Morgunblaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009
segðu
smápestum
stríð á hendur!
Fæst í apótekum og
heilsubúðum um land allt.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FÁI embætti lögreglu höfuðborgarsvæðisins ekki fjár-
veitingu upp á rúmar 50 milljónir króna til að halda tutt-
ugu lögreglumönnum, sem ráðnir voru tímabundið, inn-
an sinna vébanda verða eftir um 290 lögreglumenn.
Fyrir ári voru 347 lögreglumenn í starfi hjá embættinu.
„Við sjáum ekki alveg fyrir endann á því hvernig þetta
kemur til með að ganga fari þeir frá okkur,“ segir lög-
reglustjóri. „Ég held að það sé ekki hægt að fara svona
neðarlega með okkur án þess að það skerði þjónustuna.
Það segir sig sjálft.“
Embættið fékk fimmtíu milljóna króna aukafjárveit-
ingu í lok árs til að ráða tuttugu lögreglumenn tímabund-
ið. Fjörutíu sóttu um stöðurnar. Stefán Eiríksson lög-
reglustjóri segir nóg af lögreglumönnum sem sitja heima
atvinnulausir á bótum frá ríkinu en væru til í að hefja
störf á morgun.
Stefán segir Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra
hafa sýnt málum embættisins mikinn
skilning og fylgt þeim vel eftir.
Ákvörðun um fjárveitingu liggur hins
vegar hjá ríkisstjórninni allri. Hann
bindur miklar vonir við að rík-
isstjórnin hafi fullan skilning á stöð-
unni enda ekki skynsamlegt að ganga
of nærri lögreglunni, sérstaklega á
tímum efnahagslegra erfiðleika.
Ástandið kemur einnig illa við lög-
reglunema í starfsþjálfun. Í haust
eiga þrjátíu nemar að fara í þjálfun en
ekkert lögreglulið hefur efni á að greiða þeim laun. Um
þessar mundir eru fimmtán í starfsþjálfun og greiðir lög-
regluskólinn þeim launin. Ekki er sjálfgefið að slíkt verði
aftur enda undantekning en ekki regla. Alls er því óvíst
hvað verður um þjálfunina. andri@mbl.is
Mikil fækkun í lögreglunni
Stefán
Eiríksson
„ÆFINGIN er keyrð á 36 tímum til að mæla alla
þætti sem við þurfum að geta gert þegar við
komum á erlenda grund,“ segir Gunnar Stef-
ánsson, sviðsstjóri björgunarsviðs hjá Slysa-
varnafélaginu Landsbjörg, en hann var með ís-
lensku alþjóðasveitinni, rústabjörgunarsveitinni,
á viðamiklli æfingu á Vallarheiði í Reykjanesbæ.
„Við keyrum á vöktum, því í rústabjörgun erum
við alltaf að.“ 31 tók þátt í æfingunni en 15-20
stóðu að undirbúningi og utanumhaldi. Sveitin
æfir fyrir úttekt og vottun Sameinuðu þjóðana í
september. Nái hún prófinu verður hún níunda
alþjóðlega sveitin: „Og við byggjum þessa sveit á
sjálfboðavinnu.“ Sveitin sé í fremstu röð en
starfsemin velti á velvilja í hennar garð.
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Æfa rústabjörgun fyrir úttekt SÞ í september
ÓVISSA um
framtíð stjórn-
mála hér á landi
kostar störf og
verðmæti í at-
vinnulífinu.
Þetta segir Vil-
hjálmur Eg-
ilsson, formaður
Samtaka at-
vinnulífsins.
„Stjórn-
armyndunarviðræður hljóta alltaf
að taka sinn tíma,“ segir Vil-
hjálmur. Hann segist ekki vera að
gagnrýna stjórnarflokkana, sem
tóku sér hlé frá viðræðum í gær,
fyrir að slugsa. „Hins vegar er mjög
brýnt að fá festu í málin því óvissa í
stjórnmálum hefur ríkt mjög
lengi.“
SA hefur ásamt verkalýðshreyf-
ingunni hvatt til þess að gerður
verði stöðugleikasáttmáli, þar sem
kæmi fram sterk sýn á framhaldið.
