Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 36
36 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 ✝ Ingveldur Hólm-steina Rögn- valdsdóttir fæddist á Tyrfingsstöðum í Akrahreppi í Skaga- firði 4. janúar 1922. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauð- árkróki 24. apríl 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Árný Sigríður Árna- dóttir, f. 30.9. 1891, d. 5.11. 1964 og Rögnvaldur Jónsson, f. 17.9. 1884, d. 11.3. 1967. Þau stunduðu búskap m.a. á Tyrfingsstöðum og Ytri-Kotum allt til ársins 1929 en þá gerðist Rögnvaldur vegaverkstjóri og þau fluttu til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til æviloka. Systkini Ingveldar voru Guðrún Þrúður, f. 1911, m. Ragnar Jó- hannesson og Árni Sigurjón, f. 1915, m. Jónína Antonsdóttir. Þau eru öll látin. Árið 1944 giftist Ingveldur Guttormi Óskarssyni, f. 29. 12. 1916, d. 13. 11. 2007, syni hjónanna Sigríðar Hallgríms- dóttur og Óskars Á. Þorsteins- sonar, bónda í Hamarsgerði og síðar Kjartansstaðakoti á Lang- holti. Dætur Guttorms og Ingv- eldar eru: 1) Sigríður f. 19.11. 1947, m. Pétur Skarphéðinsson, f. 26.3. 1946. Börn þeirra: a) Skarp- héðinn f. 1974, m. Hildur Gróa Gunnarsdóttir. Dætur þeirra Auður og Vigdís. b) Inga Dóra, f. 1980, sambýlismaður Sveinn Egg- ertsson. 2) Ragnheiður Sigríður, f. 5.12. 1953, m. Sig- urður Frostason, f. 22.3. 1953. Börn þeirra: a) Jórunn, f. 1977, m. Valgarður Ragnarsson. Börn þeirra María og Frosti. b) Óskar, f. 1983, sambýliskona Hafrún Pálsdóttir. 3) fósturdóttirin, El- ísabet Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, bróðurdóttir Gutt- orms, f. 27.2. 1958. Dóttir hennar og Kára Sveinssonar er Inga Rún, f. 1976, sambýlismaður Abayom Michael Banjoko. Synir þeirra Michael Kári og Adam Ingi. Dótt- ir Ingu Rúnar og Þráins Péturs- sonar er Helga Bríet. Að loknu barnaskólanámi á Sauðárkróki stundaði Ingveldur nám við Héraðsskólann að Laug- arvatni í einn vetur. Átján ára fór hún sem ráðskona í vega- vinnu hjá föður sínum og hélt þeim starfa í mörg sumur. Fyrstu tvö hjúskaparárin bjuggu þau Ingveldur og Guttormur í Reykjavík en fluttu síðan til Sauðárkróks þar sem Guttormur starfaði sem gjaldkeri Kaup- félags Skagfirðinga til starfsloka. Ingveldur var lengst af heima- vinnandi húsmóðir en eftir að dæturnar voru fluttar að heiman vann hún tímabundið í verslun og síðar á kaffistofu KS. Útför Ingveldar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 2. maí og hefst athöfnin kl. 11. Elsku amma mín, elsku yndislega amma mín. Loksins fékkstu að sofna svefninum langa og veit ég að þú situr við hlið hans afa ham- ingjusöm og sæl og fylgist með okkur hinum. Ég átti svo margar yndislegar stundir hjá þér og afa, mér leið svo vel hjá ykkur. Ég á aldrei eftir að gleyma því hversu góð þú varst mér alltaf, þú hefur alltaf verið mér eins og móðir líka og hugsa ég að þú hafir stundum litið á mig sem dóttur þína því að ég var svo mikið hjá ykkur. Ég hlakkaði alltaf svo til að koma á Krókinn til afa og ömmu. Ég á svo margar góðar minn- ingar um ykkur afa. Ég gleymi því aldrei þegar ég reiddist mömmu, þá ætlaði ég sko að flytja á Krókinn til afa og ömmu, eða þegar ég var hrædd að fara að sofa þá hélstu í höndina á mér meðan ég var að sofna. Og þegar ég gekk inn um útidyrnar á Skagfirðingabrautinni og kleinuilminn lagði á móti mér og þar stóðst þú í eldhúsinu með svuntuna þína og steiktir og steikt- ir kleinur, þannig ætla ég að minn- ast þín. Ég held að ég sé ekki alveg búin að átta mig á því að þú sért ekki hérna lengur hjá okkur, að ég eigi ekki eftir að hitta þig aftur. