Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 ÝMIS sjónarmið koma nú fram vegna bankakreppunnar og þrenginganna í sam- félaginu í framhaldi af því. Fólk gleymir sér strax í allskonar flokka- dráttaumræðu um gíf- urleg mistök fyrri stjórnenda ríkisins að maður tali nú ekki um alls konar klisjur sem stjórnmálaflokkarnir hafa alið með sér og gert að eins konar vörumerki sinna flokka. Frjálshyggja, félagshyggja, vinstri og hægri pólitík, græn stefna, ein- staklingsframtak og margt fleira. Allt eru þetta innihaldslaus slagorð sem byrgja sýn á skynsamlegar ákvarð- anir og raunverulegar lausnir. Alger blinda. Nýjasta klisjuútspilið var skýrsla endurreisnarnefndar Sjálfstæð- isflokksins en skýrslan virðist vera samin af einlægni og að nú ætti að taka til hendinni og kasta burtu þess- um gömlu innihaldslausu klisjum, þessari gömlu sjálfstýringu á eyði- merkurgöngu sem endaði með hruni. En hvað gerðist á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins, flokki einstaklings- framtaksins? Það getur hver skoðað það fyrir sig en mér heyrist að skýrsl- an hafi ekki fengið háa einkunn. Þessi skýrsla er eitt nýjasta dæmið um að einhverjir einstaklingar innan gamalgróins stjórnmálaflokks vilja stíga upp úr hjólfarinu og koma fram með gagnrýna hugsun á ástandið til að taka kúrsinn að nýju og finna nýja stefnu og ný markmið. Það er enginn að segja að skýrslan hafi verið full- komin en það er fyrst og fremst fram- takið og hin gagnrýna hugsun sem skýrslan endurspeglaði og viljinn til að komast upp úr sjálfstýringunni sem var búin að halda flokknum á hægri siglingu niður á við. Það er það sem er athyglisverðast við þessa skýrslu. Framtakið sjálft og hin gagnrýna hugsun. Það var nákvæmlega það sem gerðist í bankahruninu og má segja að sé aðalástæðan fyrir hinum mikla skaða að enginn, nákvæmlega enginn settist niður með gagn- rýna hugsun og nýja sýn, enginn sem þorði eða mátti hugsa eða gagnrýna. Allir sem gagnrýndu og voru ekki með „leyfi flokksins“ (einhvers ráðandi flokks) hafði þor eða kjark til að skoða þessi mál frá öðru sjónarhorni en flokk- ræðis, fjármálamanna og útrásarvíkinga. Allir sem voru að malda í mó- inn voru skotnir út af borðinu. Þetta viðurkenna nú bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún. Þau nota sitt orðalagið hvort en í orðum þeirra liggur fullkomin viðurkenning á þessum gífurlegu mistökum. Kol- brún Bergþórsdóttir og Agnes Bragadóttir minnast á afsök- unarbeiðni Geirs Haarde í Mbl og ekki er annað að skilja en að orðalag þeirra Geirs og Ingibjargar hefði mátt vera meira afgerandi. Í okkar samfélagi hefur verið mikil hræðsla og undirlægjuháttur enda samfélagið smátt og auðvelt fyrir ráðamenn að ná sér niðri á fólki sem er með eitthvert múður. Ríkið og sveitarfélög samanlagt eru með stærsta hóp launþega í landinu og allt er þetta undir stjórn pólitískra afla. Það er sama hvar í flokki fólk er, það stendur saman í því að stjórna með svipuðum hætti þegar kemur að þess- um þætti og er það kallað þöggun. Átta guðfræðingar fjalla um þögg- unina í Mbl og vald þöggunarinnar sem hefur tröllriðið okkar samfélagi. Þetta óheillavald ásamt hroka, vald- níðslu, yfirgangi, flokksvaldi, skorti á undirgefni við fólkið í landinu, ein- lægni í stjórnarháttum og skorti á heilindum hefur sett allt stjórnkerfið úr