Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009
ASÍ skúffufyrirtæki? Á annan tug púaði og mótmælti kröftuglega þegar formaður ASÍ hélt ræðu sína á Austurvelli í gær. Hann var boðinn velkominn á
Austurvöll, hjarta búsáhaldabyltingunnar, en á köflum heyrðist ekki hvað Gylfi hafði að segja vegna látanna og lítið sást á köflum í kappann.
Kristinn
Kolbrún Baldursdóttir | 1. maí 2009
Hvernig tökum við
á rafrænu einelti?
Eineltisserían heldur
áfram á ÍNN enda um-
ræða sem seint verður
tæmd, einfaldlega vegna
þess að enn hefur ekki
nema hluti þjóðarinnar
vaknað til vitundar um þetta skaðræði.
Eineltismál koma upp víða í okkar sam-
félagi og ekki nóg með það, heldur lifa
góðu lífi innan einstakra stofnana eins
og skóla, íþróttahreyfinga og vinnu-
staða.
Í næsta þætti ræðum við um rafrænt
einelti og til leiks koma tvær ungar kon-
ur sem hafa gert á því rannsókn hér á
landi. Hvernig tökum við á þessu vanda-
máli?
Myndbrot úr myndinni Odd girl out
verður sýnt en myndina í heild sinni er
hægt að sjá á Youtube. Síðan er það um-
ræðan um jákvæða tölvunotkun og
ábyrgð foreldra að kenna börnum sínum
að umgangast Netið með það fyrir aug-
um að varast hættur sem þar leynast og
einnig að forðast að taka þátt í neikvæð-
um samskiptum: andlegu ofbeldi, níði,
lygum eða skítkasti.
Meira: kolbrunb.blog.is
Salvör Kristjana
Gissurardóttir | 1. maí 2009
Borgaraleg skylda,
ekki brottrekstrarsök!
Ég hef oftast farið niður í
gönguna á 1. maí, báðar
dætur eru aldar upp
þannig að maígangan var
einn af viðburðum ársins.
Síðustu árin hef ég tekið
mynd af göngunni, sér-
staklega af þeim skiltum sem haldið er á
loft hverju sinni og svo gerði ég líka vef
um 1. maí.
Ég man eftir að ein af skemmt-
ununum varðandi gönguna var að velja
skilti til að ganga undir. Þegar Kristín
Helga var eins eða tveggja ára þá man
ég að við völdum að ganga undir skiltinu
„Gefum ekki ríkisfyrirtækin“. Ég man
það vegna þess að það birtist mynd af
okkur í göngunni.
Meira: salvor.blog.is
Auður H Ingólfsdóttir | 1. maí 2009
Sjávarútvegurinn og ESB
Eðli málsins samkvæmt
þá berjast hagsmuna-
samtök fyrir hagsmunum
þeirra aðila sem að baki
þeim standa. Stundum
fara þessi hagsmunir
saman við heildarhags-
muni, stundum ekki. Stjórnmálamenn
þurfa að sjálfsögðu að hlusta vel á slík
samtök og gæta að því að ákveðnir
hagsmunaðilar hafi ekki óeðlilega sterk
ítök í stjórnsýslunni.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að
ítök LÍÚ séu allt of mikil í okkar sam-
félagi, og ekki í neinum takti við mik-
ilvægi atvinnugreinarinnar.
Meira: aingolfs.blog.is
ALDREI fyrr höfum við Íslendingar verið
minntir jafn ríkulega á í hverju raunveruleg virð-
isaukning þarf að felast. Pappír sem gulnar á ferð
sinni milli skrifborða í braski getur í raun misst
jafnvel allt pappírsins virði! Nýsköpunarmiðstöð
Íslands var aðeins rétt um árs gömul þegar grund-
völlur fjármálakerfisins hrundi. Nú voru góð ráð
dýr.
Viðbrögð við þeim ógnunum sem blöstu við fólu í
sér að samið var við Samtök starfsmanna í fjár-
málafyrirtækjum og í kjölfar þeirra samninga unn-
ið með nýju bönkunum, Landsbanka og Íslands-
banka, að því að koma á fót frumkvöðlasetrum í
fyrrum húsakynnum þeirra. Komið var á fót setr-
um á Torginu við Austurvöll og í Kvosinni við
Lækjargötu. Við bætast verkefni sem tengjast ná-
grannabæjarfélögum Reykjavíkur
og nú loks í samvinnu við Háskóla Ís-
lands og Háskólann í Reykjavík um
Heilsutæknigarð sem skapar bylt-
ingarkennda aðstöðu fyrir tugi frum-
kvöðla úr mannauði landsins. Auk
húsnæðis leggjum við þar til þekk-
ingu, fræðslu og faglega ráðgjöf til
frumkvöðla og fyrirtækja.
