Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 ÞAÐ ER af sem áð- ur var. Á árunum 2000 til 2007 rauk íslensk hlutabréfavelta úr 200 milljörðum á ári í 3100 milljarða á ári. Sam- anlagt markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöll Íslands (nú OMX Nor- dic Exchange) var um 3000 milljarðar í lok árs 2007, en eftir efna- hagshrunið síðasta haust féll markaðsvirðið niður í 250 milljarða fyrir árslok. Fjölmargar afskráningar fylgdu í kjölfarið, markaðsvirðið hefur lækkað enn frekar og nú er svo komið að hluta- bréfaveltan er svo gott sem engin. Í kauphöllinni eru ekki nógu mörg stöndug félög til að mynda ásætt- anlegan arftaka gömlu úrvalsvísitöl- unnar (ICEX15), þ.e. í stað 15 fé- laga áður eru þar nú aðeins 6 (OMIX6ISK). Því er vert að spyrja hver sé framtíð íslensku kauphallarinnar. Kauphöll Íslands gekk á haustmán- uðum 2006 inn í norrænu kauphall- arkeðjuna OMX, sem síðan samein- aðist NASDAQ árið 2007. NASDAQ-OMX er líkt og hvert annað venjulegt fyrirtæki sem byggir á því grundvallarmarkmiði að skila hagnaði og hámarka arð- semi hluthafa. Meginþorri tekna ís- lensku kauphallarinnar hefur komið frá skráningar- og veltugjöldum, sem ætla má að séu hverfandi. Þó það hafi almennt verið töluverður hagnaður af kauphallarrekstri á undanförnum árum, er því fullt til- efni til að velta vöngum yfir því hvort sú sé enn raunin og hvort NASDAQ-OMX kauphallarkeðjan telji ennþá rekstrarlegan grundvöll fyrir því að starfrækja íslenskt útibú í núverandi mynd. Ekki er ólíklegt að tekin verði skref til nán- ari samþættingar norrænu kaup- hallanna og má jafnvel hugsa sér að íslenskur kauphallarrekstur verði alfarið í höndum erlendra útibúa NASDAQ-OMX-keðjunnar. Möguleg sóknarfæri Áður en lengra er haldið í slíkum dómsdagsspám er rétt að meta hvort einhver tækifæri séu til stað- ar sem geta endur- lífgað íslensku kaup- höllina. Kauphöllin hefur enn tekjur af skuldabréfaveltu og þær tekjur hafa verið töluverðar síðustu ár. Heildarveltan með skuldabréf íslenskra fyrirtækja hefur þó minnkað verulega og skilar nú eflaust afar takmörkuðum ágóða. Til þess að glæða líf í íslensku kauphöllinni þarf því að laða að fleiri fyrirtæki. En sóknarfærin eru fá. Framtíð ís- lensks fjármálageira er allskostar óljós og ólíklegt að nýjar fjár- málastofnanir verði skráðar í kaup- höllina á næstunni. En mögulega má sjá fyrir sér tvo nýja við- skiptahópa, þ.e. annars vegar skráningu lítilla og meðalstórra fyr- irtækja, og hins vegar sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtækja. Í núverandi árferði er afar mik- ilvægt að hlúa að litlum og með- alstórum fyrirtækjum. Það er nauð- synlegt að auðvelda minni fyrirtækjum að skrá sig í íslensku kauphölllina svo þau geti betur fundið fjármagn til vaxtar og upp- byggingar. Til þess þarf umgjörð kauphallarinnar að gjörbreytast. Tilboðsmarkaðurinn, fyrrum vaxt- arlisti kauphallarinnar, var aldrei vel sóttur (aðeins tvö skráð fyr- irtæki þegar OMX-sameiningin gekk í garð) enda var athyglinni mestmegnis beint að fyrrverandi flaggskipum íslenskrar