skorðum og samfélagið á hausinn. Spillingin sem hefur vaðið uppi í þessum jarðvegi er yfirgengileg og það er skondið að það þurfti einhvern spjallþátt í sjónvarpinu, Silfur Egils, til að finna alþjóðlegan rannsókn- ardómara til að koma til Íslands og taka til starfa til að rannsaka þessa alþjóðlegu glæpastarfsemi sem ís- lenska bankahrunið og þjóðargjald- þrotið virðist vera. Nei, enginn ís- lenskur stjórnmálamaður, hvað þá ráðherra hafði þá gagnrýnu hugsun að láta sér detta þetta í hug. Og þetta komst ekki á laggirnar fyrr en um hálfu ári eftir að hrunið varð. Það var búið að ráða fjóra menn til rannsóknarembættis sérstaks sak- sóknara og engan vanan á al- þjóðavettvangi þegar hinn nýi rann- sóknardómari var núna ráðinn sem ráðgjafi. Hún sagði strax að það þyrfti tugi manna til að koma verk- efninu í framkvæmd og nú er stefnt að því. En framtíðin er framundan. Maður spyr bara: á ekki að tryggja áfram búsetu í landinu? Hvað þarf að gera til að unnt sé að halda þessu samfélagi gangandi hér norður í ballarhafi? 1) Á ríkið að gefa nokkrum ein- staklingum eða fjölskyldum allar auð- lindir þjóðarinnar þannig að tryggt sé að fólkið og þjóðin fái ekki arð af auð- lindum landsins? 2) Á að halda þannig á spilunum að tryggt sé að flokksræði sé ofar hags- munum fólksins í landinu? 3) Að flokksgæðingar og vinir þeirra sitji að kjötkötlunum og hámi í sig meðan fólkið sveltur? 4) Að valdhroki ráði í öllum athöfn- um ríkis og sveitarfélaga, að enginn megi segja neitt, ekki gagnrýna neitt nema hann eigi á hættu að missa vinnuna um alla framtíð? 5) Menn verði að flýja land í fram- haldi af gagnrýni á stjórnvöld? 6) Að öll atvinna og embætti falli bara í skaut vinum og fjölskyldum stjórnmálamanna? 7) Að eftirlaun og önnur fríðindi stjórnmálamanna verði á sérstökum stalli? Gagnrýnin hugsun við stjórn landsins Eftir Sigurð Sigurðsson » Skortur á undirgefni við fólkið í landinu, einlægni í stjórnarhátt- um og heilindum hefur sett allt stjórnkerfið úr skorðum og samfélagið á hausinn. Sigurður Sigurðsson Höfundur er cand. phil, byggingaverkfræðingur. ÞAÐ VAR ánægju- leg sumarbyrjun hjá íbúum Akraness að vígja hinn nýja leik- skóla Akrasel sem stendur við Ketilsflöt 2. Framkvæmdir við skólann hófust í sept- ember 2007 og er húsið 1200 fermetrar að stærð og rúmar 6 deild- ir. Heildarkostnaður við framkvæmdina verður á bilinu 360-370 milljónir króna og er þá með talinn kostnaður við framkvæmdir á lóð auk kaupa á húsbúnaði. Fer- metraverð byggingarinnar er því um 310 þúsund krónur, sem þykir gott verð í dag. Akrasel er glæsileg bygging og er lóðin ekki síðri. Mannvirkin eru arki- tektum, verktökum og öðrum þeim sem að þessu verkefni unnu til mikils sóma. Fyrstu börnin, 70 að tölu, hófu nám sitt hinn 8. ágúst í fyrra og frá þeim tíma hafa bæði þau og starfs- menn leikskólans unnið við erfiðar aðstæður þar sem iðnaðarmenn höfðu ekki lokið störfum. Það er aðdáunarvert hversu mikla þol- inmæði starfsmenn leikskólans sýndu við þessar erfiðu aðstæður. Börnum hefur fjölgað á Akraseli undanfarna mánuði og eru þau nú um 100 talsins. Í dag eru reknir 4 leikskólar með 18 deild- um samtals á Akranesi og geta þeir veitt 430 börnum heilsdagsdvöl. Búið er að innrita börn vegna næsta vetrar en gert er ráð fyrir að hægt sé að bæta við nokkrum börn- um í öllum aldurshópum