Starfsstöðvar Nýsköpunarmið-
stöðvar á sjö stöðum á landsbyggð-
inni ná einnig til frumkvöðlasetra og
gegna mikilvægu hlutverki. Tólf
heimilisföng bera merki okkar nú.
Impra á Nýsköpunarmiðstöð tengist
um sex þúsund frumkvöðlum og fyr-
irtækjum á hverju ári og um tvö
hundruð rannsókna- og þróunarverkefni eru í
gangi á NMÍ. Í setrum okkar eru eða verða starf-
andi hundruð einstaklinga.
Í starfi mínu sem forstjóri Nýsköpunarmið-
stöðvar hef ég einnig ásamt samstarfsfólki mínu
reynt að átta mig á því í hverju lindir auðs og virð-
isaukningar kunni að felast fyrir okkur Íslendinga.
Ef ég tel þær lindir upp og byrja á hafinu, virðist
ljóst að hafið er og verður önnur mikilvægasta auð-
lind okkar um nána framtíð. Við höfum til dæmis
ennþá ekki veitt þær tegundir úr lífríki hafsins
nema þær sem efstar eru í fæðukeðjunni. Unnt
væri að rækta þörunga með ýmiss konar hlutverk;
til fóðurs, lyfjagerðar eða eldsneytis. Unnt væri að
veiða átu og íshafsrækju sem, ef vel væri að farið,
þyrftu ekki að raska fæðupýramída hafsins en
veittu okkur gríðarverðmikinn lífmassa sem úr
mætti nýta prótín, ómega fitusýrur o.fl. Ásamt
Hafró og nýju íslensku fyrirtæki, erum við að búa
okkur undir að rannsaka vistvænar veiðar á líf-
massa neðst úr fæðukeðjunni.
Sjávarföll hafsins og ölduorka eru lind sem enn
er óbergð og jarðhiti á hafsbotni enn ókönnuð auð-
lind. Mikill áhugi er á þessu sviði víða um land og í
undirbúningi vinna með aðilum vestan- og sunn-
þessarar greinar er brotinn úr ljóði Þórarins Eld-
járns. Með greininni fylgir þýðing og staðfærsla
mín á eins konar lotukerfi sem Svíar hafa gert um
upplifunariðnaðinn.
Hvers kyns nýting ræktaðra afurða til manneldis
og í sælkeraiðnaði er skemmtileg þróun sem við hjá
NMÍ höfum tekið þátt í, en ekki síst horft til sam-
vinnuaðila okkar hjá Matís sem eiga ásamt
Listaháskóla Íslands hrós skilið fyrir efnistök sín
og frumleika í bókstaflegri hönnun matar. Íslensk-
ur matur er ferðaþjónustunni mikilvæg auðlind.
Nú er rétti tíminn í draumalandinu til að ein-
henda sér í að vinna úr nær milljón tonnum af áli.
Framleiðsla íhluta í bíla er algeng álvinnsla víða um
heim; hér hefur þessi iðnaður ekki hafist af flóknum
viðskiptalegum ástæðum. Hins vegar eru úrlausn-
arefni eins og til dæmis framleiðsla rafkapla mjög
áhugaverð og áhugi fyrir hendi hjá alþjóðlegum
framleiðendum að framleiða hér slíka kapla úr áli.
Að lokum nefni ég aðra tegund nýsköpunar sem
mjög mikilvægt er að gefa gaum í umhverfi sem
hér á landi mun einkennast í æ ríkari mæli af ein-
hæfni aukins ríkisrekstrar á næstu árum. Á þessu
sviði er afar mikilvægt að huga að nýsköpun og ný-
mælum í rekstri hjá hinu opinbera. Innkaupastefna
ríkisins er líklega það tæki sem helst getur komið
að notum við aukna nýsköpun í ríkisrekstrinum. Þá
þarf að hafa í huga sjálfbærni og vistvænar lausnir.