útrásar. Til að gera kauphöllina að aðlaðandi kosti fyrir lítil og meðalstór fyr- irtæki þarf regluverkið og við- skiptakerfið að taka mun meira mið af þessum hópi viðskiptavina. Breski vaxtarmarkaðurinn (Al- ternative Investment Market) er gott dæmi markað sem er sérsnið- inn að slíkum fyrirtækjum og hefur blómstrað á síðustu árum. Sjávarútvegs- og fiskvinnslufyr- irtæki eru annar viðskiptahópur sem kauphöllin ætti að beina kröft- um sínum að. Íslensk kauphöll get- ur mögulega haft hlutfallslega yf- irburði í að laða að slík fyriræki, enda er mikil þekking og reynsla hér á landi í að reka arðvænan sjáv- arútveg (þó að því miður hafi allt of mörg íslensk sjávarútvegsfyrirtæki ofhlaðið sig skuldum síðustu ár). Kauphallarskráning gæfi þessum fyrirtækjum annan fjáröflunarkost og gæti aðstoðað við að auka veg þeirra og vanda á alþjóðlegum mörkuðum. Ef kauphöllinni tekst að sérsníða sinn rekstur þannig að hann þjóni íslenskum sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtækjum, þá má jafnvel sjá fyrir sér að þar næst megi nýta sérþekkingu þjóðarinnar á atvinnugreininni til að laða að er- lend sjávarútvegs- og fiskvinnslu- fyrirtæki. Hugmyndir um að laða að sjávarútvegsfyrirtæki eru ekki nýj- ar af nálinni, en nú er tíminn til að fylgja slíkum hugmyndum eftir – enda mögulega um lífróður kaup- hallarinnar að ræða. Gjaldeyrisbreyting nauðsyn Því miður er sú framtíðarsýn sem hér er lýst aðeins falleg mynd í fjarska. Staðreyndin er sú að það er lítið sem íslenska kauphöllin getur gert í núverandi árferði til að laða að fyrirtæki, enda ekkert fjármagn á hlutabréfamarkaði að sækja. Auk þess eru margir ytri áhrifavaldar sem ekki eru í höndum þeirra sem kauphöllinni stjórna. Helst ber að nefna skipulag gjaldeyrismála. Er- lendir aðilar eru afar tortryggnir gagnvart íslensku krónunni og al- þjóðleg viðskipti íslenskra fyr- irtækja fara mestmegnis fram í er- lendum gjaldmiðli. Það ríkir alger skortur á trausti til íslensku krón- unnar meðal erlendra aðila og vand- séð að það breytist í bráð – og erfitt er að ímynda sér tilvist íslenskrar kauphallar (og íslensks fyrirtækj- areksturs almennt) án grundvall- arbreytinga í gjaldeyrismálum þjóð- arinnar. Á íslenska kauphöllin sér framtíð? Eftir Úlf Níelsson » Það er nauðsynlegt að auðvelda minni fyrirtækjum að skrá sig í íslensku kauphöll- ina svo þau geti betur fundið fjármagn til vaxtar og uppbygg- ingar. Úlf Níelsson Höfundur er hagfræðingur. FALLINN er frá í Reykjavík Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, öðru nafni SPRON, á 77. aldurs- ári eftir skammvinn veikindi. Andlátið fór fram mun fyrr en efni stóðu til. Í áratugi hefur Sparisjóðurinn verið meðal traustustu fjár- málastofnana þjóðarinnar. Gætt hef- ur verið aðhalds og hófs í rekstri jafn- framt því sem þjóðþrifamálum var lagt lið. Hugað var grannt að því, að tryggingar fyrir útlánum væru næg- ar og útlánatöp voru því í lágmarki. Neðangreindur fyrrverandi stofn- fjáreigandi og hluthafi í Sparisjóðn- um minnist þess, er hann fyrir hálf- um fjórða áratug gekk á fund