Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 27
Það er allt í lagi. Pappelina vill láta ganga yfir sig á skítugum skónum. Hún er nefnilega úr plasti. Pappelina virkar því best þar sem mikið álag er á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofuna eða eldhúsið. Svo vill hún líka fara í þvottavél. Plastmotturnar frá Pappelinu hafa farið sigurför um heiminn og eru nú loksins fáanlegar á Íslandi. Kíktu á úrvalið í verslun Kokku eða á kokka.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Á skítugum skónum? MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 Eftir Gunnlaug Auðun Árnason Stykkishólmur | Formannskjör hef- ur ekki verið vandamál hjá Golf- klúbbnum Mostra í Stykkishólmi frá því að klúbburinn var stofnaður fyrir 25 árum. Sami maðurinn hefur gegnt því starfi frá upphafi en er að hætta þar sem hann er að flytja á nýjar slóðir. Það hafa fáir eða enginn starf- að jafn lengi í formannstóli í golf- klúbbi hér á landi. Það þóttu tíðindi þegar fréttist að hafin væri leit að nýjum formanni. Það er Ríkharður Hrafnkelsson sem hefur gegnt for- mannstarfi í 25 ár hjá Mostra. Ríkharður var spurður hvort hann hefði haldið fast í formannsstólinn í gegnum tíðina. Hann brosir við þess- ari spurningu og svarar: „Nei, eigum við ekki frekar að segja að ég þurfi að flytja búferlum til að losna, en það segi ég í gríni því ég hef ekki verið þvingaður til starfa,“ segir Rík- harður. Golfklúbburinn Mostri var stofn- aður árið 1984 og þar kom Rík- harður að verki. „Ég hafði frum- kvæði að stofnun klúbbsins. Ég hafði kynnst golfíþróttinni er ég bjó í Reykjavík. Þegar ég flutti í Hólminn var hér engin aðstaða til að spila golf en ég var smitaður af golfbakt- eríunni. Ég kallaði í nokkra menn til skrafs og ráðagerða og hinn 13. nóv- ember 1984 stofnuðum við 14 félagar Golfklúbbinn Mostra,“ segir Rík- harður. Hann segist hafa ætlað að leiða klúbbinn af stað en síðan var ætlunin að aðrir tækju við. „En svona er þetta, þegar áhuginn er ódrepandi og verkefnin kalla,“ segir Ríkharður. Þeir Mostrafélagar fóru af stað með tvær hendur tómar, ekkert land og engin tæki. Á þessum 25 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hafa byggt upp 9 holu golfvöll og golfskála Árið 1987 var samþykkt að- alskipulag Stykkishólmsbæjar þar sem gert var ráð fyrir 9 holu golfvelli í hjarta bæjarins. Það var í fyrsta skipti sem golfvöllur var tengdur íbúðabyggð í aðalskipulagi á Íslandi. Þá lagði bæjarfélagið til land undir golfsvæði og var hafist handa um uppbyggingu golfvallar. Á þessu ári sér fyrir endann á því verki. Mikil vinna hefur verið lögð í uppbyggingu vallarins af klúbbfélögum. Árið 2001 byggðu Mostrafélagar mjög góðan golfskála. Ríkharður segir að skál- inn hafi gjörbreytt félagsstarfinu og eflt það til mikilla muna. Fjárhags- staða golfklúbbsins er góð. Klúbb- urinn sér um rekstur tjaldsvæðisins fyrir Stykkishólmsbæ sem er mikill styrkur fyrir klúbbinn. Bæjarstjórn Stykkishólms hefur allt frá byrjun stutt vel við bakið á Golfklúbbnum og fjárhagsstuðningur bæjarins í gegnum árin hefur skipt sköpum í uppbyggingunni. „Ég skila for- mannsstarfinu af mér mjög glaður og stoltur. Ég hef lagt á mig mikla og ánægjulega vinnu fyrir klúbbinn sem eru einhver ársverk í gegnum árin. Ég hef unnið með frábærum hópi. Við byrjuðum 14 stofnfélag- arnir og nú er félagatalan orðið um 140. Það er mjög hátt hlutfall miðað við íbúafjölda Stykkishólms. Þegar ég kveð finn ég fyrir miklu þakklæti og það eru bestu launin sem hægt er að biðja um. Golfíþróttin á bjarta framtíð fyrir sér í Hólminum bæði fyrir heimamenn og svo gesti,“ segir Ríkharður Hrafnkelsson að lokum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðunn Árnason Formaður Ríkharður er mikill golfáhugamaður og hefur verið í forystu í að efla áhuga og golfaðstöðu Hólmara. Hefur setið á for- mannsstóli í 25 ár Ríkharður Hrafnkelsson hefur sýnt þrautseigju í starfi fyrir Golfklúbbinn í Stykkishólmi. Í HNOTSKURN »Golfklúbburinn Mostri varstofnaður fyrir 25 árum. Stofnfélagar voru 14. Félagar Mostra eru í dag um 140 sem eru um 13% bæj- arbúa. »Árið 1987 hófst uppbygg-ing 9 holu golfvallar. Völl- urinn er í næsta nágrenni við tjaldsvæðið og hótelið. Fram- kvæmdum lýkur á þessu ári. »Golfvöllurinn í Stykk-ishólmi er orðinn vinsæll meðal ferðamanna. Ferða- menn staldra lengur við í Stykkishólmi til að spila golf. @ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.