Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Costa del Sol 21. maí – 12 nætur frá kr. 99.900 12 nætur á ótrúlegum kjörum! Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum 21. maí til Costa del Sol. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað í 12 nætur og gistu á Hotel Los Patos sem er notalegt þriggja stjörnu hótel sem býður fjölbreytta þjónustu og góða staðsetningu í Benalmádena. Örstutt er á ströndina hin vinsæla snekkjubátahöfn er í göngufæri. Á hótelinu er sundlaug, barir, góð sólbaðsaðstaða, veitingastaður, lítil verslun, setustofa með sjónvarpi, internetaðgengi auk fjölbreyttrar afþreyingar fyrir fyrir gesti. Á hótelinu eru 277 herbergi sem eru með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólf, baðherbergi og svölum eða verönd. Hálft fæði er innifalið í gistingu, þ.e. morgun- og kvöldverður. Verð frá kr. 99.990 12 nætur með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi á Hotel Los Patos *** í 12 nætur með hálfu fæði. Sértilboð 21. maí til 3. júní. Verð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn kr. 103.900. Verð á mann m.v. gistingu í tvíbýli kr. 119.000. Ótrúlegt sértilboðHotel Los Patos ***Gott og notalegt hótelFjölbreytt þjónusta Aðeins örfá herbergi í boði! þjóðlega regluverkið verður lagað og þá kemur kannski traustið og virðingin aftur. Það er brýnasta efnið vegna þess að útrásin skilur eftir sig, þrátt fyrir allt, margt hæfileikafólk með mikla menntun, sambönd – og mistök sem það hef- ur lært af. Þetta fólk þarf fyrst og fremst traust til að geta hafið störf á ný. Mér finnst erfiðast að vita ekkert. Þetta er eins og skoða hús – jú, mér líst vel á það – ekki flókið að búa í því og alveg hægt að lappa upp á það – en ég veit ekki hvort ég hef efni á afborgunum. Eru það 100.000 á mánuði? 200.000? Gæti staðan orðið þannig að það yrði tæknilega ómögulegt að búa á Ís- landi?“ Völundarhús borgarinnar Hvaða hugmyndir hefur þú um endurreisn atvinnulífsins? „Fljótlega eftir hrunið tengdist ég hópi sem vill setja upp verk- stæði þar sem vélum yrði safnað saman, iðnaðarmönnum og hönn- uðum til að búa til prótótýpur og leggja hugsanlega grunn að fram- leiðslu á hlutum eða nýjum hug- myndum. Við fórum að leita að hús- næði fyrir starfsemina en nú hefur hálft ár farið í flakk um völund- arhús borgarkerfisins. Það vantar aðeins meiri hraða – menn verða að grípa fólk sem er tilbúið að leggja fram krafta. Tíminn skiptir máli vegna þess að iðnaðarmenn og arkitektar hafa rúman tíma um þessar mundir. Þarna væri vettvangur til að fá hugmyndir og búa síðan til raun- verulega hluti. Smiðirnir hefðu þarna sömuleiðis aðstöðu á stað þar sem búið væri að safna saman alls kyns vélum og gætu búið til lampa, borð og stóla og aðra nytjahluti. Gamlir menn sem eru að fara á eft- irlaun gætu miðlað þekkingu til sér yngri manna. Arkitektarnir eru ekki að fara að byggja hús alveg strax en gætu beint sjónum að smærri lausnum, smærri hlutum, vöruhönnun og fleiru. Ég á von á því að hugmyndin verði að veruleika en fram að þessu hefur of mikill tími farið í kerfið. Ég held að það séu hundrað svona hugmyndir sem við þurfum að gera að veruleika. Það eru fjölmargir hugsjónahópar að vinna um allt land og víða má