelandic Ways. Að þeim skrifum loknum segist Gunni þurfa að demba sér í að semja nýjar spurningar fyrir spurningaþáttinn Popppunkt sem hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í júní en honum til mikilla von- brigða mun hljómsveitin Hjaltalín ekki taka þátt í honum vegna meik- drauma meðlima, eins og Gunni ýj- ar að á blogginu en sveitin er meira eða minna erlendis um þessar mundir að boða fagnaðarerindið. Þá verða Bubbi og félagar hans í Egó fjarri góðu gamni enda spurn- ingaleikir á borð við Popppunktinn langt fyrir neðan virðingu kóngs- ins. Þó hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að fjölmargar hljómsveitir bíði nú við símann eftir að Gunni hringi og sumar sveitir hafa jafnvel verið við það að splundrast þegar raða átti niður í sætin þrjú. Bloggar lítið vegna anna Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ var hringt í mig á föstudegi og ég beðinn að mæta til London á mánudegi. Þannig að ég fór út á sunnudeginum,“ segir gervahönn- uðurinn Stefán Jörgen Ágústs- son sem vinnur þessa dagana við gerð stórmynd- arinnar The Wolf Man í London. Um er að ræða endurgerð sam- nefndrar myndar frá árinu 1941, og skartar hún þeim Benicio del Toro og Anthony Hopkins í aðalhlutverk- unum. Þótt myndin sé tekin í Lond- on er um bandaríska mynd að ræða, en það er Universal-kvikmyndafyr- irtækið sem framleiðir. Ekki er um neina smámynd að ræða því áætl- aður kostnaður nemur um 85 millj- ónum dollara, eða rúmum 11 millj- örðum íslenskra króna. Ævintýri líkast Hlutverk Stefáns við myndina er að búa til hin ýmsu gervi og farða leikara og breyta þeim í hin ýmsu kvikindi. Stefán fékk starfið í gegn- um hinn goðsagnakennda gerva- hönnuð Rick Baker. „Hann er lík- lega sá allra frægasti í þessum bransa, og er búinn að vera mitt idol síðan ég var 12 ára,“ segir Stefán, en hann fékk starfið á nokkuð ótrú- legan hátt. „Fyrir svona einu og hálfu ári hitti ég Baker á ráðstefnu í Bretlandi. Þá var sem sagt hægt að fá eiginhandaráritun hjá honum, en maður þurfti að standa í langri röð til þess. Mér datt í hug að fá hann til þess að árita albúmið mitt, þar sem ég er með myndir af því sem ég hef gert. Hann kíkti á myndirnar og varð strax mjög hrifinn, og bað mig um nafnspjald. Við töluðum svolítið saman og það var komin rosalega löng röð.“ Stefán gerði sér ekki miklar vonir um að fundur þeirra tveggja myndi skila nokkru, og varð því ansi hissa þegar síminn hringdi löngu síðar. „Aðstoðarkona hans hringdi bara í mig um daginn, einu og hálfu ári síðar, og bað mig að koma og vinna við The Wolf Man,“ segir hann og hlær. Skemmtilegur draumur Síðustu tökur á myndinni standa yfir þessar vikurnar, en Stefán gerir ráð fyrir að vera í London í einn og hálfan mánuð til viðbótar. „Ég vann nú við Flags Of Our Fathers líka, og það var rosalega stórt dæmi. Þetta er það líka, og greinilega mjög miklir peningar í þessu. Þetta er bara það skemmtilegasta sem ég hef gert, og einmitt það sem mig hefur lengi dreymt um að fá að gera,“ segir Stefán sem vonast til að þetta verði til þess að hann fái fleiri verkefni af þessu tagi í framtíðinni. Stefán hefur komið víða við á ferli sínum og gert brúður, skrímsli, leik- muni, grímur og gervi fyrir kvik- myndir, leikhús og söfn. Hann er hvað þekktastur hér á landi fyrir að hafa gert brúður fyrir Latabæ, en hann gerði einnig óhugnanlega breinagrind fyrir Mýrina. Gert er ráð fyrir að The Wolf Man verði frumsýnd í nóvember á þessu ári. Vinnur með varúlfum  Gervahönnuðurinn Stefán Jörgen Ágústsson vinnur við bandarísku hrollvekj- una The Wolf Man  Benicio del Toro og Anthony Hopkins leika aðalhlutverkin Úlfurinn Benicio del Toro er nánast óþekkjanlegur í gervi sínu í hrollvekj- unni The Wolf Man, sem eins og nafnið bendir til, fjallar um varúlfa. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ er kannski eðlilegast að álykta sem svo, að bónusverðið á íslensku krónunni byggi undir heimsóknir er- lendra hljómsveita hingað til lands. Alltént koma þær hingað unn- vörpum um þessar mundir og í kvöld mun Berlínarsveitin The Virgin Tongues gera sitt besta til að hrista kreppudjöfulinn úr landsmönnum með tónleikum á Sódómu Reykjavík. Með þeim spila ofurtöffararnir í Singapore Sling og því vísast best að mæta með sólgleraugun. Magnað The Virgin Tongues er bandarísk/ bresk rokksveit sem Singapore Sling-liðar kynntust í Berlín fyrir u.þ.b. ári en sveitin er búsett þar. Meðlimir í The Virgin Tongues hafa skapað sér nokkuð stórt nafn í tón- listarsenu Berlínar á undanförnum mánuðum og þykja tónleikar þeirra mikil upplifun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. „Meðlimir spranga nú um bæinn eins og þeir séu endurfæddir Rolling Stones,“ segir Einar Sonic, gítarleikari Singapore Sling. „Þetta er magnað lið!“ Þess má þá geta að síðasta plata Sling, Perversity, Desperation and Death, kemur út á næstunni í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu og mun hljómsveitin að öllum lík- indum halda í tónleikaferðalag á þessu ári, mögulega með end- urfæddum Stones! Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 22. Ógeð, ofsi og argandi rokk alla leið frá Berlín Stíll The Virgin Tongues eru alveg með þetta.  The Virgin Tongues spila á Sódómu í kvöld Gervahönnuðurinn Rick Baker sem fékk Stefán til að vinna við The Wolf Man á glæstan feril að baki, en á meðal mynda sem hann hefur hannað gervi fyrir má nefna: An American Were- wolf in London (1981), Thriller (1983), Coming to America (1988), Wolf (1994), Ed Wood (1994), Batman Forever (1995), Men in Black (1997), The Ring (2002), Hellboy (2004) og X- Men: The Last Stand (2006). Geggjuð gervi Stefán Jörgen Ágústsson Leikur með einum merkasta leikhópi Breta Guðmundur Ingi Gengur vel í London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.