Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 24
24 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is H eimildarmyndin Draumalandið, í leik- stjórn Þorfinns Guðnasonar og Andra Snæs Magna- sonar, hefur vakið mikla athygli og hlotið afar góða dóma. Myndin fjallar meðal annars um stór- iðjustefnu stjórnvalda og tekur harða afstöðu gegn henni. Gagnrýni flokkuð sem áróður Má ekki segja að þessi mynd sé að ákveðnu leyti áróðursmynd? „Áróður og ekki áróður. Það sem er að gerast á Íslandi í stór- iðjuframkvæmdum er bylting, við bara skiljum það ekki af því að það er búið að normalisera byltinguna. Það var búið að byggja upp raf- orkukerfi á Íslandi sem var tvöfalt stærra en það sem öll þjóðin þurfti. Síðan var ákveðið að tvöfalda orku- framleiðslu á Íslandi í einni fram- kvæmd. Á allra þjóða mælikvarða er það bylting, hvaða iðnríki í heim- inum tvöfaldar orkuframleiðslu sína í einum rykk? Eftir þessa byltingu, þegar orkukerfið hafði verið tvö- faldað og allt efnahagslífið keyrt í botn fyrir eina framkvæmd, fannst mönnum eins og ekki væri nóg að gert og vildu tvöfalda aftur það sem hafði verið tvöfaldað með áframhaldi á Bakka og í Helguvík. Þetta segja menn hiklaust þrátt fyrir að orkufyrirtækin séu í stand- andi vandræðum. Á Íslandi heitir þetta ekki áhætta – heldur skyn- samleg þróun. Þegar þessi öfgafulla stefna mætir síðan landslagi sem er eitt hið dramatískasta sem fólk hef- ur séð á hvíta tjaldinu þá verða til kröftugar andstæður og auðvitað frábært efni í bíómynd sem við Þorfinnur nýttum okkur til hins ýtrasta. Gagnrýni var flokkuð sem áróður á Íslandi. Það var jafnvel talið bera vott um óheilindi og illsku að vera gagnrýninn. Vísindamenn sem stóðu í vegi fyrir stórum ákvörð- unum fengu á baukinn, misstu lífs- afkomuna og starfsframann eða voru lækkaðir í tign. Á hinn bóginn gerðust stjórnvöld nánast upplýs- ingafulltrúar stórfyrirtækja. Það má líkja þessu við ríki sem stunda mikla tóbaksframleiðslu. Þar fer jafnvel heilbrigðisráðherrann með rulluna um dásemdir light- sígarettna sem heilbrigt og siðferði- legt mótvægi við kínverskar tjöru- sígarettur og leyfir sér að efast um skaðsemi tóbaks. Það er nákvæm- lega það sama sem hefur gerst hér í umhverfismálum. Umhverf- isráðherrann talaði um grænan málm og virtist tilbúinn að færa stórfyrirtækjum ósnortin svæði á silfurfati, staði sem ættu að vera á minjaskrá UNESCO. Miðað við eðlilega þróun hér á landi þá hefðum við ekki farið að tala um Þjórsárver fyrr en árið 2215. En vegna þess að álver notar raforku eins og milljón manns kem- ur upp sú staða að ein kynslóð tel- ur sig þurfa að ákveða í einni svip- an hvaða leifar skuli skilja eftir fyrir næstu kynslóðir.“ Óskiljanleg aðstaða En nú er kallað á stórfram- kvæmdir, til dæmis úti á landi til að fjölga störfum og stuðla að upp- byggingu. „Fyrir norðan er samkvæmt fjöl- miðlum mikil örvænting vegna þess að fólk veit ekki hvort Alcoa vill koma þar að málum eða ekki. Ég las leiðara í DV þar sem leiðarahöf- undur var ekki sáttur við Drauma- landið og sagði að ég væri eins og Marie Antoinette, vildi bjóða fólk- inu úti á landi kökur. En hvaða fólk erum við að tala um? Fólk sem býr í gjöfulu landi, við gott mennta- og heilbrigðiskerfi, langlífi, orku og gnægð matar. Eigum við að bera það saman við tötralýð í frönsku byltingunni sem er að deyja úr hungri? Fyrir norðan gætu menn, í sátt við alla, aflað sér orku sem er meiri