Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 51
Menning 51FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009
HIN vandaða poppsveit Coldplay hyggst gefa öllum
þeim sem mæta á tónleika sveitarinnar í sumar
geislaplötu. Um hljómleikaplötu er að ræða og nefn-
ist hún hinu mjög svo flippaða nafni LeftRightLeft-
RightLeft. Góðverk þetta verður sett í gang frá og
með 15. maí en þá leikur Coldplay á opnunartón-
leikum Ameríkuleggjar heimsreisu sinnar. Viðburð-
urinn fer fram í West Palm Beach á Flórída.
„Að spila á hljómleikum er það sem nærir hjarta
okkar og anda,“ sagði Chris Martin glaðbeittur þeg-
ar hann var spurður hvað ylli þessu örlæti.
„Platan er nokkurs konar þakklætisvottur til
handa aðdáendum okkar; fólkinu sem gerir það að
verkum að við stöndum í þessu á annað borð.“
Coldplay verður á ferð og flugi um gervallan
heiminn út þetta árið. Gangi henni vel.
Fágað popp
fyrir ekki neitt
Reuters
Örlæti Chris Martin er drengur góður.
LEIKSTJÓRINN Spike Lee er með
allsérstæða heimildamynd í far-
vatninu, en hún fjallar um Kobe
Bryant, hinn umtalaða leikmann
Los Angeles. Myndin heitir Kobe
Doin’ Work og gerist í einum leik,
en Lee nýtti sér þrjátíu myndavélar
til að ná hverri einustu hreyfingu,
brosviprum og kippum inn á band.
Myndin er innblásin af listrænu
heimildarmyndinni Zidane: A 21st
Century Portrait, sem fjallar um
Zinedine Zidane og fylgdi sömu
formerkjum. Leikurinn sem var til
grundvallar var á milli Lakers og
San Antonio Spurs og fór fram 13.
apríl í fyrra. Byant hljóðritaði svo
athugasemdir sínar um framgang
leiksins. Það er þá Bruce gamli
Hornsby, af öllum mönnum („The
Way it is“), sem sér um tónlistina.
Reuters
Glúrinn Spike Lee.
Spike Lee
gerir mynd
um Kobe
Bryant
NÚ styttist í annan endann á Bíó-
dögum Græna ljóssins 2009, og síð-
asta sýningarhelgin hafin. Ein-
göngu átta vinsælustu myndirnar
verða sýndar síðustu dagana, eða
fram til mánudags. Myndirnar átta
sem um ræðir eru Me and Bobby
Fischer, Cocaine Cowboys 2, Fro-
zen River, Gomorra, Man On Wire,
Sunshine Cleaning, Two Lovers og
Die Welle. Myndirnar eiga það
flestar sameiginlegt að hafa fengið
mjög góða dóma hér á landi sem er-
lendis, og notið mestra vinsælda
þeirra mynda sem sýndar hafa ver-
ið á Bíódögum.
Sýningardagskrá fyrir síðustu
dagana er komin inn á Miði.is þar
sem hægt er að tryggja sér miða á
þessar síðustu sýningar.
Línudans Úr heimildarmyndinni
Man On Wire.
Átta myndir
áfram á
Bíódögum
www.midi.is
www.graenaljosid.is