„Þannig gætu menn fengið trú á
stöðugleika og starfsskilyrði sem
hvettu fyrirtæki til að fara að fjár-
festa á nýjan leik og ráða fólk í
vinnu. Til þess þurfa fyrst og fremst
vextir að lækka og við þurfum að
losna úr gjaldeyrishöftunum.“
Töfin dýr
fyrir at-
vinnulífið
Nauðsynlegt að eyða
óvissu í stjórnmálum
Vilhjálmur
Egilsson
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ENGAR líkur eru taldar á að ung-
lingsstúlkurnar sem mest höfðu sig í
frammi í hrottalegri árás í Heiðmörk
muni fá óskilorðsbundna fangels-
isdóma. Verði fórnarlambinu dæmd-
ar miskabætur mun ríkið að öllum
líkindum sjá um að greiða þær.
Brot stúlknanna sjö falla undir
nokkur ákvæði almennra hegning-
arlaga, s.s. frelsissviptingu, minni-
háttar líkamsárás (gr. 217) og hót-
anir og/eða fjárkúgun.
Þrjár þeirra hafa játað að hafa
haft sig mest í frammi en að öðru
leyti er þáttur hverrar og einnar
óskýr. Stúlkurnar eru sextán og
sautján ára og því sakhæfar en undir
lögaldri. Þær eru börn samkvæmt
laganna bókstaf.
Áverkar og aldur gerenda
Aldur þeirra auk áverka fimmtán
ára fórnarlambsins skiptir einna
mestu máli. Svala Ísfeld Ólafsdóttir,
sérfræðingur í refsirétti við laga-
deild Háskólans í Reykjavík, segir
að miðað við fyrirliggjandi upplýs-
ingar um áverka muni verða ákært
fyrir minniháttar líkamsárás og er
hámarksrefsing þá eitt ár. Einna al-
varlegasta brotið er þá frelsissvipt-
ing og greinilegur ásetningur
stúlknanna. „Frelsissvipting er auð-
vitað grafalvarlegt brot, en mér
finnst samt líklegt í ljósi ungs aldurs
gerenda og, mjög líklega, hreins
sakarferils að þær muni fá frestun
ákæru, í mesta lagi skilorðsbundinn
fangelsisdóm.“
Hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn
Andri Sveinsson tekur undir með
Svölu og segir að þrátt fyrir að brot-
ið sé þaulskipulagt og margt sé til
refsihækkunar verði dómurinn varla
óskilorðsbundinn.
Spurður um ábyrgð vegna miska-
bóta, ef fram á þær verði farið og
þær dæmdar, segist Sveinn Andri
ekki muna til þess að í málum ung-
menna hafi hún nokkurn tíma færst
yfir á foreldra. Því sé viðbúið að
fórnarlambið þurfi að sækja þær til
bótasjóðs ríkisins.
Hrottaleg árás án afleiðinga?
Útlit er fyrir að stúlkurnar sem réðust á aðra fimmtán ára og gengu í skrokk á henni í Heiðmörk fái í
mesta lagi skilorðsbundna dóma Ábyrgð vegna hugsanlegra miskabóta færist ekki til forráðamanna
Eftir því sem viðmælendur Morg-
unblaðsins segja munu unglings-
stúlkurnar sem réðust á sér
yngri stúlku að öllum líkindum fá
væga dóma fyrir ódæðið. Samkvæmt því sem fram hefurkomið gæti verið ákært vegna eft-
irfarandi lögbrota:
XXIV. kafli
Brot gegn frjálsræði manna
226. gr. Hver, sem sviptir annan
mann frelsi sínu, skal sæta fangelsi
allt að fjórum árum.
XXIII. kafli
Manndráp og
líkamsmeiðingar
217. gr. Hver, sem gerist sekur
um minniháttar líkamsárás, skal
sæta sektum eða fangelsi allt að
sex mánuðum, en fangelsi allt að
einu ári, ef háttsemin er sér-
staklega vítaverð.
XXV. kafli
Ærumeiðingar og brot gegn
friðhelgi einkalífs
233. gr. Hver, sem hefur í frammi
hótun um að fremja refsiverðan
verknað, og hótunin er til þess fall-
in að vekja hjá öðrum manni ótta
um líf, heilbrigði eða velferð sína
eða annarra, þá varðar það sektum
eða fangelsi allt að tveimur árum.
XXVI. kafli
Auðgunarbrot
251. gr. Hver, sem hefur fé af öðr-
um með því að hóta manni að beita
hann eða nána vandamenn hans
líkamlegu ofbeldi […], skal sæta
fangelsi allt að sex árum.
Hvaða lögbrot voru framin?