þáverandi sparisjóðsstjóra til að slá víxil, sem nam um tvennum mán- aðarlaunum. Undirritaður var þá í viðskiptum við Sparisjóðinn, kominn í fasta vinnu að loknu námi en stóð í einhverjum fjárfestingum. Hörður í Sparsjóðnum taldi nú nokkur tor- merki á, að vogandi væri að lána reynslulitlum unglingi þessa fjárhæð án frekari trygginga og þó mundi það líklega ganga, ef pabbi minn skrifaði upp á víx- ilinn. Þetta vakti takmark- aðar vinsældir en víxillinn fékkst og var greiddur upp innan árs án vand- ræða. Síðan hefur und- irritaður ekki þurft á fyr- irgreiðslu Sparisjóðsins að halda en hins vegar var öllum viðskiptum beint þangað, þar sem yf- irvegun og varkárni var bersýnilega í hávegum höfð. Einhver stofnfjárbréf voru keypt, úr því að sá kostur bauðst, sem síðar breyttust hlutabréf. Það var svona meira og minna til minningar um hann afa minn, sem átti þátt í stofnun sjóðsins á sínum tíma. Og allt benti til að hér færu vamm- lausir menn með stjórn og var svo um áratugi. Upphaf ógæfunnar var, er stofn- fjáreigendum var heimilað að selja bréf sín á fölsku yfirverði þversum á sparisjóðahugsjónina. Á bak við það ráðslag var sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar og formaður Sjálfstæð- isflokksins, spilafélagi ráðherrans og hæstaréttarlögmaður, sem fann gloppur í lagaumhverfinu, banka- stjóri ríkisbanka og alþingismaður nokkur. Þáverandi stjórn SPRON stóðst ekki hið pólitíska ofurvald og mátt peningamannanna þrátt fyrir lofsverða viðleitni, svo að digrir vara- sjóðir Sparisjóðsins tæmdust að mestu. Á undraskömmum tíma breyttist síðan flest til verri vegar. Nýir menn með nútímalega hugsun voru komnir við stjórnvölinn og þeir sem nokkra reynslu höfðu gleymdu gömlu gild- unum. Gamlar dyggðir voru af lagð- ar. Hjarðhegðunin sagði til sín sem og græðgisvæðingin. Braskið var haf- ið á stall. Áhættufíknin varð taum- laus. Tryggingar voru í loftbólum, arðgreiðslur óhóflegar og SPRON tapaði öllu sínu eigin fé. Sparisjóðn- um, sem hann afi minn átti þátt í að stofna, hafði verið breytt í ræn- ingjabæli í krafti ótrúlegra afglapa. Reynslan sýndi, að stjórnendurnir kunnu lítt með fé að fara, sem er mik- ill galli hjá fjármálafyrirtæki. Og nú hefur ráðherrann, sem síðar varð seðlabankastjóri, verið útnefnd- ur versti seðlabankastjóri Evrópu og segir aulabrandara á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Lögmaðurinn orðinn hæstaréttardómari, banka- stjórinn kennir háskólastúdentum hvernig á að stunda viðskipti eftir að hafa sett bankann sinn rækilega á hausinn og alþingismaðurinn situr enn á Alþingi, sem vonandi stendur til bóta. Stjórnendur SPRON standa flestir eftir án atvinnu með allt niður um sig. Grafskrift Sparisjóðsins gæti verið að hann hefði orðið fórnarlamb andvaraleysis, ábyrgðarleysis og kæruleysis. Hagur hinna fjölmörgu, sem í góðri trú lögðu sparifé sitt í stofnfé var fyrir borð borinn en for- stjórinn fékk hálfa þriðju milljón í laun á mánuði auk bónusa á sama tíma og lögð voru drög að endalok- unum. Allt er þetta dapurlegt en dap- urlegastur er þó