en höfuðborgarsvæðið notar á jól- unum. Tíu sinnum meira en íbúa- fjöldinn. Ég held að allir bæir í heiminum sem sæju fram á slíka möguleika væru sáttir og teldu sig hafa öll tromp á hendi. Og ef við leggjum allt á borðið. Gjöful fiski- mið, blómlegan landbúnað, hvala- skoðun og jarðvarma, Mývatn, Ás- byrgi, Laxá, menntun, lífsgæði, vatn og orku sem gæti knúið höf- uðborgarsvæðið. Ættu menn að vera svartsýnir með allt þetta? Hvað hefur þá brugðist ef fólk ör- væntir? Nú er neyðin slík að menn virð- ast til í að skrapa saman allri orku sem er tiltæk norðanlands til að troða upp einu Alcoa-álveri í viðbót. Þá dugar ekki minna en orka fyrir milljón manna samfélag. Þá er Al- coa búið að ná sér í alla orku Aust- urlands, alla orku Norðurlands fyr- ir utan Jökulsá á Fjöllum, hún er hluti af þjóðgarði sem er styrktur af Alcoa. Ef þetta væri borðspil og ég væri Alcoa myndi ég telja mig hafa unn- ið leikinn. Búið að ná sér í alla helstu fossa Austurlands og Aldeyj- arfoss fyrir norðan og spara sér þá samtals 30-50 milljarða árlega í orkuverði miðað við orkuverð í Evrópu og Ameríku. Síðan á að af- henda Norðuráli nánast alla orku sem er tiltæk sunnanlands. Þessi fyrirtæki gætu síðan auðveldlega runnið saman í eitt. Mér þykir menn ansi brattir að leggja svo mikið vald í hendur eins fyrirtækis. Mér finnst óskiljanlegt hvernig við Íslendingar getum verið lent í þess- ari aðstöðu. Það er sammerkt með öllum nýlendum að þær þakka herranum fyrir líf sitt en ekki öf- ugt. Við erum búin að plata okkur með orðagjálfri um að verið sé að skapa störf. Eins og störf verði ekki til nema með brjálæðislegum lánum, fórnum og sársauka en ekki með samskiptum og gagnvirkni fólks. Jú, við notum auðlindir og hráefni til að skapa störf en ekki bara það. Alls ekki bara það.“ Óttavætt frelsi En hvað er eiginlega athugavert við álframleiðslu, er hún ekki bara gagnleg? „Við Íslendingar erum nú þegar einn stærsti álframleiðandi í heimi. Það má eflaust búa til eitthvað gagnlegt úr því sem er brætt og væri ágætt að sjá það gerast. Alls staðar í þessum iðnaði er gott fólk sem tekur eðlilega þessa umræðu persónulega. Byltingin er vanda- málið og eyðileggingin sem hraðinn veldur. Það er mjög sérstakt að horfa upp á þann hugsunarhátt að það sem er orðið stórt verði að tvö- falda og síðan verði að tvöfalda það aftur. Stundum er eins og dávaldur hafi náð tökum á okkur. Vegna þess að þó að ,,allt hitt“ sé 99 pró- sent af hagkerfinu þá sjáum við það ekki. Álframleiðsla er 3 prósent af málmframleiðslu heimsins sem er síðan 1 prósent af heimsframleiðsl- unni. Svo horfa menn á þessi 99 prósent sem heimurinn hefur upp á að bjóða eins og það sé auðn þar sem ekkert standi til boða. Það má benda á að heilbrigðiskerfi Vest- urlanda slaga upp í 10 prósent af heimsframleiðslunni. Fólk hefur aðgang að öllum upp- lýsingum heimsins, getur haft sam- skipti við allan heiminn en horfir í tómið og spyr: Hvað á að gera í staðinn? Stundum er eins og okkar ágætu miðaldra karlmenn hafi gefist upp og hafi enga framtíðarsýn. Þeir eiga ekki leiðtoga sem hefur opnað fyrir þeim heiminn. Það er búið að njörva hugsunina í einhverskonar kúgunarástand. Þeir skrifa um nauðsyn stórframkvæmda og segja að þær séu forsenda byggðar, at- vinnulífs og hagvaxtar. Svo spyrja þeir: Hvað annað á að gera? Menn líta svo á svarið „eitthvað annað“ sem níðyrði. Það er búið að ótta- væða frelsið. Frelsið gengur út á að