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Ég sakna þess að geta ekki tekið upp tólið og hringt í þig og sagt þér frá því hvað börnin mín eru að gera, því alltaf fannst þér gaman að heyra af þeim. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og börnin mín og fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Ég er þakklát fyrir þessa daga sem ég sat hjá þér núna undir það síð- asta og að hafa fengið að kveðja þig þá. Ég elska þig, amma mín, guð veri með þér. Inga Rún. Hún elsku amma mín er látin. Amma mín sem ég hitti svo sjald- an en þekkti eingöngu af góðu. Mér eru fáar æskuminningar jafn kærar og þær að koma til ömmu og afa á Sauðárkrók. Það var alltaf einstök tilfinning að koma inn í hlýjuna á Skagfirðingabraut 25. Það var allt- af svo óskaplega fínt og fallegt hjá henni ömmu. Mér fannst líka alltaf svo sérstakt að þar virtist næsti matmálstími byrja um það leyti sem sá fyrri endaði – mér þótti það alls ekki verra og hvergi hef ég borðað jafn mikið af gómsætum kökum og rækjusalati eins og hjá ömmu! Ég er heppin að hafa átt svo góða ömmu, hjartahlýja hennar og umhyggja var einstök. Erlendis veitti það mér öryggistilfinningu að vita af hennar hlýju hugsunum og fyrirbænum. Nú hefur hún lagt í sína hinstu för og eflaust hitt á ný þá fjölmörgu sem hún hafði saknað svo lengi. Ég efast ekki um að á nýjum stað hef- ur hún fengið jafn hlýjar móttökur og hún sjálf veitti í lifandi lífi. Inga Dóra Pétursdóttir. Elsku besta amma mín. Eins sárt og það er fyrir okkur hin að missa þig þá veit ég líka að það er það sem þú varst farin að þrá. Því þakka ég guði fyrir að þú loks hafir fengið hina hinstu hvíld. Ég veit líka að það mun ekki væsa um þig, þar sem þín beið gríðarleg- ur fjöldi af fólki sem glatt hefur tekið á móti þér. Það voru svo ómetanleg forrétt- indi fyrir mig að hafa ykkur afa svo stutt frá eins og raun var í minni æsku og eru góðu minningarnar endalaust margar þegar hugsað er til baka. Tilvera þín og afa í mínu lífi var svo stór hluti af tilverunni að ég er ennþá ekki búin að sætta mig við að börnin mín upplifi ekki þessi sömu forréttindi. Að hafa ömmu og afa svo nærri sér er hreint og beint ómetanlegt og gríð- arlega dýrmætt hverju barni sem er að alast upp. Það eru vafalaust mörg börn í dag sem glöð vildu eiga ömmu sem alltaf er til staðar og alltaf er hægt að leita til eftir skóla þegar mamma og pabbi eru að vinna. Svo heppin var ég og þó ég hafi verið orðin svo- lítið erfið þegar komið var fram á unglingsár, þá minnist ég með hlýju allra sunnudagssteikanna sem við fengum hjá þér svo ótelj- andi oft í hádeginu á sunnudögum, ég, Óskar og pabbi þegar mamma var að vinna. Alltaf veisla og huggulegheit. Ófáar stundirnar lék ég mér með eldfasta fatið sem geymt var á ís- skápnum og innihélt alls konar Ingveldur Hólmsteina Rögnvaldsdóttir BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram á röngum forsendum. Sú af- staða að ganga til samninga til að „láta reyna á hvað við fáum“ er í besta falli sérkennileg. Að- ild að Evrópu- sambandinu er ekki viðskipta- samningur sem stendur og fell- ur með því hvað við fáum í staðinn. Í samfélagi þjóðanna gilda sömu reglur og í samfélagi mannanna – maður vel- ur sér ekki vini í hagnaðarskyni. Ákvörðun um aðild að bandalaginu þarf að byggjast á pólitískum for- sendum – vera ákvörðun um hvaða samfélagi þjóðanna við ætl- um að tilheyra, hvaða þjóðir við ætlum að líta á sem vinaþjóðir, hvert við ætlum að sækja stuðning ef á þarf að halda og hverja við viljum styðja ef á reynir. Þetta er ákvörðun sem líkist þeirri er afréð aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu. Við eigum að ganga til samn- inga við Evrópusambandið fær- andi