þáttur hinna ógæfu- sömu stjórnenda, sem þekktu ekki sín takmörk. Dæmi eru um það meðal þjóða, að fólk, sem verður uppvíst að slíku, sé tekið úr umferð eða jafnvel leitt brott í járnum. En hvað sem því líður hefði SPRON átt að hafa alla burði til að lifa af kreppuna eins og fjölmargar áþekkar innlánastofnanir um heim allan. Blessuð sé minning Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis – SPRON. Eftir Sverri Ólafsson Sverrir Ólafsson » Og nú hefur ráð- herrann, sem síðar varð seðlabankastjóri, verið útnefndur versti seðlabankastjóri Evr- ópu og segir aulabrand- ara á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Útrásarvíkingar eru sagðir bera ábyrgð á hruni íslensks efna- hagslífs og atvinnuleysi þúsunda landsmanna. Þeir kenna öðrum um, alþjóðlegri efnahags- kreppu, íslenska gjald- miðlinum og skorti á þrautavarasjóðum, sem þeir hefðu getað gengið í eftir hentugleikum. Hefur gjaldmiðill eitthvað með sukk og svindl að gera? Misnotkun á bönk- um, sparifé og lífeyrissjóðum? Sóun á gjaldeyrissjóðum? Fólgna fjársjóði og skattasvartholur (varasjóðirnir)? ESB-sinnaðir fræðingar bergmála fjölmælin um krónuna, staglast á að ekkert hrun hefði orðið ef Ísland væri í ESB og gjaldmiðillinn evra. Óvíst að Seðlabanki ESB hefði borgað (þrautavaralán) ofvaxnar skuldir ofvöxnu útrásarbankanna. Enginn talaði um ónýta krónu þegar útrásin (innrásin) sem æðstu menn klöppuðu upp í sautjánda himin stóð hæst. Þeir sem efuðust um útrásar- snilldina voru úthrópaðir sem skemmdarverkamenn. Útrásarsnill- ingar léku á þá sem áttu að hafa eftir- lit með og taumhald á „snilldinni“. Lýðskrumarar vilja ákveða víking- um refsingu áður en sök er sönnuð. ESB-aðildarforingjar ætla að not- færa sér hrunið til hins ýtrasta, með- an þjóðin er í sárum. Þeir reyna nú með skefjalausum áróðri að telja þjóðinni trú um að skemmdarverk víkinga gegn landi og þjóð séu svo mikil og afdrifarík að þjóðin eigi engra annarra kosta völ, en leita „skjóls og öryggis“ í forsjá ESB- stórríkisins, selja landsréttindi fyrir baunadisk. Rannsókn á meintum lög- brotum útrásarvíkinga mun eflaust leiða í ljós allan sannleika um starf- semi þeirra. Sannist brot, fylgir refs- ing. En ESB-aðild, með allri þeirri skerðingu á fullveldi og auðlindarétti sem aðild fylgir, er meiri og grimmd- arlegri refsing en nokkur víkingur, hvað þá allir landsmenn, verðskuldar. Íslenska þjóðin á góða möguleika á að komast á fáum árum gegnum hrunið og á eigin forsendum, m.a. með gætni í fjárfestingum og heiðar- legu atvinnulífi, þ.m.t. bankastarf- semi. En umfram allt með heiðar- legum stjórnmálum og Alþingi, sem þjóðin treystir. Kjósendur gera von- andi greinarmun á athafnafrelsi og misnotkun á því mik- ilvæga frelsi. ESB-sinnar og sögu- jókerar gera nú harða atlögu að minningu þeirra sem börðust fyrir endurreisn Alþingis, endurheimt fullveldis og sjálfstæðis Íslands. Þeir hafi beitt lygasögum og þjóðrembuskáldskap um glæsilega þjóðveld- isöld og miklað kúgun og ófrelsi þjóðarinnar. Heimastjórn, fullveldi og sjálf- stæði, segja jókerar að hafi enga