það sé ekki hægt að reikna út eitt stórt svar fyrir atvinnulífið, að hver einstaklingur sé sérfróður um eigin hæfileika og þannig farnist sam- félaginu best. En núna snúa menn frelsinu við og spyrja: Ef þú hefur ekki svar er ekkert að marka þig. Miðað við þessa hugsun, þá ætti að vera hægt að reikna út nákvæm- lega hvað Ísland ber margar mann- eskjur. Verksmiðja hér og 1000 störf. Verksmiðja þar og 1000 störf. Kannski væri hægt að reikna þann- ig út að landið geti borið 200.000 manns og þá verði hinir að fara. Gott og vel, þá skal ég fara úr landi og rýma til. En yrðu fleiri störf á Íslandi eftir fyrir hina – ef 100.000 manns færu frá Íslandi? Nei, það væri það ekki. Þetta er einskonar hugsanavilla um það hvernig atvinnulíf og störf verða til. Við eigum ekki að líta á möguleika mannsins til að fá starf sem undantekningu frekar en reglu. Það er heldur ekki hægt að telja atvinnulausa og búa til plan út frá því – eins og landið sé kjúk- lingabú sem megi redda með einni heildarlausn. Oft er lækningin verri en sjúkdómurinn. Stórfram- kvæmdir árið 2002 styrktu krónuna um 10-20 prósent og eyðilögðu fleiri langtímastörf í útflutnings- greinum en framkvæmdin skapaði. Síðan komu bankarnir og helltu ol- íu á eldinn en hið sama gildir um þá – þeir drógu að sér og yfirborg- uðu hæfileika sem hefðu leitað ann- að.“ Búum við stríðsástand Hvernig á þjóðin að komast út úr kreppunni? „Ef einhver segist vera með auð- velda og skiljanlega lausn er hann annaðhvort ofurmenni eða blekk- ingameistari. Það er engin ein lausn úr kreppunni að mínu viti. En ef við horfum á hvað var á Ís- landi fyrir 80 árum og hvað sú kyn- slóð byggði frá grunni – nánast allt sem við sjáum í kringum okkur, þá er fáránlegt ef við getum ekki einu sinni haldið í horfinu. Við búum við eins konar stríðsástand. Á slíkum tímum er fólk kallað í herinn. Rík- isstjórnin fer ekki sjálf út á vígvöll- inn heldur eru þúsundir manna sendar af stað. Í hruninu var stór hópur fólks tilbúinn til að láta kalla sig í herinn en það var enginn far- vegur. Ég veit að allir PR-menn landsins voru í öngum sínum og reyttu hár sitt yfir klúðrinu gagn- vart almenningsáliti heimsins – en við höfðum engar varnir – ég veit að margir vildu mynda neyð- arteymi og vinna jafnvel frítt strax á fyrstu dögum hrunsins – sinna smá herskyldu. Við höfum heldur ekki séð félag fótgönguliða í útrásinni stíga fram og segja okkur hvaða reglum þurfi að breyta svo bankahrunið end- urtaki sig ekki. Margir þeirra sem unnu innan kerfisins og vita hvað fór úrskeiðis eru enn að verja gamla kerfið. Ef þeir sem komu ná- lægt útrásinni vilja standa í lapp- irnar og lifa með reisn í framtíðinni þá hafa þeir tækifæri til þess með því að gera heiðarlega upp við for- tíðina. Heimspressan hefur áhuga á Íslandi og nóbelsverðlaunahafar blogga um okkur. Við ættum alveg að geta haft áhrif á hvernig al- Andri Snær Magnason rithöfundur Eins og dávald- ur hafi náð tökum á okkur » Stundum er eins og okkar ágætu miðaldrakarlmenn hafi gefist upp og hafi enga framtíð- arsýn. Þeir eiga ekki leiðtoga sem hefur opnað fyr- ir þeim heiminn. Það er búið að njörva hugsunina í einhverskonar kúgunarástand. Þeir skrifa um nauðsyn stórframkvæmda og segja að þær séu for- senda byggðar, atvinnulífs og hagvaxtar. Svo spyrja þeir: Hvað annað á að gera? Menn líta svo á svarið „eitthvað annað“ sem níðyrði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.