jafnvel finna hreina endurreisnarstemningu og magnaða hluti sem eru unnir í sjálfboðavinnu. Háskólarnir brugð- ust mjög skjótt við, Prisma – sem er endurreisnarsetur Bifrastar og Listaháskólans, Neistaverkefni Bjarkar og Hugmyndaráðuneytið eru dæmi um öflugt og merkilegt framtak, allkyns hópar og ein- staklingar sem eru að gera mjög spennandi hluti sem verða vonandi eitthvað og það fær mann til að trúa því að þessi kreppa gæti jafn- vel orðið til góðs. Við hefðum lík- lega ekki orðið sérlega heilbrigt samfélag ef við hefðum farið línu- lega í sömu átt og við stefndum. Að vissu leyti þarf fólk að leysa upp allar hugmyndir um tímakaup, laun og svo framvegis. Menn þurfa að vera tilbúnir að nýta húsnæði og tæki frekar en að bíða. Það þarf mikið hugsjónastarf við að koma þessu aftur í gang og stjórnvöld munu aldrei geta það ein og sér.“ Hugsar þú í pólitískum lausnum, til dæmis í sambandi við Evrópusam- bandið? „Ég hitti mann um daginn sem sagði við mig þegar Evrópusam- bandið barst í tal: „Sérðu ekki hvað það er stórkostlegt að horfa inn í herbergi þar sem Frakki, Breti og Þjóðverji búa til skýrslur um ag- úrkur? Fyrir rúmum sextíu árum voru þeir að murka lífið hver úr öðrum. Finnst þér ekki eitthvað fal- legt við að núna sameinist þeir í því að búa til skýrslur um agúrkur?“ Ég vil að íslensk stjórnvöld fari í viðræður við Evrópusambandið og upplýsi þjóðina um það hvað sé í boði og þá hef ég rétt til að sam- þykkja eða hafna aðild í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Mér leiðist hvernig umræðunni hefur verið haldið niðri.“ Hef alltaf svikið lesendur Þú ert rithöfundur sem skrifaði skáldskap en hefur fært þig yfir í virka þjóðfélagsumræðu, ertu að gleyma skáldskapnum? „Ég fór frá vísindaskáldskap, barnahugsjónabókmenntum og gríni yfir í að berjast við embættis- mannakerfi og risafyrirtæki. Mér fannst ég verða að gera það. Þegar ég skrifaði Draumalandið hvarflaði að mér að það væri ekki mitt hlut- verk að skrifa um þjóðfélagsmál, ég ætti að vera skáld og skrifa skáld- skap fyrir eilífðina. En svo fór ég að lesa þjóðfélagsgreinar Halldórs Laxness frá fjórða áratugnum og mér fannst það sem hann sagði þar vera rétt og viðeigandi. Ég las líka Adam Smith og Rousseau, menn sem mótuðu sinn heim og sín við- mið. Ég ákvað að gefa mér lausan tauminn, leyfa mér að fara á þessar slóðir án þess að finnast ég vera að svíkja skáldskapinn. Það er ágætt að vera ekki að troða þjóðfélags- skoðunum mínum inn í skáldverkin því það spillir oft slíkum verkum. Ég hef alltaf svikið lesendur mína ef svo má segja, frá ljóðum fór ég í smásögur, þaðan í barnabók, þaðan í vísindaskáldsögu fyrir fullorðna og þaðan í hugmyndabók um raun- veruleikann og síðan í kvikmynd. Núna eru einhverjar fjórar bæk- ur að brjótast um í mér og nokkrar komnar áleiðis, bæði skáldskapur og raunveruleiki. Ástandið núna á Íslandi er samt þannig að skáld- skapurinn á mjög erfitt með að keppa við raunveruleikann, hann er svo miklu ótrúlegri.“ Morgunblaðið/Kristinn Skáldið „Ég fór frá vísindaskáldskap, barnahugsjónabókmenntum og gríni yfir í að berjast við embættismanna- kerfi og risafyrirtæki. Mér fannst ég verða að gera það. “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.