ef þörf kref- ur. Samt sem áður er ein leik- skóladeild ónýtt en vonandi mun börnum fjölga áfram á Akranesi svo fljótlega verði þörf fyrir hana. Það er mjög ánægjulegt að Akraneskaup- staður skuli hafa mætt þörfum allra hvað leikskólapláss varðar þrátt fyr- ir mikla fjölgun íbúa. Ekki er það síð- ur ánægjulegt að tekist hefur að ráða fagfólk í flest ef ekki öll störf í leik- skólum á Akranesi. Óhætt er að full- yrða að leikskólastarf á Akranesi er til fyrirmyndar, þökk sé starfs- mönnum þeirra. Fyrirmyndarstarf á öllum skólastigum á Akranesi mun hér eftir sem hingað til gera Akranes að eftirsóknarverðum valkosti fjöl- skyldufólks. Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar var lofað byggingu nýs tónlist- arskóla og byggingu sex deilda leik- skóla við Ketilsflöt. Þau kosningaloforð hafa nú verið efnd. Við erum ánægð með þessar nýju byggingar og afar stolt af því starfi sem þar er unnið. Ég veit líka að nú þegar byggingu þessara skóla er lok- ið eru bæði starfsfólk og nemendur himinlifandi með árangurinn. Ég efast ekki um að starfsemin þar sem í öðrum skólastofnunum á Akranesi á eftir að bera hróður okkar víða í framtíðinni. Gleðilegt sumar, Skagamenn. Ánægjuleg sumarbyrjun á Akranesi Eftir Gunnar Sigurðsson » Fyrstu börnin, 70 að tölu, hófu nám sitt hinn 8. ágúst í fyrra og frá þeim tíma hafa bæði þau og starfsmenn leik- skólans unnið við erfiðar aðstæður Gunnar Sigurðsson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Akraness. Bændasamtökin hafa tekið afdráttarlausa af- stöðu gegn ESB-aðild. LÍÚ einnig, en vænt- anlega eru aðrir hópar almennt með umsókn. Efnahagsstaðan er mjög alvarleg fyrir þjóðina. Útlit er fyrir að lífskjör muni drag- ast meira aftur úr ná- grannaþjóðunum því vaxtarsprotarnir þ.e. „iðnaðarfyrirtæki“ eins og Össur, Marel og CCP sem hér eru enn að hluta, verða að færa starfsemi sína úr landi á næstu árum, nema við og þau fáum stöðugan nothæfan gjaldmiðil. Það er deginum ljósara að ESB-aðild er brýnt hagsmunamál fyrir þjóðina ef sæmilegur samningur næst, því þjóðin getur ekki lifað og dafnað á nið- urgreiddum landbúnaði og sjávar- útvegi sem búinn er að fullnýta auð- lindina, þó enn megi bæta ýmislegt á báðum þessum sviðum. Hér á eftir eru atriði sem bændur þurfa að huga að varðandi ESB-aðild. Þetta eru kostir við aðild fyrir þá og landsbyggðina. Fyrir bændur og af- komendur þeirra er mjög hæpið að vera á móti aðild þegar á allt er litið og til langs tíma. 1. Með ESB-aðild og evru myndi verðbólga nánast hverfa og vaxta- gjöld lækka verulega. Auka-vaxta- greiðslur ríkissjóðs til útlanda eru núna um 45 miljarðar króna. Þetta kemur niður á lífskjörum okkar al- mennt, einnig bænda. Fyrir unga skulduga bændur koma lægri vextir og stöðugleiki verðlags sér vel. 2. Veruleg lækkun á verði matvæla og tilkoma evrunnar myndi fjölga ferðamönnum mikið. Ferðaþjónusta myndi vaxa og taka við mörgum vinn- andi höndum til sjávar og sveita. Mjög hátt verð máltíða á veitingahúsum er eins og köld vatnsgusa framan í ferða- menn. Þeir vilja fara þangað sem verðlagið er hagstætt. Lækkun mat- vælaverðs í landinu myndi koma bændum og afkomendum þeirra til góða því þeir eru neytendur líka. 3. Með tilkomu stöðugs gjaldmiðils og efnahagsstöðugleika í landinu myndi útlendingum sem hafa áhuga á að fjárfesta í fyrirtækjum, jörðum