Samkeppniseftirlit þarf að vera öflugt og vakandi
gagnvart áðurnefndri einhæfni.
Nýsköpunarmiðstöð hefur haldið vöku sinni á
erfiðum tímum Íslandssögunnar. Ég þakka fyrir
hönd starfsfólks okkar þær viðtökur sem við höfum
fengið hjá einstaklingum, fyrirtækjum, samtökum
og stjórnvöldum. Virðisaukningarmiðstöð væri
stórt orð að taka sér í munn, en viðfangsefnið virð-
isaukning er og verður stærsta markmið okkar. Á
slíkum markmiðum fiskast best.
Eftir Þorstein Inga Sigfússon
»Nýsköpunarmiðstöð
hefur haldið vöku
sinni á erfiðum tímum
Íslandssögunnar.
Höfundur er prófessor og forstjóri Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands.
„Að yrkja er að virkja“
anlands á nýtingu þessarar orku. Ég
hef áður bent á hvernig seltuvirkjanir
sem fela í sér að virkja orkumun sjáv-
ar og ferskvatns við árósa geta orðið
raforkugjafi. Landsvirkjun hefur að-
stoðað NMÍ við frumrannsóknir á því.
Jarðhitinn er vandmeðfarin auðlind
þar sem huga ber að endingu forðans.
– Einungis um tíundi hluti orkunnar
nýtist til rafmagnsframleiðslu. Þá er enn eftir mik-
ill afgangsvarmi sem þyrfti að geta nýst, t.d. til yl-
ræktar, baða og lauga. Enn má gera kraftaverk við
nýtingu vatns á Íslandi í ferðaþjónustu og afþrey-
ingu og höfum við haft samráð við Útflutningsráð
og Ferðamálastofu um það. Jarðsjórinn á Reykja-
nesi sem síast úr hafinu inniheldur miklar auðlind-
ir. Í jarðsjónum í Svartsengi er t.d. að finna frum-
efnið litín, efni sem notað er t.d. í rafhlöður og
geðlyf. Ef tækist að vinna allt magnið í núverandi
pækli þarna suðurfrá væri hægt að vinna hundruð
tonna af litíni á ári. Námuvinnsla af þessu tagi verð-
ur væntanlega hluti af Auðlindagarði á Reykjanesi.
CO2 sem auðlind er síðasta atriðið tengt jarðhita
sem ég nefni. Miklir möguleikar eru fólgnir í að kló-
festa CO2 úr t.d. losun stóriðjunnar og umbreyta
því í fljótandi eldsneyti með því að tengja vetni sem
framleitt væri úr endurnýjanlegri orku. Þá er ótalið
samspil koltvíoxíðs og varma í ylrækt.
Sú tegund iðnaðar sem verið hefur í hvað mest-
um vexti á Vesturlöndum er hinn margþætti og
virðisaukandi upplifunariðnaður. Þarna mætast
listir, menning og upplifun sem sett hafa ríkan svip
á nýsköpun hér á landi að undanförnu og má t.d.
benda á afrek listamanna okkar víða um heim. Titill
Þorsteinn Ingi
Sigfússon
BLOG.IS
Ómar Ragnarsson | 1. maí 2009
Á sér dapurlegar
hliðstæður
Misnotkun bóta af ýmsu
tagi er gamalkunnugt fyr-
irbæri. Sem dæmi má
nefna veikindadaga. Bæði
hér á landi og í nágranna-
löndum líta sumir svo á
að hver maður eigi rétt á
ákveðnum fjölda veikindadaga í hverjum
mánuði.
Í Svíþjóð gekk þetta svo langt að
halda mátti að þjóðin væri með eitthvert
slappasta heilsufar allra þjóða. Vissu þó
allir að lífskjör, velferð og heilbrigðiskerfi
voru með því besta sem gerist í heim-
inum, margfalt betra en sumar þjóðir
þar sem veikindadagar voru miklu færri.
Þegar þetta hugarfar verður algengt
fara menn að misnota svona réttindi á
þeim forsendum að það séu hvort eð er
svo margir sem geri það.
Ég var svo ótrúlega lánsamur í þau
tólf ár sem ég starfaði á síðari hluta fer-
ils míns hjá Sjónvarpinu að þurfa ekki að
taka einn einasta veikindadag.
Meira: omarragnarsson.blog.is