hendi – leggja fram stöðu okkar sem útvörður Evrópu í norðri og sérþekkingu okkar á sviði sjávarútvegs og orkumála. Við eigum að bjóða fram forystu okkar í samstarfi smáþjóða og taka höndum saman með Norð- urlöndum til að bæta skilning Evr- ópubúa á jafnréttis- og umhverf- ismálum. Við eigum að ganga til verks sem forysturíki á tilteknum sviðum – en ekki til að hirða feit- ustu bitana af diskinum. Menning okkar og saga á rætur í Evrópu. Við deilum grískum heimspeki- hugmyndum, rómverskum rétt- arreglum, frönskum lýðræð- ishugmyndum og norrænum hugmyndum um velferðarríkið með Evrópubúum. Við eigum mest af okkar við- skiptum við Evrópu, menntum fólkið okkar í Evrópu, njótum bók- mennta, tónlistar og myndlistar sem að mestu á rætur í Evrópu. Mörg okkar eiga minningar um borgir eða þorp í Evrópu sem við lítum á sem annað heimili. Um leið og við göngum til samstarfs við þjóðir innan Evrópusambandsins þurfum við að leggja til hliðar siði og venjur úr fortíðinni. Við þurfum að hætta að líta á sjávarútveg sem forsendu byggðar á Íslandi. Utan- ríkisstefna okkar á ekki að mótast af þörfum sjávarútvegs. Við eigum að hætta að hugsa um Ísland sem land sérstakra efnahagsaðstæðna. Það er ekki lögmál að hér sé óðaverbólga, verðtrygging og him- inháir vextir. Við þurfum að hætta að efast um sjálfstæði okkar – Danir, Írar, Finnar eða Ítalir eru ekki síður sjálfstæðar þjóðir, þrátt fyrir veru sína í Evrópusamband- inu. Benedikt Jóhannesson hefur bent á þær afleiðingar sem skort- ur á lánsfé getur haft á framtíð- arsamfélag okkar. Eiríkur Berg- mann hefur bent á hve fallvaltur EES-samningurinn getur verið. Forsvarsmenn þeirra iðnfyr- irtækja sem við lítum nú á sem máttarstólpa atvinnulífsins telja aðild að Evrópusambandinu for- sendu fyrir velgengni. Talsmenn launþegasamtaka eru að mestu sammála um nauðsyn þess að sækja um aðild. Það er rómantísk hugmynd að standa einn og óstuddur – á erfiðum tímum er það vond hugmynd. Við eigum ekki að ganga til samninga við Evrópubandalagið til að „láta reyna á hvað við fáum“ heldur til að tryggja að Ísland verði áfram og ávallt hluti af menningarheimi Evrópu. Það tryggjum við best með því að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu. ÁRNI ZOPHONÍASSON, framkvæmdastjóri. Hvernig veljum við okkur vini? Frá Árna Zophoníassyni Árni Zophoniasson ÞAÐ hefur löngum verið talið að ís- lensk heilbrigðisþjónusta sé góð og gerist vart betri í heiminum og undir það má vissulega taka. Við erum á mörgum sviðum fær og eigum vel menntaða heil- brigðisstarfs- menn. Ég velti því fyrir mér hvort þetta vel menntaða fólk fái að njóta mennt- unarinnar, hæfni og færni sem það hefur aflað sér. Er réttur maður á réttum stað? Heimsókn á sjúkrahúsið á Akureyri Dóttir mín varð fyrir því óláni að hrasa einn föstudagsmorgun. Þegar frá leið létu verkir og bólga á sér kræla. Ég sem skyndihjálparkenn- ari ákvað að líta þyrfti á þetta, því það gat verið sprunga í beini eða brot, í besta falli slæm tognun. Við komum á Sjúkrahúsið á Akureyri kl. 8.10 og hin hefðbundna skrán- ing hófst. Þar sem við vorum einu viðskiptavinir slysavarðstofunnar sá ég fram á að heimsóknin tæki ekki langan tíma. Þegar skráningu lauk fengum við að vita að biðin gæti orðið allt að klukkustund þar sem fræðsluerindi lækna sjúkra- hússins væri nýhafið. Olli undrun Mig setti hljóða eitt andartak, klukkustundarbið. Ég spurði hvort læknir yrði ekki sóttur en fékk það svar, að ef líf lægi við væri læknir sóttur. Ekki varð undrun mín minni við þetta og spurði hvort starfsemi lægi niðri í klukkustund á meðan fræðsluerindi lækna stæði yfir. Hvað gera hinir starfsmenn- irnir? spyr ég bara. Fátt varð um svör. Það er nú ekki eins og ég hafi farið fram á að fá alla hersinguna, mig vantaði bara einn lækni til að meta hvort fótur dóttur minnar væri brotinn og til þess þarf panta röntgenmynd og það gera læknar. Fékk mig til að hugsa Þegar klukkan var orðin rúmlega níu var okkur mæðgum boðið inn á sjúkrastofu þar sem hjúkr- unarfræðingur tók við. Vann fræð- ingurinn þau verk sem þurfti, klæddi stelpuna úr sokknum og spurði nokkurra spurninga og sagði okkur svo að læknirinn væri væntanlegur innan skamms. Eftir u.