og öðrum eignum hér á landi fjölga. Það kemur fjármagn inn í landið, meira að segja áhættufjármagn. Þetta mun auka velsæld í landinu og gera það að verkum að þeir bændur sem vildu hætta ættu auðveldara með það. Þetta mun einnig efla atvinnulífið í landinu almennt og auka atvinnu- framboð fyrir alla, bæði bændur og afkomendur þeirra. Ýmis ný starf- semi mun þrífast í bættu efnahags- umhverfi sem ella þrífst ekki. Lands- mönnum mun fjölga hraðar því annars flýja margir land. 4. Bændur eiga börn eins og aðrir og vilja að þeim vegni vel í lífinu sem og þeim sjálfum. Það er ljóst að bænd- ur hljóta því að vilja stuðla að góðri efnahagsþróun landsins þannig að af- komendur þeirra, sumir hverjir mjög vel menntaðir, hafi aðstöðu til að fá vinnu við hæfi og haldi henni. Þannig voru t.d. bankarnir á sínu (of) öfluga útrásarskeiði góðir vinnuveitendur. Þeir veittu mörgum vel menntuðum afkom- endum bænda og öðr- um vinnu. Við þurfum eitthvað í staðinn fyrir það sem hvarf eftir hrunið. 5. Ef ekki verður sótt um ESB verður enginn friður um það. Það er frekar hægt að sætta sig við nið- urstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu þeg- ar kostirnir liggja á borðinu. Um- hyggja fyrir velferð bænda verður ekki eins mikil þegar harðnar á daln- um hjá almenningi. Landsmenn hafa kynnst góðum efnahagsaðstæðum í (falsaða) góðærinu og vilja fá góða efnahagslega framtíð enda býður menntun landsmanna o.fl. upp á að við getum haft það gott hér, en bara ef við erum skynsöm og eflum sam- starf við nágrannaþjóðir, stöðugleika og lægri vexti. Það er því hagur bænda að vera tilbúnir að skoða mál- ið og fá allt upp á borðið í samn- ingum. Þjóðin sker svo endanlega úr. 6. Það eru miklir styrkir til land- búnaðar í ESB, sem og hér nú. Það hvernig menn fara út úr styrkja- málum er annað mál. Sumir kunna að hagnast og aðrir græða á þeim breyt- ingum. Þegar að því kemur munu bændur hér fá velvilja og skilning al- mennings til að aðlagast nýju kerfi innan ESB. Skv. upplýsingum í Bændablaðinu nýlega hafa finnskir bændur flestir skilning á því að al- mennt kunni þjóðin að hafa hag af ESB-aðild þó þeir hafi ekki endilega haft hag af henni sjálfir og sumir séu óánægðir. Það hefur orðið verðlækk- un á afurðum þeirra og samþjöppun í greininni. Það er auðvitað ekki beint bændum í hag, þó það kunni að vera þjóðinni í hag sem heild. En menn geta bara ekki gert kröfu um það að halda uppi óhagkvæmri framleiðslu. 7. Því hefur verið haldið fram að við verðum að hafa öflugan land- búnað vegna fæðuöryggis. En það er bara ekki hægt að stunda nútíma landbúnað án milliríkjaviðskipta. Nánast allur tæknibúnaður fyrir landbúnaðinn kemur erlendis frá. Landbúnaðurinn myndi leggjast á hliðina ef milliríkjaviðskipti stöðv- uðust. Það er því spurning hvort kemur á undan, eggið eða hænan. Tökum skrefið fram á við sameig- inlega með bættan hag sem flestra í huga þegar til langs tíma er litið. Eftir Guðjón Sigurbjartsson » Aðild að ESB myndi vissulega svipta bændur tollverndinni. Í staðinn kæmu ýmsir kostir sem til lengri tíma litið vega vel upp gallana fyrir flesta. Guðjón Sigurbjartsson Höfundur er viðskiptafræðingur og bóndasonur. Íslenskur land- búnaður og ESB MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði. Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.