sér- staka aflgjafa verið framfaraeldmóðs í atvinnu- og menningarmálum. Verð- ur næsta uppljóstrun sögujókera að einokunarverslun, undirverð á út- flutningi, falskar vogir, vöruskortur og vörusvik, hafi ekkert tilefni verið til kvartana. Maðkað mjöl verið pró- teinríkt heilsufæði, að fúlsa við því álíka uppsteyt við kóng og að fleygja teförmum í sjóinn. Æðstu menn kúg- unaraflanna, kirkju- og konungs- valds, Evrópusambanda þeirra tíma, hafi verið vammlaus góðmenni, rétt- lætisriddarar og framfaramenn. ESB-foringjar tönnlast á því að strax eigi að hefja flóttann inn í ESB, fara í viðræður og láta reyna á hvaða kostir, gróði, séu í boði. Auvirðilegri birting þjóðernishyggju og þjóð- rembu er vandfundinn, foringjarnir reyna að fela þá lymskulegu undir- hyggju með háværum blekkingar- áróðri um ESB-alsælu þjóðarinnar tjóðruð á þröngan bás, ófrelsis og ógæfu í ESB-fjósinu. Þeir segja flug rússneskra flugvéla yfir N-Atlants- hafi ógn við heimsfriðinn, þær fljúga meðfram ströndum Noregs, ekki hef- ur þó frést af norsku þjóðarfelmtri og kröfum um tafarlausa ESB-aðild Noregs, vegna öryggishagsmuna, Norðmönnum virðist nægja NATO- aðild. Enn er gróflega logið víða í ESB- áróðrinum, andstæðingar aðildar hræðist ESB og vilji einangra landið. Foringjarnir hafa ekki enn skilgreint nein samningsmarkmið og hverju þeir ætla að fórna af landsréttindum fyrir baunadiskinn, en þeir reyna stöðugt að villa um fyrir þjóðinni með rökleysusnakki um Evrópuaðild, Evr- ópumál. Þrautavaramarkmið þeirra virðist vera að þjóðin lúti og hlýði af auðmýkt og undirgefni, ESB-skrif- finnskuboðvaldi og tilskipunum. Gera landsmenn að þrælum alþjóðlegra auðhringa og leiguliðum erlendra ríkja í eigin landi. Heimastjórnar- menn er nýjasta hæðnisorðið um ESB-aðildar andstæðinga, það fær eðlilega lítinn hljómgrunn. Íslendingar hafa aldrei reynt að einangra sig frá öðrum þjóðum, alltaf verið opnir fyrir menningarstraum- um, viðskiptum og vináttu við aðrar þjóðir, á því hefur engin breyting orð- ið. En þeir hafna öllum erlendum yfir- ráðum og áþján. Stjórnarskrárbreyt- ingar í þágu erlendra ítaka og yfir- ráða eru þess vegna algjörlega óþarf- ar og í raun lítilmannleg og smánar- leg árás á Stjórnarskrá lýðveldisins Ísland. Góðir landsmenn, verjumst af alefli, afturhalds- og tortímingar- stefnu ESB-samsóknarkrókálfanna. Andvaraleysi verður dýrkeypt. Er okkur, sem njótum allra þeirra fram- fara sem orðið hafa frá endurreisn Al- þingis, einhver vorkunn að sýna nægja þrautseigju í erfiðleikum? Einu sinni var sagt að þjóð sem fórn- ar frelsi, fullveldi og auðlindum fyrir gróða og öryggi, ætti ekkert af því skilið. Látum það ekki verða okkar stóru mistök og grimmu örlög Ís- lands. Eftir Hafstein Hjaltason »Enn er gróflega log- ið víða í ESB-áróðr- inum, andstæðingar aðildar hræðist ESB og vilja einangra landið. Hafsteinn Hjaltason Höfundur er vélfræðingur. ESB-flóttaleiðin SPRON – in memoriam Sverrir Ólafsson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi sjálfstæðismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.