þ.b. 15 mín. kom læknakandídat, spurði sömu spurninga og hjúkr- unarfræðingurinn og kíkti á fót- inn. Úrskurður féll á þremur mín- útum, það þarf að taka mynd til að sjá hvort um brot er að ræða. Þegar hér var komið sögu þurfti ég frá að hverfa og klukkan rúm- lega hálftíu. Og ég spyr Ég spyr, hvers vegna í ósköp- unum getur ekki hjúkrunarfræð- ingur, sem lokið hefur fjögurra ára háskólanámi og hefur starfs- reynslu á slysadeild, tekið ákvörð- un um að senda fólk í myndatöku? Hér er um að ræða minni háttar meiðsl. Það kæmi öllum til góða að myndataka væri yfirstaðin þegar læknir kæmi. Ég reyndi að svara spurningunni og eina svarið sem ég gat grafið upp, þetta er spurn- ing um starfssvið. Já, þessar blessaðar girðingar sem eru á milli heilbrigðisstarfsmanna og enginn tekur á. Þarf ekki að fella girðingar? Í þessu tilfelli er traust mitt til hjúkrunarfræðings í engu minna en til læknis. Tíminn sem fór í þetta tilfelli er mikill og verðmæt- ur fyrir alla aðila og þennan tíma hefði mátt stytta um klukkstund hið minnsta. Það er löngu tímabært að yf- irvöld heilbrigðismála og heil- brigðisstéttir skoði það af fullri al- vöru á hvern hátt megi fella þessar girðingar. Þetta er ein- angrað tilfelli sem ég fjalla um hér, en málið er víðtækara og nær til allra stétta og flestallra stofn- anna. Nú á tímum mikils sparnað- ar er tímabært að nýta starfs- krafta á þann hátt sem þeir nýtast best, burtséð frá girðingum sem settar hafa verið upp á und- anförnum áratugum. Þær eru orðnar úreltar. HELGA DÖGG SVERRISDÓTTIR, er M.Ed í menntunarfræðum og sjúkraliði. Girðingar heilbrigðis- stétta þarf að fella Frá Helgu Dögg Sverrisdóttur Helga Dögg Sverrisdóttir Í RÚSSLANDI Pútíns hafa fjöl- miðlarnir eina samræmda stefnu í stjórnmálum. Þeir sem út af bregða hafa ekki gott af. Á Ítalíu ræður Berlus- coni för. Svo mjög gekk Ítalía á svig við lýð- ræðisreglur um fjölmiðla að þingmanna- samkoma Evr- ópuráðsins sá ástæðu til þess árið 2004 að álykta um sjálfstæði fjölmiðlanna á Ítalíu og vara við misnotkun þeirra. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók að sér, með fulltingi Össurar Skarphéðinssonar og fleiri, að taka völd af Alþingi og færa það öðrum varð í raun í aðalatriðum til ein samræmd stefna fjölmiðlanna. Sú stefna er andstaða við Sjálfstæð- isflokkinn og leiðir nú til stuðnings við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Ísland hefur þannig orð- ið þriðja ríkið í þessum félagsskap. Þessi sterki áróður um nokkurt árabil hefur leitt til hatursfullra greina og bloggskrifa fólks af öllu tagi, lærðra sem leikra, um Sjálf- stæðisflokkinn og okkur sjálfstæð- ismenn. Meira að segja Jón Bald- vin Hannibalsson er ansi nærri þessum mörkum. Sumt af þessum skrifum er ekki hugnanlegt af- lestrar og leiðir hugann til fyrstu áratuga 20. aldar. – Spurningin er hvort Evrópuráðið muni hér sporna við fótum eða hvort Ísland verði þriðja ríkið. EINAR S. HÁLFDÁNARSON, hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi.. Þriðja ríkið Frá Einari S. Hálfdánarsyni Einar S. Hálfdánarson Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.